Skip to main content

Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands

Samkvæmt 4. grein stofnskrár Listasafns Háskóla Íslands gegnir safnið skyldum við þá sem stunda rannsóknir á íslenskri myndlistarsögu. Eitt af hlutverkum listasafnsins er að stuðla að rannsóknum á íslenskri listasögu, jafnt innan sem utan háskólasamfélagsins.

Árið 1999 var stofnaður Rannsóknarsjóður við Listasafn HÍ , nefndur Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands,  sem ætlað er, líkt og segir í stofnskrá sjóðsins, að styrkja rannsóknir "á sviði íslenskrar myndlistar, myndlistarsögu og forvörslu myndverka að fornu og nýju, svo og til birtingar á niðurstöðum slíkra rannsókna samkvæmt ákvörðun stjórnar Listasafns Háskóla Íslands sem jafnframt er stjórn sjóðsins."

Árlegt ráðstöfunarfé sjóðsins eru raunvextir af stofnfé og veitir sjóðsstjórnin styrki til "faglegra hæfra einstaklinga eða stofnana að fengnum umsóknum og undangenginni almennri auglýsingu". Sjóðinn stofnaði Sverrir Sigurðsson á 90 ára afmæli sínu, 10. júní 1999 með veglegu stofnframlagi.