Virkt eftirlit hluthafa - Opinn fundur 15. apríl 2015

Dr. Christoph Van der Elst, prófessor við Tilburg-háskóla í Hollandi og Ghent-háskóla í Belgíu, flytur erindið „Shareholder activism and corporate response“ miðvikudaginn 15. apríl kl. 12-13.15 í stofu 101 í Lögbergi.Fundurinn er haldinn í samstarfi Lagastofnunar HÍ og Advel lögmanna. Erindið er flutt á ensku.
Nánar um um erindið
Shareholders activism is no longer a typical American phenomenon. Many European companies have become familiar with shareholder actions too. Shareholders are making use of their rights and act against management deficiencies. It raises a number of questions. First, who are the shareholders that make use of the rights to protect their interests? Second, how can shareholders voice their dissatisfaction with the board of directors and management? Third, how can a company address these shareholders’ concerns?
Dr. Christoph Van der Elst er prófessor í viðskiptalögfræði og hagfræði við Tilburg-háskólann í Belgíu og Ghent-háskóla í Belgíu. Van der Elst er með meistaragráðu í bæði lögfræði og hagfræði og doktospróf í hagfræði frá Ghent-háskóla. Áherslur hans í rannsóknum snúa m.a. stjórnun stórfyrirtækja, fyrirtækjalöggjöf og áhættustjórnun í stórfyrirtækjum. Hann hefur birt fjölmargar vísindagreinar um rannsóknir sínar í virtum vísinda- og fagtímaritum.
Fundarstjóri: Davíð Örn Sveinbjörnsson LL.M., lögmaður hjá Advel lögmenn og PhD nemi við Lagadeild HÍ.
Fyrirspurnir og umræður í lok fundar. Allir velkomnir.
Dr. Christoph Van der Elst er prófessor við bæði Tilburg-háskóla í Hollandi og Ghent-háskóla í Belgíu.