Skip to main content
29. ágúst 2023

Jacob Ølgaard Nyboe ráðinn í starf lektors í dönsku

Jacob Ølgaard Nyboe ráðinn í starf lektors í dönsku - á vefsíðu Háskóla Íslands

Jacob Ølgaard Nyboe hefur verið ráðinn í starf lektors í dönsku máli við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Um er að ræða starf erlends lektors sem til var stofnað samkvæmt samningi HÍ og danska Mennta- og vísindaráðuneytisins.

Jacob lauk doktorsprófi í dönskum bókmenntum frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2018 og býr yfir áralangri reynslu af kennslu í dönsku sem öðru máli við háskóla og framhaldsskóla, bæði hér á landi og í Danmörku. 

Jacob Ølgaard Nyboe