Erasmus+ styrkir utan Evrópu | Háskóli Íslands Skip to main content

Erasmus+ styrkir utan Evrópu

Frá árinu 2015 hafa kennara- og starfsmannaskipti til og frá löndum utan Evrópu verið hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins. Þessi hluti áætlunarinnar, sem er kölluð „alþjóðavídd“ í háskólastarfi innan Erasmus+, er nokkuð frábrugðin hefðbundnu Erasmus+ áætluninni innan Evrópu. Kennarar geta einnig sótt um styrki til stúdentaskipta fyrir nemendur.Löndum heims er skipt niður í svæði eftir heimshlutum og er ákveðinni upphæð úthlutað fyrir hvert svæði fyrir sig. Upphæðir sem eru til ráðstöfunnar innan hvers svæðis eru mjög mismunandi.

Allir háskólar á Íslandi geta sótt um fjármagn fyrir öll svæði og er samkeppni þeirra á milli um fjármagnið.

Árlega er tekið við umsóknum frá háskólunum. Einni umsókn er skilað inn um alla styrki fyrir öll svæðin. Árlegur umsóknarfrestur er 15. janúar.

Kynningarskyggnur

Upplýsingar um skiptingu eftir landsvæðum og styrkupphæðir 2020

Nánari upplýsingar um Erasmus+ international dimension

Gátlisti fyrir umsækjendur

Skrifstofa alþjóðasamskipta hefur umsjón með umsókn Háskóla Íslands.
Nánari upplýsingar veitir Karítas Kvaran, karitask@hi.is

Í hnotskurn

  • Styrkir til  kennara- og starfsmannaskipta/undirbúningsheimsókna. Kennarar geta einnig sótt um styrki fyrir nemendur
  • Aðeins ein umsókn fyrir hvern háskóla á Íslandi
  • Umsóknarfrestur er 15. janúar
  • Skrifstofa alþjóðasamskipta hefur umsjón með umsókn HÍ

Aðrir styrkir utan Evrópu

Ísland-Minnesota, ferðasjóður Carol Pazandak

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.