Skip to main content
10. mars 2023

Fjórtán málstofur Hugvísindaþings í streymi

Fjórtán málstofur Hugvísindaþings í streymi - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hægt verður að fylgjast með fjórtán málstofum í opnu streymi á Hugvísindaþingi 2023 sem hefst í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag, 10. mars kl. 12, með setningarávarpi Ólafar Garðarsdóttur, forseta Hugvísindasviðs HÍ, og hátíðarfyrirlestri Vilhjálms Árnasonar, prófessors emeritus í heimspeki. Meðal þess sem fjallað verður um á þinginu í ár er María mey, Grýla, stafrænar skemmtanir, Austurland, rímur, ríkisvaldið, táknmál og önnur mál, listir, loftslagsbreytingar, kennsla, þýðingar og bókmenntagagnrýni.

Þingið er öllum opið og málstofur fara fram í Árnagarði, Lögbergi og Odda. Hægt er að nálgast dagskrána á vefsíðu þingsins, hugvisindathing.hi.is.

Hægt verður að fylgjast með eftirfarandi fjórtán málstofum í opnu streymi á Zoom.

Föstudagur 10. mars

Laugardagur 11. mars

Hugvísindaþing verður sett í Hátíðasal í Aðalbyggingu HÍ