Skip to main content
24. nóvember 2022

Veröld ný og góð – samsýning nemenda HÍ og LHÍ

Veröld ný og góð – samsýning nemenda HÍ og LHÍ - á vefsíðu Háskóla Íslands

Sýningin Brave New World (Veröld ný og góð) verður í Norræna húsinu á sunnudag, en hún er afrakstur sameiginlegs námskeiðs meistaranema í hönnun við Listaháskóla Íslands og nemenda í umhverfis- og auðlindafræði, heilbrigðisvísindum og fornleifafræði við Háskóla Íslands.

Sýningin er niðurstaða samtals milli lista og vísinda, myndbandssmiðja þar sem nemendurnir hafa unnið í sameiningu í námskeiðinu sem nú er kennt í annað sinn. Markmið þess er að leiða saman vísindi og listir til þess að varpa ljósi á ýmis samfélagsleg, umhverfisleg og heimspekileg viðfangsefni með myndrænum hætti í samstarfi við vísindamenn við Háskóla Íslands.

Uta Reichardt, nýdoktor við Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands, er umsjónarmaður námskeiðsins og hún er jafnframt kennari ásamt kvikmyndagerðarmanninum Lee Lorenzo Lynch og Thomas Pausz, umsjónarmanni meistaranáms í hönnun við HÍ.

Veröld ný og góð

Áskoranir í samfélagi og umhverfi kalla á að við fetum ótróðnar slóðir. Hvernig getum við séð fyrir okkur nýjan og sjálfbærari heim, þann heim sem við stefnum að? Á þessari vegferð verðum við að tengja staðreyndir við tilfinningar, hlutbinda hið óhlutbundna, sýna umhyggju og skapa orðræðu sem horfir fram á við. 

Sýningin byggir á samtali rannsakenda og framkvæmdaaðila þar sem nemendurnir sökkva sér í og túlka hvernig leiðin fram á við gæti litið út. Námskeiðið byggist á raunhæfum verkefnum þar sem þátttakendur fá æfingu í að miðla efni og eiga samstarf þvert á fræðigreinar. Markmiðið var því að leiða saman ólíka nemendahópa úr skólunum tveimur og fá þá til að nálgast saman tiltekið rannsóknarsvið og miðla því í gegnum myndbönd og myndefni sem grípur áhorfandann.  

Verkið tengist nokkrum heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna þar sem endurspeglar samband okkar við heilsu og vellíðan, umhverfi og janrétti kynjanna, ábyrgri neyslu og framleiðslu, lífi í vatni og á landi.

Sýningin verður í Norræna húsinu á sunnudag og er opin frá 13 – 17. Hún er öllum opin aðgangur ókeypis.

Sýningin Brave New World (Veröld ný og góð) verður í Norræna húsinu á sunnudag, en hún er afrakstur sameiginlegs námskeiðs meistaranema í hönnun við Listaháskóla Íslands og nemenda í umhverfis- og auðlindafræði og landfræði við Háskóla Íslands.