Skip to main content

Mið-Austurlandafræði

Mið-Austurlandafræði

Hugvísindasvið

Mið-Austurlandafræði

Aukagrein – 60 einingar

Markmið Mið-Austurlandafræða við Háskóla Íslands er að stuðla að aukinni fræðslu, þekkingu og áhuga á Mið-Austurlöndum og menningu þeirra í víðum skilningi og jafnframt að veita nemendum grunnfærni í arabísku sem er helsta tungumál svæðisins.

Skipulag náms

X

Saga Mið-Austurlanda I (MAF101G)

Í námskeiðinu verður farið yfir sögu þess svæðis sem telst til Mið-Austurlanda frá fornöld og fram á miðaldir. Fjallað verður um uppgang Egypta, Súmera og annarra þjóða í hinni svokölluðu 'vöggu siðmenningarinnar'. Sérstök áhersla verður lögð á uppgang íslam á 7. öld og það heimsveldi sem múslimar byggðu upp næstu aldir þar á eftir.  Fjallað verður um Múhameð spámann og eftirmenn hans, tilurð Kóransins, kalífat Umayya, kalífat Abbasída og 'gullöld' íslam. Námskeiðið er kennt á íslensku en mest af lesefninu verður á ensku.

X

Arabíska I (MAF102G)

Nemendur byrja á því að læra arabíska stafrófið og málhljóðin ásamt undirstöðuatriðum. Eftir að nemendur hafa náð góðum tökum á stafrófinu verður farið í helstu málfræðiatriði, einfalda setningargerð og orðaforða. Samhliða því er einblínt á bæði hlustun og munnlega tjáningu. Mikil áhersla er lögð á mætingu og heimavinnu nemenda. Námskeiðið er kennt á ensku.

Námskeiðið er undanfari MAF204G: Arabíska II.

X

Nútímamenningarsaga Tyrklands (MAF302G)

Þetta námskeið fer yfir nútímasögu Tyrklands í félagslegu og menningarlegu samhengi. Skoðaðar verða hinar ýmsu menningarafurðir, svo sem kvikmyndir, bókmenntir og tónlist, með það fyrir augum að lesa í félagslegt vistkerfi Tyrklands frá sjötta áratug 20. aldar til dagsins í dag. Ýmis brennandi málefni nútímans, álitamál, deilur og viðhorf verða krufin með tilliti til sögulegs samhengis og bakgrunns, og sérstök áhersla verður lögð á félagslegar og menningarlegar hreyfingar, þjóðarbrot og trúarhópa. Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Arabíska II (MAF204G)

Í þessu framhaldsnámskeiði í arabísku verður haldið áfram að þjálfa þau atriði sem byrjað var á í grunnnámskeiðinu. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi náð góðum tökum á stafrófinu og geti lesið einfaldan texta og skrifað setningar. Áhersla er lögð á lestur og skrift og farið verður dýpra í arabíska málfræði og notkun orðabókar. Þá verður áfram einblínt á bæði hlustun og munnlega tjáningu samhliða því. Mikil áhersla er lögð á mætingu í tíma og heimavinnu nemenda. Námskeiðið er kennt á ensku.

Undanfari námskeiðsins er MAF102G: Arabíska I.

X

Saga Mið-Austurlanda II (MAF203G)

Þetta námskeið tekur upp þráðinn þar sem námskeiðinu Saga-Miðausturlanda I sleppir. Það er þó ekki nauðsynlegur undanfari, hægt er að taka bæði námskeiðin eða annað þeirra. Hér verður farið yfir þróun mála í Mið-Austurlöndum frá ca 1300, uppgang Ottómana og Safavída, og sér í lagi tengsl þeirra við Vesturlönd. Meðal efnis verður nýlendustefna Evrópuríkja í þessum heimshluta og áhrif þeirra á menningu og stjórnmál, uppgangur þjóðernishyggju og tilurð ríkja, og ýmis átök og ágreining sem mótað hefur svæðið allt til dagsins í dag. Námskeiðið er kennt á íslensku en mest af lesefninu verður á ensku.

X

Al-Andalus: Múslimar á Spáni 711-1492 (MAF207G)

Í þessu námskeiði verður farið yfir tæplega átta hundruð ára sögu múslima á Spáni. Meðal umfjöllunarefna verður aðdragandi og framvinda innrásar múslima á Íberíuskaga árið 711, ríki múslima og blómaskeið þess næstu aldir, uppgang lista, bókmennta, byggingarlistar og fræða, mikilvægi arabíska tungumálsins og þýðingar á verkum arabískra fræðimanna á latínu. Einnig munum við skoða hvernig hugmyndir Evrópumanna um íslam og múslima mótuðust að hluta til vegna kynna þeirra af múslimum á Spáni, og hvernig kristin samfélög náðu yfirhöndinni á Íberíuskaga á síð-miðöldum. Námskeiðið er kennt á íslensku.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

""
Nafn nemanda
Nemi

Námsleiðin er ný í Háskóla Íslands og því er engin umsögn frá nemenda um námið enn sem komið er. Nemendur sem stunda nám við Hugvísindasvið Háskóla Íslands hafa verið mjög ánægðir með námið. Nemendur tala um góða kennslu og stuðning kennara, litla hópa og persónumiðaða þjónustu.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.