Skip to main content

Hugmynda- og vísindasaga

Hugmynda- og vísindasaga

Hugvísindasvið

Hugmynda- og vísindasaga

MA gráða – 120 einingar

Hugmynda- og vísindasaga er víðfeðmt fræðasvið sem fæst við sögulega þróun hugmynda um manninn, samfélagið, menningu sem og þróun vísindalegrar þekkingar.

Skipulag náms

X

Hugmyndasaga mannréttinda: Hugsjónir, sigrar, þverstæður og átök (SAG720M)

Hugmyndinni um almenn og algild mannréttindi er stundum lýst sem einkennismerki nútímanns og einu helsta framfaraskrefi stjórnmálasögunnar. Saga mannréttinda er þó um margt þversagnakennd og einkennist af djörfum aðgerðum, fjöldasamstöðu og sigrum en jafnframt blóðugum átökum og útilokun einstaklinga og hópa. Einhugur hefur hvorki ríkt um inntak né umfang mannréttinda – né heldur hvort „mannréttindaorðræðan“ sé nógu beitt vopn gegn misrétti og kúgun. Í námskeiðinu verður kafað ofan í sögulega þróun og heimspekilegar- og pólitískar undirstöður hugmynda um algild og almenn mannréttindi og þann mannskilning sem hefur legið til grundvallar þeim. Hugsjónir á borð við almennt jafnrétti og jöfnuður, einstaklingsfrelsi til athafna, tjáningar og menntunar og frelsi frá nauðung og fátækt verða settar í samhengi við valda sögulega atburði og aðstæður sem þær hafa komist í hámæli. Í námskeiðinu lesum við frumtexta frá mismunandi tímaskeiðum í bland við nýleg yfirlit og greiningar fræðafólks.

X

Kenningar í hugvísindum (FOR709F)

Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.

X

Einkaskjöl: Vitnisburður hinna valdalausu? (SAG816M)

Einkaskjöl eru einn þýðingarmesti heimildaflokkur sem sagnfræðingar vinna með í rannsóknum sínum. Á tíunda áratug 20. aldar tóku sagnfræðingar bæði erlendis og á Íslandi að vinna markvisst með þessa tegund heimilda og finna áhugaverðar leiðir til að nýta þær við rannsóknir. Mikil grósaka hljóp í heimildaútgáfur þar sem þessi heimildaflokkur var unnin upp í hendurnar á leikum sem lærðum. Í þessu námskeiði verða ólíkar birtingarmyndir einkaskjala könnuð, eðli þeirra og notkunarmöguleikar rannsakaðir og spáð í tengsl einstaklingsins og fræðimannsins er við mismunandi tegundir þeirra eins og dagbækur, einkabréf, ljósmyndir, fræðilega spurningalista, munlegar heimildir, minningaskrif, rafræna miðlun sjálfsins, sjálfsævisögur, endurminningarrit, skáldævisögur og samtalsbækur svo eitthvað er nefnt. Nemendur munu meðal annars fá það hlutverk að kanna þau einkaskjöl sem þau sjálf hafa safnað að sér og mikilvægi þeirra fyrir þeirra eigin líf.

X

Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)

Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn. 

Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:

  1. Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
  2. Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð  stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. Greiningar á textum og myndum
  2. Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
  3. Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Rannsóknaseminar B: Dulspeki, fagurfræði og nútími (MFR502F)

Gjarnan er litið á nútímann sem tímabil upplýsingar, þegar rökhyggja hafi leyst trúarleg hugmyndakerfi af hólmi sem leiðandi afl við mótun menningar og þjóðfélagsgerðar. Við nánari skoðun reynist þetta ferli rökvæðingar og nútímavæðingar vera mun margbrotnara, þrungið af þverstæðum og skírskotunum í trúarlega arfleifð. Hugmyndin um nútímann er í raun ofin margbreytilegum og að hluta til trúarlegum þráðum – í víðum skilningi – sem taka á sig ólíkar birtingarmyndir í starfi ýmissa andlegra, listrænna og hugmyndafræðilegra hreyfinga. Í námskeiðinu verður fjallað um hugmyndastrauma sem gegndu mikilvægu hlutverki í evrópsku mennta- og menningarlífi nútímans (frá 18. til 20. aldar), þ.á.m. dulhyggjuhreyfingar svo sem alkemíu, gnostík, kabbalisma, swedenborgisma, guðspeki, mannspeki og aríósófíu. Jafnframt verður fengist við margvíslegar birtingarmyndir slíkra hugmyndastrauma í bókmenntum, myndlist og kvikmyndum.

X

Málstofa gistikennara: Henri Bergson's Principle of Vitalism in 20th Century Visual Arts and Literature (HSP537M, HSP538M)

Kennari: Dr. Manfred Milz, Research Associate at the University of Regensburg (Germany) and Visiting Associate Professor at the Faculty of Art, Design, and Architecture, University of Johannesburg (Republic of South Africa).

