Skip to main content

Tannlæknisfræði - gamla námsleiðin

Tannlæknisfræði - gamla námsleiðin

Heilbrigðisvísindasvið

Tannlæknisfræði

cand. odont. – 360 einingar

Í tannlæknisfræði læra nemendur tann- og munnvísindi og hvernig tannheilsa hefur áhrif á heilbrigði fólks. Nemendur fá þjálfun á tannlæknastofu Tannlæknadeildar. Einungis 8 nemendur halda áfram námi að loknu fyrsta misseri. Námsleiðinni hefur nú verið skipt upp í BS og meistaranám kandídatsnám og er hvor námsleið 180 einingar. 
NÝIR NEMAR SÆKJA UM TANNLÆKNISFRÆÐI BS NÁM

Skipulag náms

X

Efnafræði I (EFN106G)

Námskeið fyrir nemendur í tannlæknisfræði. Almenn og sérhæfð atriði um efnatengi og sameindabyggingu. Efnahvörf. Lofttegundir, vökvar, föst efni og lausnir. Varma- og hraðafræði efnahvarfa. Efnajafnvægi: sýru-basa, fellingar-, komplex- og afoxunar. Málmlífrænir komplexar. Rafefnafræði og kjarnefnafræði og málmlífrænir komplexar. Eiginleikar fastefna.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Kristófer Sigurðsson
Hrafnhildur Tinna Sörensdóttir
Elín Gunnarsdóttir
Kristófer Sigurðsson
Tannlæknisfræði - BS nám

Námið hér við tannlæknadeild er virkilega skemmtilegt, en á sama tíma mjög krefjandi. Mikil áhersla er lögð á klínísku kennsluna, sem og fræðina sem á bak við hana liggur. Sjálfur hef ég mjög gaman að sjá þegar þetta tvennt kemur saman. Það sem hefur komið mér hvað mest á óvart í náminu er hvað tannlækningar eru fjölbreytt fag. Þær snúast ekki aðeins um tennur heldur snerta þær einnig á almennri læknisfræði, efnafræði, lyfjafræði, sálfræði og eðlisfræði. Fyrir nemendur sem hafa gaman af læknavísindum, mannlegum samskiptum og auðvitað tönnum mæli ég hiklaust með þessu námi. Mér finnst það vera mikill kostur við Tannlæknadeild hvað hún er lítil, bekkirnir fámennir og kennslan þar af leiðandi mjög persónuleg. Þess má geta að vegna þessarar smæðar er Tannlæknadeild Háskóla Íslands í mikilli sérstöðu þegar kemur að klínískri kennslu í samanburði við aðrar þjóðir á Norðurlöndunum.

Hafðu samband

Skrifstofa Tannlæknadeildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík
Sími: 525 4895
odontology@hi.is
Viðtalstími samkvæmt samkomulagi

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.