Skip to main content

Hugmynda- og vísindasaga

Hugmynda- og vísindasaga

Hugvísindasvið

Hugmynda- og vísindasaga

MA gráða – 120 einingar

Hugmynda- og vísindasaga er víðfeðmt fræðasvið sem fæst við sögulega þróun hugmynda um manninn, samfélagið, menningu sem og þróun vísindalegrar þekkingar.

Skipulag náms

X

Kenningar í hugvísindum (FOR709F)

Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.

X

Hugmyndasaga eftir 1750 (SAG706F)

Hugmyndasaga Vesturlanda eftir 1750 er stórbrotin og um margt þversagnakennd. Tímabilið er gjarnan er tengt við upphaf nútímanns með öllu því sem einkennir hann hvað varðar m.a. hugmyndir um þekkingu, stjórnmál, tækniþróun og gildi. Á þessu tímabili hafa fjölmargar hugmyndir, stefnur og straumar tekist á en í námskeiðinu verður sérstökum sjónum beint að arfi upplýsingarinnar. Meðal þeirra hugmynda og hugmyndastrauma sem einkenna tímabilið er skynsmis- og andskynsemishyggja, vísindatrú, framfarahyggja, fortíðarþrá og síðast en ekki síst margskonar hugmyndir um náttúru og menningu. Stjórnmálasaga tímabilsins einkennist af byltingum og hafa fjölmargar hugmyndir tengdar frelsi (einstaklinga, stétta eða hópa) tekist á. Námskeiðinu er ætlað að veita yfirlit yfir nokkra af helstu hugmyndastraumum og stefnum frá upplýsingu og fram að 7. áratug síðustu aldar. Nemendum gefst síðan kostur á að velja þema til að kafa dýpra í og öðlast þannig færni á að rýna í frumtexta frá tímabilinu og lesa þá með sjónarhornum hugmyndasögunnar.

Gefinn verður kostur á fjarnámi í samráði við kennara. 

X

Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)

Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn. 

Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:

  1. Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
  2. Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð  stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. Greiningar á textum og myndum
  2. Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
  3. Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Málstofa: Heimspeki friðar og átaka í hugmyndasögulegu ljósi (HSP541M, HSP542M)

Í málstofunni beinum við sjónum að heimspekilegum þemum í hugmyndasögu friðar og átaka. Friðarhugtakið verður m.a. skoðað með hliðsjón af því hvernig það hefur litast af hugmyndafræði og pólitískum stefnum og straumum, eins og t.d. and-nýlenduhyggju, þjóðernishyggju, alþjóðahyggju, femínisma, sósíalisma, frjálslyndisstefnu og kapítalisma. Kynjaðar hugmyndir um stríð og frið verða í forgrunni, sem og hugmyndir um réttmæti baráttuaðferða eins og t.d. notkun ofbeldis í frelsisbaráttu. Við munum rýna í verk höfunda eins og Immanuel Kant, Frantz Fanon, Elin Wägner, Hönnuh Arendt, Mahatma Ghandi, Carol Gilligan og fleiri. 

X

Verkefni í málstofu: Heimspeki friðar og átaka í hugmyndasögulegu ljósi (HSP541M, HSP542M)

Verkefni í málstofu: Heimspeki friðar og átaka í hugmyndasögulegu ljósi. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.

X

Málstofa: Mennska og afmennskun (HSP539M, HSP540M)

Vangaveltur um mennskuna eru mannfólkinu hugleiknar, hvort sem við köllum það eðli mannsins, merkingu þess að vera manneskja, eða eitthvað annað. Hvers vegna finnst okkur svona mikilvægt að geta dregið skýr mörk á milli þeirra sem eru mennsk og þeirra sem eru það ekki? Ætti áherslan kannski að vera annars staðar? Í þessar málstofu verða skoðaðar ýmsar mögulegar skilgreiningar á mennsku, kenningar þar að lútandi og mismunandi nálganir úr heimspekisögunni. Einnig skoðum við aðra hlið á teningnum, afmennskun, sem felur í sér að einhverjum einstaklingum eða hópum er neitað um fullan aðgang að samfélagi manna, oft með hörmulegum afleiðingum. Lesnir verða textar frá mismunandi tímabilum sögunnar en mesta áherslan verður á nýlegt efni og hugmyndir um mennsku, afmennskun og afmörkun mennskunar settar í samhengi við ýmsa félagslega baráttu.

X

Verkefni í málstofu: Mennska og afmennskun (HSP539M, HSP540M)

Verkefni í málstofu: Mennska og afmennskun. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu

X

Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)

Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.

