Háskólinn er samfélag nemenda og starfsfólks og einn stærsti vinnustaður landsins. Háskólaborgararnir eru því stór hluti neytenda landsins og rétt eins og öðrum fylgir þeim sorp. Allt sem fer óflokkað í ruslatunnuna endar á einn eða annan hátt úti í náttúrunni og því er nauðsynlegt að flokka allt sorp sem okkur fylgir.
En hvernig virkar flokkunarkerfið?
![]() |
Í rauða pokann fara skilagjaldsskyldar umbúðir – flöskur og dósir. Algeng vafaatriði
|
![]() |
Í græna pokann fer allt hreint plastefni. Til dæmis tómar plastumbúðir. Einnig má setja þangað málma (t.d. álpappír)
Algeng vafaatriði
|
![]() |
Í bláa pokann, bláu tunnurnar og pappírskassa sem finna má undir skrifborðum margra starfsmanna fer allur hreinn pappír.
Algeng vafaatriði
|
![]() |
Í svarta pokann fer almennt sorp sem ekki er flokkað í HÍ, til dæmis tyggjó, gúmmí og óaðskiljanleg efni svo sem pennar.
Athugið!
|
![]() |
Í lífrænu söfnunina eiga eingöngu að fara matarafgangar og servíettur. Algeng vafaatriði
|
Hér má finna myndband um sorpflokkunina sem við mælum með að allir horfi á og kynni sér vel (athugið að græni flokkurinn hefur breyst og tekur nú einnig við frauðplasti og málmum).
Nánari upplýsingar um staðsetningu sorpíláta og losunaraðila má finna á flokkunartöflu HÍ.
Þegar kemur að sorpi sem ekki hefur verið nefnt hér að ofan svo sem fatnaði og gleri er hægt að fylgja leiðbeiningum Sorpu um sorpflokkun og skilastaði.
Ef þið hafið fleiri spurningar varðandi sorpflokkunina skuluð þið senda vefpóst á solrunsig@hi.is og sil@hi.is.
Að lokum
Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og því er mikilvægt að nýta þær vel, stunda neyslu í hófi og endurnýta eða endurvinna það sem við erum með undir höndum. Við skilgreinum sorp sem eitthvað sem við ætlum ekki að nota framar, en það þýðir samt ekki að efnið hafi breyst eða misst notagildi sitt. Með því að endurvinna er komið í veg fyrir óþarfa sóun þó enn betra sé að forðast að kaupa drasl eða óþarfa umbúðir sem enda strax í ruslinu.