Skip to main content

Grunnskólakennsla með áherslu á samfélagsgreinar

Grunnskólakennsla með áherslu á samfélagsgreinar

Menntavísindasvið

Grunnskólakennsla með áherslu á samfélagsgreinar

B.Ed. – 180 einingar

Viltu verða kennari? Námið hefur það að meginmarkmiði að efla þekkingu kennaranema á greinum sem falla undir samfélagsgreinar og gera þá sem hæfasta til að miðla þekkingu sinni í grunnskólakennslu. Undir samfélagsgreinar heyra meðal annars samfélagsfræði, saga, landafræði, þjóðfélagsfræði, trúarbragðafræði, heimspeki, siðfræði og lífsleikni. Námið er í nánum tengslum við vettvang. 

Í flestum námskeiðum er hægt að velja annað hvort staðnám eða fjarnám með staðbundnum lotum. Mætingarskylda er í staðlotur og vettvangsnám. Meginregla er að í staðnámi séu vikulegir tímar og í fjarnámi séu staðbundnar lotur tvær á misseri.

Skipulag náms

X

Inngangur að kennslu samfélagsgreina (SFG101G)

Viðfangsefni: Námskeiðið er inngangur að kennslu samfélagsgreina með áherslu á þjálfun í rökræðum, gagnrýna hugsun og hæfni í að skoða mismunandi sjónarhorn. Á námskeiðinu vinna nemendur með forhugmyndir sínar og taka ígrundaða afstöðu til viðfangsefnanna og samtímis  er veitt innsýn í ýmis viðfangsefni sem fjallað er um í samfélagsgreinum (sbr. aðalnámskrá).

Vinnulag:  Umræður og verkefnavinna fara fram í kennslustundum á miðvikudögum í rauntíma á Zoom. Auk þessa verða rökræðutímar í hverri viku. Nemendum er skipt í hópa og mæta með sínum hópi allt misserið. Skyldumæting er í rökræðutímana (80%). Hægt verður að velja á milli rökræðutíma á staðnum í Stakkahlíð eða í rauntíma á Zoom. Hvorki miðvikudagstímar né rökræðutímar verða teknir upp.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Dóra Björk Ólafsdóttir
Guðjón Ingimundarson
Dóra Björk Ólafsdóttir
Grunnskólakennsla með áherslu á náttúrugreinar

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á náttúruvísindum og þótti því tilvalið að miðla mínum áhuga til komandi kynslóða. Námið býður upp góða starfsmöguleika og starfið er spennandi. Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega áfanga og eru þeir góður grunnur fyrir kennarastarfið.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.