Franska - diplóma


Franska
Grunndiplóma – 60 ECTS einingar
Franskan er mikilvægt tungumál í alþjóðasamstarfi. Hún er, ásamt ensku og þýsku, vinnumál (langue de travail) hjá Evrópusambandinu og eitt sex opinberra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum. Nám í frönskum fræðum veitir nemendum góða þekkingu á franskri tungu, bókmenntum, menningu, sögu og þjóðlífi hins frönskumælandi heims.
Skipulag náms
- Haust
- Frönsk málfræði I
- Framburður
- Ritun I
- Þýðingar I
- Franskar smásögur og ævintýriV
- Franska í alþjóðastarfiV
- Sérverkefni í lestriV
- Sérverkefni í framburðiV
- Sjálfsnám í frönsku I (fjarnám)V
- Vor
- Ritun II
- Saga Frakklands
- Frönsk málfræði II
- Franskar bókmenntir og menning
- Talfærninámskeið í FrakklandiV
- Sérverkefni í lestriV
- Sérverkefni í framburðiV
- Þýðingar IIV
- Sjálfsnám í frönsku IIV
Frönsk málfræði I (FRA101G)
Námskeiðið Frönsk málfræði I er skyldunámskeið.
Í þessu námskeiði er farið dýpra í málfræði atriði sem nemendur unnu með í framhaldskóla. Áhersla er lögð á notkun málfræðihugtaka í námi og kennslu þar sem nemendur þurfa að útskýra í orði og dæmum tiltekin málfræðiatriði.
Mikilvægt er að nemendur temji sér sjálfstæð vinnubrögð og komi undirbúnir í tíma.
Kennslan skiptist í fyrirlestra og æfingatíma.
Framburður (FRA104G)
Nemendur eru þjálfaðir í framburði og læra hljóðritun. Gert er ráð fyrir einum fyrirlestratíma (1x 40 mín.) per viku þar sem farið er yfir grunnhugtök og aðferðir í almennri hljóðfræði og einum og hálfum æfingatíma per viku í málveri
Ritun I (FRA106G)
Ritun I leggur áherslu á þjálfun í ritun á mismunandi textum á frönsku: frásagnartextum, lýsingartextum og röksemdartextum.
Einning er unnið með muninn á töluðu máli og rituðu.
Orðabókanotkun er kynnt.
Þýðingar I (FRA113G)
Í þessu námskeiði eru nemendur þjálfir í að lesa, skilja og þýða létta og miðlungs þunga texta af frönsku yfir á íslensku. Unnið verður með texta af ýmsum gerðum: blaðagreinar, blogg, hagnýta texta og bókmenntatexta. Einkenni textanna verða rædd og fjallað verður um ólík málsnið og málfræðileg atriði sem geta vafist fyrir þýðendum. Nemendur kynnast notkun orðabóka og annarra hjálpargagna.
Franskar smásögur og ævintýri (FRA434G)
Kennt verður í fjarnámi, en gert er ráð fyrir að nemendur taki þátt í fjartímum sem verða ekki teknir upp.
Samhliða þessu námskeiði geta nemendur skráð sig í FRA404G Sérverkefni: Franskar smásögur og ævintýri 6e. Þar fá þeir tækifæri til að vinna að afmörkuðu verkefni sem tengist námskeiðinu.
Í námskeiðinu lesa nemendur úrval af smásögum og ævintýrum frá Frakklandi og öðrum frönskumælandi löndum. Elstu verkin eru frá 12. öld en þau yngstu frá 21. öld. Fjallað verður um þróun smásögunnar sem bókmenntagreinar og lesin fjölbreytt verk eftir ólíka höfunda. Ævintýri fléttast oft inn í smásagnaritunina, til dæmis á 17. og 18. öld þegar ævintýri voru í tísku í frönsku samkvæmislífi og mörg þekktustu frönsku ævintýrin voru gefin út: Öskubuska, Fríða og dýrið, Bláskeggur o.fl. Einnig verða lesnar smásögur eftir Maupassant, Sartre, Gavalda, Yourcenar, o.fl.
Rætt verður um verkin út frá bókmenntasögulegu samhengi, byggingu þeirra og efni.
Franska í alþjóðastarfi (FRA432G, FRA326G)
Franska er opinbert tungumál og vinnutungmál margra alþjóðlegra stofnana ásamt ensku. Auk þess er franska annað mest notaða tungumálið í utanríkissamstarfi fyrir utan að vera fimmta mest talaða tungumálið í heiminum. Það er því mikilvægt að hafa gott vald frönsku fyrir þau sem hafa hug á að starfa á alþjóðavettvangi.
Í þessu námskeiði verður farið yfir ástæður þess að franska náði útbreiðslu sem alþjóðamál og er notuð í dag í alþjóðastofnunm á borð við Sameinuðu þjóðirnar, UNESCO, Rauða krossinn, sem og í Evrópusambandinu.
