Matvælafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Matvælafræði

Matvælafræði

180 eða 240 einingar - Doktorspróf

. . .

Doktorsnám í matvælafræði, að loknu MS-prófi, felur í sér vísindaleg og tæknileg rannsóknarverkefni sem leiða til nýrrar þekkingar og nýsköpunar.  Nemendur vinna að rannsóknum í samstarfi við einhvern af fastráðnum kennurum Matvæla- og næringarfræðideildar.

Um námið

Doktorsnám í matvælafræði felur í sér 180 e vísindaleg og tæknileg rannsóknarverkefni sem leiða til nýrrar þekkingar og nýsköpunar. Námið byggir á að nemendur ljúki sem svarar eins árs námi í námskeiðum á sínu fagsviði og rannsóknaverkefni sem er unnið í samvinnu við kennara og aðra leiðbeinendur í samræmi við reglur Háskóla Íslands um doktorsnám.

Hvað er matvælafræði?

Þróun og framleiðslu á heilsuvörum.
Örverur sem notaðar eru til bjórgerðar.
Verkfræðina að baki tækninni í matvælaframleiðslu.
Áhrif sem maturinn og næringarefnin sem þú borðar hafa á líkamann.
Efnasamsetningu matar.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

MS-próf í matvælafræði eða skyldum námsgreinum

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Útskrifaðir matvælafræðingar vinna við fjölbreytt áhugaverð störf á sviðum stjórnunar, stefnumörkunar og ákvarðana um matvælafræðileg málefni. Flestir matvælafræðingar starfa hjá einkafyrirtækjum, rannsóknastofnunum, háskólum og öðrum menntastofnunum og heilbrigðisstofnunum. Matvælafræðingar starfa m.a. við stjórnun fyrirtækja, vöruþróun, markaðsmál, eftirlitsstörf, ráðgjöf, rannsóknir og kennslu. 

Texti hægra megin 

Starfsmöguleikar

  • Rannsóknir
  • Eftirlitsstörf
  • Vöruþróun
  • Markaðsmál
  • Kynningarmál
  • Kennsla
  • Stjórnun og ráðgjöf
  • Þróunarhjálp
  • Ráðgjöf

Félagslíf

Hnallþóra er nemendafélag matvæla- og næringarfræðinema við HÍ.  Megin markmið félagsins er að gæta hagsmuna nemenda og efla samstöðu meðal þeirra. Hnallþóra sér um að halda uppi öflugu félagslífi fyrir nemendur deildarinnar m.a. með nýnemaferðum, árshátíð og vísindaferðum með heimsóknum til fyrirtækja og stofnana sem tengjast náminu. 

Hafðu samband

Skrifstofa Matvæla- og næringarfræðideildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16
101 Reykjavík
Sími: 525 4867
mn@hi.is

Opið alla daga frá 09:00 - 12:00