Skip to main content

Erasmus+ dvöl utan Evrópu

Erasmus+ dvöl utan Evrópu - á vefsíðu Háskóla Íslands

Frá árinu 2015 hafa kennara- og starfsmannaskipti til og frá löndum utan Evrópu verið hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins. Þessi hluti áætlunarinnar, sem er kölluð „alþjóðavídd“ í háskólastarfi innan Erasmus+, er nokkuð frábrugðin hefðbundnu Erasmus+ áætluninni innan Evrópu.

Háskóli Íslands sækir um styrki í Alþjóðavídd Erasmus+ (KA-171) annað hvert ár. Næsti umsóknafrestur innan HÍ fyrir Erasmus+ styrki utan Evrópu verður 15. janúar 2025. Áhugasömum er bent á að hafa samband við erasmus.international@hi.is til að fá frekari upplýsingar. 

Hægt er að sækja um styrki fyrir starfsmanna- og stúdentaskipti. Nemendur geta ekki sótt um styrkina sjálfir heldur þurfa kennarar að sækja um styrki fyrir skiptinám eða starfsþjálfun stúdenta.

Allir háskólar á Íslandi geta sótt um þetta fjármagn og er samkeppni þeirra á milli um upphæðirnar sem eru til ráðstöfunar. Alþjóðasvið HÍ hefur umsjón með öllum umsóknum og sendir inn eina heildarumsókn.

Kynningarskyggnur