Skip to main content

Upplýsingafræði - Viðbótardiplóma

Upplýsingafræði - Viðbótardiplóma

Félagsvísindasvið

Upplýsingafræði

Viðbótardiplóma – 30 einingar

Diplómanám í upplýsingafræði er eins árs hlutanám sem tekur á þróun og nýsköpun á sviði langtímavarðveislu gagna og vinnur að lausnum varðandi aðgengi að gögnum og miðlun upplýsinga og þekkingar. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Upplýsingafræði og miðlun í samfélagi margbreytileikans (UPP109F)

Í námskeiðinu verður fjallað um sígild viðfangsefni og kynntir helstu straumar og stefnur á sviði upplýsingafræði.  Áhersla verður lögð á að fjalla um fræðilegar skilgreiningar, kenningar og líkön varðandi upplýsingahegðun og upplýsinga- og miðlalæsi, sem og áhrifaþætti við öflun og miðlun upplýsinga og þekkingar. Fjallað verður um eðli og einkenni upplýsinga og þekkingar. Gerð verður grein fyrir þróun rannsókna á sviðinu og hugsanlegri hagnýtingu slíkra rannsókna á starfsvettvangi. Fjallað verður um skilgreiningar og kenningar um upplýsinga- og miðlalæsi. Einnig verður fjallað um upplýsingahegðun út frá mismunandi samfélagshópum og gerð grein fyrir hugtökum og kenningalegri nálgun á því sviði, svo sem upplýsingaþörf , upplýsingasvæði, hindranir við upplýsingaöflun, upplýsingafátækt, hliðvarsla, lögmálið um minnsta fyrirhöfn og mismunandi form upplýsingaleitar.

X

Starfsemi bókasafna: Stjórnun, stefnumótun og þróun í faglegu starfi (UPP113F)

Fjallað verður stuttlega um sögulega þróun bókasafna- og upplýsingamála á Íslandi og bókasafnskerfi landsins og safnategundir innan þess kynnt. Fjallað um stjórnun, þróun og innleiðingu breytinga í starfsemi safna. Starfsvettvangur bókasafna verður kynntur, fjallað um hlutverk og starfsemi mismunandi tegunda safna samkvæmt lögum,  reglugerðum, alþjóðlegum yfirlýsingum, fagleg viðhorf, siðfræði og félagsmál stéttarinnar. Einnig verður fallað um helstu viðfangsefni í starfsemi og rekstri mismunandi safnategunda sem og þróun og nýsköpun á fræðasviðinu. Farið verður í gerð aðfangastefnu hjá mismunandi tegundum safna og upplýsingastofnana, uppbyggingu og viðhald safnkosts á mismunandi formi. Áhersla verður lögð á efnisval, innkaup og umsýslu rafrænna gagna, svo sem séráskriftir háskólabókasafna og sérfræðibókasafna, Landsaðgang og Rafbókasafnið.

X

Internetið og upplýsingaleitir (UPP215F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur öðlist skilning á mikilvægi aðgangs að þekkingu og upplýsingum og þeir kynnist og geti beitt aðferðum við að meta þekkingar- og upplýsingalindir, einkum á rafrænu formi. Fjallað verður um notkun internetsins við upplýsingaleit og til samskipta t.d. með samfélagsmiðlum og farið í leitartækni og leitarvélar á internetinu. Enn fremur verður fjallað um  mismunandi tegundir rafrænna heimildalinda á ólíkum fræðasviðum og gerð grein fyrir leitaraðferðum. Nemendur munu öðlast reynslu í rafrænni upplýsingaleit og þjálfun í að leiðbeina öðrum við leitir.

X

Hagnýtt verkefni (UPP010F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. (2 ECTS) er um 50-60 stundir. (5 ECTS) er um 125-150 stundir (10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Vefstjórnun og upplýsingaarkitektúr (UPP110F)

Markmið námskeiðisins er að kynna nemendur fyrir upplýsingaarkitektúr ásamt nokkrum grunnþáttum vefstjórnunar. Í námskeiðinu verður farið nokkuð ítarlega í upplýsingaarkitektúr svo sem uppbyggingu veftrés, leiðakerfi, nafnakerfi, út frá hegðun og þörfum notenda. Einnig verður farið lauslega í aðra þætti vefstjórnunar eins og þarfagreiningu, notendaprófanir og aðgengi að vefjum.

