Skip to main content

Grunnskólakennsla með áherslu á náttúrugreinar

Grunnskólakennsla með áherslu á náttúrugreinar

Menntavísindasvið

Grunnskólakennsla með áherslu á náttúrugreinar

B.Ed. – 180 einingar

Námið hefur það að meginmarkmiði að undirbúa nema fyrir kennslu náttúrufræðigreina í grunnskólum. Námið er í nánum tengslum við vettvang og vettvangsnám er samþætt fræðilegum undirbúningi fyrir frekara nám og starf í grunnskóla.

Skipulag náms

X

Náttúruvísindanám og -kennsla í nærumhverfinu (SNU103G)

Meginviðfangsefni námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreyttum leiðum í náttúrufræðikennslu í grunnskólum og öðlist færni í að skipuleggja slíka kennslu og átti sig á mikilvægi hennar. Áhersla er á náttúrufræði sem tengist daglegum reynsluheimi nemenda. Sjónum verður beint að verklegum viðfangsefnum úti og inni og möguleikum í nærumhverfi skóla. Ýmsar leiðir til að rannsaka náttúruna verða kynntar svo sem skoðun á jarðfræðilegum fyrirbærum, plöntuskoðun svo og aðferðir við að safna smádýrum og greiningar á lífverum æfðar. Nemendur fá líka reynslu af að skipuleggja útikennslu. Fjallað verður um hugtök og kenningar á sviði efnafræði sem kennd eru í grunnskólum og leiðir til að kenna þessa þætti til skilnings með mikla áherslu á verklegar tilraunir og athuganir. Þá verður nemendum kynnt tækifæri sem notkun upplýsingatækni veitir til að efla áhuga og forvitni um náttúruna.  Verklag mun taka mið af því að kennaranemar kynnist fjölbreyttum kennsluaðferðum sem reynst hafa árangursríkar í náttúrufræðikennslu. Námskrá og námsefni grunnskóla sem tengist viðfangsefni námskeiðsins verður einnig skoðað.

Á námskeiðinu verður fjallað um uppbyggingu efna, efnabreytingar, frumeindakenninguna og lotukerfið. Einnig fjallað um lifandi og dauða náttúru Íslands. Á dagskrá verða plöntur, fuglar, smádýr, ferskvatns- og fjörulífverur með áherslu á búsvæði þeirra og aðlögun að íslensku umhverfi. Fjallað verður um hafið umhverfis Ísland og þá þætti sem móta lífríkið á Íslandsmiðum. Jafnframt verða kynnt þau innri (eldvirkni) og ytri öfl (veðurfar og vatn) sem móta umhverfi landsins.

 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Guðjón Ingimundarson
Dóra Björk Ólafsdóttir
Guðjón Ingimundarson
Grunnskólakennsla með áherslu á íslensku

Að mennta sig sjálfan eða einhvern annan, er styrking í svo marga staði. Það er ákaflega gefandi að sjá unga fólkið bæta sig meir og meir, sama hvort það sé bóklega, verklega eða andlega. Að móta komandi kynslóðir fyrir okkar samfélag eru forréttindi. Sama hversu stór partur maður er af ferlinu. Námið opnar svo margar hurðir og eru kennarar við Háskóla Íslands alltaf reiðubúnir að sýna þér hvað liggur á bakvið þær.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is
 

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.