X

Einkaskjalasöfn - varðveisla og notkun þeirra til rannsókna (SAG103F)

Fjallað verður um einkaskjalasöfn, varðveislu þeirra og hvernig þau nýtast sem heimildir um sögu liðinna tíma. Skoðað verður hvaða hlutverk skjalavörslustofnanir hafa í varðveislu einkaskjalasafna og söfnun þeirra, hvernig og hvar einkaskjalasöfn eru varðveitt á Íslandi, m.a. í samanburði við önnur lönd. Jafnframt verður fjallað um hvernig einkaskjalasöfn hafa verið notuð sem heimildir og aðgengi að þeim.  Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku. Fyrirlestrar verða haldnir og auk þeirra er gert ráð fyrir að nemendur leysi verkefni í hópvinnu og sjálfstætt. Gert er ráð fyrir heimsóknum til vörslustofnana sem varðveita einkaskjalasöfn.  

X

Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíð (SAG103M)

Í þessu námskeiði er farið yfir hlutverk opinberra skjalasafna og skjalavörslu og skjalastjórn í fortíð og nútíð. Farið verður yfir upprunaregluna og þýðingu hennar fyrir sagnfræðirannsóknir og ágrip af stjórnsýslusögu. Þá verður fjallað um lagaumhverfi opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar á Íslandi og eftirlitshlutverk opinberra skjalasafna. Farið verður yfir skilgreiningu á afhendingarskyldum aðilum og skyldum þeirra samkvæmt lögum. Jafnframt verður fjallað um þróun skjalavörslu og skjalastjórnar á 20. og 21. öld og skjalasöfn og skráning þeirra skoðuð. Þá verður fjallað um uppbyggingu nútíma skjalasafna með tilliti til reglna sem um þau gilda. Helstu verkefni skjalastjóra verða skoðuð. Gestakennarar eru m.a. sérfræðingar í Þjóðskjalasafni Íslands og munu þeir fara yfir helstu verkþætti í skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila.

X

Norðurlönd: Saga og samfélag. Frá miðstýrðum konungsveldum til velferðarsamfélaga. (SAG704M)

Námskeiðið miðar að því að auka þekkingu og skilning nemenda á sögu Norðurlanda og Vestnorrænu-landanna frá 19. öld til samtímans og sameiginlegum menningar- og stjórnmálaarfi þeirra. Fjallað er um myndun þjóðríkja á 19. öld, iðnvæðingu og almenna efnahagsþróun, stjórnmál og flokka, Norðurlönd á alþjóðavettvangi frá 19. öld til samtímans og samvinnu norrænu ríkjanna sín á milli. Kannað verður hugtakið norræn samfélagsgerð, den nordiske model, sérkenni norrænu velferðarríkjanna í alþjóðlegum samanburði og söguleg þróun þeirra á 20. öld. Sérstök áhersla verður lögð á þróun mála í Vestnorrænu löndunum, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi.

X

Verkefni tengt siðfræði náttúrunnar (HSP725M)

Verkefni tengt námskeiðinu HSP722M Siðfræði náttúrunnar.

X

Fræði og ritun (ENS231F)

Á þessu námskeiði fjöllum við um menningar-, frásagnar- og aðlögunarfræði. Virk þátttaka er nauðsynleg.

X

Þrettán hlutir (FOR701M)

Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion.  The course will be taught in english.

X

Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)

Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?

X

Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)

Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.

X

Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)

Námskeiðið er eingöngu ætlað framhaldsnemum. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins. 

Kennsla fer fram frá 12. janúar til 16. febrúar á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.

Viðfangsefni:
Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.

Markmið: 
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðislegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.

Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.

X

Verkefni tengt siðfræði vísinda og rannsókna (HSP048F)

Verkefnið er hægt að taka sem viðbót við HSP806F Siðfræði vísinda og rannsókna og er einungis hægt að taka meðfram því námskeiði.

X

Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M)

Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.

Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20. 

Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur. 

X

Menning og andóf (MFR703M)

Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.

X

Miðlunarleiðir II: Munnleg framsetning, sýningar, stafræn miðlun (HMM242F)

Í Miðlunarleiðum II á vorönn er unnið með eftirfarandi miðlunarleiðir: a) munnleg framsetning og b) sýningar á menningarsögulegu efni. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. 

