Skip to main content

Grunnskólakennsla með áherslu á upplýsingatækni og miðlun

Grunnskólakennsla með áherslu á upplýsingatækni og miðlun

Menntavísindasvið

Grunnskólakennsla með áherslu á upplýsingatækni, nýsköpun og miðlun

B.Ed. – 180 einingar

Viltu verða kennari? Námið hefur það að meginmarkmiði að undirbúa nema fyrir kennslu náttúrufræðigreina í grunnskólum og nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi. Námið er í nánum tengslum við vettvang og vettvangsnám er samþætt fræðilegum undirbúningi fyrir frekara nám og starf í grunnskóla.

Skipulag náms

X

Fræðileg skrif og gagnrýninn lestur (ÍET102G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að búa nemendur í háskólanámi undir lestur og ritun fræðilegra texta og þjálfa þá í gagnrýnum lestri enda er hvort tveggja grundvallaratriði í öllu háskólanámi.  

 

Fjallað verður um ýmsar tegundir fræðilegs efnis og framsetningar á því. Nemendur kynnast helstu einkennum fræðilegra skrifa og læra hvað felst í ritstýrðum og/eða ritrýndum textum. Nemendur öðlast þjálfun í að lesa, greina og meta slíka texta. Rætt verður um sjálfstæð, gagnrýnin og heiðarleg vinnubrögð ásamt því sem fjallað verður um höfundarrétt, ritstuld og falsfréttir. 

 

Nemendur öðlast færni í að vinna efni upp úr fræðilegum texta, svo sem útdrætti, og að flétta saman heimildir við eigin texta. Rætt verður ítarlega um fræðilegar ritgerðir á háskólastigi og nemendur fá þjálfun við gerð slíkra ritgerða. Þá verður fjallað um viðeigandi málnotkun í fræðilegum skrifum og hún þjálfuð. 

 

Fjallað verður sérstaklega um heimildaleit og heimildamat; gæði heimilda og hvernig greina megi vandaðar heimildir frá óvönduðum. Þá fá nemendur þjálfun í heimildaskráningu. Einnig verða nemendur þjálfaðir í að nota heimildir í eigin skrifum og greina milli eigin raddar og heimildarinnar sjálfrar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Dóra Björk Ólafsdóttir
Guðjón Ingimundarson
Dóra Björk Ólafsdóttir
Grunnskólakennsla með áherslu á náttúrugreinar

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á náttúruvísindum og þótti því tilvalið að miðla mínum áhuga til komandi kynslóða. Námið býður upp góða starfsmöguleika og starfið er spennandi. Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega áfanga og eru þeir góður grunnur fyrir kennarastarfið.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.