Allar byggingar Háskóla Íslands lokaðar komi til verkfalls | Háskóli Íslands Skip to main content
5. mars 2020

Allar byggingar Háskóla Íslands lokaðar komi til verkfalls

Vegna mögulegs verkfalls Sameykis þann 9. og 10. mars nk. eru starfsmenn og stúdentar Háskóla Íslands beðnir um að hafa eftirfarandi í huga:

•    Komi til verkfalls verða byggingar Háskóla Íslands lokaðar báða daga og þar með kennslustofur og fundarherbergi.
•    Starfsfólk skólans og nemendur sem hafa lykil eða aðgangskort að byggingum komast til vinnu en mega ekki opna fyrir þeim sem ekki hafa lykil eða aðgangskort.
•    Ekki verður mögulegt að funda í húsnæði Háskóla Íslands með utanaðkomandi aðilum þar sem byggingar verða lokaðar. Þetta á líka við um starfsfólk og stúdenta sem ekki starfa í sömu byggingu og áætlaður fundarstaður.
•    Starfsemi Háskólabíós verður óbreytt enda starfsfólk þar ekki í verkfalli.
•    Íþróttahús Háskóla Íslands verður opið kl. 7-14 báða dagana að því gefnu að starfsfólk Eflingar sé í vinnu.
•    Varðandi hugsanlega kennslu í einstökum námskeiðum er vísað á heimasíður einstakra deilda Háskóla Íslands.
 

frá háskólasvæðinu