Skip to main content
19. janúar 2022

Þrjátíu ára afmælis Tímarits um uppeldi og menntun minnst í nýju hefti

Þrjátíu ára afmælis Tímarits um uppeldi og menntun minnst í nýju hefti - á vefsíðu Háskóla Íslands

Nýjasta hefti Tímarits um uppeldi og menntun er komið út – þetta er 30. árg, 2. hefti 2021. Þar er að finna níu greinar og örstuttar stiklur um tilurð tímaritsins. 

Greinarnar má nálgast hér.

Árið 2021 var þrítugasta útgáfuár Tímarits um uppeldi og menntun og því stóð til að halda veglegt afmælisútgáfuteiti, en eins og undanfarin misseri leyfa aðstæður það ekki. Hátíðahöld bíða því áfram betri tíma.

Nýjasta heftið var það síðasta hjá fráfarandi ritstjóra, Hafdísi Guðjónsdóttur, sem hefur ritstýrt tímaritinu undanfarin fimm ár. Hún fær kærar þakkir fyrir vel unnin störf. Nýir ritstjórar Tímarits um uppeldi og menntun eru Anna Kristín Sigurðardóttir (aks@hi.is) og Anna Ólafsdóttir (anno@unak.is).

Tekið er við innsendum greinum í fræðiritið allan ársins hring

Tilbúin handrit skulu send á netfangið tum@hi.is.

Allar innsendar greinar skulu vera í réttu sniðmáti og skila á tveimur skjölum – einu með fullbúinni grein og hinu með greininni án allra höfundaupplýsinga.

Vinsamlegast kynnið ykkur vel reglur og leiðbeiningar fyrir höfunda áður en handriti er skilað inn. Almennar fyrirspurnir skulu berast til Katrínar Johnson (katrinj@hi.is).

 

Nemendur á göngu