Skip to main content

Fundargerð háskólaráðs 2. febrúar 2023

2/2023

HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR

Ár 2023, fimmtudaginn 2. febrúar var haldinn fundur í háskólaráði Háskóla Íslands sem hófst kl. 13.00.

Fundinn sátu Jón Atli Benediktsson, Arnar Þór Másson, Brynhildur Ásgeirsdóttir, Davíð Þorláksson, Hólmfríður Garðarsdóttir, Katrín Atladóttir (á fjarfundi), Katrín Björk Kristjánsdóttir, Ólafur Pétur Pálsson, Silja Bára R. Ómarsdóttir, Vilborg Einarsdóttir og Þorvaldur Ingvarsson. Fundinn sátu einnig Magnús Diðrik Baldursson, sem ritaði fundargerð, og Þórður Kristinsson.

1.    Setning fundar.
Rektor setti fundinn og greindi frá því að engin athugasemd hefði borist við fundargerð síðasta fundar og hefði hún því skoðast samþykkt. Rektor bar upp dagskrártillögu um að liður 3 yrði tekinn fyrir á undan lið 2 og var hún samþykkt og ekki gerðar athugasemdir við dagskrá fundarins að öðru leyti. Ekki voru gerðar athugasemdir við liðinn „bókfærð mál“ og skoðast hann því samþykktur. Loks spurði rektor hvort einhver lýsti sig vanhæfan til að taka þátt í meðferð máls á dagskrá og sagðist Arnar ekki taka þátt í afgreiðslu liðar 5.

2.    Fjármál Háskóla Íslands. Staða, horfur, áætlun.
Inn á fundinn kom Jenný Bára Jensdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs.

a.    Rekstur Háskólans á liðnu ári.
Rektor og Jenný Bára gerðu grein fyrir rekstri Háskóla Íslands á árinu 2022. Fram kom að tekist hafi að halda rekstrinum í jafnvægi á síðasta ári. Ráðgert er að leggja fram drög að ársreikningi 2022 á fundi ráðsins í apríl nk.

b.    Rekstraráætlanir einstakra starfseininga á árinu 2023, sbr. síðasta fund.
Jenný Bára gerði grein fyrir stöðu mála varðandi rekstraráætlanir einstakra starfseininga fyrir árið 2023. Fyrir liggur að Háskóli Íslands stendur frammi fyrir mjög erfiðum rekstri vegna niðurskurðar fjárveitinga 2023. Málið var rætt.

c.    Aldarafmælissjóður. Tillaga um úthlutun ásamt viðmiðum. Fjármögnun verkefnisstofna stefnu HÍ26 á árinu 2023.
Inn á fundinn kom Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslumála og þróunar, og gerði ásamt rektor grein fyrir viðmiðum við úthlutun framlaga úr Aldarafmælissjóði og tillögu að skiptingu þeirra á viðfangsefni á árinu 2023, m.a. vegna einstakra verkefnastofna HÍ26. Málið var rætt.
–    Framlögð tillaga samþykkt einróma.
    
d.    Samstarf háskóla, sbr. síðasta fund.
Rektor greindi frá stöðu mála varðandi verkefni sem hlotið hafa styrk við fyrstu úthlutun úr samstarfsverkefnum háskóla og áframhaldandi vinnslu málsins innan Háskóla Íslands. Málið var rætt.

Steinunn vék af fundi.

e.    Kjaramál. Staða samninga.
Inn á fundinn kom Ragnhildur Ísaksdóttir, sviðsstjóri mannauðssviðs og fulltrúi í samráðsnefnd háskólaráðs um kjaramál, og greindi frá stöðu mála varðandi kjarasamninga framundan er snerta Háskóla Íslands og starfsfólk hans. Málið var rætt og svaraði Ragnhildur spurningum fulltrúa í háskólaráði.

Jenný Bára og Ragnhildur viku af fundi.

3.    Stefnu- og gæðaráð Háskóla Íslands, sbr. fund ráðsins 2. júní sl.
Inn á fundinn kom Katrín Regína Frímannsdóttir, nýr stefnu- og gæðastjóri, og greindi frá áherslum í starfi sínu sem snýr að  framkvæmd stefnu Háskóla Íslands, HÍ26, framkvæmd rammaáætlunar Gæðaráðs háskóla á vettvangi Háskóla Íslands og gæðastarfi almennt. Fram kom að nýstofnað stefnu- og gæðaráð, sem rektor stýrir, hélt sinn fyrsta fund 30. janúar sl. Málið var rætt.

Katrín vék af fundi.

Kaffihlé.

4.    Málefni Háskólabíós, sbr. fund ráðsins 6. október sl.
Inn á fundinn kom Jón Örn Árnason, lögmaður hjá lögmannsstofunni Mörkinni. Fyrir fundinum lá samantekt stjórnar Háskólabíós um framtíð starfsemi og reksturs bíósins, þ.m.t. mögulega samlegð við nýtingu á húsnæði Sögu til ráðstefnuhalds og annarrar starfsemi. Jón Örn gerði grein fyrir áliti sem honum var falið að taka saman um fyrirkomulag á rekstri á vettvangi bíósins og hvort formgera þurfi reksturinn frekar en verið hefur. Málið var rætt og verður það áfram á dagskrá háskólaráðs.

