Heilbrigðisgagnafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Heilbrigðisgagnafræði

Heilbrigðisgagnafræði

Villa í þjónustu - Villa í þjónustu gráða

. . .

Hefur þú áhuga á fjölbreyttu starfi innan heilbrigðiskerfisins? Viltu öðlast þekkingu á upplýsinga- og skjalastjórnun? Hefur þú áhuga á stuttu og hagnýtu námi? Hefurðu áhuga á meðhöndlun heilbrigðis- og persónuupplýsinga? Þá er nám í heilbrigðisgagnafræði spennandi kostur fyrir þig.

Um námið

Heilbrigðisgagnafræði er 90 eininga fræðilegt og starfstengt nám sem veitir réttindi til að starfa sem heilbrigðisgagnafræðingur.

Námið er skipulagt sem 60 eininga fræðilegt nám í hlutanámi í tvö ár og í framhaldi af því er 30 eininga starfsnám í 15 vikur og fer það fram á heilbrigðisstofnunum.

Hagnýtar upplýsingar um innritun í heilbrigðisgagnafræði

Fjölbreytt nám

Fyrirkomulag heilbrigðisgagnafræði er blandað og m.a. er notast við fjarnám með staðlotum. Starfsnám fer fram á Landspítala, heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum í Reykjavík og á landsbyggðinni.

ðið>

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Heilbrigðisgagnafræðingar eru sérmenntuð heilbrigðisstétt. Þeir hafa sérþekkingu á meðhöndlun heilbrigðisgagna, gæðastöðlum, skilvirkni skráningar og lagaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar.

Heilbrigðisgagnafræðingar gegna lykilhlutverki varðandi heildstæða umsjón heilbrigðisupplýsinga og sjá til þess að öryggi og aðgengi sé tryggt.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Heilbrigðisstofnanir
  • Fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu
  • Lyfjafyrirtæki
  • Stofnanir s.s. Virk, Sjúkratryggingar Íslands
  • Einkareknar læknastofur
  • Rannsóknarteymi/vísindarannsóknir
     

Hafðu samband

Skrifstofa Læknadeildar:
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
Sími: 525 4881   Fax: 525 4884
Netfang: medicine@hi.is

Umsjónaraðili náms í heilbrigðisgagnafræði:
Gunnvör Sigríður Karlsdóttir
Netfang: gunnvork@hi.is

Frekari tilkynningar og upplýsingar til nemenda munu birtast í Uglu