Hagfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Hagfræði

Nemendur í Odda

Hagfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Grunnnám við Hagfræðideild er góður grunnur, hvort sem er fyrir atvinnulíf eða sérhæft framhaldsnám. Námið hefur sannað sig, bæði sem þjálfun fyrir störf á vinnumarkaði og einnig, sem undirbúningur fyrir framhaldsnám í hagfræði og fjármálum.
Markmið BS námsins er að opna heim hagfræðinnar fyrir nemendum – hvað varðar hugsun, aðferðafræði og kenningar.

Um námið

Nemendur sem hafa áhuga á að læra hagfræði geta valið um BS nám í hagfræði sem er 180 einingar eða BA nám í hagfræði sem er 120 einingar ásamt 60 eininga aukagrein en þar læra nemendur aðra námsgrein samhliða hagfræði.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Nemendur, sem hyggjast hefja grunnnám í hagfræði, þurfa að hafa lokið stúdentsprófi úr framhaldsskóla (eða sambærilegu prófi). Nemendum, sem hyggja á nám í hagfræði, er bent á, að hagfræði er kröfuhörð vísindagrein og kennslan miðast við, að nemendur hafi góðan undirbúning úr framhaldsskólum. A.m.k. fyrsta einkunn á stúdentsprófi er æskileg og sérstaklega mikilvægt, að nemendur hafi náð góðum tökum á ensku, íslensku og stærðfræði. Aðgangsviðmið fyrir grunnnám í Hagfræðideild: Æskilegur undirbúningur samkvæmt Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011: 3. hæfniþrep í ensku ; 3. hæfnisþrep í íslensku ; 3. hæfniþrep í stærðfræði. Ennfremur er æskilegt, að einingar til stúdentsprófs í eftirtöldum greinum séu eigi færri, en hér segir: Stærðfræði 21e (35 fein); Íslenska 15e (25 fein); Enska 12e (20 fein)

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Ásdís Kristjánsdóttir
Kristófer Már Maronsson
Björn Ívar Björnsson
Lilja Sólveig Kro
Lilja Dögg Jónsdóttir
Ásdís Kristjánsdóttir
MS í fjármálahagfræði

Að loknu grunnnámi í verkfræði stóð valið á milli þess að halda áfram á sömu braut eða breyta um stefnu. Í ljósi þess að ég hafði áhuga á efnahagsmálum en skorti tengingu við fræðin varð hagfræðin fyrir valinu. Námið í hagfræði var bæði krefjandi og hagnýtt. Ég tel að námið hafi veitt mér góðan grunn fyrir þau verkefni sem ég er að takast á við og geri ráð fyrir að takast á við í framtíðinni.

Kristófer Már Maronsson
Fyrrverandi formaður Ökonomia

Hagfræðinámið hefur opnað fyrir mér og fleirum nýja sýn á öllu í kringum okkur, við lærum ekki bara um peninga eða þjóðarframleiðslu heldur breytir lærdómurinn því hvernig nánast allar ákvarðanir í lífinu eru teknar. Námið er metnaðarfullt og krefjandi ásamt því að deildin er lítil og óhjákvæmilegt er að eignast nýja vini.

Björn Ívar Björnsson
Nemi í hagfræði

Námið er mjög praktísk og það er hægt að nota það sem við lærum í hagfræði við hvað sem er í lífinu hvort sem það er vinna eða eitthvað annað. Það sem er líka skemmtilegt er hvað það er yndislega gott fólk í hagfræðinni, við erum ekki mörg en þetta er ein stór fjölskylda og allir hjálpast að.

Lilja Sólveig Kro
Lauk BS í hagfræði

Hjá mér stóð valið á milli viðskiptafræði og hagfræði. Ég valdi hagfræði ég vildi takast á við krefjandi nám sem gefur góðan grunn fyrir framhaldsnám og ég taldi að með því að taka hagfræði væri ég ekki að loka neinum dyrum. Það sem mér fannst skemmtilegast við námið er hvað það er fjölbreytt.

Lilja Dögg Jónsdóttir
Lauk BS í hagfræði

Námið er mjög hagnýtt og nýtist hvar sem er, hvort sem í daglega lífinu eða á vinnumarkaði

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Hagfræði stendur mitt á milli raunvísinda og félagsvísinda og býður upp á fjölbreytta möguleika til atvinnu og framhaldsnáms. BS/BA gráða í hagfræði gefur nemendum gott færi til þess að starfa sem hagfræðingar strax að námi loknu en hefur einnig margsannað sig sem mjög góður undirbúningur fyrir frekara framhaldsnám – hvort sem er í hagfræði eða öðrum greinum.

Texti hægra megin 

Starfsvettvangur

Á síðustu áratugum hefur vettvangur hagfræðinnar færst yfir til margra annarra greina – s.s. sálfræði, sagnfræði, landfræði og lögfræði, auk fjármála og viðskiptafræði. Ástæðan er einfaldlega sú að hin hagfræðilega nálgun hefur reynst vel í greiningu og lausnum á hinum fjölbreyttustu viðfangsefnum.

Hafðu samband

Umsjón með náminu hefur Birgir Þór Runólfsson, dósent (bthru@hi.is)

Skrifstofa Hagfræðideildar
1. hæð í Gimli
Opið 10-12 og 13-15:30 virka daga
525 4500 - hagfraedi@hi.is eða nemFVS@hi.is
Bréfasími: 552 6806