Skip to main content

Umhverfis- og auðlindafræði

Umhverfis- og auðlindafræði

Þverfræðilegt framhaldsnám

Umhverfis- og auðlindafræði

Meistarapróf gráða – 120 einingar

Meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði er sniðið að þeim sem brenna fyrir umhverfismálum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda á tímum hnattrænna breytinga. Meginmarkmið námsins er að útskrifa nýja kynslóð fagfólks sem hefur haldgóða þekkingu og færni á sviði umhverfis- og auðlindafræða og getur unnið þvert á fræði og faggreinar. Kennt er alfarið á ensku og nemendahópurinn er alþjóðlegur.

Skipulag náms

X

Endurnýjanleg orka: inngangur (UAU111F)

Þróun í átt til sjálfbærari orkukerfa, byggir á aukinni notkun  umhverfisvænni og endurnýanlegri orku.  Í þessu inngangsnámskeiði verður:  i) gefin yfirsýn yfir sögu orkunotkunar í heiminum allt til stöðu orkumála í dag.  Að auki verður gefin innsýn inn í framtíðarspár Alþjóða Orkumálastofnunarinnar (IEA) með áherslu á sýn þeirra á endurnýjanlega orku og sjálfbærni ii) gefin yfirsýn yfir hefðbundnda og óhefðbundna orkugjafa svo sem vatnsorku, jarðvarma, sjávarföll, sólarorku og vindorku auk lífmassa með áherslu á verkfræðilegar nálganir og eðli þessarra orkugjafa iii) gefin innsýn í rafmagnsframleiðslu iv) gefið yfirlit yfiir umhverfisáhrif orkuvinnslu og orkunotkunar v) gefin yfirsýn yfir stefnumótun í orkumálum með sjálfbærni að leiðarljósi, auk annarrar stefnumótunar svo sem í loftslagsmálum.

Námskeiðið er samsett af vettvangsferðum og fyrirlestrum. 

Námskeiðið er eingöngu fyrir nemendur í kjörsviðinu: Endurnýjanleg orka.

X

Sjálfbær orkuþróun: orkuhagfræði og stefnumótun (UAU112F)

Námskeiðið fjallar um orkuhagfræði, stefnumótun í orkumálum ma í samhengi við sjálfbærni og sjálfbæra þróun.  Fjallað verður um; mikilvægi orku í sjálfbærri þróun; mikilvægi orku í hagþróun; orkuspár; hagfræði óendurnýjanlegra og endurnýjanlegra auðlinda svo sem vatnsorku, jarðhita, solar og vindorku auk lífmassa; dýmamísk hámörkun; orkumarkaðir svo sem rafmagnsmarkaðir; hagfræði og dýnamík tæknibreytinga; umhverfis og félagsleg áhrif orkunýtingar; Stefnumótun í orkumálum með áherslu á stefnumótun í samhengi sjálfbærrar þróunar; reglugerðir og efnahagslegir hvatar; samanburður á stefnu orkumála á Íslandi, Evrópusambandinu og öðrum ríkjum; tengsl stefnumótunar í orkumálum og umhverfismálum svo sem loftslagsmálum.

X

Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F)

Námskeiðið er inngangur að rannsóknum og vísindasamfélaginu. Farið verður yfir hagnýtar upplýsingar fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði, svo sem hverju eiga nemendur von á, hver eru réttindi og skyldur nemenda, fræðileg vinnubrögð, möguleikar á starfsframa, samstarf og hlutverk leiðbeinenda og nemenda. Einnig verður farið yfir hvernig standa skal að heimildaleit, þróun rannsóknaverkefna og skrifum rannsóknaáætlana.

Nemandi skráir sig í Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F eða UAU246F ) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin. UAU115F er kennt í upphafi haustmisseris, UAU246F er kennt í upphafi vormisseris.

Námskeiðið verður kennt 15 og 16 ágúst 2024.

X

Orkuvalkostir framtíðar (UAU213M)

Mannkynið er háð orku fyrir nánast allar athafnir í daglegu lífi. Helsti orkugjafinn sem notaður er í heiminum er jarðefnaeldsneyti, en sú staðreynd að mengun samfara notkun þess (gróðurhúsaáhrif, svifryk, ...) og að jarðefnaeldsneyti er í endanlegu magni, veldur því að leitin að öðrum orkugjöfum verður sífellt mikilvægari. Sjálfbærni í orkunotkun er krafan og í þessu námskeiði skoðum við mögulega valkosti í leit okkar að sjálfbærri orku. Til dæmis skoðum við vatnsafl, jarðvarma, sjávar-, vind- og sólarorku og lífeldsneyti (jafnvel kjarnorku). Einnig verður yfirlit yfir núverandi orkunotkun og jarðefnaeldsneyti.