X

Notkun upplýsingatækni í faglegu starfi - Samspil gagna og upplýsingakerfa (UPP224F)

Í námskeiðinu verður fjallað um notkun upplýsingatækni í faglegu starfi safna þar sem áhersla verður lögð á samspil upplýsingakerfa og gagna. Námskeiðið gefur yfirlit yfir helstu upplýsingakerfi sem notuð eru og gagnagrunna sem tengjast þeim. Sem dæmi má nefna bókasafnskerfið Ölmu, rannsóknagagnasafnið Iris, Sarp, nokkra gagnagrunna Lbs-Hbs, erlent áskriftarefni, sem og hvernig þessir gagnagrunnar birtast notendum (eða eru leitarbærir). Einnig verður gerð grein fyrir þróun og nýsköpunarvinnu í sambandi við kerfin og helstu einkennum þeirra. Komið verður inn á stefnumótun og ákvarðanatöku við val á upplýsingakerfum eftir tegundum gagnagrunna. Jafnframt verður farið í það hvernig mismunandi kerfi nýtast við skipulagningu, varðveislu, stjórnun og miðlun ólíkra tegunda gagna.

X

Þekkingarmiðlun (UPP223F)

Fjallað verður um hlutverk safna og annarra skipulagsheilda varðandi miðlun upplýsinga og þekkingar í nútíma samfélagi. Áhersla verður lögð á uppbyggingu og skipulag upplýsingaþjónustu, einkum rafræna þjónustu, sem og þróun og nýsköpun í beitingu upplýsingatækni. Kynnt verða grunnatriði varðandi upplýsingaviðtöl og viðtalstækni. Fjallað verður um lagasetningu, siðfræðilega hlið upplýsingaþjónustu og starfsreglur fyrir mismunandi safnategundir. Jafnframt verður fallað um aðferðir við mat á gæðum upplýsingaþjónustu.

X

Vefstjórnun og samfélagsmiðlar (UPP219F)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendur fyrir notkun samfélagsmiðla í tengslum við vefstjórnun. Fjallað verður um helstu tegundir samfélagsmiðla og hvernig þeir nýtast við þekkingarmiðlun og samskipti við mismunandi hópa. Einnig verður farið í skipulagning og stjórnun samfélagsmiðla á vef.

X

Hagnýtt verkefni (UPP010F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Upplýsinga- og skjalastjórn hjá skipulagsheildum (UPP105F)

Fjallað verður um sögu og þróun upplýsinga- og skjalastjórnar og kynnt til sögunnar ýmis félög og samtök á sviðinu í Evrópu, Ameríku og Ástralíu. Fjallað er um lög, reglugerðir og reglur um upplýsingar, skjöl og skjalasöfn og farið í aðferðir, tilgang og markmið upplýsinga- og skjalastjórnar. Framkvæmd skjalakönnunar og hönnun skjalaflokkunarkerfis verður kennd og fjallað um gerð skjalavistunaráætlunar. Fjallað verður um gæðastaðal um skjalastjórn ISO 15489, skjalakerfi, öryggisáætlanir fyrir skjöl, frágang eldri skjala. Lögð verður áhersla á skipulag gagna óháð formi. Sýnt verður fram á hvernig hægt er að nota ýmis konar hugbúnað við skipulagningu gagna, skráningu, vistun og endurheimt. Farið verður í þarfagreiningu og innleiðingu á upplýsinga- og skjalastjórn. Nemendur þurfa að geta hannað flokkunarkerfi fyrir upplýsingar og skjöl og kortlagt upplýsingar og skjöl í skipulagsheildum. Farið verður í heimsóknir á ólík skjalasöfn og unnið á vinnustofu um gerð málalykla. Nemendur vinna hópverkefni og einstaklingsverkefni á misserinu.

X

Hagnýtt verkefni (UPP010F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. (2 ECTS) er um 50-60 stundir. (5 ECTS) er um 125-150 stundir (10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Vefstjórnun og upplýsingaarkitektúr (UPP110F)

Markmið námskeiðisins er að kynna nemendur fyrir upplýsingaarkitektúr ásamt nokkrum grunnþáttum vefstjórnunar. Í námskeiðinu verður farið nokkuð ítarlega í upplýsingaarkitektúr svo sem uppbyggingu veftrés, leiðakerfi, nafnakerfi, út frá hegðun og þörfum notenda. Einnig verður farið lauslega í aðra þætti vefstjórnunar eins og þarfagreiningu, notendaprófanir og aðgengi að vefjum.

