Skip to main content

Fundargerð háskólaráðs 7. maí 2020

7/2020

HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR

Ár 2020, fimmtudaginn 7. maí var haldinn fundur í háskólaráði Háskóla Íslands sem hófst kl. 13.00.

Fundinn sátu Jón Atli Benediktsson, Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Benedikt Traustason, Einar Sveinbjörnsson, Guðrún Geirsdóttir, Guðvarður Már Gunnlaugsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Ólafur Pétur Pálsson, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Siv Friðleifsdóttir. Fundinn sátu einnig Magnús Diðrik Baldursson, sem ritaði fundargerð, og Þórður Kristinsson.

1.    Setning fundar.
Rektor setti fundinn og greindi frá því að engin athugasemd hefði borist við fundargerð síðasta fundar og hefði hún því skoðast samþykkt og verið birt á háskólavefnum. Þá spurði rektor hvort einhver gerði athugasemd við dagskrá fundarins og var svo ekki. Jafnframt spurði rektor hvort einhver lýsti sig vanhæfan til að taka þátt í meðferð máls á dagskrá og lýsti Ólafur Pétur sig vanhæfan til að taka þátt í afgreiðslu liðar 9a þar sem hann hefði komið að málinu á fyrri stigum. Ekki voru gerðar athugasemdir við liðinn „bókfærð mál“ og skoðast hann því samþykktur.

2.    Viðbrögð Háskóla Íslands vegna COVID-19 faraldursins. Staða mála.
Rektor fór yfir viðbrögð Háskóla Íslands vegna COVID-19 faraldursins frá síðasta fundi og áhrif hans á starfsemi skólans. Málið var rætt og svaraði rektor spurningum fulltrúa í háskólaráði.

3.    Fjármál Háskóla Íslands. Staða, horfur, áætlun.
a)    Ársreikningur Háskóla Íslands 2019, sbr. fund ráðsins 5. mars sl.

Inn á fundinn kom Jenný Bára Jensdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, og gerði grein fyrir ársreikningi Háskóla Íslands 2019. Málið var rætt og svaraði Jenný Bára spurningum ráðsmanna.
– Rektor falið að undirrita ársreikning Háskóla Íslands 2019 fyrir hönd Háskólans.

b)    Rekstraryfirlit Háskóla Íslands janúar-mars 2020.
Jenný Bára fór yfir framlagt yfirlit yfir rekstur Háskóla Íslands tímabilið janúar-mars 2020. Málið var rætt og svaraði Jenný Bára spurningum ráðsmanna.

Jenný Bára vék af fundi.

c)    Drög að svari við erindi umboðsmanns Alþingis, sbr. bréf dags. 26. mars 2020.
Inn á fundinn kom Erla Guðrún Ingimundardóttir, lögfræðingur á skrifstofu rektors, og fór yfir drög að svari við erindi umboðsmanns Alþingis, sbr. bréf dags. 26. mars 2020. Málið var rætt og svaraði Erla Guðrún spurningum.
– Samþykkt að rektor svari erindi umboðsmanns í samræmi við fyrirliggjandi drög.

Erla Guðrún vék af fundi.

d)    Erindi frá Röskvu varðandi skrásetningargjald fyrir háskólaárið 2020-2021.
Inn á fundinn kom Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægrar stjórnsýslu, og fór ásamt rektor yfir erindi frá Röskvu varðandi skrásetningargjald fyrir háskólaárið 2020-2021. Fyrir liggur að það er ekki á valdi Háskóla Íslands að fella niður skrásetningargjaldið þar sem því er ætlað að standa undir tiltekinni þjónustu í rekstri skólans. Málið var rætt.
– Framkvæmdastjóra miðlægrar stjórnsýslu falið að skoða möguleika á rýmra greiðslufyrirkomulagi varðandi skrásetningargjöld fyrir háskólaárið 2020-2021.

e)    Horfur varðandi framkvæmdaáætlun og fjármögnun nýbygginga 2020.
Guðmundur R. gerði grein fyrir stöðu mála og horfum varðandi áætlun um framkvæmdir og fjármögnun nýbygginga 2020. Málið var rætt og svaraði Guðmundur R. spurningum fulltrúa í háskólaráði. Fyrirliggjandi áætlun var síðan staðfest af háskólaráði.

f)    Fyrirkomulag fasteigna Háskóla Íslands, sbr. fund ráðsins 5. mars sl.
Inn á fundinn kom Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs, og greindi frá stöðu mála varðandi framtíðarfyrirkomulag fasteigna Háskóla Íslands, sbr. fund ráðsins 5. mars sl. Málið var rætt og svaraði Daði Már fyrirspurnum er fram komu.
– Rektor falið að vinna áfram að málinu í samræmi við þær línur sem lagðar eru í minnisblaðinu.

Daði Már vék af fundi.

4.    Tillaga eftirfylgninefndar tillagna og ábendinga innri endurskoðanda um vinnustaðamenningu og mannauðsmál í Háskóla Íslands, sbr. síðasta fund.
Rektor gerði grein fyrir tillögu eftirfylgninefndar varðandi skýrslu innri endurskoðanda um vinnustaðamenningu og mannauðsmál í Háskóla Íslands.
– Samþykkt einróma.

Guðmundur R. vék af fundi.

5.    Innleiðing stefnu Háskóla Íslands 2016-2021, HÍ21, sbr. starfsáætlun háskólaráðs. Staða mála.
Inn á fundinn kom í gegnum fjarfundarbúnað Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslumála og þróunar. Gerði Steinunn grein fyrir stöðu mála varðandi innleiðingu stefnu Háskóla Íslands og var málið rætt.

