Upplýsingar um Inntökupróf Læknadeildar | Háskóli Íslands Skip to main content

Upplýsingar um Inntökupróf Læknadeildar

Meginhluti prófsins eru spurningar um efni sem kennt er í framhaldsskóla og er námsefni í áföngum innan raunvísindasviða og hugvísindasviða lagt til grundvallar. Um er að ræða krossaspurningar, sem eru valdar úr spurningasafni, sem er afrakstur samstarfs Læknadeildar og kennara úr fjölmörgum framhaldsskólum landsins. Skipting spurninga milli námsgreina í prófþættinum er ekki fastákveðin milli ára, en sýnishorn gefa nokkuð raunsanna mynd af gerð og eðli spurninga.

Krossaspurningar eru almennt með fimm svarmöguleikum og einungis á að merkja við einn svarlið í hverri spurningu þ.e. rétta eða réttasta svarið. Ef merkt er við tvo svarliði verður það skráð sem rangt svar. Hver spurning gefur 4 stig ef merkt er við réttan svarlið. Ekki er dregið frá fyrir rangt svar.

Í einni próflotu er lagt mat á almenna þekkingu með krossaspurningum með fjórum svarmöguleikum. Ennfremur eru lögð fyrir verkefni sem byggja á nálgun og úrlausn siðferðilegra vandamála, og geta spurningarnar verið hvort sem er á formi krossaspurninga eða ritgerða. Þessir prófþættir byggja ekki á ákveðnu námsefni.
Hér má sjá sýnishorn af spurningum:

Öllum fjölvalsspurningunum er svarað á tölvutæk svarblöð. Ritgerðarspurningum er svarað á sérstök svarblöð, ef slíkar spurningar eru á prófinu.

Í ákveðnum prófhlutum verða lögð fram formúlublöð þar sem koma fram þær jöfnur/formúlur sem kennarar framhaldsskóla telja að nemendur þurfi að hafa við hendina, til þess að geta svarað viðkomandi spurningum.
Hér má sjá sýnishorn af formúlublöðum:

Læknadeild útvegar reiknivélar (vasareikna) sem nota skal í prófinu og fást þær afhentar á skrifstofu deildarinnar u.þ.b. viku fyrir inntökuprófið. Mikilvægt er að nemendur nálgist þær fyrir fyrri prófdag og kynni sér notkun þeirra. Ekki er heimilt að nota aðrar reiknivélar eða hjálpargögn í prófinu en það sem Læknadeild útvegar.

Nýjar reiknivélar voru teknar í notkun vorið 2018 af tegundinni Casio fx-350ES PLUS.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.