From around the year 1900, the ideal of an equivalence of art (form) and nature (animated matter) was challenged when tow concurring principles – homogeneous duration and heterogeneous moments – started to manifest themselves in discrete attempts of artists to let being into art. As creative approaches to the perception and representation of nature, these diametrically opposed configurations find expression in the writings of the French process philosopher Henri Bergson, mainly between 1889 and 1907. The notion of living forms in permanent transition, informed by evolutionary theory, found its social expression in a growing urban dynamism. Subsequently, the obsolete epistemological Apollonian principle of a central perspective in painting, based on a timeless, static Newtonian space, gave way to a Dionysian ontological principle. The unity of being and form in the creative process was radically questioned – by ascribing priority to an intuitive perception of processes unfolding in time.

In our seminar, we will examine influences of Bergson’s conspicuous concepts upon the visual arts (including photography and cinema), literature, and music – through case studies from the movements of Impressionism, Fauvism, Symbolism, Cubism, Futurism, Dada, and Abstract Expressionism (both German and American).

Primary Literature:

 

Secondary Literature:

  • Ardoin, Paul; Stan Gontarski; Laci Mattison; Understanding Bergson. Understanding Modernism. Bloomsbury Academic 2013.
  • Milz, Manfred, Bergson and European Modernism Reconsidered. Special Issue of The European Legacy – Towards New Paradigms (Vol. 16, Iss. 7), Routledge (Taylor & Francis) 2011.
  • Mullarkey, John; Charlotte de Mille, Bergson and the Art of Immanence: Painting, Photography, Film, Performance, Edinburgh University Press 2013.

The seminar is taught over two weeks period in September, 18th  - 21st and 25th -  28th,  between 3 pm and 5:10 p.m.

X

Verkefni í málstofu gistikennara: Henri Bergson's Principle of Vitalism in 20th Century Visual Arts and Literature (HSP537M, HSP538M)

Verkefni í málstofu gistikennara: Henri Bergson and the Problem of Multiplicité in the Visual Arts. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.

X

Málstofa: Veruleikinn, ánægjan og dauðinn: Stef úr heimspeki Epikúrosar (HSP535M, HSP536M)

Við fjöllum um heimspeki Epikúrosar, eins og hún hefur varðveist í ritum hans sjálfs og fylgismanna hans. Við ræðum einnig um hugmyndir annarra um viðfangsefni hans, einkum um uppbyggingu veruleikans, krítískt mikilvægi ánægjunnar sem siðferðilegs mælikvarða, og skynsamlegt viðhorf til dauðans.

X

Verkefni í málstofu: Veruleikinn, ánægjan og dauðinn: Stef úr heimspeki Epikúrosar (HSP535M, HSP536M)

Verkefni í málstofu: Veruleikinn, ánægjan og dauðinn: Stef úr heimspeki Epikúrosar. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.

X

Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)

Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.

X

Einkaskjalasöfn - varðveisla og notkun þeirra til rannsókna (SAG103F)

Fjallað verður um einkaskjalasöfn, varðveislu þeirra og hvernig þau nýtast sem heimildir um sögu liðinna tíma. Skoðað verður hvaða hlutverk skjalavörslustofnanir hafa í varðveislu einkaskjalasafna og söfnun þeirra, hvernig og hvar einkaskjalasöfn eru varðveitt á Íslandi, m.a. í samanburði við önnur lönd. Jafnframt verður fjallað um hvernig einkaskjalasöfn hafa verið notuð sem heimildir og aðgengi að þeim.  Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku. Fyrirlestrar verða haldnir og auk þeirra er gert ráð fyrir að nemendur leysi verkefni í hópvinnu og sjálfstætt. Gert er ráð fyrir heimsóknum til vörslustofnana sem varðveita einkaskjalasöfn.  

X

Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíð (SAG103M)

Í þessu námskeiði er farið yfir hlutverk opinberra skjalasafna og skjalavörslu og skjalastjórn í fortíð og nútíð. Farið verður yfir upprunaregluna og þýðingu hennar fyrir sagnfræðirannsóknir og ágrip af stjórnsýslusögu. Þá verður fjallað um lagaumhverfi opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar á Íslandi og eftirlitshlutverk opinberra skjalasafna. Farið verður yfir skilgreiningu á afhendingarskyldum aðilum og skyldum þeirra samkvæmt lögum. Jafnframt verður fjallað um þróun skjalavörslu og skjalastjórnar á 20. og 21. öld og skjalasöfn og skráning þeirra skoðuð. Þá verður fjallað um uppbyggingu nútíma skjalasafna með tilliti til reglna sem um þau gilda. Helstu verkefni skjalastjóra verða skoðuð. Gestakennarar eru m.a. sérfræðingar í Þjóðskjalasafni Íslands og munu þeir fara yfir helstu verkþætti í skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila.