Fyrir hvern orkugjafa verður farið yfir helstu lögmál er varða þá orku sem nýta skal. Einnig verður skoðað hverskonar umhverfisáhrif nýting getur haft í för með sér, stefnumótun og hagfræðilegar hliðar orkuvalkosta.

X

Lífsferilsgreining (UAU215F)

Markmið: Að nemendur geti beitt aðferðum lífsferilsgreiningar til að greina umhverfisáhrif sem hljótast af framleiðslu og ferlum. Nemendur munu svo læra að skila niðurstöðum lífsferilsgreinina á réttan hátt og framkvæmt samanburðar- og næmnigreiningar. Einnig munu nemendur geta fundið svokallaða heita reiti innan lífsferla vöru eða framleiðsluferils sem hægt er að nýta til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Síðast en ekki síst munu nemendur læra að tileinka sér kerfislæga hugsun sem nauðsynleg, einn af grunnhæfniþáttum sjálfbærni.

Efni: Námskeiðið kennir nemendum að greina lífsferil vöru frá vöggu til grafar með aðferðum lífsferilsgreiningar (LCA). LCA er notað til að meta umhverfisáhrif vöru, framleiðsluferils eða þjónustu. Markmiðið með LCA er að bera saman líkar vörur, ferla og þjónustu. Einnig getur markmiðið verið að meta hvar í ferli hverrar vöru, ferils eða þjónustu hvar mestu neikvæðu umhverfisáhrifin verða. Þær upplýsingar nýtast við hönnun vörunnar sé um nýja vöru að ræða, eða til að breyta framleiðsluferlum og þannig lágmarka umhverfisáhrif. Einblínt verður að því að kenna bæði aðferðafræðina og hvernig hægt er að nota LCA sem verkfæri. Í námskeiðinu er farið í gegnum aðferðarfræðina allt frá skilgreiningu markmiðs, aðgerðareiningar og kerfismarka, útreikninga á notkun auðlinda og losun efna til andrúmslofts, vatns og jarðvegs. Svo bætist við túlkun niðurstaðna og næmnigreiningar. Einnig eru kynntar mismunandi aðferðir, hugbúnaður hugbúnaður til að reikna út umhverfisáhrif og notkun gagnabanka notaðir eru til þess að framkvæma lífsferilsgreiningar. Námsmat miðast við þátttöku í kennslustundum og skilum á einstaklings og hópaverkefnum sem unnin eru  námskeiðinu.

Þessi áfangi eykur færni nemenda á sviði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna númer 6, 7, 9, 11, 12, 13, 14 and 15.

Kennsluhættir: Kennt er með fyrirlestrum, tímaverkefnum, einstaklings heimaverkefnum og hópverkefnum.

X

Þverfaglegt hópverkefni um endurnýjanlega orku (UAU240F)

Kennsla hefst 2. vikuna í febrúar.

Í námskeiðinu munu nemendurnir vinna í þverfaglegu hópverkefni sem felur í sér tímaáætlun, söfnun gagna, verkefnavinna, skýrslugerð og kynningu.

Námskeiðið byggir á sjálfstæðri verkefnavinnu nemenda sem stunda meistaranám á sviði endurnýjanlegrar orku.

Verkefnið er þverfaglegt og verkefnahópurinn samanstendur af nemendum frá eftirfarandi fagsviðum:

  • Jarðhitaverkfræði (Vélaverkfræði)
  • Vatnsaflsverkfræði (Umhverfis- og byggingarverkfræði)
  • Vistvæn raforkuverkfræði (Rafmagns- og tölvuverkfræði)
  • Jarðvísindi (Jarðfræði og jarðeðlisfræði)
  • Orkuhagfræði, orkustefnumál og sjálfbærni (Umhverfis- og auðlindafræði)

Nemendur vinna með raunhæft verkefni um nýtingu auðlindar til orkuframleiðslu eða til beinnar nýtingar.Helstu verkþættir eru:

