Ráðgjöf og gagnlegt efni | Háskóli Íslands Skip to main content

Ráðgjöf og gagnlegt efni

Náms- og starfsráðgjafar veita upplýsingar um námsframboð og ráðgjöf um námsval, bjóða upp á áhugakönnunina Bendil III og halda námskeið, s.s. um námstækni, hugkort, frestun og lokaverkefni. Þeir aðstoða háskólanemendur við að brúa bilið frá námi í starf og veita leiðbeiningar um gerð ferilskrár, kynningarbréfs, starfsferilsmöppu og undirbúning fyrir atvinnuviðtöl. Sjá gagnlegt efni hér fyrir neðan. 

Náms- og starfsráðgjafarnir Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Halla Karen Jónsdóttir, Jóhanna Sólveig Lövdahl, Kristjana Mjöll Sigurðardóttir og Lýdía Kristín Sigurðardóttir bjóða ykkur velkomin.