Nemendur fara yfir grunnatriði í munnlegri framsetningu og æfa sig í minni og stærri hópum. Einnig verður farið yfir grunnatriði varðandi skipulagingu á ráðstefnum og málþingum og stjórnun þeirra. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í kynningarhluta þessa viðfangsefnis. Við lok þess þáttar er haldin ráðstefna þar sem allir nemendur kynna verkefni sín. Að honum loknum tekur við þáttur um sýningar með tengingu við stafræna miðlun. Fjallað verður um grunnatriði sýninga og ólíkar leiðir við framsetningu mynda og texta og hvaða reglur gilda um framsetningu texta á netinu. Nemendur vinna við hagnýt verkefni í þessu samhengi.  Samhliða verður farið yfir grunnatriði í stafrænni miðlun, hverjar eru helstu miðlunarleiðir, kostir og gallar. 

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. fyrirlestur á ráðstefnu og önnur verkefni í því samhengi
  2. Sýningagreining og hagnýtt verkefni í tengslum við sýningar á vegum Borgarsögusafns
  3. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. Áhersla er lögð á sameiginleg þemu og hópavinnu í námskeiðinu.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Málstofa: Heimspeki John Stuart Mills (HSP444M, HSP445M)

Í málstofunni verða öll helstu verk Mills skoðuð með hliðsjón af baráttu hans gegn dogmatisma. Sett verða fram túlkanir höfuðritum Mills í rökfræði, siðfræði, trúfræði og félagsheimspeki út frá and-dogmatisma hans.

X

Verkefni í málstofu: Heimspeki John Stuart Mills (HSP444M, HSP445M)

Verkefni í málstofu: Heimspekilegar framfarir. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.

X

Málstofa: Brautryðjendur líkamlegrar heimspekilegrar hugsunar (HSP440M, HSP441M)

Heimspekileg hugsun er meir en gagnrýnin, greinandi og rökvís hugsun. Hugurinn er líkamnaður en hugurinn nær lengra því líkami og umhverfi eru eitt.  Hugurinn er birtingarmynd líkams-umhverfa en hver einasti hugur er jafnframt einstakur, skapandi og býr yfir innsæi. Í þessari málstofu verða kynntir brautryðjendur líkamlegrar hugsunar innan heimspeki nútíma frá Schopenhauer, Nietzsche, Husserl, Merleau-Ponty, Dewey, James, Beauvoir, Arendt, Weil til Varela, Gendlin, Irigaray, Petitmengin, Noë og Tuana í samtímanum. Auk þess að kynnast heimspeki líkamlegrar hugsunar verða aðferðir sem hafa verið þróaðar á grundvelli hennar kynntar. Tilgangurinn með þessum aðferðum er að verða meðvitaðri um drjúgan þátt upplifana í hugmyndum okkar og skilningi. Verklegur þáttur námskeiðsins (sem fer fram á helgarnámskeiði) styrkir nemendur í sjálfstæðri heimspekilegri hugsun og þjálfar samvinnu í að hugsa heimspekilega.

X

Verkefni í málstofu: Brautryðjendur líkamlegrar heimspekilegrar hugsunar (HSP440M, HSP441M)

Verkefni í málstofu: Brautryðjendur líkamlegrar heimspekilegrar hugsunar. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.

X

Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnum (SAG206M)

Nemendur læra og þjálfast í aðferðum skjalfræðilegra rannsókna, heimildaleit í skjalasöfnum og að meta heimildagildi skjala. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem tengjast námsefni.

X

Konur á 20. öld (SAG711M)

Í námskeiðinu verður fjallað um líf og stöðu íslenskra kvenna á 20. öld. Í því samhengi verður skoðað hvernig þjóðfélagsbreytingar, tækniþróun og nýir menningarstraumar mótuðu og breyttu lífi kvenna. Jafnframt því verður spurt hvernig og að hvaða marki konur tóku þátt að móta þessar breytingar. Sjónum er verður ekki aðeins beint að breytingum á formlegri stöðu þeirra, eins og því þegar konur fengu kosningarétt og kjörgengi. Áherslan verður ekki síður á að skoða hvernig konur nýttu sér breyttar aðstæður til að móta sér líf sem var í grundvallaratriðum öðru vísi en líf formæðra þeirra á 19. öld. Þannig verður leitast við að skoða upplifun og reynslu fjölbreytts hóps kvenna, ólíkra kynslóða sem og kvenna úr mismunandi þjóðfélagshópum. Við sögu koma kvenréttindakonur, menntakonur, óskólagengnar alþýðukonur, íhaldssamar konur og róttækar, konur í peysufötum, þröngum pilsum og mussum, sveitastelpur og borgarpíur, fegurðardísir og pönkstelpur. Lögð er áhersla á að kynna og ræða erlendar kenningar og rannsóknir á þessu sviði og skoða í samhengi við íslenskan veruleika og rannsóknir. Jafnframt því verður nemendum falið að gera litla frumrannsókn á afmörkuðu efni og leggja þannig sitt af mörkum til að búa til sögu sem enn er að miklu leyti óskrifuð.