  • Mat á auðlind og sjálfbærri nýtingu hennar.
  • Mat á mismunandi nýtingarmöguleikum auðlindar ásamt hönnun á því ferli nýtingar sem fyrir valinu verður.
  • Viðskiptaáætlun fyrir verkefnið í heild ásamt næmnigreiningu á helstu kostnaðarþáttum.
  • Mat á umhverfisáhrifum og leyfi vegna nýtingar auðlindar.
  • Félagsleg og umhverfisleg áhrif verkefnisins.
  • Stjórnun þverfaglegs verkefnis.
X

Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU246F)

Námskeiðið er inngangur að rannsóknum og vísindasamfélaginu. Farið verður yfir hagnýtar upplýsingar fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði, svo sem hverju eiga nemendur von á, hver eru réttindi og skyldur nemenda, fræðileg vinnubrögð, möguleikar á starfsframa, samstarf og hlutverk leiðbeinenda og nemenda. Einnig verður farið yfir hvernig standa skal að heimildaleit, þróun rannsóknaverkefna og skrifum rannsóknaáætlana.

Nemandi skráir sig í Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F eða UAU246F ) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin. UAU115F er kennt í upphafi haustmisseris, UAU246F er kennt í upphafi vormisseris.

Námskeiðið verður kennt föstudaginn 6. janúar 2023

X

Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU116F)

Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.

Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.

Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.

X

Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU244F)

Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.

Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.

Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.

X

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.

Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.

X

Hagnýtt línuleg tölfræðilíkön (STÆ312M)

Í námskeiðinu er fjallað um einfalda og fjölvíða aðhvarfsgreiningu ásamt fervikagreiningu (ANOVA) og samvikagreiningu (ANCOVA). Að auki er farið í tvíkosta aðhvarfsgreiningu (binomial regression) og rætt um hugtök því tengt, svo sem gagnlíkindi (odds) og gagnlíkindahlutfall (odds ratio).
Námskeiðið er framhald af dæmigerðu grunnnámskeiði í tölfræði sem kennd eru á hinum ýmsu sviðum skólans. Farið verður í aðferðir til að meta stika í línulegum líkönum, hvernig smíða má öryggisbil og kanna tilgátur fyrir stikana, hverjar forsendur líkananna eru og hvað hægt sé að gera sé þeim ekki fullnægt. Verkefni eru unnin í tölfræðihugbúnaðinum R.

X

Vörustjórnun og umhverfismál (IÐN510M)

Tilgangur námskeiðsins er að fara í gegnum grundvallaratriði lokistik (vörustjórnunar), stjórnun aðfangakeðja og áhrif þeirra á umhverfið. Námskeiðið er í raun þríþætt þar sem byrjað er á að fara í gegnum þá þætti sem snúa að innkaupum á vörum og þjónustu ásamt stjórnun birgða. Því næst er tekið á þeim þáttum sem snúa að flutningum og dreifingu. Að lokum er áhrifum aðfangakeðja á umhverfi gert greinagóð skil og öllum þremur þáttunum steypt saman í eina heild sem styður sjálfbærni.

Námskeiðið er kennt með því fyrirkomulagi að haldnir eru fyrirlestrar til að útskýra fræðilega undirstöðu greinarinnar en til að fá aukinn skilning á einstökum þáttum verða reiknuð dæmi sem skila þarf inn til yfirferðar. Samhliða fyrirlestrum og dæmatímum verður unnið með fyrirtækjaspil í hópum auk þess að spila „The Beer game“ - þar sem þáttakendur leika hlutverk fyrirtækja sem og taka þátt í raunhæfum hlutverkum stjórnenda.

X

Jarðhiti (JAR508M)

Jarðhitakerfi og uppbygging þeirra, orkubúskapur jarðar, hita-/orkuflutningur til yfirborðs jarðar. Uppruni og efnafræði jarðhitavökva, efnaskipti bergs og vökva, borholumælingar, endurnýjun jarðhitakerfa, aðferðir í jarðhitaleit, forðamat, nýting jarðhita og umhverfisáhrif hennar. Námskeiði er kennt á 7 vikna tímabili í upphafi haustmisseris.  Það samanstendur af fyrirlestrum, verklegum æfingum, nemendafyrirlesturm, nemendaveggspjöldum, ritgerð og prófum.  Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Grunnvatnsfræði (JEÐ502M)

Sjö vikna námskeið (kennt fyrri 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið

