Skip to main content
13. febrúar 2020

Kennsla fellur niður í Háskóla Íslands á föstudag

Rektor Háskóla Íslands hefur sent meðfylgandi skeyti á starfsfólk og nemendur skólans vegna yfirvofandi óveðurs:

„Kæra starfsfólk og nemendur.
Það stefnir í vonskuveður á morgun, föstudag. Gefin hefur verið út appelsínugul/rauð viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og mun kennsla á vegum Háskóla Íslands falla niður á morgun. Ég hvet alla til að fara varlega og fylgjast með tilkynningum Veðurstofu Íslands. Bent er á að starfsfólk sem á erfitt með að mæta til vinnu vegna veðurs vinni heima eftir því sem tök eru á. 

Jón Atli Benediktsson, rektor“
 

Óveður