Áhersla verður lögð á að nemendur öðlist færni í að taka þátt í samræðum og fundum á frönsku sem og að þeir geti beitt sérhæfðum orðaforða sem nýtist í alþjóðasamstarfi bæði í ræðu og riti. Unnið verður með blaðagreinar, fréttapistla og frétta/heimildaþætti (í sjónvarpi og útvarpi).
Námsmat:
Verkefni og fyrirlestrar: 50%
Þátttaka í umræðum: 10%
Lokapróf á próftöflu: 40%
Sérverkefni í lestri (FRA110G)
Lestrarverkefni í frönskum bókmenntum. Nemendur hafi samband við umsjónarkennara.
Sérverkefni í framburði (FRA111G)
Þjálfun í framburði.
Sjálfsnám í frönsku I (fjarnám) (FRA003G)
Sjálfsnám í frönsku I er nemendastýrt fjarnám fyrir þá sem hafa grunnþekkingu í frönsku, A2 eða meira (samsvarar 2 ára námi í framhaldsskóla eða meira). Nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á kennslutímabilinu. Auk þess taka nemendur þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.
Ritun II (FRA201G)
Ritun II gefur nemendum kost á að æfa sig í ritun á akademískum textum einsog greinargerð, útdrætti og samantekt. Einnig verður unnið með uppbyggingu röksemdartexta.
Saga Frakklands (FRA203G)
Í námskeiðinu er lögð áhersla á sögu Frakklands frá forsögulegum tíma til tuttugustu aldar.
Frönsk málfræði II (FRA205G)
Farið er í neitun, spurningu, einkunnarorð, tilvísunarfornöfn, og viðtengingarhátt.
Nemendur skulu hafa lokið Frönsk málfræði og ritun á haustmisseri.
Áhersla er lögð á notkun málfræðihugtaka í námi og kennslu þar sem nemendur þurfa að útskýra í orði og dæmum tiltekin málfræðiatriði.
Mikilvægt er að nemendur temji sér sjálfstæð vinnubrögð og komi undirbúnir í tíma.
Kennslan skiptist í fyrirlestra og æfingatíma.
Franskar bókmenntir og menning (FRA214G)
Námskeiðið er skyldunámskeið í BA-námi í frönskum fræðum og kemur í stað námskeiðsins DET205G Inngangur að bókmenntum. Námskeiðið er nauðsynlegur undanfari annarra bókmenntanámskeiða í greininni við Háskóla Íslands og í skiptinámi við erlenda háskóla.
Nemendur kynnast ólíkum tegundum franskra bókmennta og lesa smásögur, ljóð og brot úr leikritum og skáldsögum frá ýmsum tímabilum. Þeir fá yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði og franskri bókmenntasögu.
Talfærninámskeið í Frakklandi (FRA438G)
Nemendur dvelja í tvær vikur við Université de Rennes í Frakklandi og taka þátt í námskeiði í talfærni, þjóðlífi og menningu Frakklands sem er sérsniðið að nemendum frönskudeildar H.Í. Nemendur taka þátt í umræðum um ýmis málefni úr samtímanum og kynnast sögu og menningu landsins. Námskeiðið er alla jafna haldið í 7. og 8. viku vormisseris. Hámarksfjöldi miðast við 18 nemendur og hafa þeir nemendur forgang sem eru skráðir í grunndiplóma og frönsku sem aðalgrein til 120 eða 180 eininga.
Námsmat:
Þátttaka: 50%
Fyrirlestur: 25%
Skriflegt verkefni: 25%
Sérverkefni í lestri (FRA110G)
Lestrarverkefni í frönskum bókmenntum. Nemendur hafi samband við umsjónarkennara.
Sérverkefni í framburði (FRA111G)
Þjálfun í framburði.
Þýðingar II (FRA323G)
Í þessu námskeiði fá nemendur nánari innsýn í heim þýðinga. Helstu kenningar þýðingarfræðinnar verða kynntar en einkum verður fengist við að þýða úr frönsku á íslensku og nemendur vinna jafnt og þétt, og þýða bæði hagnýta texta og bókmenntatexta. Textar verðar greindir og ákveðin atriði verða tekin sérstaklega til umræðu eins og tíðir sagnorða, setningaskipan, endurtekningar, notkun fornafna, o.fl. Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að vera meðvitaðir um helstu vandamál sem koma upp þegar þýtt er úr frönsku á íslensku og undir það búnir að leysa þau á fullnægjandi hátt.
Sjálfsnám í frönsku II (FRA004G)
Sjálfsnám í frönsku II er nemendastýrt fjarnám þar sem nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Um er að ræða framhaldsnámskeið fyrir þá nemendur sem hafa lokið Sjálfsnámi í frönsku I. Það námskeið er þó ekki nauðsynlegur undirbúningur og nýir nemendur geta skráð sig í þetta námskeið að uppfylltum forkröfum. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á misseri. Auk þess taka nemendur taka þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustutorg í Gimli og Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.