X

Víkingaaldarfornleifafræði (FOR102F)

Yfirlit um sögu víkingaaldar og sögu rannsókna á víkingaöld. Áhersla er lögð á fornleifaheimildir, byggingaleifar og gripi, og hvernig þær hafa verið notaðar til að varpa ljósi á þetta tímabil. Sérstök áhersla er lögð á lýsingu hagkerfa á víkingaöld, álitamál um þjóðerni og uppruna ríkisvalds.

X

Nýjar rannsóknir í sagnfræði (SAG201F)

Í námskeiðinu verða lesnar þekktar sagnfræðilegar rannsóknir úr vestrænni menningarsögu sem fjalla um margvísleg efni sem hafa verið ofarlega á baugi innan fagsins. Gerð verður tilraun til að sýna hvernig sagnfræðingar, bæði í lok tuttugustu aldar og í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar, glíma við ólík efni í rannsóknum sínum. Umfjöllunin verður sett í hugmyndafræðilegt samhengi og lögð verður áhersla á að sýna fram á ólík gímutök sagnfræðinga þegar viðfangsefnið hefur tengst áðurnefndu fræðasviði. Reynt var að velja áhugaverðar bækur sem eru líklegar til að gefa okkur áhugaverða mynd af stöðu sagnfræðinnar í dag.

X

Saga vísinda og tækni á Íslandi (EÐL524M)

Um málstofuna: Fjallað er um valda þætti úr sögu vísinda og tækni hér á landi og þeir settir í innlent og alþjóðlegt samhengi. Meðal fyrirlesara eru sérfræðingar á sviði raunvísinda, verkfræði og heilbrigðisvísinda. Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Í lokin skila nemendur ritgerð um efni sem valið er í samvinnu við kennara. 

X

Rannsóknarverkefni í sagnfræði vegna MA-ritgerðar (SAG704F)

Rannsóknarverkefni vegna MA-ritgerðar er undanfari að ritgerðinni sjálfri. Nemandi vinnur að rannsóknaráætlun í samráði við leiðbeinanda sinn. Í verkefninu er lýst markmiðum og aðferð, niðurskipan efnis og helstu heimildum sem unnið verður með. Æskilegt er að einnig fylgi drög að nokkrum blaðsíðum af eiginlegum texta. Hámarkslengd er 5000 orð. Að verkefni loknu tekur nemandi til við frekari rannsóknir og skrifar ritgerðina. Námsbraut í sagnfræði annast mánaðarlega málstofu fyrir nemendur sem eru skráðir í Rannsóknarverkefni þar sem nemendum gefst færi á að bera saman bækur sínar og stilla strengi. Umsjón með málstofunni hefur fastráðinn kennari við námsbrautina. Ekki er gefin einkunn heldur lýkur verkefninu með umsögninni „staðið“ eða „fallið“. Leiðbeinandi og umsjónarmaður ákveða niðurstöðuna í sameiningu.

X

Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)

Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn. 

Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:

  1. Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
  2. Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð  stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. Greiningar á textum og myndum
  2. Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
  3. Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Málstofa: Heimspeki friðar og átaka í hugmyndasögulegu ljósi (HSP541M, HSP542M)

Í málstofunni beinum við sjónum að heimspekilegum þemum í hugmyndasögu friðar og átaka. Friðarhugtakið verður m.a. skoðað með hliðsjón af því hvernig það hefur litast af hugmyndafræði og pólitískum stefnum og straumum, eins og t.d. and-nýlenduhyggju, þjóðernishyggju, alþjóðahyggju, femínisma, sósíalisma, frjálslyndisstefnu og kapítalisma. Kynjaðar hugmyndir um stríð og frið verða í forgrunni, sem og hugmyndir um réttmæti baráttuaðferða eins og t.d. notkun ofbeldis í frelsisbaráttu. Við munum rýna í verk höfunda eins og Immanuel Kant, Frantz Fanon, Elin Wägner, Hönnuh Arendt, Mahatma Ghandi, Carol Gilligan og fleiri. 

X

Verkefni í málstofu: Heimspeki friðar og átaka í hugmyndasögulegu ljósi (HSP541M, HSP542M)

Verkefni í málstofu: Heimspeki friðar og átaka í hugmyndasögulegu ljósi. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.

