Aukinn stuðningur við dönskukennslu í íslenskum skólum | Háskóli Íslands Skip to main content
4. apríl 2019

Aukinn stuðningur við dönskukennslu í íslenskum skólum

""

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Merete Riisager, menntamálaráðherra Danmerkur, undirrituðu á dögunun samstarfssamning íslenskra og danskra stjórnvalda um dönskukennslu hér á landi. Meginmarkmið samningsins er að styðja við dönskukennslu á Íslandi með sérstakri áherslu á munnlega færni, að miðla danskri menningu í skólakerfinu, auka áhuga á dönsku tungumáli og vitund um mikilvægi dansks málskilnings fyrir Íslendinga. 

„Samstarf þetta hefur verið farsælt fyrir okkur Íslendinga og til þess fallið að styrkja tengslin milli þessara tveggja frændþjóða. Samningurinn hefur einnig mikla þýðingu fyrir Menntavísindasvið en framlag Dana stendur meðal annars straum af starfi dansks lektors og námsferðum íslenskra dönskunema til Danmerkur. Þá verða haldin endurmenntunarnámskeið fyrir dönskukennara í grunn- og framhaldsskólum, bæði hér á Íslandi og í Danmörku, sem hafa notið mikilla vinsælda,“ segir Michael Dal, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Á þessu skólaári hefur Martin Reng verið sendilektor við Menntavísindasvið. Hlutverk hans er fyrst og fremst að vinna að talþjálfun kennaranema til að auka færni þeirra í dönsku talmáli. Að auki tekur Martin þátt í að skipuleggja og framkvæma kennslu og námskeið fyrir dönskukennara á grunn- og framhaldsskólastigi.

Þess má geta að framlag Dana fjármagnar einnig laun tveggja sendikennara sem starfa við íslenska grunnskóla. Framlag Íslendinga fjármagnar umsjón og skipulagningu með dvöl sendikennara og húsnæði lektors ásamt stuðningi við sveitarfélög vegna verkefnisins. 
 

„Samstarf þetta hefur verið farsælt fyrir okkur Íslendinga og til þess fallið að styrkja tengslin milli þessara tveggja frændþjóða. Samningurinn hefur einnig mikla þýðingu fyrir Menntavísindasvið en framlag Dana stendur meðal annars straum af starfi dansks lektors og námsferðum íslenskra dönskunema til Danmerkur. Þá verða haldin endurmenntunarnámskeið fyrir dönskukennara í grunn- og framhaldsskólum, bæði hér á Íslandi og í Danmörku, sem hafa notið mikilla vinsælda,“ segir Michael Dal, dósent við Menntavísin