Skip to main content
19. júní 2023

Auglýst eftir forstöðumanni við Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit

Auglýst eftir forstöðumanni við Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit - á vefsíðu Háskóla Íslands

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns, sem jafnframt er starf akademísks sérfræðings við Rannsóknasetur Háskóla Íslands Í Þingeyjarsveit.

Verið er að stofna Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit en setrinu er einkum ætlað að sinna rannsóknum á sviði umhverfishugvísinda. Aðsetur þess er í Gíg á Skútustöðum við Mývatn. Forstöðumaðurinn verður starfsmaður Háskóla Íslands og hefur starfsaðstöðu við setrið í Þingeyjarsveit og er gert ráð fyrir að forstöðumaðurinn gegni starfi sínu þaðan. Búseta á svæðinu er því skilyrði. 

Innan Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands eru starfrækt 11 sjálfstæð rannsóknasetur víða um land. Markmið stofnunarinnar er m.a. að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni og vera vettvangur samstarfsverkefna háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni. Rannsóknir eru meginviðfangsefni rannsóknasetranna og eru viðfangsefnin fjölbreytt og tengjast nærumhverfi setranna með einhverjum hætti.

Rannsóknasetur HÍ í Þingeyjarsveit á í samstarfi við Svartárkot menningu – náttúru og saman standa þau að HULDU náttúruhugvísindasetri sem einnig verður staðsett á Skútustöðum. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Auk sjálfstæðra rannsókna hefur forstöðumaður umsjón með starfsemi setursins, fjármálum þess og daglegum rekstri. Hann skipuleggur rannsóknir og samstarfsverkefni, hefur með höndum áætlanagerð og stýrir sókn í sjóði. Hann þarf að geta tekið að sér leiðbeiningu háskólanema í framhaldsnámi og aðra kennslu á háskólastigi.

Gert er ráð fyrir því að sterk tengsl verði við rannsóknir og kennslu við deildir Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, sérstaklega vegna vettvangsnámskeiða á svæðinu. Lögð er rík áhersla á árangur í starfi, áhrif og gæði rannsókna og hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna.

Hæfniskröfur

Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi á sviði hugvísinda og skyldra greina og stundað sjálfstæðar rannsóknir á því sviði.

  • Reynsla af rannsóknum á sviði umhverfishugvísinda er kostur. 
  • Reynsla af stjórnun verkefna og/eða stjórnun með mannaforráðum er kostur.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Gott vald á íslensku og ensku. 
  • Reynsla af alþjóðasamstarfi sem og reynsla af þverfræðilegu samstarfi er æskileg. 
  • Reynsla af sókn í innlenda sem erlenda rannsóknasjóði er kostur.
     

Frekari upplýsingar um starfið má finna á Starfatorgi þar sem einnig er sótt um starfið. 

  • Umsóknarfrestur er til og með 2. ágúst 2023. 

Nánari upplýsingar veitir Sæunn Stefánsdóttir í síma 525 4041 og á saeunnst@hi.is. 
 

Æðarkolla á hreiðri