X

Málstofa: Mennska og afmennskun (HSP539M, HSP540M)

Vangaveltur um mennskuna eru mannfólkinu hugleiknar, hvort sem við köllum það eðli mannsins, merkingu þess að vera manneskja, eða eitthvað annað. Hvers vegna finnst okkur svona mikilvægt að geta dregið skýr mörk á milli þeirra sem eru mennsk og þeirra sem eru það ekki? Ætti áherslan kannski að vera annars staðar? Í þessar málstofu verða skoðaðar ýmsar mögulegar skilgreiningar á mennsku, kenningar þar að lútandi og mismunandi nálganir úr heimspekisögunni. Einnig skoðum við aðra hlið á teningnum, afmennskun, sem felur í sér að einhverjum einstaklingum eða hópum er neitað um fullan aðgang að samfélagi manna, oft með hörmulegum afleiðingum. Lesnir verða textar frá mismunandi tímabilum sögunnar en mesta áherslan verður á nýlegt efni og hugmyndir um mennsku, afmennskun og afmörkun mennskunar settar í samhengi við ýmsa félagslega baráttu.

X

Verkefni í málstofu: Mennska og afmennskun (HSP539M, HSP540M)

Verkefni í málstofu: Mennska og afmennskun. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu

X

Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)

Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.

X

Einkaskjalasöfn - varðveisla og notkun þeirra til rannsókna (SAG103F)

Fjallað verður um einkaskjalasöfn, varðveislu þeirra og hvernig þau nýtast sem heimildir um sögu liðinna tíma. Skoðað verður hvaða hlutverk skjalavörslustofnanir hafa í varðveislu einkaskjalasafna og söfnun þeirra, hvernig og hvar einkaskjalasöfn eru varðveitt á Íslandi, m.a. í samanburði við önnur lönd. Jafnframt verður fjallað um hvernig einkaskjalasöfn hafa verið notuð sem heimildir og aðgengi að þeim.  Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku. Fyrirlestrar verða haldnir og auk þeirra er gert ráð fyrir að nemendur leysi verkefni í hópvinnu og sjálfstætt. Gert er ráð fyrir heimsóknum til vörslustofnana sem varðveita einkaskjalasöfn.  

X

Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíð (SAG103M)

Í þessu námskeiði er farið yfir hlutverk opinberra skjalasafna og skjalavörslu og skjalastjórn í fortíð og nútíð. Farið verður yfir upprunaregluna og þýðingu hennar fyrir sagnfræðirannsóknir og ágrip af stjórnsýslusögu. Þá verður fjallað um lagaumhverfi opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar á Íslandi og eftirlitshlutverk opinberra skjalasafna. Farið verður yfir skilgreiningu á afhendingarskyldum aðilum og skyldum þeirra samkvæmt lögum. Jafnframt verður fjallað um þróun skjalavörslu og skjalastjórnar á 20. og 21. öld og skjalasöfn og skráning þeirra skoðuð. Þá verður fjallað um uppbyggingu nútíma skjalasafna með tilliti til reglna sem um þau gilda. Helstu verkefni skjalastjóra verða skoðuð. Gestakennarar eru m.a. sérfræðingar í Þjóðskjalasafni Íslands og munu þeir fara yfir helstu verkþætti í skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila.

X

Norðurlönd: Saga og samfélag. Frá miðstýrðum konungsveldum til velferðarsamfélaga. (SAG704M)

Námskeiðið miðar að því að auka þekkingu og skilning nemenda á sögu Norðurlanda og Vestnorrænu-landanna frá 19. öld til samtímans og sameiginlegum menningar- og stjórnmálaarfi þeirra. Fjallað er um myndun þjóðríkja á 19. öld, iðnvæðingu og almenna efnahagsþróun, stjórnmál og flokka, Norðurlönd á alþjóðavettvangi frá 19. öld til samtímans og samvinnu norrænu ríkjanna sín á milli. Kannað verður hugtakið norræn samfélagsgerð, den nordiske model, sérkenni norrænu velferðarríkjanna í alþjóðlegum samanburði og söguleg þróun þeirra á 20. öld. Sérstök áhersla verður lögð á þróun mála í Vestnorrænu löndunum, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi.

X

Verkefni tengt siðfræði náttúrunnar (HSP725M)

Verkefni tengt námskeiðinu HSP722M Siðfræði náttúrunnar.

X

Fræði og ritun (ENS231F)

Á þessu námskeiði fjöllum við um menningar-, frásagnar- og aðlögunarfræði. Virk þátttaka er nauðsynleg.

X

Þrettán hlutir (FOR701M)

Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion.  The course will be taught in english.

X

Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)

Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?

X

Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)

Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.

X

Meistararitgerð (SAG401L)

Lokaverkefni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.