Skip to main content
5. nóvember 2021

Norræn ráðstefna í félagsráðgjöf haldin hérlendis

Norræn ráðstefna í félagsráðgjöf haldin hérlendis - á vefsíðu Háskóla Íslands

Nýjustu rannsóknir í félagsráðgjöf á Norðurlöndum verða kynntar á ráðstefnunni FORSA 2021 sem haldin verður hér á landi dagana 11. - 12. nóvember. Að ráðstefnunni standa Félagsráðgjafardeild HÍ, Félagsráðgjafarfélag Íslands, Samtök félagsráðgjafarskóla á Norðurlöndunum (NASSW) og FORSA, samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf. Þessir aðilar halda sameiginlega ráðstefnu annað hvert ár og að þessu sinni er ráðstefnan rafræn en stýrt héðan. Skipulagning hennar hefur verið í höndum Steinunnar Hrafnsdóttur, prófessors í félagsráðgjöf, Steinunnar Bergmann, formanns Félagsráðgjafarfélags Íslands, og Guðbjargar Ottósdóttur dósents í félagsráðgjöf.

Í ár fer ráðstefnan fram undir heitinu „Skiljum engan eftir“ og á henni verður m.a. fjallað um rannsóknir á áhrifum COVID-19 á viðkvæma hópa í samfélaginu, framlag félagsráðgjafamenntunar til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, umhverfisfélagsráðgjöf, áföll og félagsráðgjöf og hvernig megi efla þátttöku viðkvæmra hópa í samfélaginu.

Ráðstefnan fer fram á ensku.

Vefsíða ráðstefnunnar

yfirlitsmynd af reykjavík