X

Verkefni tengt siðfræði náttúrunnar (HSP725M)

Verkefni tengt námskeiðinu HSP722M Siðfræði náttúrunnar.

X

Fræði og ritun (ENS231F)

Á þessu námskeiði fjöllum við um menningar-, frásagnar- og aðlögunarfræði. Virk þátttaka er nauðsynleg.

X

Þrettán hlutir (FOR701M)

Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion.  The course will be taught in english.

X

„Söguleg áföll og fortíðarvandi þjóða“: Stjórnmál minninga og gleymsku á 20. og 21. öld (SAG815M)

Á námskeiðinu verður fjallað um „fortíðarvanda“ þjóða út frá hugmyndum um „minni“ og „gleymsku“ og leiðir til að takast á við söguleg áföll. Sjónum verður beint að viðbrögðum við „svörtum köflum“ í sögum ríkja á 20. og 21. öld eins og Þýskalandi (nasisminn og helförin), Rússlandi (stalínismi og Úkraínustríðið), Japan (síðari heimsstyrjöld og afleiðingar kjarnorkuárása), Spáni (borgarastríðið og valdatíð Francos), Bandaríkjunum (Víetnam), fyrrverandi Júgóslavíu (þjóðernishreinsanir og nauðganir í stríði), Rúanda (þjóðarmorð) Japan (hernám), Frakklandi (Vichy-stjórnin og nýlendustríð í Alsír) og Suður-Afríku (aðskilnaðarstefnan). Viðfangsefnið verður m.a. greint út frá kenningum um „minni“, „gleymsku“, goðsagnir og „staði minninga, „sekt“ samfélaga og einstaklinga“ og stjórnkerfisbreytingar á umbreytingatímum eins og eftir stríð eða borgarastyrjaldir (e. transitional justice).  Fjallað verður um hvernig söguleg pólitísk átök, þar á meðal þjóðernisdeilur, hafa verið notuð til að skapa og endurskapa sjálfsmyndir þjóða og bæla niður eða takast á við „fortíðarvanda“. Í því skyni verður hugað sérstaklega að hlutverki goðsagna og táknmynda sem og að sannleiksskýrslum, sáttanefndum og stríðsglæparéttarhöldum. Stuðst verður við kenningar og aðferðir í stjórnmálasögu, menningarsögu, stjórnmálafræði og alþjóðalögum, þar sem áhersla verður lögð á samspil sögu, minnis, menningar, kyns og þjóðernishyggju.

X

Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)

Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?

X

Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)

Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.

X

Þættir úr sögu og heimspeki vísindanna (EÐL621M)

Markmið: Að kynna nemendum þróun vísinda og eðli með því að rekja dæmi úr vísindasögunni og nýleg viðhorf til vísinda og sögu þeirra. Að þjálfa nemendur í erindaflutningi og ritgerðasmíð um fræðileg efni á íslensku. -- Námsefni: Saga stjörnufræði og heimsmyndar fram yfir byltingu Kópernikusar og Newtons. Saga þróunarkenningarinnar. Nýleg viðhorf sem varða eðli, markmið og þróun vísinda, vísindi og samfélag. -- Hver nemandi flytur erindi á umræðufundi um efni, sem valið er í samráði við kennara, og skilar ritgerð í lok misseris. Áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í að vinna með heimildir. Námsefni getur breyst með hliðsjón af nemendahópi, kennurum og öðrum aðstæðum.

Einstakir nemendur geta tekið þetta námskeið í stað VÍS405G, ef það hentar á viðkomandi námsbraut og hún samþykkir það. Eru þá gerðar kröfur um viðameiri ritgerð og meira lesefni með hliðsjón af fleiri einingum.

X

Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)

Námskeiðið er ætlað framhaldsnemum eingöngu. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins. 

Kennsla fer fram frá 13. janúar til 17. febrúar á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.

Viðfangsefni:
Fjallað verður meðal annars um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.

Markmið: 
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðilega vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.

Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.

X

Verkefni tengt siðfræði vísinda og rannsókna (HSP048F)

Verkefnið er hægt að taka sem viðbót við HSP806F Siðfræði vísinda og rannsókna og er einungis hægt að taka meðfram því námskeiði.

X

Málstofa: Fræðileg og verkleg heimspeki Eugene Gendlin (HSP440M, HSP441M)

Eugene Gendlin (1926-2017) var bandarískur heimspekingur og sálfræðingur og er heimspeki hans á mörkum beggja greina. Hún er í senn fræðileg rannsókn á manninum sem líkams-, tengsla- og umhverfisveru og verkleg aðferðafræði heimspekilegrar hugsunar sem byggir á samspili hugar og líkama. Í námskeiðinu kynnumst við heimspeki Gendlins sem byggir á pragmatisma og fyrirbærafræði og Thinking at the edge-aðferð hans til að hugsa heimspekilega út frá því sem hann kallaði “skynfinningu” (felt sense) og sem nemendur fá tækifæri til að þjálfa.

