Skip to main content

Næringarfræði

Næringarfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Næringarfræði

BS – 180 einingar

Næringarfræði er vísindagrein sem kannar áhrif næringar á líkamlegt og andlegt heilbrigði mannsins á öllum æviskeiðum og við ólíkar aðstæður. Nemendur kynnast hlutverki og hollustu næringarefna og áhrifum þeirra á líkamann.

Skipulag náms

X

Frumulíffræði (MON204G)

Fyrirlestrar (46F): Inngangur; þróun lífsins; frumuhimnan: lífefnafræði og frumulíffræði; kjarninn: gen og genastjórn, litni, bygging kjarnans, kjarnahjúpur; frymisnet og Golgi líffæri; bólur og blöðrur; lýsósóm, peroxisóm og hvatberar; stoðkerfi og hreyfiprótein; boðferlar; frumuskipting; frumutengi og millifrumuefni (frumulíffræði og lífefnafræði); boðskipti (inngangur); þroskun og sérhæfing; upptaka og vinnsla næringarefna í frumur. Verklegar æfingar þar sem kynnt verður einangrun frumna; frumuræktun og smásjárskoðun. Umræðutímar, þar sem nemendur kynna vísindagrein er tengist næringarfræði og skila stuttri ritgerð.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Telma Björg Kristinsdóttir
Adda Bjarnadóttir
Birna Þórisdóttir
Vignir Snær Stefánsson
Atli Arnarson
Telma Björg Kristinsdóttir
BS í næringarfræði

Næringarfræðinámið er fjölbreytt, áhugavert og krefjandi! Við lærum um hvernig meltingarfærin verða til og þroskast í móðurkviði, hvernig þau starfa við að brjóta niður matinn sem við innbyrðum, hvernig upptaka næringarefna og nýting fer fram og svo hvernig efnin koma til góðs í viðhaldi og starfi líkamans. Námið gengur út á það að skilja þátt næringarefna í vexti og heilbrigði einstaklinga sem og að fræðast um kvilla og sjúkdóma sem tengjast næringu og orkuefnum, í fljótu bragði er þar að nefna offitu með sína fylgikvilla sem og vannæringu og átraskanir. Þegar fólk veikist alvarlega getur það haft í för með sér breytingar á getu líkamans til nýtingar á orku- og næringarefnum eða þörf á meðferðum þar sem næringin spilar stóran þátt. Mín reynsla af náminu hingað til er mjög góð. Mér finnst ég vera feta einhvers konar sannleiksstíg þar sem gagnrýnin hugsun og tilhneiging til vísindalegra vinnubragða vex og styrkist og ég skil betur og betur starf mannslíkamans, allt frá heildarmyndinni niður í einstöku frumulíffæri.

Hafðu samband

Skrifstofa Matvæla- og næringarfræðideildar
Nýi Garður, 3. hæð
Sæmundargata 12,
102 Reykjavík
Sími: 525 4999
Tölvupóstur: mn@hi.is

Opnunartímar:
Mánudaga = lokað
Þriðjudaga – fimmtudags = opið 9 – 15
Föstudagar = opið 9 -12

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.