Skip to main content
3. júlí 2023

Undirbúa sig fyrir alþjóðleg mót í raungreinum í HÍ

Undirbúa sig fyrir alþjóðleg mót í raungreinum í HÍ - á vefsíðu Háskóla Íslands

Landslið Íslands í eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og líffræði búa sig þessa dagana af kappi undir þátttöku í alþjóðlegum mótum sem fara fram víða um heim í sumar. Liðin hafa líkt og áður nýtt húsakynni Háskóla Íslands á undirbúningstímabilinu fyrir mótin og njóta m.a. leiðsagnar starfsfólks og nemenda við Háskóla Íslands. 

Liðin skipa þeir nemendur sem standa sig best í landskeppnum framhaldsskólanna í greinunum sem fram á hverjum vetri. Liðin hafa ár hvert heimsótt rektorsskrifstofu og engin breyting var á því þetta árið. Þar ræddu liðsmenn og þjálfarar við Jón Atla Benediktsson, rektor HÍ, og Sigurð Magnús Garðarsson, forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ.

efnafraedilid

Ólympíuliðið í efnafræði skipa Kári Christian Bjarkarson, Jón Hilmir Haraldsson, Rökkvi Birgisson og Jón Halldór Gunnarsson. Liðið tekur þátt í tveimur mótum í sumar, Norðurlandakeppninni í efnafræði (Nordic Chemistry Olympiad (NChO)), sem haldin er í Kaupmannahöfn 13.-16. júlí, og Alþjóðlegu efnafræðikeppninni (International Chemistry Olympiad (IChO)), sem haldin er í Zürich í  Sviss 16.-25. júlí. Aðalþjálfari og fararstjóri liðsins er Katrín Lilja Sigurðardóttir en auk hennar eru þeir Sigurður Guðni Gunnarsson og Már Björgvinsson í hópi þjálfara sem fylgja liðinu utan í keppni. Þá hafa þau Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, Hafdís Haraldsdóttir, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Alec Elías Sigurðarson, Þorfinnur Ari Herrmann Baldvinsson og Daníel Heiðar Jack komið að þjálfun liðsins undanfarnar vikur.

staerfraedilit

Ólympíuliðið í stærðfræði skipa þeir Kirill Iceland, Matthías Hrafnkelsson, Ísak Norðfjörð, Hrafnkell Halldórsson, Víkingur Þorri Sigurðsson og Benedikt Vilji Magnússon. Liðið tekur þátt í Ólympíuleikunum í stærðfræði (IMO) sem fara fram í borginni Chiba í Japan, sem er rétt austan við Tókíó, dagana 6.-13. júlí. Áður en haldið er til Japans fóru keppendur æfingabúðir í bænum Sorø í Danmörku ásamt liðunum frá hinum norrænu ríkjunum. Þjálfun liðsins stýrði Sigurður Jens Albertsson og þjálfarar voru Atli Fannar Franklín, Álfheiður Edda Sigurðardóttir, Ásgeir Valfells, Íris Teresa Emilsdóttir, Marteinn Þór Harðarsson, Sigurður Jens Albertsson og Viktor Már Guðmundsson.

liffraedilid

Ólympíuliðið í líffræði skipa Jakob Ragnar Jóhannsson, Símon Orri Sindrason, Sunneva Eldbjörg Sigtryggsdóttir og Tristan Tómasson. Liðið tekur í sumar þátt í Ólympíukeppninni í líffræði, sem fer nú fram í 34. sinn og er í ár haldin í Al Ain í Sameinuðu arabisku furstadæmunum 3.-12. júlí. Þjálfarar liðsins, sem einnig mynda íslenzku dómnefndina í ár, eru Ólafur Patrick Ólafsson, Kári Hlynsson og Viktor Logi Þórisson.

edlisfraedilid

Íslenska ólympíuliðið í eðlisfræði keppti á Evrópuleikunum (EuPhO) í Hanover í Þýskalandi 16.-20. júní síðastliðinn. Liðið skipuðu Jakob Lars Kristmannsson, Ragna María Sverrisdóttir, Dagur Máni Guðmundsson, Hildur Steinsdóttir og Bjartþór Steinn Alexandersson. Fararstjórar í þeirri ferð voru Matthias Harksen og Ingibjörg Haraldsdóttir. Liðið tekur svo þátt á alþjóðlegu leikunum í eðlisfræði (IPhO) sem haldnir verða í Tókíó í Japan 10.-17. júlí. Í þeirri ferð mun liðið vera skipað svo: Ólafur Steinar Ragnarsson, Jakob Lars Kristmannsson, Ashali Ásrún Gunnarsdóttir, Ragna María Sverrisdóttir og Dagur Máni Guðmundsson. Fararstjórar í þeirri ferð verða Viðar Guðmundsson og Matthias Harksen. Þjálfarateymi ólympíuliðsins í eðlisfræði samanstendur af Unnari Bjarna Arnalds, Viðari Ágústssyni, Matthiasi Harksen, Kristjáni Leó Guðmundssyni, Hálfdáni Inga Gunnarssyni og Bjarka Baldurssyni Harksen.

Háskóli Íslands óskar liðunum góðs gengis á mótum sumarsins.
 

Ólympíuliðin fjögur ásamt rektor og forseta verkfræði- og náttúruvísindasviðs