X

Verkefni í málstofu: Fræðileg og verkleg heimspeki Eugene Gendlin (HSP440M, HSP441M)

Verkefni í málstofu: Fræðileg og verkleg heimspeki Eugene Gendlin. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.

X

Sálgreining, heimspeki og menning (HSP620M)

Námskeiðið er kennt á íslensku og ætlað framhaldsnemum og lengra komnum nemendum í grunnnámi í hug- og félagsvísindum. Leitast er við að brjóta til mergjar framlag sálgreiningarinnar til aukins skilnings á manneskjunni, sambandi hennar við sjálfa sig og veruleikann, og hvernig þetta samband birtist í menningu og listum, einkum í bókmenntum. Frá því í árdaga sálgreiningarinnar um aldamótin 1900 hefur sýn hennar á manneskjuna byggst á greiningu á því hvernig hún tjáir sig í menningunni, frá draumum til fagurbókmennta, enda heitir frægasta duld Freud eftir persónu úr grískum harmleik, Ödípusi. 
Farið verður skipulega í kenningar Freuds og nokkura sporgöngumanna hans, svo sem Carls Jung, Jacques Lacan, Melanie Klein, Júlíu Kristevu og Luce Irigaray. Leitast verður við að setja kenningarnar í hugmyndasögulegt samhengi og gera grein fyrir þeirri gagnrýni sem þær hafa mætt. Sýn sálgreiningarinnar á ýmsa þætti í samfélagi og menningu verður reifuð og rædd. Kvikmyndir og bókmenntaverk verða greind með hliðsjón af kenningum sálgreiningarinnar.
Hist er tvisvar í viku. Í fyrri tímanum er farið í fræðikenningar en í hinum síðari eru þær notaðar til að varpa ljósi á kenningarnar.
2 x 2 tímar í viku
Ekki er skriflegt próf, heldur skrifa nemendur ritgerðir undir handleiðslu kennara og halda fyrirlestra um efni þeirra.

X

Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M)

Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda, og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.

Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20. 

Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur. 

X

Menning og andóf (MFR703M)

Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.

X

Málstofa: Ferlisheimspeki (HSP442M, HSP443M)

Í gegnum sögu vestrænnar heimspeki hefur ferlisheimspeki verið til staðar sem minnihlutaafstaða. Ferlisheimspeki byrjar með hugmyndum um að breyting liggi til grundvallar verunnni, mismunur komi á undan samsemd og að heimurinn sé ekki samsettur úr hlutum og verundum heldur mergð viðvarandi og víxlverkandi ferla.

Í þessari málstofu verður gefið yfirlit yfir sögu ferlisheimspeki frá Herakleitosi til Whitehead og Deleuze, ásamt því að sjónum er beint að ýmsum hagnýtum afleiðingum þess að skoða heiminn með þessum hætti. Til dæmis hefur ferlisheimspeki vaxandi gildi fyrir líffræði og vistfræði. Í heimi sem einkennist af loftslagsbreytingum þar sem mörg víxlverkandi ferli leiða til ófyrirsjáanlegra afleiðinga þar sem jafnt samfélag sem náttúra eru í ástandi verðandinnar fremur en verunnar. Ferlishugsun kemur einnig við sögu í kennilegri eðlisfræði þar sem leitin að grundvallarverundum fer víkjandi fyrir víxlverkandi öflum. Við munum einnig skoða hvernig ferlishugsun er hluti af ýmsum hefðum utan Evrópu, s.s. daoisma, hindúisma og menningu frumbyggja Ameríku. Að lokum munum við spyrja hvort Ísland — eyja sem er stöðugt í ástandi verðandinnar — sé sérstaklega heppilegt fyrir ferlishugsun.

Lesefni: Textar frá ferlishugsuðum á borð við Herakleitos, Alfred North Whitehead, Gilles Deleuze, Conrad H. Waddington og John Dupré auk nýrri texta um málefni í líffræði og umhverfisvísindum sem tengjast ferlishugsun.

X

Verkefni í málstofu: Ferlisheimspeki (HSP442M, HSP443M)

Verkefni í málstofu: Ferlisheimspeki. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu

X

Miðlunarleiðir II: Munnleg framsetning, sýningar, stafræn miðlun (HMM242F)

Í Miðlunarleiðum II á vorönn er unnið með eftirfarandi miðlunarleiðir: a) munnleg framsetning og b) sýningar á menningarsögulegu efni. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. 

Nemendur fara yfir grunnatriði í munnlegri framsetningu og æfa sig í minni og stærri hópum. Einnig verður farið yfir grunnatriði varðandi skipulagingu á ráðstefnum og málþingum og stjórnun þeirra. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í kynningarhluta þessa viðfangsefnis. Við lok þess þáttar er haldin ráðstefna þar sem allir nemendur kynna verkefni sín. Að honum loknum tekur við þáttur um sýningar með tengingu við stafræna miðlun. Fjallað verður um grunnatriði sýninga og ólíkar leiðir við framsetningu mynda og texta og hvaða reglur gilda um framsetningu texta á netinu. Nemendur vinna við hagnýt verkefni í þessu samhengi.  Samhliða verður farið yfir grunnatriði í stafrænni miðlun, hverjar eru helstu miðlunarleiðir, kostir og gallar. 

