Alþjóðadagar á netinu | Háskóli Íslands Skip to main content

Alþjóðadagar á netinu

Hvenær 
4. nóvember 2020 10:00 til 6. nóvember 2020 16:00
Hvar 

Á netinu

Nánar 
Á dagskrá eru spennandi fyrirlestrar, kynningar á möguleikum á námi erlendis, barsvar, ljósmyndasamkeppni og margt fleira

Árlegir Alþjóðadagar verða haldnir dagana 4. - 6. nóvember. Vegna kórónuveirufaraldursins fara viðburðirnir fram á netinu í þetta sinn.

Á dagskrá eru spennandi fyrirlestrar, kynningar á möguleikum á námi erlendis, barsvar, ljósmyndasamkeppni og margt fleira. 

Markmið Alþjóðadaga er að vekja athygli á alþjóðlegu samstarfi Háskólans og þeim fjölmörgu tækifærum sem standa nemendum og starfsfólki til boða um allan heim.

Kynningar á skiptinámi, sumarnámi og starfsþjálfun, opnar öllum nemendum HÍ, verða í gangi alla dagana.

Samstarf AURORA háskóla og Aurora Alliance verkefnið, sem er eitt af European University háskólanetunum, verða kynnt en þeim er ætlað að efla samstarf evrópskra háskóla og bjóða upp á ýmis tækifæri fyrir starfsfólk og nemendur.

Upplýsingastofa um nám erlendis verður með erindi um nám erlendis á eigin vegum og möguleikar á Erasmus+ ferða- og dvalarstyrkjum fyrir starfsfólk verða kynntir.

Nemendur sem nú eru í skiptinámi og starfsþjálfun taka yfir instagram Skrifstofu alþjóðasamskipta og veita innsýn í námsdvöl erlendis og svara spurningum áhugasamra. Þá verða erlendir nemendur sem stunda nám við HÍ með instagram HÍ og lýsa reynslu sinni af dvölinni hér á landi.

Nemendum sem farið hafa í skiptinám eða eru í skiptinámi gefst kostur á að taka þátt í ljósmyndasamkeppni. Ljósmyndirnar eiga að lýsa upplifuninni af því að vera í skiptinámi vel og verða til sýnis á Alþjóðadögum og eitthvað fram eftir nóvember.


DAGSKRÁ

4. NÓVEMBER 

12.00-12.40 
Tækifæri til starfsþjálfunar erlendis  

15.00-15.40 
Erasmus+ ferða- og dvalarstyrkir fyrir starfsfólk 

15.00-15.40 
Skiptinám og aðrir möguleikar erlendis 

16.00-17.00 
Spjall við skiptinema 

 
5. NÓVEMBER

10.30-11.10
Erasmus+ Mobility Grants for Teachers and Staff

12.00-12.40 
Exchange Studies and other Opportunities Abroad (in English)  

14.00-15.00  
UI, a European University - Intro to the Aurora Alliance

15.00-15.40 
Opportunities for Traineeships Abroad (in English)

19.00 
International PubQuiz (in English)

 
6. NÓVEMBER

11.30-12.10 
Skiptinám og aðrir möguleikar erlendis 

12.15-13.00 
Nám og þjálfun erlendis á eigin vegum 

16.00-17.00 
Spjall við skiptinema  

Markmið Alþjóðadaga er að vekja athygli á alþjóðlegu samstarfi Háskólans og þeim fjölmörgu tækifærum sem standa nemendum og starfsfólki til boða um allan heim.

Alþjóðadagar á netinu