Skip to main content

Fundargerð háskólaráðs 9. desember 2021

11/2021
HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR

Ár 2021, fimmtudaginn 9. desember var haldinn fundur í háskólaráði Háskóla Íslands sem hófst kl. 13.00. Fundurinn var haldinn í Grósku.

Fundinn sátu Jón Atli Benediktsson, Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Einar Sveinbjörnsson, Guðvarður Már Gunnlaugsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Isabel Alejandra Díaz, Jessý Rún Jónsdóttir, Jón Ólafsson, Ólafur Pétur Pálsson, Siv Friðleifsdóttir og Vigdís Jakobsdóttir. Fundinn sat einnig Magnús Diðrik Baldursson sem ritaði fundargerð.

1.    Setning fundar.
Rektor setti fundinn og greindi frá því að engin athugasemd hefði borist við fundargerð síðasta fundar og hefði hún því skoðast samþykkt og verið birt á háskólavefnum. Þá spurði rektor hvort einhver gerði athugasemd við dagskrá fundarins og var svo ekki. Jafnframt spurði rektor hvort einhver lýsti sig vanhæfan til að taka þátt í meðferð máls á dagskrá og var svo ekki. Einar Sveinbjörnsson óskaði eftir að ræða lið 5d og var það gert. Ekki voru gerðar athugasemdir við liðinn „bókfærð mál“ og skoðast hann því samþykktur.

2.    Fjármál Háskóla Íslands. Staða, horfur, áætlun.
Inn á fundinn komu Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægrar stjórnsýslu, og Jenný Bára Jensdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs.

a.    Fjárlagafrumvarp 2022, staða mála.
Fyrir fundinum lá minnisblað fjármálanefndar háskólaráðs um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2022, áætlaðar fjárveitingar til Háskóla Íslands og skiptingu þeirra innan skólans. Gerðu rektor og Jenný Bára grein fyrir málinu.

b.    Drög tillögu að skiptingu fjárveitinga innan Háskóla Íslands.
Rektor, Guðmundur R. og Jenný Bára fóru yfir drög að tillögu fjámálanefndar háskólaráðs um dreifingu fjárveitinga innan Háskóla Íslands. Málið var rætt. Áformað er að afgreiða skiptingu fjárveitinga á fundi ráðsins í janúar.

c.    Rekstraráætlanir einstakra starfseininga.
Guðmundur R. og Jenný Bára gerðu grein fyrir stöðu áætlana um rekstur einstakra starfseininga á árinu 2022. Málið var rætt.

d.    Afgreiðsla framkvæmda- og viðhaldsáætlunar fyrir árið 2022, sbr. fund háskólaráðs 4. nóvember sl.
Inn á fundinn kom Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs, og fór ásamt Guðmundi R. yfir framkvæmda- og viðhaldsáætlun Háskóla Íslands fyrir árið 2022, en málið var áður kynnt á fundi ráðsins 4. nóvember sl. Málið var rætt og svöruðu Kristinn og Guðmundur R. spurningum er fram komu. Fyrir fundinum lágu einnig drög viljayfirlýsingar Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um ráðstöfun lóðarinnar Sturlugötu 9 til Norðurslóðar, húss Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar, og gerði rektor grein fyrir henni.
– Framkvæmda- og viðhaldsáætlun fyrir árið 2022 samþykkt einróma. Jafnframt var viljayfirlýsing um ráðstöfun lóðarinnar Sturlugötu 9 fyrir byggingu hússins Norðurslóð samþykkt einróma.

e.    Staða HÍ [ríkisaðila] til þriggja ára og starfsáætlun, sbr. 31. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015.
Rektor gerði grein fyrir framlagðri greinargerð um stöðu Háskóla Íslands og starfsáætlun til þriggja ára.
– Samþykkt.

Guðmundur R. og Jenný Bára viku af fundi.

f.    Vatnstjón í byggingum Háskóla Íslands. Staða mála.
Inn á fundinn kom Áslaug Magnúsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu rektors, og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi framvindu mats á umfangi vatnstjóns sem varð í byggingum Háskóla Íslands í janúar sl. Málið var rætt og svöruðu rektor og Áslaug spurningum fulltrúa í háskólaráði.

Áslaug vék af fundi.

Fundarhlé.

3.    Niðurstöður háskólaþings 11. nóvember 2021.
Inn á fundinn kom Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor og formaður skipulagsnefndar háskólaráðs. Fyrir fundinum lágu drög að fundargerð háskólaþings 11. nóvember sl. ásamt samantekt á sjónarmiðum og ábendingum sem fram komu á þinginu. Á þinginu var kynnt og rædd tillaga skipulagsnefndar háskólaráðs um nýja heildarsýn fyrir háskólasvæðið. Tillagan var unnin með aðkomu utanaðkomandi faglegs ráðgjafa og í samstarfi við Reykjavíkuborg. Hrund gerði grein fyrir málinu og var það rætt. Að loknum umræðum bar rektor upp svohljóðandi bókun: „Háskólaráð staðfestir tillögu skipulagsnefndar að heildarsýn fyrir háskólasvæðið og beinir því til nefndarinnar að vinna á grundvelli hennar og með hliðsjón af framkomnum sjónarmiðum og ábendingum á háskólaþingi að nánara rammaskipulagi fyrir háskólasvæðið.” Bókunin var samþykkt einróma.

Hrund og Kristinn viku af fundi.