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. fyrirlestur á ráðstefnu og önnur verkefni í því samhengi
  2. Sýningagreining og hagnýtt verkefni í tengslum við sýningar á vegum Borgarsögusafns
  3. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. Áhersla er lögð á sameiginleg þemu og hópavinnu í námskeiðinu.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Saga – kennsla og miðlun (SAG411M)

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttri miðlun sögu og hæfni sína til að fjalla um hana með fræðilega viðurkenndum hætti.   Í námskeiðinu er miðlun sögu í víðu samhengi skoðuð, hvort sem er í skóla, á safni eða annars staðar. Fjallað er um leiðir til að greina og miðla hvernig söguleg þekking verður til, hvernig ólíkum sjónarhornum er beitt þegar ákvarðað er hvað telst mikilvæg söguleg þekking og hvaða áhrif viðtakendur hafa á framsetningu sagnfræðilegs efnis. Þátttakendur rýna í svokölluð þröskuldshugtök sagnfræðinnar og leita leiða til að miðla þeim á fjölbreyttan hátt sem höfðað getur til ólíkra hópa.  Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, samvinnunámi, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur tengi umfjöllunarefni fræða og rannsókna við raunverulegar aðstæður á margvíslegum vettvangi. Lokaverkefni námskeiðsins er samvinnuverkefni sem verður kynnt á málstofu í lokin.

X

Brenndu bréfið. Skriftarkunnátta á 19. öld og sendibréf sem heimild (SAG410M)

Í námskeiðinu verður rætt um sendibréf frá lokum átjándu aldar til upphafs þeirrar tuttugustu. Fjallað er um sendibréf sem heimild en einnig sem vettvang tjáningar, sköpunar og sjálfsmótunar. Skoðað verður hverjir skrifuðust á og um hvað. Spurt verður um sannleika og lygi í bréfum. Og hvað segja bréf okkur um stétt, stöðu, kyn? Lesin verða innlend og erlend verk um rannsóknir á sendibréfum og skriftarkunnáttu og sérstök áhersla lögð á hið hversdagslega í bréfaskrifum. Loks verða lesin sendibréf frá þessu tímabili, einkum í útgefnum bréfasöfnum. 

X

Popúlismi: Saga, hugmyndafræði og framkvæmd (SAG507M)

Uppgangur hægri popúlistaflokka og valdboðsstjórna á undanförnum árum hefur ekki aðeins vakið áleitnar spurningar um framtíð frjálslynds lýðræðis (e. liberal democracy) heldur einnig um staðsetningu þessara afla á hinu pólitíska litrófi, hugmyndafræði þeirra og sögulegar rætur. Þjóðernisorðræða þeirra hefur einkum beinst gegn ráðandi öflum í stjórnmálum og efnahagsmálum, þótt þeir hafi einnig gert málamiðlanir við þau, sem og gegn fjölmenningu, minnihlutahópum og yfirþjóðlegu valdi.  Á námskeiðinu verður fjallað um popúlisma í fortíð og samtíð. Megináhersla verður lögð á róttækar hægri hreyfingar – allt frá fasistum og nýfasistum til þjóðernisflokka samtímans – en einnig verður vikið að vinstri birtingarmyndum, eins Popúlistaflokknum í Bandaríkjunum í lok 19. aldar og vinstri leiðtogum og stjórnum í Rómönsku Ameríku, þar sem barátta gegn hefðbundnum valdahópum og ójöfnuði vegur þungt. Áhersla verður lögð á að kryfja ýmis álitamál um popúlisma sem lúta að lýðræðiskerfinu, valdboðshyggju, efnahagsmálum, þjóðernishyggju, kynjapólitík, menningu, velferðarhugmyndum og utanríkismálum. Kafað verður ofan í kenningar um popúlisma á sviði sagnfræði og stjórnmálafræði með vísan í orðræðu og baráttuaðferðir. Þá verður vikið að hugmyndafræði og stefnu popúlistaflokka í samtímanum sem og tengsl og bandalög þeirra við önnur stjórnmálaöfl eins og íhaldsflokka eða „hitt hægrið“ (e. alt-right). Loks verður gerð tilraun til að skýra popúlisma eða „popúlíska valdboðshyggju“ í framkvæmd með því að beina sjónum að hlutverki karl- og kvenleiðtoga eins og Viktor Orbán í Ungverjalandi, Donald Trump í Bandaríkjunum, Giorgiu Meloni á Ítalíu og Hugo Chávez í Venesúela.    

