Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna | Háskóli Íslands Skip to main content

Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) er liður í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Jafnréttisskólinn er rekinn í nánu samstarfi við EDDU - öndvegissetur og heyrir undir Hugvísindasvið Háskóla Íslands.

Markmið skólans er að þjálfa fólk til jafnréttisstarfa í þróunarlöndum og samfélögum sem er verið að byggja upp eftir átök. Jafnréttisskólinn er starfræktur í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Háskóla Sameinuðu þjóðanna og fjölda annarra stofnanna innanlands sem utan. Í náminu er lögð áhersla á að stuðla að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna í anda þriðja þúsaldarmarkmiðsins, um að unnið skuli að jafnrétti kynjanna og frumkvæðisrétti kvenna. Einnig er lögð áhersla á jafnréttissjónarmið við friðaruppbyggingu í samræmi við ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Loks er sjónum beint að samþættingu kynjasjónarmiða í umhverfismálum og við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.

Nánari upplýsingar á vefsíðu Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Útskriftir Jafnréttisskólans síðustu ára:

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.