4.    Undirbúningur breytinga á reglum um inntöku nemenda í grunnnám: Mótun stefnu um aðgangskröfur og inntöku nýnema.
Inn á fundinn komu Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslusviðs, og Gísli Fannberg, verkefnisstjóri á kennslusviði. Róbert gerði grein fyrir stöðu mála varðandi undirbúning breytinga á reglum um inntöku nemenda í grunnnám og mótun stefnu um aðgangskröfur og inntöku nýnema. Málið var rætt og svöruðu Róbert og Gísli spurningum ráðsmanna. Gert er ráð fyrir að málið verði aftur á dagskrá ráðsins í janúar.

5.    Bókfærð mál.
a.    Skipan heiðursdoktorsnefndar.

– Tilnefningar hafa borist frá öllum fræðasviðum og er rektor falið að ganga frá skipun nefndarinnar til 31. desember 2024.

b.    Skipan stjórnar Happdrættis Háskóla Íslands.
– Samþykkt. Stjórnina skipa Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við Lagadeild, formaður, Jenný Bára Jensdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, og Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar. Skipunartími stjórnarinnar er til 31. desember 2022.

c.    Nýr fulltrúi í fagráði um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru kynferðislegu ofbeldi.
– Samþykkt.

d.    Tillögur um fjöldatakmörkun í einstakar námsleiðir háskólaárið 2022-2023.
Eftirfarandi tillögur fræðasviða og deilda um takmörkun á fjölda nýnema háskólaárið 2022-2023 samþykktar (tölur í sviga sýna fjölda nýnema háskólaárið 2021-2022) sem og viðeigandi breytingar á reglum um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands nr. 153/2010.

I. Heilbrigðisvísindasvið

a.    Læknadeild
      − Læknisfræði, BS               60      (60)
      − Sjúkraþjálfunarfræði, BS    35      (35)
      − Sjúkraþjálfun, MS              35      (35)
      – Geislafræði, BS                12       (12)
      – Talmeinafræði, MS (tekið inn annað
          hvert ár)                          15      (15+3, 2020-2021)

b.    Hjúkrunarfræðideild
       − Hjúkrunarfræði (240 e til BS)          120     (120)
       – Hjúkrunarfræði fyrir fólk með
          annað háskólapróf                           20*   (20)
       − Ljósmóðurfræði til starfsréttinda, MS  14      (12)
          * Lágmark 15

c.    Tannlæknadeild
        − Tannlæknisfræði                 8        (8)
        − Tannsmiðanám                   5        (5+1)

d.    Sálfræðideild
       − Hagnýt sálfræði, MS, klínísk,
         (áður cand. psych.)                            20     (20)
       − Hagnýt sálfræði, MS, megindleg,
          skóli og þroski, samfélag og heilsa      15      (15)

e.    Lyfjafræðideild
       − MS-nám í klínískri lyfjafræði                 2         (2+1)

f.    Matvæla- og næringarfræðideild
      − MS-nám í klínískri næringarfræði           4         (2)

II. Félagsvísindasvið

a.    Félagsfræði-, mannfræði- og
       þjóðfræðideild
       − MA-nám í náms- og starfsráðgjöf          40           (50)
          **Allt að 60 ef aðstæður leyfa

b.    Félagsráðgjafardeild
       − MA-nám í félagsráðgjöf t. starfsréttinda  40**       (40)
          **Allt að 60 ef aðstæður leyfa

c.    Viðskiptafræðideild
       − MS-nám í nýsköpun og viðskiptaþróun     14          (14)

III. Hugvísindasvið

a.    Íslensku- og menningardeild
      – MA-nám í ritlist                                       18         (20)

IV. Þverfaglegt nám

a.    Nám í hagnýtri atferlisgreiningu
      (samstarf Menntavísindasviðs og
      Heilbrigðisvísindasviðs
      – Nám til MS-prófs, M.Ed. prófs
         eða diplómu                                           20       (20)

e.    Tillaga að viðbót við 98. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 (varðar Hjúkrunarfræðideild).
– Samþykkt.

f.    Tillögur að breytingum á reglum í kjölfar setningar verklagsreglna um um viðbrögð við höfnun doktorsritgerðar á síðasta fundi, 4. nóvember sl.
– Samþykkt.

g.    Frá Miðstöð framhaldsnáms: Tillaga að verklagsreglu um viðbrögð eftir að andmælandi, annar eða báðir, hafnar handriti doktorsritgerðar til doktorsvarnar.
– Samþykkt.

6.    Mál til fróðleiks.
a.    Háskóli Íslands í hópi 300 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda.
b.    Háskóli Íslands áfram í hópi háskóla sem búa nemendur best undir atvinnulífið.
c.    Kennsluakademía opinberu háskólanna stofnuð.
d.    Háskóli Íslands tekur við formennsku í NUAS.
e.    110 ára afmælishátíð starfsfólks Háskóla Íslands 5. nóvember 2021.
f.    Aurora Autumn Biannual 16.-17. nóvember 2021.
g.    Verksamningur um tannlæknaþjónustu barna sem sækja um alþjóðlega vernd, nóvember 2021 [endurnýjun].
h.    Upplýsingafundur rektors 2. desember 2021.
i.    Veiting árlegrar viðurkenningar til starfsfólks Háskóla Íslands fyrir lofsvert framlag til skólans.
j.    Tilfærsla launadeildar frá fjármálasviði til mannauðssviðs miðlægrar stjórnsýslu frá 1. janúar 2022.
k.    Hátíð brautskráðra doktora 1. desember 2021.
l.    Rektor Háskóla Íslands á lista yfir áhrifamestu vísindamenn heims.
m.   Farvegir vísindalegrar nýsköpunar. Grein Jóns Atla Benediktssonar og Einars Mäntylä í Fréttablaðinu 19. október 2021.
n.    Fréttabréf Háskólavina, dags. 2. desember 2021.
o.    Fundur með vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, 6. desember 2021.

Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 11.30.