Grunnvatn í jörðu, vatn í jarðvegi, gerðir og eiginleikar vatnsleiðara (poruhluti, heldni, gæfni, forðastuðlar, opnir, lokaðir og lekir vatnsleiðarar, einsleitir vatnsleiðarar, stefnuóháð og stefnuháð lekt).  Eiginleikar grunnvatnsflæðis, lögmál Darcy, grunnvatnsmætti, lektarstuðull, vatnsleiðni, innri lekt.  Lektarstuðull í bæði einsleitum og stefnuháðum vatnsleiðurum, straumlínur og straumlínunet, stöðugt og óstöðugt flæði um opna, lokaða og leka vatnsleiðara.  Almennar flæðijöfnur grunnvatns.   Grunnvatnsflæði að borholum, niðurdáttur, dæluprófanir, eiginleikar vatnsleiðara út frá dæluprófunum, nýting grunnvatnsborholna, ferskvatnslinsur og jarðsjór, flutningur efna með grunnvatni, gæði grunnvatns, mengun.  Dæmi um grunnvatn og nýtingu þess á Íslandi, reiknilíkön af grunnvatnsflæði.  Nemendur vinna þverfaglegt verkefni um grunnvatn og nýtingu þess.

X

Themes on International and European Union Environmental Law (LÖG110F)

Í námskeiðinu er fjallað um lagalegan grundvöll og meginreglur alþjóðlegs umhverfisréttar og umhverfisréttar Evrópusambandsins. Námskeiðið er tvískipt. Í fyrri hluta þess, sem byggir á gagnvirkum fyrirlestrum með þátttöku nemenda, verður megináherslan lögð á að skýra og fjalla um lagalegan grundvöll umhverfisréttar hvors réttarsviðs, meginreglur þeirra, þ.m.t. sjálfbæra þróun, sjálfbærni og heimsmarkmið SÞ, áhrif alþjóðlegs umhverfisréttar á umhverfisrétt Evrópusambandsins, þróun lagalegra lausna og áhrif réttarframkvæmdar. Jafnframt verða helstu efnissvið réttarsviðanna kynnt. Í seinni hluta námskeiðsins, verða tiltekin efnissvið alþjóðlegs umhverfisréttar og umhverfisréttar Evrópusambandsins krufin til mergjar á gagnrýninn hátt sem krefst virkrar þátttöku og frumkvæði nemenda. Meðal þessara efnissviða er vernd líffræðilegar fjölbreytni, varnir gegn mengun, þátttökuréttindi og aðgangur að dómstólum, mannréttindi og umhverfið, og málefni norðurslóða. (Sjá einnig LÖG187.F, Þverþjóðlegur loftslagsréttur).

X

Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlinda (UAU101F)

Ýmsum aðferðum má beita til að hafa áhrif á lífsstíl fólks og hegðun til að draga úr óæskilegum áhrifum á umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Þetta námskeið fjallar um umhverfis og auðlindastjórnun sem hefur að markmiði sjálfbæra þróun. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um sjálfbæra þróun og hugtakið skilgreint frá ýmsum sjónarhornum. Sérstaklega er rætt hvort hagvöxtur samrýmist sjálfbærri þróun, hvernig megi samræma hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun, umhverfisvísar og framkvæmd markmiða sjálfbærrar þróunnar. Í öðrum hluta verður fjallað um aðferðir sem notaðar eru við ákvarðanatöku í umhverfis og auðlindastjórnun svo sem ákvarðanagreiningu, og kostnaðar-og ábatagreiningu sem og mat á virði nátturuauðs. Í síðasta hluta námskeiðsins verða ýmis stjórntæki sem notuð eru til umhverfis- og auðlindastjórnunar kynnt og krufin til mergjar í alþjóðlegu samhengi, bæði hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn þeirra og þær aðferðir sem þau byggja á. Þau dæmi sem tekin eru breytast ár frá ári og byggja á áhuga þeirra nemenda sem taka námskeiðið hvert ár, svo sem kvótakerfi, skilagjöld, mengunarskattar og fjölmarkmiða stjórnun.