X

Málstofa: Heimspekilegar framfarir (HSP438M, HSP439M)

Eru einhverjar framfarir í heimspeki? Ef svo er, eru þær þá minni eða meiri en á öðrum sviðum, svo sem í raunvísindum og listum? Eru framfarir í heimspeki sama eðlis eða af öðru tagi en framfarir á öðrum sviðum? Í þessari málstofu kynnumst við ýmsum heimspekilegum kenningum um heimspekilegar framfarir og veltum meðal annars fyrir okkur hvort og að hvaða marki heimspekin færir okkur nær sannleikanum, veitir okkur þekkingu eða gerir okkur kleift að öðlast skilning á ólíkum fyrirbærum. Við munum einbeita okkur að líflegum umræðum um þessi efni sem hafa átt sér stað innan heimspekinnar á undanförnum áratug eða svo og lesum texta eftir höfunda á borð við Helen Beebee, Elizabeth Brake, David Chalmers, Kerry McKenzie, Daniel Stoljar og kennara námskeiðsins.

X

Verkefni í málstofu: Heimspekilegar framfarir (HSP438M, HSP439M)

Verkefni í málstofu: Heimspekilegar framfarir. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.

X

Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnum (SAG206M)

Nemendur læra og þjálfast í aðferðum skjalfræðilegra rannsókna, heimildaleit í skjalasöfnum og að meta heimildagildi skjala. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem tengjast námsefni.

X

Víkingaaldarfornleifafræði (FOR102F)

Yfirlit um sögu víkingaaldar og sögu rannsókna á víkingaöld. Áhersla er lögð á fornleifaheimildir, byggingaleifar og gripi, og hvernig þær hafa verið notaðar til að varpa ljósi á þetta tímabil. Sérstök áhersla er lögð á lýsingu hagkerfa á víkingaöld, álitamál um þjóðerni og uppruna ríkisvalds.

X

Nýjar rannsóknir í sagnfræði (SAG201F)

Í námskeiðinu verða lesnar þekktar sagnfræðilegar rannsóknir úr vestrænni menningarsögu sem fjalla um margvísleg efni sem hafa verið ofarlega á baugi innan fagsins. Gerð verður tilraun til að sýna hvernig sagnfræðingar, bæði í lok tuttugustu aldar og í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar, glíma við ólík efni í rannsóknum sínum. Umfjöllunin verður sett í hugmyndafræðilegt samhengi og lögð verður áhersla á að sýna fram á ólík gímutök sagnfræðinga þegar viðfangsefnið hefur tengst áðurnefndu fræðasviði. Reynt var að velja áhugaverðar bækur sem eru líklegar til að gefa okkur áhugaverða mynd af stöðu sagnfræðinnar í dag.

X

Saga vísinda og tækni á Íslandi (EÐL524M)

Um málstofuna: Fjallað er um valda þætti úr sögu vísinda og tækni hér á landi og þeir settir í innlent og alþjóðlegt samhengi. Meðal fyrirlesara eru sérfræðingar á sviði raunvísinda, verkfræði og heilbrigðisvísinda. Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Í lokin skila nemendur ritgerð um efni sem valið er í samvinnu við kennara. 

X

Rannsóknarverkefni í sagnfræði vegna MA-ritgerðar (SAG704F)

Rannsóknarverkefni vegna MA-ritgerðar er undanfari að ritgerðinni sjálfri. Nemandi vinnur að rannsóknaráætlun í samráði við leiðbeinanda sinn. Í verkefninu er lýst markmiðum og aðferð, niðurskipan efnis og helstu heimildum sem unnið verður með. Æskilegt er að einnig fylgi drög að nokkrum blaðsíðum af eiginlegum texta. Hámarkslengd er 5000 orð. Að verkefni loknu tekur nemandi til við frekari rannsóknir og skrifar ritgerðina. Námsbraut í sagnfræði annast mánaðarlega málstofu fyrir nemendur sem eru skráðir í Rannsóknarverkefni þar sem nemendum gefst færi á að bera saman bækur sínar og stilla strengi. Umsjón með málstofunni hefur fastráðinn kennari við námsbrautina. Ekki er gefin einkunn heldur lýkur verkefninu með umsögninni „staðið“ eða „fallið“. Leiðbeinandi og umsjónarmaður ákveða niðurstöðuna í sameiningu.

X

Einkaskjöl: Vitnisburður hinna valdalausu? (SAG816M)

Einkaskjöl eru einn þýðingarmesti heimildaflokkur sem sagnfræðingar vinna með í rannsóknum sínum. Á tíunda áratug 20. aldar tóku sagnfræðingar bæði erlendis og á Íslandi að vinna markvisst með þessa tegund heimilda og finna áhugaverðar leiðir til að nýta þær við rannsóknir. Mikil grósaka hljóp í heimildaútgáfur þar sem þessi heimildaflokkur var unnin upp í hendurnar á leikum sem lærðum. Í þessu námskeiði verða ólíkar birtingarmyndir einkaskjala könnuð, eðli þeirra og notkunarmöguleikar rannsakaðir og spáð í tengsl einstaklingsins og fræðimannsins er við mismunandi tegundir þeirra eins og dagbækur, einkabréf, ljósmyndir, fræðilega spurningalista, munlegar heimildir, minningaskrif, rafræna miðlun sjálfsins, sjálfsævisögur, endurminningarrit, skáldævisögur og samtalsbækur svo eitthvað er nefnt. Nemendur munu meðal annars fá það hlutverk að kanna þau einkaskjöl sem þau sjálf hafa safnað að sér og mikilvægi þeirra fyrir þeirra eigin líf.