Jón Örn vék af fundi.

5.    Sprotar – eignarhaldsfélag Háskóla Íslands ehf., sbr. fund háskólaráðs 6. október 2022. Hluthafafundur. Dagskrá skv. fundarboði: (1) Hækkun hlutafjár. Verðmat félaga sem fara yfir í félagið, ásamt tillögu að breytingu á samþykktum. (2) Tillaga stjórnar um stjórnarlaun. (3) Önnur mál.
Rektor greindi frá því að undir þessum lið færi fram hluthafafundur Sprota – eignarhaldsfélags Háskóla Íslands ehf., í samræmi við samþykktir félagsins. Háskóli Íslands fer með alla hluti í félaginu er háskólaráð því vettvangurinn fyrir hluthafafund þess.

Inn á fundinn kom Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri félagsins Sprota – eignarhaldsfélags Háskóla Íslands ehf.

Í fjarveru formanns stjórnar setti rektor hluthafafundinn og tók að sér fundarstjórn með samþykki ráðsins. Þá óskaði rektor eftir því að fundarritari háskólaráðs ritaði fundargerð og var það samþykkt.

Arnar tók ekki þátt í fundinum.

1.    Hækkun hlutafjár. Verðmat félaga sem fara yfir í félagið, ásamt tillögu að breytingu á samþykktum.
Rektor greindi frá því að stjórn gerir tillögu að þeirri breytingu á samþykktum félagsins að í stað núgildandi 2. mgr. 4. gr. komi eftirfarandi grein:

„Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að 2.580.141 hluti á genginu 1. kr. á hlut, í einu lagi eða í áföngum með áskrift nýrra hluta. Heimildin gildir til 31. desember 2023, að því leyti sem hún hefur ekki verið nýtt fyrir það tímamark. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar.“
– Samþykkt einróma.

2.    Tillaga stjórnar um stjórnarlaun.
Rektor greindi frá því að stjórn félagsins leggur til að greidd verði þóknun fyrir hvern setinn fund samkvæmt taxta fyrir nefndarstörf innan Háskóla Íslands (nú 4.042 kr. á tímann og greitt er fyrir tvo tíma).
– Samþykkt einróma.

3.    Önnur mál.
Engin önnur mál voru borin upp.

Fleira var ekki gert og hluthafafundi Sprota – eignarhaldsfélagi Háskóla Íslands ehf. slitið kl. 15.25.

6.    Bókfærð mál.
a.    Frá kennslusviði: Tillaga að breytingu á 52., 56. og 57. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 (varðar dagsetningar kennslualmanaks).

– Samþykkt.

b.    Frá Félagsvísindasviði: Tillaga að rekstraráætlun MBA-náms 2023.
– Samþykkt.

c.    Skipan kærunefndar í málefnum nemenda.
– Samþykkt. Í nefndinni sitja Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við Lagadeild, formaður (varamaður: Valgerður Sólnes, dósent við Lagadeild), Guðrún Geirsdóttir, dósent við Deild kennslu- og menntunarfræði (varamaður: Kristín Norðdahl, dósent við Deild faggreinakennslu), og Bjarni Bessason, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild (varamaður: Ebba Þóra Hvannberg, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild). Með nefndinni starfar Magnús Jökull Sigurjónsson, lögfræðingur á skrifstofu rektors. Skipunartími nefndarinnar er til 31. janúar 2026.

d.    Tillaga að breytingu á verklagsreglum um stuðning við samfélagsvirkni akademísks starfsfólks Háskóla Íslands.
– Samþykkt.

e.    Frá mannauðssviði:Tillaga að verklagsreglum um fjarvinnu starfsfólks Háskóla Íslands.
– Samþykkt.

f.    Tillaga að breytingu á 121. gr. fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 er varðar breytt heiti námsleiðar í Deild kennslu- og menntunarfræði.
– Samþykkt.

g.    Beiðni um tilnefningar fulltrúa Háskóla Íslands í stjórn Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, sbr. bréf dags. 26. janúar 2023.
– Samþykkt. Rektor er falið að ganga frá tilnefningum fulltrúa Háskóla Íslands í stjórn Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

7.    Mál til fróðleiks.
a.    Brautskráning kandídata í Háskólabíói 17. febrúar nk.
b.    Skipan sjálfbærninefndar Háskóla Íslands.
c.    Skýrsla starfshóps um réttarbætur á sviði happdrættismála.
d.    Akademískir starfsmenn á eftirlaunum og vinnumat.
e.    Fréttabréf háskólavina, dags. 29. janúar 2023.
f.    Yfir 60 styrkir úr Rannsóknasjóði Íslands til vísindafólks Háskóla Íslands.
g.    Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, endurkjörinn forseti Aurora samstarfsins.
h.    Ársskýrsla Hugverkanefndar.

Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 15.30.