Næringarfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Næringarfræði

Næringarfræði

180 eða 240 einingar - Doktorspróf

. . .

Doktorsnám í næringarfræði, að loknu MS-prófi, felur í sér vísindaleg og tæknileg rannsóknarverkefni sem leiða til nýrrar þekkingar og nýsköpunar.  Nemendur vinna að rannsóknum í samstarfi við einhvern af fastráðnum kennurum Matvæla- og næringarfræðideildar.

Um námið

Doktorsnám í næringarfræði felur í sér 180 eininga vísindaleg og tæknileg rannsóknarverkefni sem leiða til nýrrar þekkingar og nýsköpunar. Námið byggir á að nemendur ljúki sem svarar eins árs námi í námskeiðum á sínu fagsviði og rannsóknaverkefni sem er unnið í samvinnu við kennara og aðra leiðbeinendur í samræmi við reglur Háskóla Íslands um doktorsnám.

Hvað er næringarfræði?

Næringarfræði er heilbrigðisvísindagrein sem fjallar að töluverðu leyti um líffræði mannsins og  heilsu.
Næringarfræðin tekur einnig mið af umhverfinu, sjálfbærri nýtingu og býður upp á þjálfun í notkun mismunandi aðferðafræði.
Næringarfræðingar hafa hæfni til að vinna í heilbrigðisþjónustu, að forvörnum eða næringarmeðferð, auk verkefna- og rannsóknavinnu.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

MS-próf í næringarfræði eða skyldum námsgreinum.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Útskrifaðir næringarfræðingar vinna meðal annars við rannsóknir, vöruþróun, markaðsmál, kynningarmál, áætlanir, eftirlit, gæðamál, stjórnun og ráðgjöf hjá einkafyrirtækjum, rannsóknastofnunum, eftirlits- og stjórnsýslustofnunum, háskólum og öðrum menntastofnunum, og heilbrigðisstofnunum.

Texti hægra megin 

Starfsmöguleikar

Klínísk störf
Rannsóknir
Vöruþróun
Markaðsmál
Kynningarmál
Kennsla
Stjórnun og ráðgjöf
Þróunarhjálp
Íþróttir

Félagslíf

Hnallþóra er nemendafélag matvæla- og næringarfræðinema við HÍ.  Megin markmið félagsins er að gæta hagsmuna nemenda og efla samstöðu meðal þeirra. Hnallþóra sér um að halda uppi öflugu félagslífi fyrir nemendur deildarinnar m.a. með nýnemaferðum, árshátíð og vísindaferðum með heimsóknum til fyrirtækja og stofnana sem tengjast náminu. 

Hafðu samband

Skrifstofa Matvæla- og næringarfræðideildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16
101 Reykjavík
Sími: 525 4867
mn@hi.is

Opið alla daga frá 09:00 - 12:00