Ritlist, aukagrein | Háskóli Íslands Skip to main content

Ritlist, aukagrein

Ritlist

Aukagrein

. . .

Í ritlist er lögð áhersla á frjóa hugsun og miðlun hennar í texta af ýmsu tagi, s.s. í ljóðum, smásögum, skáldsögum, bókmenntaþýðingum, leiktexta, greinum og öðrum þeim formum sem þátttakendur kalla til eða finna upp. Námið er í senn hagnýtt og listrænt.

Um námið

Markmið náms í ritlist á BA-stigi er að gera nemendur að betri pennum og búa þá undir framhaldsnám af ýmsu tagi, m.a. í ritlist. Námið nýtist vel á flestum sviðum mannlífsins.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Ástrós Elísdóttir
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir
Ástrós Elísdóttir
Ritlistarnemi

„…ég held ótrauð áfram í ritlistinni, sem er það langbesta og skemmtilegasta nám sem ég hef nokkurn tímann komist í tæri við. Gæði námsins eru í hæsta flokki og tengslanetið og vináttan sem hefur skapast í kringum námið ómetanleg…“

Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir
fyrrverandi ritlistarnemi

„Hvenær rennur umsóknarfrestur út í MA-námið í ritlist? Ég er að spá í að sækja um aftur.“

Félagslíf

Ritlistarnemar hafa stofnað eigið félag, Blekfjelagið, og er tilgangur þess m.a. að standa að útgáfu á ritsmíðum ritlistarnema, efna til rýnifunda, upplestra, heimsókna í forlög og árshátíða. Blekfjelagið hefur tekið þátt í ýmsum viðburðum, s.s. upplestrum og útgáfu Jólabókar Blekfjelagsins. Einnig hefur Blekfjelagið staðið fyrir stuttum ritsmiðjum.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.