Skip to main content

Endalausir möguleikar - Kynntu þér skiptinám og sumarnám

Endalausir möguleikar - Kynntu þér skiptinám og sumarnám - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. nóvember 2019 13:20 til 14:00
Hvar 

Háskólatorg

104

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fulltrúar frá Skrifstofu alþjóðasamskipta kynna möguleika á spennandi skiptinámi og sumarnámi sem standa nemendum Háskóla Íslands til boða. Kynningin fer fram í stofu HT-104 og er öllum opin.

Háskóli Íslands er í samstarfi við yfir 400 háskóla víða um heim og árlega nýta sér fjölmargir að taka hluta af náminu erlendis og sækja sér þannig sérhæfingu í námi og dýrmæta reynslu.

Kostir þess að fara í skiptinám:

» fjölbreyttara námsframboð
» tækifæri til sérhæfingar
» einingar metnar
» einfaldara og ódýrara en nám á eigin vegum
» möguleikar á ferða- og dvalarstyrkjum
» niðurfelld skólagjöld við gestaskóla
» tækifæri til að kynnast tungumáli og menningu annarra landa
» alþjóðlegt tengslanet
» dýrmæt reynsla sem nýtist í frekara námi eða á vinnumarkaði

Kynningin er haldin í tengslum við Alþjóðadaga HÍ dagana 4.-6. nóvember.


Alþjóðatorgið

Miðvikudaginn 6. nóvember er svo komið að hápunkti Alþjóðadaga á Háskólatorgi milli kl. 11.30-13.00. Þar gefst nemendum kostur á að kynna sér möguleika á námi erlendis, spjalla við fyrrverandi og núverandi skiptinema, fulltrúa frá sendiráðum og fjölmörgum íslenskum stofnunum og félögum. Dans, tónlist og fleira spennandi verður á dagskrá. 

Nánari upplýsingar

Háskóli Íslands er í samstarfi við yfir 400 háskóla víða um heim og árlega nýta sér fjölmargir að taka hluta af náminu erlendis og sækja sér þannig sérhæfingu í námi og dýrmæta reynslu.

Endalausir möguleikar - Kynntu þér skiptinám og sumarnám