Nám og þjálfun erlendis á eigin vegum | Háskóli Íslands Skip to main content

Nám og þjálfun erlendis á eigin vegum

Hvenær 
6. nóvember 2020 12:15 til 13:00
Hvar 

Á netinu

Nánar 
Kynningin er hluti af Alþjóðadögum Háskóla Íslands

Nemendur geta kynnt sér ótal tækifæri sem Rannís býður upp á til náms og þjálfunar erlendis. Farið verður yfir þá styrki sem nemendur geta sótt um og bent á gagnlegar vefsíður.

Tengjast Teams-kynningu

Upplýsingastofa um nám erlendis kynnir möguleika og tækifæri í námi erlendis á eigin vegum. Upplýsingastofa heldur úti upplýsingavefnum www.farabara.is og veitir upplýsingar um aðgang að námi, umsóknarfresti, tungumálapróf og margt fleira. Auk þess er hægt að fá ráðgjöf í gegnum tölvupóst, síma eða panta viðtalstíma.

Farið verður yfir Eurodesk vefinn en það er upplýsingaveita fyrir allskonar tækifæri og styrki til náms og þjálfunar erlendis.

Einnig verða kynnt spennandi tækifæri og styrkir til sjálfboðaliðastarfa í gegnum European Solidarity Corps https://www.erasmusplus.is/european-solidarity-corps/

Kynningin er haldin í tengslum við Alþjóðadaga HÍ dagana 4.-6. nóvember.

Öll velkomin.

Nemendur geta kynnt sér ótal tækifæri sem Rannís býður upp á til náms og þjálfunar erlendis. Farið verður yfir þá styrki sem nemendur geta sótt um og bent á gagnlegar vefsíður.

Nám og þjálfun erlendis - Kynning frá Rannís