Skip to main content

Talmeinafræði - Undirbúningsnám

Talmeinafræði - Undirbúningsnám

Hugvísindasvið

Talmeinafræði, forkröfur

Undirbúningsnám – 75 einingar

Undirbúningsnámi í talmeinafræði er ætlað að gera nemendum sem hyggja á meistaranám í talmeinafræði við HÍ kleift að uppfylla faglegar forkröfur sem gerðar eru um tiltekin námskeið í íslenskri málfræði og sálfræði. 

Skipulag náms

X

Tal- og málmein (AMV415G)

Í námskeiðinu fá nemendur yfirlit yfir helstu viðfangsefni talmeinafræðinga á Íslandi. Um er að ræða fjölbreytt efni, allt frá greiningu og meðferð málstols og kyngingartregðu hjá fullorðnum einstaklingum yfir í málþroskaröskun og framburðarfrávik barna á leikskólaaldri. Unnið er út frá nauðsynlegri grunnþekkingu og yfir í hagnýtari nálganir á viðfangsefnið. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur geti kynnt sér fræðilega umræðu og ritrýndar greinar á sviði talmeinafræði.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Sigfús Helgi Kristinsson
Heiða D. Sigurjónsdóttir
Logi Pálsson
Anna Lísa Benediktsdóttir
Sigfús Helgi Kristinsson
Talmeinafræðingur

Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á tungumálum, sér í lagi hvernig við tileinkum okkur tungumál fyrirhafnarlaust í bernsku. Þar fyrir utan hef ég alltaf haft áhuga á taugafræði og líffræði mannsins. Fyrir mér lá því beinast við að sameina þessi áhugasvið og leggja stund á nám í talmeinafræði. Námið var bæði stórskemmtilegt og krefjandi. Þar er samofin bein þekkingaröflun á máli og tali og hagnýting þekkingar, þ.e. hvernig megi með sem skilvirkustum hætti greina og veita meðferð við tal- og málmeinum og ekki síður hvernig megi haga frekari þekkingaröflun til eflingar í starfi. Þrátt fyrir allt vakti námið í raun fleiri spurningar hjá mér en það svaraði og hygg ég á frekari sérhæfingu í greininni. Ég tel námið hafa veitt mér styrkan grunn til að halda áfram í sérhæft nám (doktorsnám í talmeinafræði við háskólann í Suður-Karólínu í USA) og í framhaldinu starfsframa í grein sem er í stöðugri mótun og þróun.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.