X

Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)

Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn. 

Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:

  1. Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
  2. Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð  stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. Greiningar á textum og myndum
  2. Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
  3. Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Rannsóknaseminar B: Dulspeki, fagurfræði og nútími (MFR502F)

Gjarnan er litið á nútímann sem tímabil upplýsingar, þegar rökhyggja hafi leyst trúarleg hugmyndakerfi af hólmi sem leiðandi afl við mótun menningar og þjóðfélagsgerðar. Við nánari skoðun reynist þetta ferli rökvæðingar og nútímavæðingar vera mun margbrotnara, þrungið af þverstæðum og skírskotunum í trúarlega arfleifð. Hugmyndin um nútímann er í raun ofin margbreytilegum og að hluta til trúarlegum þráðum – í víðum skilningi – sem taka á sig ólíkar birtingarmyndir í starfi ýmissa andlegra, listrænna og hugmyndafræðilegra hreyfinga. Í námskeiðinu verður fjallað um hugmyndastrauma sem gegndu mikilvægu hlutverki í evrópsku mennta- og menningarlífi nútímans (frá 18. til 20. aldar), þ.á.m. dulhyggjuhreyfingar svo sem alkemíu, gnostík, kabbalisma, swedenborgisma, guðspeki, mannspeki og aríósófíu. Jafnframt verður fengist við margvíslegar birtingarmyndir slíkra hugmyndastrauma í bókmenntum, myndlist og kvikmyndum.

X

Málstofa gistikennara: Henri Bergson's Principle of Vitalism in 20th Century Visual Arts and Literature (HSP537M, HSP538M)

Kennari: Dr. Manfred Milz, Research Associate at the University of Regensburg (Germany) and Visiting Associate Professor at the Faculty of Art, Design, and Architecture, University of Johannesburg (Republic of South Africa).

From around the year 1900, the ideal of an equivalence of art (form) and nature (animated matter) was challenged when tow concurring principles – homogeneous duration and heterogeneous moments – started to manifest themselves in discrete attempts of artists to let being into art. As creative approaches to the perception and representation of nature, these diametrically opposed configurations find expression in the writings of the French process philosopher Henri Bergson, mainly between 1889 and 1907. The notion of living forms in permanent transition, informed by evolutionary theory, found its social expression in a growing urban dynamism. Subsequently, the obsolete epistemological Apollonian principle of a central perspective in painting, based on a timeless, static Newtonian space, gave way to a Dionysian ontological principle. The unity of being and form in the creative process was radically questioned – by ascribing priority to an intuitive perception of processes unfolding in time.

In our seminar, we will examine influences of Bergson’s conspicuous concepts upon the visual arts (including photography and cinema), literature, and music – through case studies from the movements of Impressionism, Fauvism, Symbolism, Cubism, Futurism, Dada, and Abstract Expressionism (both German and American).

Primary Literature:

 

Secondary Literature:

  • Ardoin, Paul; Stan Gontarski; Laci Mattison; Understanding Bergson. Understanding Modernism. Bloomsbury Academic 2013.
  • Milz, Manfred, Bergson and European Modernism Reconsidered. Special Issue of The European Legacy – Towards New Paradigms (Vol. 16, Iss. 7), Routledge (Taylor & Francis) 2011.
  • Mullarkey, John; Charlotte de Mille, Bergson and the Art of Immanence: Painting, Photography, Film, Performance, Edinburgh University Press 2013.

The seminar is taught over two weeks period in September, 18th  - 21st and 25th -  28th,  between 3 pm and 5:10 p.m.

X

Verkefni í málstofu gistikennara: Henri Bergson's Principle of Vitalism in 20th Century Visual Arts and Literature (HSP537M, HSP538M)

Verkefni í málstofu gistikennara: Henri Bergson and the Problem of Multiplicité in the Visual Arts. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.

X

Málstofa: Veruleikinn, ánægjan og dauðinn: Stef úr heimspeki Epikúrosar (HSP535M, HSP536M)

Við fjöllum um heimspeki Epikúrosar, eins og hún hefur varðveist í ritum hans sjálfs og fylgismanna hans. Við ræðum einnig um hugmyndir annarra um viðfangsefni hans, einkum um uppbyggingu veruleikans, krítískt mikilvægi ánægjunnar sem siðferðilegs mælikvarða, og skynsamlegt viðhorf til dauðans.