X

Stjórnun þekkingar og gæða (UPP222F)

Fjallað verður um notkun skjalakerfa, hópvinnukerfa, innra nets og samfélagsmiðla á vinnustað til að miðla og dreifa gögnum, upplýsingum og þekkingu. Nemendur þurfa að þekkja og skilja kenningar og líkön í þekkingarstjórnun svo og tengsl mannauðsstjórnunar og þekkingarstjórnunar við upplýsingastjórnun. Nemendur fá kynningu á upplýsingakerfi sem er sérhannað til þess að halda utan um upplýsingar, skjöl, skjalastjórn og afgreiðslu mála. Farið verður í rekstraröryggi upplýsingakerfa, lagalegt umhverfi þeirra svo og skipulagningu upplýsinga. Farið verður í gæðamál og gæðastjórnun og fjallað um ólíka staðla s.s. ISO 9000 stjórnunarstaðal, ISO 14000 umhverfisstaðal, ISO 27001 staðal um upplýsingaöryggi og ÍST 85 jafnlaunastaðal. Nemendur þurfa að hafa þekkingu á gerð gæðahandbóka, gæðaskráa, verklagsreglna og vinnulýsinga í gæðakerfum og vera færir um að meta gæði þessara gagna. Fjallað er um stafræna þróun á Íslandi á vinnustofu í samstarfi við Stafrænt Ísland. Fjallað verður um ýmsar aðferðir til þess að markaðssetja stjórnendum og öðrum starfsfólki skipulagsheilda hugmyndina um nútíma upplýsingastjórnun.

X

Persónuvernd og upplýsingaöryggi (UPP220F)

Á námskeiðinu er fjallað um nýlegar áskoranir upplýsingafræðinga á sviði persónuverndar. Gerð verður grein fyrir mikilvægum breytingum á löggjöf um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga ásamt reglugerð (e. General Data Protection Regulations – GDPR) sem tóku gildi í maí 2018. Farið verður í þær breytingar sem lögin hafa haft í för með sér fyrir fyrirtæki og stofnanir á Íslandi. Mikilvæg hugtök og verkefni sem fylgja nýju lögum verða rædd, s.s. ólík hlutverk ábyrgðaraðila og vinnsluaðila, meðalhóf, réttinn til að gleymast, upplýst samþykki, persónugreinanleg gögn, áhættumat og gerð samninga við vinnsluaðila. Þá verður fjallað sérstaklega um hlutverk persónuverndarfulltrúa hjá fyrirtækjum og stofnunum.  Fjallað verður um upplýsingaöryggi m.t.t. nýrra persónuverndarlaga, notkun samfélagsmiðla og skýjaþjónusta og upplýsingaöryggisstefnu. Nemendur þurfa að þekkja og skilja lög, reglur og kenningar sem tengjast persónuvernd, upplýsingaöryggi og rafrænum vörsluútgáfum. Nemendur þurfa að hafa þekkingu á gerð vinnsluskráa um persónugreinanleg gögn og gerð áhættumats um meðferð persónuupplýsinga auk verklýsinga og vinnuleiðbeininga. Unnin verða hagnýt verkefni í nánu samstarfi við ýmis fyrirtæki og stofnanir.

X

Hagnýtt verkefni (UPP010F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Stefán Þór Hjartarson
Hrönn Björgvinsdóttir
Stefán Þór Hjartarson
Upplýsingafræði, MIS

Námið í upplýsingafræði hefur verið mér afar lærdómsríkt. Ég hef bakgrunn í miðlun og vefstjórnun og námið dýpkaði skilning minn á upplýsingahegðun verulega. Ég kynntist fræðilegum kenningum jafnt sem praktískum atriðum tengdum því hvernig við mannfólkið umgöngumst upplýsingar, þær hindranir sem geta staðið í vegi okkar og mögulegar leiðir til að koma þeim til skila til ákveðinna hópa. Það sem vakti einna mest áhuga minn voru félagslegar kenningar varðandi upplýsingahegðun minnihluta- og undirmálshópa sem hafa mikla þörf á traustum upplýsingum og aðgengilegum leiðum til að nálgast þær. MIS nám í upplýsingafræði mun gagnast mér í framtíðarstarfi og hefur líka gert mig að betri manneskju með því víkka sjóndeildarhring minn.

Hrönn Björgvinsdóttir
Upplýsingafræði, MIS

Námið er fjölbreytt og skemmtilegt og býður nemendum upp á svigrúm til sérhæfingar á sínum áhugasviðum. Námið hefur nýst mér gríðarlega vel í starfi sem verkefnastjóri ungmennastarfs á almenningsbókasafni. Því er ekki síst að þakka að ég gat aðlagað námið að þeim áherslum sem starf mitt krefst. Það er hröð þróun og ímyndarbreyting sem á sér stað á almenningabókasöfnum í dag. Mér finnst námið hafa veitt mér góð þekkingu og verkfæri til þess að taka þátt í því að móta bókasöfn framtíðarinnar.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Fylgstu með Félagsvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.