Skip to main content

Nýsköpun og viðskiptaþróun

Nýsköpun og viðskiptaþróun

Félagsvísindasvið

Nýsköpun og viðskiptaþróun

MS – 120 einingar

Í meistaranámi í nýsköpun og viðskiptaþróun fá nemendur góðan undirbúning fyrir nýsköpun í fjölbreyttu samhengi.

Námsleiðin er unnin í samvinnu Viðskiptafræðideildar og Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar.

Skipulag náms

X

Stjórnun nýsköpunar (VIÐ307F)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í stjórnun nýsköpunar hvort sem um er að ræða þróun vöru, tækni eða þjónustu. Í námskeiðinu verður rætt um eðli nýsköpunar og hvernig hægt er að skapa henni sem best umhverfi og þá um leið stýra henni. Jafmframt verður veitt innsýn í opinbera styrki til fjármögnunar nýsköpunarverkefna. Námskeiðið mun hvorutveggja fást við hagnýt úrlausnarefni sem og rannsóknir sem gerðar hafa verið á umhverfi og stjórnun nýsköpunar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Arnar Jónsson
Berglind Blomsterberg
Daði Már Steinsson
Sveinn Óskar Hafliðason
Arnar Jónsson
MS í Nýsköpun og viðskiptaþróun

Ég hafði skoðað marga möguleika á meistaranámi en þegar ég sá Nýsköpun og viðskiptaþróun ákvað ég að sækja um. Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á að skapa, fara nýjar leiðir og prófa eitthvað nýtt og námið smellpassaði við það. Kostir námsins fyrir mitt leyti voru haldgóðar aðferðir við að nálgast nýjar hugmyndir og verkefni, að læra hvaða þættir skipta máli í þeirri vegferð að ná árangri með þær og ná tengingu við nýsköpunarumhverfið á Íslandi. Toppurinn var svo allir frábæru kennararnir og samnemendurnir sem ég kynntist og lærði mikið af.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Viðskiptafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram    Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.