Skip to main content
22. júní 2021

Hagfræðingar með ágætiseinkunn

Hagfræðingar með ágætiseinkunn - á vefsíðu Háskóla Íslands

Laugardaginn 19. júní brautskráðust frá Hagfræðideild Háskóla Íslands alls 51 kandídat af þremur námsstigum en þar af luku 41 BA/BS prófi frá deildinni.

Sú hefð hefur skapast að fyrir brautskráningarathöfn mæti þeir kandídatar sem ljúka sinni gráðu með ágætiseinkunn í myndartöku ásamt deildarforseta og tók Birgir Þór Runólfsson vel á móti hópnum í þetta skiptið.

Alls luku fimm kandídatar prófi með ágætiseinkunn en þau eru:

  • Arnar Geir Geirsson – BS Almenn hagfræði
  • Birgir Urbancic Ásgeirsson - MS Fjármálahagfræði
  • Erla Björk Sigurðardóttir - BS Almenn hagfræði
  • Inga Rósa Böðvarsdóttir - BS Almenn hagfræði
  • Kristín Amalía Líndal - BS Almenn hagfræði

Hagfræðideild óskar öllum kandídötum innilega til hamingju með daginn og gæfuríkrar framtíðar.

Inga Rósa Böðvarsdóttir, Erla Björk Sigurðardóttir, Birgir Þór Runólfsson deildarforseti, Kristín Amalía Líndal og Arnar Geir Geirsson en þau luku öll BS prófi.
Birgir Urbancic Ásgeirsson lauk meistaraprófi í fjármálahagfræði ásamt Birgir Þór Runólfssyni deildarforseta