Framhaldsnám | Háskóli Íslands Skip to main content

Framhaldsnám

Við Matvæla- og næringarfræðideild er boðið upp á áhugavert framhaldsnám þar sem áhersla er lögð á nýsköpun, sjálfstæði og framúrskarandi vinnubrögð. Hægt er að stunda MS-nám og doktorsnám. 

Meistaranám

MS-nám í matvælafræði og næringarfræði er 120 einingar til tveggja ára. Námið samanstendur af  fjölbreyttum námskeiðum og rannsóknarverkefni. Allir nemendur í framhaldsnámi við deildina eru hvattir til að taka hluta af námi sínu erlendis í samvinnu við leiðbeinendur. 

MS-nám í matvælafræði er alþjóðlegt og hagnýtt nám með mikil tengsl við atvinnulífið. Námskeiðin eru kennd á ensku. Mörg verkefni í framhaldsnámi í matvælafræði eru unnin í nánu samstarfi við Matís.  

MS-nám í næringarfræði er þverfaglegt og krefjandi. Mikil áhersla er á góð tengsl við atvinnulífið og nemendur öðlast mikla reynslu í samvinnu við innlenda og erlenda aðila, m.a. Næringarstofu Landspítala. 

Þá stendur nemendum einnig til boða þverfræðilegt nám á meistarastigi:

Doktorsnám

Doktorsnám felur í sér 180 eininga vísinda- og tæknitengt rannsóknarverkefni sem leiðir til nýrrar þekkingar eða nýsköpunar. Doktorsnámið tekur að jafnaði 3 – 5 ár. Leiðbeinendur doktorsnema við Matvæla- og næringarfræðideild eru vísindafólk í fremstu röð og í nánum tengslum við atvinnulífið. Við deildina eru stundaðar rannsóknir á heimsmælikvarða. Doktorsnemendur fá oft tækifæri til þess að verða hluti af alþjóðlegum rannsóknarhópum. 

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.