X

Inngangur að umhverfis- og auðlindafræði (UAU102F)

Hin öra fjölgun mannkynsins og umsvifin sem henni fylgja hafa á undanförnum áratugum haft gríðarleg og sívaxandi áhrif á náttúruauðlindir og umhverfi. Til þess að skilja þessi áhrif og og geta valið réttu leiðirnar til að takast á við þau, þarf að beita þverfræðilegum aðferðum, þar sem gripið er jöfnum höndum til náttúrufræði, félagsfræði, hagfræði,verkfræði og fleiri greina. Áður en nemendur læra um þverfræðilegar aðferðir til að nálgast aðsteðjandi vanda, þurfa þeir að átta sig á því í hverju vandinn er fólginn en það er einmitt markmið þessa námskeiðs. Fjallað verður um umhverfi og auðlindir almennt með áherslu á gildi þeirra fyrir mannkynið og helstu orsakir umhverfisvandamála og þýðingu þeirra bæði í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Einkum verður farið yfir eftirtalda efnisflokka: Fólksfjölgun, tækni og hagvöxt. Líffræðilega fjölbreytni og útrýmingu tegunda. Jarðveg og jarðvegseyðingu. Landbúnað og umhverfisáhrif. Mengun og heilsu . Loftmengun, vatnsmengun og jarðvegsmengun. Helstu mengunarvalda í andrúmslofti og áhrif þeirra. Eyðingu ósonlagsins og loftslagsbreytingar. Sorp og spilliefni. Ferskvatnsauðlindir. Auðlindir sjávar. Auðlindir skóga og votlendis. Orkuauðlindir. Orkunýtingu og umhverfisáhrif.

X

Sjálfbær borg (UMV122F)

Námskeiðið leggur áherslu á mismunandi sjónarhorn á sjálfbærni í samhengi borga og annarra mannabyggða, og að lokum á spurninguna um hvað hugtakið sjálfbær borg þýðir. Hugmyndir um einnar plánetu mörk og öruggt athafnarými eru færðar yfir í samhengi borga til að sýna hlutverk þeirra í leitinni að sjálfbærum lifnaðarháttum, og til þess að sýna þau skilyrði sem þarf að uppfylla svo að borgin geti verið raunverulega sjálfbær. Námskeiðið kynnir nemendum fyrir helstu atriðum í þremur stoðum sjálfbærnis í samhengi mannabyggða. Hvað er vistfræðileg sjálfbærni þegar það kemur að borgum og öðrum mannabyggðum? Félagsleg? Efnahagsleg? Hvernig getum við sameinað þetta þrennt til að skapa sannarlega sjálfbæra mannabyggð? Velferð, hagvöxtur, bein og óbein vistfræðileg áhrif, tæknilegar og samfélagslegar lausnir og „feedback loops“ á milli þeirra er kynnt og rætt á gagnrýninn hátt.

X

Orkufrek framleiðsluferli (VÉL102M)

Markmið: Að nemendur fræðist um framleiðsluferli í efnistækni. Að hvetja nemendur til að hugsa um möguleika Íslands til að hagnýta endurnýjanlega orku. Farið verður yfir framleiðsluferli í íslenskum framleiðslufyrirtækjum, t.d. framleiðslu kísiljárns, rafgreiningu áls, framleiðslu steinullar og fleira. Kynnt verða ýmis stærri framleiðsluferli í efnistækni, með sérstakri áherslu á þau ferli sem þykja fýsilegur kostir á Íslandi. Lögð verður áhersla á að nemendur fái yfirsýn yfir framleiðsluferlin, hráefni, orkugjafa/orkuþörf, framleiðsluaðferðir, mengun, afurðir o.fl. Einnig verður rætt um efnahagslegan bakgrunn, þ.e. kostnað, hagnað og markaðssveiflur. 1-2 stór hagnýt verkefni eru unnin samhliða fyrirlestrum allt misserið og farið er í vettvangsferðir.

X

Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði (UMV123F)

Námskeiðið fjallar um ýmsa þætti tengda hringrásarhagkerfinu sem eru settir í samhengi byggingariðnaðarins, og miðar að lokum að því að svara spurningunni hvort umskipti byggingariðnaðarins yfir í hringrás séu möguleg. Fjallað verður um viðfangsefnið á hagnýtan hátt, með hliðsjón af umhverfislegum, lagalegum, pólitískum og efnahagslegum þáttum. Kjarnahugtök í hringrásarbyggingum verða kynnt (endurnýting og endurvinnsla efnis, hönnun fyrir sundurtöku/aðlögunarhæfni og möguleiki á samnýtingu rýmis) út frá raunverulegum dæmum. Námskeiðið mun kynna nemendum fyrir núverandi áskorunum og þeim möguleikum sem tengjast hringrásarbyggingu í íslensku, norrænu og evrópsku samhengi. Að lokum verða þær aðferðir, sem til eru við að mæla hversu hringlaga byggingar eru, ræddar á gagnrýnin hátt. Á grundvelli þess sem kennt er í námskeiðinu, leggja nemendur til lausnir við að auka hringrás ákveðins húss, byggt á efnisskrá þess.