Steinunn vék af fundi.

6.    Tillaga Lagadeildar um kjör heiðursdoktors.
Fyrir fundinum lá tillaga Lagadeildar um kjör heiðursdoktors, umsögn heiðursdoktorsnefndar og greinargerð deildarforseta um samþykkt tillögunnar af hálfu deildar og stjórnar Félagsvísindasviðs. Rektor gerði grein fyrir málinu.
– Tillaga Lagadeildar um kjör heiðursdoktors samþykkt einróma.

Einar Sveinbjörnsson vék af fundi.

7.    Drög tillögu nefndar um endurskoðun reglna um framgang og ótímabundna ráðningu akademískra starfsmanna Háskóla Íslands, sbr. fund háskólaráðs 6. febrúar sl.
Inn á fundinn kom Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda. Gerði hún grein fyrir tillögu nefndar um endurskoðun reglna um framgang og ótímabundna ráðningu akademískra starfsmanna Háskóla Íslands, sbr. fund háskólaráðs 6. febrúar sl. Málið var rætt og svaraði Guðbjörg Linda spurningum.
– Samþykkt að fela aðstoðarrektor vísinda að vinna áfram að málinu. Leitað verði umsagnar fræðasviða, stéttarfélaga kennara og annarra hagsmunaaðila eftir því sem við á. Málið verður áfram á dagskrá háskólaráðs.

Kristrún Heimisdóttir vék af fundi.

8.    Verkefni aðstoðarrektors vísinda.
Guðbjörg Linda fór yfir helstu verkefni aðstoðarrektors vísinda. Fram kom að aðastoðarrektor vísinda hefur umsjón með mörgum viðamiklum málum sem eru í góðum farvegi.

9.    Bókfærð mál.
a)    Fulltrúar Háskóla Íslands í stjórn Vísindagarða Háskóla Íslands ehf.

– Samþykkt. Fulltrúar Háskóla Íslands í stjórn Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. eru þau Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, formaður, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair, Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull, Margrét Helga Ögmundsdóttir, dósent við Læknadeild á Heilbrigðisvísindasviði, og Óli Jón Hertervig, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg. Fyrsti varamaður er Daði Már Kristófersson, prófessor og fráfarandi forseti Félagsvísindasviðs, og annar varamaður er Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor og fráfarandi forseti Deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda við Menntavísindasvið. Skipunartíminn er 2020-2021.

Ólafur Pétur tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

b)    Frá Heilbrigðisvísindasviði: Tillaga að breytingu á 107. og 108. gr. reglna nr. 569/2009 (varðar Tannlæknadeild) og reglna nr. 155/2011 um val nemenda til náms í tannlæknisfræði og tannsmíði.
– Samþykkt.

c)    Frá Heilbrigðisvísindasviði: Tillaga um nýja þverfræðilega námsleið til meistaraprófs (MS) í heilbrigðisvísindum.
– Samþykkt.

d)    Háskóla Íslands falið að vera umsjónarstofnun Íslands fyrir EuroHPC Joint Undertaking áætlun ESB og þá jafnframt umsýslustofnun Íslands fyrir LUMI verkefnið sem heyrir undir EuroHPC.
– Samþykkt.

e)    Breyting á 3. gr. reglna nr. 569/2009 (varðar heimild til að kjósa fulltrúa háskólasamfélagsins í háskólaráð með rafrænum hætti).
– Samþykkt.

f)    Verklagsreglur um stuðning við virka þátttöku akademísks starfsfólks í samfélaginu.
– Samþykkt.

g)    Frá Félagsvísindasviði: Tillaga að breytingu á 6. gr. reglna nr. 319/2009 um inntökuskilyrði í grunnnám við Háskóla Íslands (varðar Lagadeild).
– Samþykkt.

10.    Mál til fróðleiks.
a)    Glærur frá upplýsingafundi rektors 21. apríl 2020.
b)    Drög dagskrár 25. háskólaþings 5. júní 2020.
c)    Dagatal Háskóla Íslands 2020-2021. Drög.
d)    Úthlutun úr Kennslumálasjóði 2020.
e)    „Stoltur af starfsfólki og nemendum HÍ.“ Grein rektors í Fréttablaðinu 3. apríl 2020.
f)    Jonhard Mikkelsen hlýtur Vigdísarverðlaunin.
g)    Nýtt rannsóknasetur um hafið, loftslag og samfélag í samvinnu Carlsbergsjóðsins, íslenskra stjórnvalda og Rannsóknasjóðs.
h)    Stórauknir möguleikar á skiptinámi við Kaliforníuháskóla.
i)    Tillögur til fjölgunar útskrifaðra hjúkrunarfræðinga.
j)    Fréttabréf Háskólavina, dags. 29. apríl 2020.
k)   Fjarkynning á hundrað framhaldsnámsleiðum.
l)    Háskóli Íslands áfram á lista háskóla sem hafa mest samfélagsleg áhrif.
m)  Vísindamenn rannsaka líðan þjóðarinnar á tímum COVID-19.
n)   Menntavísindasvið rannsakar áhrif COVID-19 á skóla- og frístundastarf.
o)   Vísindavefurinn svarar í þágu samfélagsins um COVID-19.
p)   Þrjú í stýrihópi nýs dansk-íslensks rannsóknaseturs.

Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 15.55.