Skip to main content
28. ágúst 2019

Sýningin Vistabönd opnuð í Veröld

Listsýningin Vistabönd verður opnuð með pompi og prakt í Veröld - húsi Vigdísar fimmtudaginn 29. ágúst kl. 16.45 og stendur til 29. október. Þátttakendur á sýningunni eru nokkrir af fremstu listamönnum þjóðarinnar um þessar mundir sem geti hafa sér gott orð víða um heim.

Sýningin er sett upp í tengslum við ráðstefnuna Vistaskipti sem fer fram í Háskóla Íslands í samvinnu við Manitóbaháskóla 29. til 30. ágúst.

Þátttakendur í sýningunni eru Anna Þorvaldsdóttir tónskáld, Karlotta Blöndal myndlistarmaður, Unnar Örn myndlistarmaður, Olivia Plender myndlistarmaður, Kristín Ómarsdóttir rithöfundur og Ragnar Kjartansson myndlistarmaður. Listamennirnir eiga það sameiginlegt að tengjast Banff-listamiðstöðinni í Alberta í Kanada. Þar hafa þau dvalið í vinnustofum eða verk þeirra verið flutt. 

Þótt verkin á sýningunni endurspegli ólík viðfangsefni listamannanna má finna þar sterk tengsl manns og náttúru. Ólíkir staðhættir verða uppspretta fyrir list sem finnur sér stað í fjölbreyttum miðlum en á sýningunni eru myndir, texti og tónverk.

Nánari upplýsingar um sýninguna

Brot úr verkinu Svanafólkið eftir Kristínu Ómarsdóttur