Skip to main content

Líffræðileg mannfræði

Líffræðileg mannfræði

Félagsvísindasvið

Líffræðileg mannfræði

Aukagrein – 60 einingar

Líffræðileg mannfræði hefur það markmið að skilja hvers konar lífvera maðurinn er. Í þessu skyni stunda líffræðilegir mannfræðingar rannsóknir á eftirfarandi sviðum: erfðafræði, prímatafræði, fornleifafræði og steingervingafræði, lífeðlisfræði, anatómíu, atferlisfræði og fleiri greinum. Rík áhersla er lögð á að skilja sérkenni mannsins sem afurð þróunar.

Skipulag náms

X

Erfðafræði (LÍF109G)

Fyrirlestrar: Lögmál Mendels. Erfðamynstur. Kynlitningar, mannerfðafræði, umfrymiserfðir. Litningar, bygging litninga. Frumuskipting (mítósa og meiósa), lífsferlarTengsl, endurröðun og kortlagning gena í heilkjörnungum. Bakteríuerfðafræði. Kortlagning gena í heilkjörnungum, fernugreining. Arfgerð og svipgerð. Litningabreytingar. Erfðaefnið DNA. Eftirmyndun. Umritun. Próteinmyndun. Stjórn genastarfs. Erfðatækni. Erfðamengjafræði. Stökklar. Stökkbreytingar. Viðgerðir og endurröðun. Greiningartækni erfðavísinda. Tilraunalífverur.

Verklegar æfingar: I. Ávaxtaflugan Drosophila melanogaster. II. Mítósa í laukfrumum. III. Plasmíð og skerðiensím. IV.DNA mögnun. V. Grósekkir Sordaria fimicola.

Próf: Verklegt og dæmatímar 25%, skriflegt 75%. Lágmarkseinkunnar er krafist í báðum prófhlutum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hrafnhildur Erla Eiríksdóttir
Sara Diljá Sigurðardóttir
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
Hrafnhildur Erla Eiríksdóttir
Mannfræði - BA nám

Ég endaði í mannfræði eftir að hafa prófað mig áfram á hinum ýmsu sviðum og ekki fundið mig. Ég hafði verið með mannfræði á bakvið eyrað þar sem mér fannst fagið áhugavert og sé ég alls ekki eftir að hafa skráð mig. Það sem mér líkar við mannfræði er hversu vítt sviðið er og býður það upp á ýmsar leiðir sem hægt er að taka í framhaldi. Deildin er lítill en mér finnst það kostur þar sem þú færð tækifæri til að kynnast nemendum vel og það býður upp á persónulegri samskipti við kennara.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Mannfræði á samfélegsmiðlum

 Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.