Skip to main content

Viðskiptafræði, BS, 120 einingar

Viðskiptafræði, BS, 120 einingar

Félagsvísindasvið

Viðskiptafræði

BS – 120 einingar

Viðskiptafræði sem aðalgrein 120e byggir á sterkum grunni almennra viðskiptafræðigreina eins og fjármálafræði, markaðsfræði, reikningshaldi, rekstrarhagfræði og stjórnun. Námið veitir nemendum færi á að læra aðra námsgrein samhliða viðskiptafræði.

Skipulag náms

X

Inngangur að fjárhagsbókhaldi (VIÐ103G)

Námskeiðinu er ætlað að gera nemendur læsa á ársreikninga hlutafélaga. Eðli og tilgangur fjárhagsbókhalds og reikningsskila verða í forgrunni. Kynntar verða þær meginforsendur og grundvallarreglur er reikningsskil byggja á. Sérstök áhersla verður lögð á samhengið milli einstakra kafla í ársreikningnum.
Stefnt er að því að nemendur geti greint mikilvægar upplýsingar í ársreikningi hlutafélags og túlkað þær fyrir þeim sem þurfa á þessum upplýsingum að halda.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Auður Elísabet Guðrúnardóttir
Guðjón Gunnar Valtýsson Thors
Júlía Rut Kristjánsdóttir
Auður Elísabet Guðrúnardóttir
BS í viðskiptafræði

Ég mætti á Háskóladaginn óviss um hvað ég vildi læra. Það sem heillaði mig mest við viðskiptafræðina var hversu fjölbreytt námið er og að gráðan myndi nýtast mér í starfi bæði á Íslandi og erlendis. Námið var virkilega skemmtilegt en á sama tíma krefjandi og lærdómsríkt. Það kom mér á óvart hversu samheldinn hópurinn var í gegnum námið og aðgengi nemenda að kennurum er til fyrirmyndar. Vísindaferðir á vegum Mágusar gáfu mér tækifæri til að kynnast fjölmörgum fyrirtækjum sem hjálpaði til við að móta þá stefnu sem ég vildi taka að loknu námi. Ég var kjörin forseti viðskiptafræðinema á Norðurlöndunum sem leiddi mig í skiptinám til Finnlands en ég mæli eindregið með að nemendur við deildina nýti sér þau einstöku tækifæri til skiptináms sem þeim bjóðast. Viðskiptafræðin er grunnþekking fyrir lífið og er ég viss um að námið komi til með að nýtast mér bæði í starfi og fjölskyldulífi.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Viðskiptafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram    Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.