Skip to main content

Pælt í PISA - Samstarf heimila og skóla

Pælt í PISA - Samstarf heimila og skóla - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. mars 2024 15:00 til 16:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Nánari upplýsingar væntanlegar

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Pælt í PISA - Samstarf heimila og skóla er heiti sjötta fundar af sjö þar sem markmiðið er að kafa dýpra í niðurstöður PISA-rannsóknarinnar 2022. Fundurinn fer fram 21. mars kl. 15-16:30 í Stakkahlíð. Hægt er að fylgjast með fundinum á Zoom

Á þessum sjötta fundi verður rætt um samstarf heimila og skóla í tengslum við niðurstöður PISA 2022. 

Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla og Kristín Jónsdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ, Elsa Borg Sveinsdóttir, verkefnastjóri þróunarverkefnis um foreldrafærni og Lóa Guðrún Gísladóttir, aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ  rýna í niðurstöður. Umræður verða í kjölfarið. Fundarstjóri og stjórnandi umræðna: Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands

Alls verða haldnir sjö fundir á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Mennta- og barnamálaráðuneytis, Menntamálastofnun, Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla.

Verið öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Fundinum verður streymt hér 

--

PÆLT Í PISA - Dagskrá framundan:

Fimmtudaginn 4. apríl - Menntakerfið og ójöfnuður

--

Um PISA

Menntamálastofnun sá um framkvæmd PISA-rannsóknarinnar sem lögð var fyrir alla nemendur í 10. bekk vorið 2023. Samstarf hefur verið milli Menntavísindasviðs og Menntamálastofnunar um greiningu gagnanna og túlkun niðurstaðanna.

PISA-rannsóknin er lögð fyrir í 72 löndum um heim allan. Könnuð er frammistaða nemenda í stærðfræðilæsi, lesskilningi og náttúrulæsi. Könnunin er framkvæmd á þriggja ára fresti (frestaðist um eitt ár vegna Covid) og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms.

.

Pælt í PISA - Samstarf heimila og skóla