X

Verkefni í málstofu: Veruleikinn, ánægjan og dauðinn: Stef úr heimspeki Epikúrosar (HSP535M, HSP536M)

Verkefni í málstofu: Veruleikinn, ánægjan og dauðinn: Stef úr heimspeki Epikúrosar. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.

X

Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)

Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.

X

Einkaskjalasöfn - varðveisla og notkun þeirra til rannsókna (SAG103F)

Fjallað verður um einkaskjalasöfn, varðveislu þeirra og hvernig þau nýtast sem heimildir um sögu liðinna tíma. Skoðað verður hvaða hlutverk skjalavörslustofnanir hafa í varðveislu einkaskjalasafna og söfnun þeirra, hvernig og hvar einkaskjalasöfn eru varðveitt á Íslandi, m.a. í samanburði við önnur lönd. Jafnframt verður fjallað um hvernig einkaskjalasöfn hafa verið notuð sem heimildir og aðgengi að þeim.  Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku. Fyrirlestrar verða haldnir og auk þeirra er gert ráð fyrir að nemendur leysi verkefni í hópvinnu og sjálfstætt. Gert er ráð fyrir heimsóknum til vörslustofnana sem varðveita einkaskjalasöfn.  

X

Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíð (SAG103M)

Í þessu námskeiði er farið yfir hlutverk opinberra skjalasafna og skjalavörslu og skjalastjórn í fortíð og nútíð. Farið verður yfir upprunaregluna og þýðingu hennar fyrir sagnfræðirannsóknir og ágrip af stjórnsýslusögu. Þá verður fjallað um lagaumhverfi opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar á Íslandi og eftirlitshlutverk opinberra skjalasafna. Farið verður yfir skilgreiningu á afhendingarskyldum aðilum og skyldum þeirra samkvæmt lögum. Jafnframt verður fjallað um þróun skjalavörslu og skjalastjórnar á 20. og 21. öld og skjalasöfn og skráning þeirra skoðuð. Þá verður fjallað um uppbyggingu nútíma skjalasafna með tilliti til reglna sem um þau gilda. Helstu verkefni skjalastjóra verða skoðuð. Gestakennarar eru m.a. sérfræðingar í Þjóðskjalasafni Íslands og munu þeir fara yfir helstu verkþætti í skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila.

X

Verkefni tengt siðfræði náttúrunnar (HSP725M)

Verkefni tengt námskeiðinu HSP722M Siðfræði náttúrunnar.

X

Fræði og ritun (ENS231F)

Á þessu námskeiði fjöllum við um menningar-, frásagnar- og aðlögunarfræði. Virk þátttaka er nauðsynleg.

X

Þrettán hlutir (FOR701M)

Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion.  The course will be taught in english.

X

„Söguleg áföll og fortíðarvandi þjóða“: Stjórnmál minninga og gleymsku á 20. og 21. öld (SAG815M)

Á námskeiðinu verður fjallað um „fortíðarvanda“ þjóða út frá hugmyndum um „minni“ og „gleymsku“ og leiðir til að takast á við söguleg áföll. Sjónum verður beint að viðbrögðum við „svörtum köflum“ í sögum ríkja á 20. og 21. öld eins og Þýskalandi (nasisminn og helförin), Rússlandi (stalínismi og Úkraínustríðið), Japan (síðari heimsstyrjöld og afleiðingar kjarnorkuárása), Spáni (borgarastríðið og valdatíð Francos), Bandaríkjunum (Víetnam), fyrrverandi Júgóslavíu (þjóðernishreinsanir og nauðganir í stríði), Rúanda (þjóðarmorð) Japan (hernám), Frakklandi (Vichy-stjórnin og nýlendustríð í Alsír) og Suður-Afríku (aðskilnaðarstefnan). Viðfangsefnið verður m.a. greint út frá kenningum um „minni“, „gleymsku“, goðsagnir og „staði minninga, „sekt“ samfélaga og einstaklinga“ og stjórnkerfisbreytingar á umbreytingatímum eins og eftir stríð eða borgarastyrjaldir (e. transitional justice).  Fjallað verður um hvernig söguleg pólitísk átök, þar á meðal þjóðernisdeilur, hafa verið notuð til að skapa og endurskapa sjálfsmyndir þjóða og bæla niður eða takast á við „fortíðarvanda“. Í því skyni verður hugað sérstaklega að hlutverki goðsagna og táknmynda sem og að sannleiksskýrslum, sáttanefndum og stríðsglæparéttarhöldum. Stuðst verður við kenningar og aðferðir í stjórnmálasögu, menningarsögu, stjórnmálafræði og alþjóðalögum, þar sem áhersla verður lögð á samspil sögu, minnis, menningar, kyns og þjóðernishyggju.

X

Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)

Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?

X

Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)

Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.

X

Meistararitgerð (SAG401L)

Lokaverkefni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.