Skip to main content

Úkraína

Úkraína - upplýsingagátt 

Háskóli Íslands fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og lýsir yfir samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins.

Hér er að finna almennar upplýsingar fyrir nemendur og starfsfólk og hvernig bregðast skuli við. Þessar upplýsingar verða uppfærðar eftir því sem mál þróast.

Almennum fyrirspurnum má beina á Alþjóðasvið HÍ á netfangið ask[hjá]hi.is 

Háskólanemar frá Úkraínu

Varðandi nemendur frá Úkraínu sem þurft hafa að flýja landið og óska eftir skólavist hér, þá mun HÍ, í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda í háskólamálum, leitast við að vera sveigjanlegur varðandi aðgengi háskólanema frá Úkraínu að háskólanum og veita þeim tækifæri til að ljúka námi sínu.

Háskóli Íslands baup uppá enskunámskeið í sumar fyrir flóttafólk sem hyggur á háskólamenntun.

Háskólanemar geta senda fyrirspurnir á ask@hi.is.

Úkraínskir akademískir starfsmenn

Reynt verður að greiða götu akademískra starfsmanna úkraínskra háskóla sem nú eru á flótta eftir því sem kostur er.

Starfsfólk getur haft samband við Mannauðssvið HÍ, mannaudur@hi.is.