Sóley í beinu streymi frá Háskólatorgi | Háskóli Íslands Skip to main content
23. febrúar 2021

Sóley í beinu streymi frá Háskólatorgi

Sóley í beinu streymi frá Háskólatorgi - á vefsíðu Háskóla Íslands

Tónlistarkona Sóley kemur fram ásamt fullskipaðri sveit á fjórðu Háskólatónleikum vetrar sem verða í beinni útsendingu frá Háskólatorgi miðvikudaginn 24. febrúar kl. 12.15.

Hér verður hægt að fylgjast með beinu streymi frá tónleikunum.

Háskólatónleikaröðinni var ýtt úr vör í lok október á síðasta ári og nú þegar hafa Mikael Máni og sveit hans og hljómsveitirnar Dymbrá, Umbra og Kælan mikla troðið upp við góðan orðstír og vel það, allar í beinni útsendingu.

Á næstu tónleikum mun sjálf Sóley koma fram ásamt fullskipaðri sveit. Þessi listakona steig fullmótuð fram árið 2010 með stuttskífunni Theater Island og náði fljótlega fótfestu á erlendri grundu sökum einstakrar listrænnar sýnar. Plötur hennar hafa komið út á alþjóðamarkaði, hún hefur haldið tónleika víða um heim og á sér harðsnúinn hóp aðdáenda víða um lönd.

Hliðarsalurinn Litla-Torg verður nýttur undir þessa töfrum bundnu stund þann 24. febrúar og hefjast leikar kl. 12.15. Tónleikunum verður streymt í ljósi yfirstandandi samfélagshamlana og salurinn verður tómur utan tæknifólks og tónlistarmanna. Hægt verður að horfa á beint en einnig að njóta síðar í upptökuformi.

Öll velkomin og aðgangur gjaldfrjáls.

Um Háskólatónleikaröðina

Sóley