ATH: Námskeiðið er ætlað meistaranemum í Byggingaverkfræði, Umhverfisverkfræði og Umhverfis- og auðlindafræði.

X

Sjávarútvegur og fiskeldi - AQFood (MAT704F)

https://www.nmbu.no/course/AQF200

Nemendur öðlast yfirsýn yfir sjávarútvegs- og fiskeldisiðnað heimsins með áherslu á Norðurlöndin. Áhrif ýmissa þátta við veiðar, s.s. áhrif fisktegundar, fæðis, árstíma veiða, veiðarfæra, á bestu hagnýtingu og gæða fiskafurða verða kynnt. Farið verður í áhrif veiðarfæra og skipa, verkunar og vinnslu, regluverk varðandi kvóta og meðhöndlun afla og sjálfbærar hagnýtingar á sjávarafurðum. Yfirferð á fiskeldisiðnaðinum felst m.a. í áhrifum fisktegunda, líffærafræði og þroskaferlar þeirra, vatnsnotkun og vatnsgæði, fiskfóður, eldi, heilbrigði fiska og sjúkdómar við fiskeldi, dýravelferð, sjálvbært fiskeldi, slátur- og söfnunaraðferðir.

Námskeiðið er hluti af AQFood meistaranáminu sem unnið er í samstarfi við DTU, NTNU, HÍ en kennt við NMBU. Námskeiðið er netnámskeið sem hægt er að taka í fjarnámi.

Námsefni samanstendur af fyrirlestrum sem hlaðið er upp á netið, ásamt æfingum og verkefnum. Nemendur skulu þá einnig vinna að stærra verkefni sem skila á inn verkefnaskýrslu um.

X

The Arctic Circle (UAU018M)

Með loftslagsbreytingum er talið að mikilvægi norðurslóða muni aukast á næstu áratugum þar sem náttúruauðlindir verða aðgengilegri og nýjar samgönguleiðir opnast. Á sama tíma skapast ógnir við viðkvæm vistkerfi og samfélög en efnhagsleg tækifæri verða einnig til. Arctic Circle samtökin mynda viðamikið tengslanet sem byggir á alþjóðlegu samstarfi og umræðu um framtíð norðurskautsins. Arctic Circle samtökin eru opinn og lýðræðislegur vettvangur með þátttöku ríkisstjórna, stofnana, fyrirtækja, háskóla, fræðimannahópa, umhverfissamtaka, samfélaga frumbyggja, almennra borgara og annars áhugafólks um þróun norðurskautsins og afleiðinga þess á framtíð jarðar. Árlega Arctic Circle ráðstefnan er stærsta alþjóðlega samkoman með áherslu á norðurskautið. Árlega mæta yfir 2000 þátttakendur frá yfir 50 löndum.

Á Arctic Circle ráðstefnunni hefur meðal annars verið fjallað um eftirtalin málefni:

  • Bráðnun íss og öfgakennd veður
  • Hlutverk og réttur innfæddra
  • Öryggismál á norðurslóðum
  • Innviðir fjárfestinga á norðuslóðum
  • Byggðaþróun
  • Innviðir flutningakerfa
  • Orkumál
  • Hlutverk Evrópu- og Asíuþjóða
  • Asía og Norðursjávarsiglingaleiðin
  • Lýðheilsa og velferð á heimskautasvæðum
  • Vísindi og þekking frumbyggja
  • Ferðamennska og flugsamgöngur á norðurslóðum
  • Vistkerfi og haffræði
  • Sjálfbær þróun
  • Þróun endurnýjanlegrar orku fyrir afskekkt samfélög
  • Tækifæri og ógnir við borun eftir náttúruauðlindum
  • Auðlindir á norðuslóðum
  • Viðskiptasamstarf á norðurslóðum
  • Úthöfin á norðurslóðum
  • Sjávarútvegur og lífrænar auðlindir
  • Jarðfræði og jöklafræði
  • Heimskautaréttur: sáttmálar og samningar
  • Heimur háður ís: norðurslóðir og Himalaya

Á námskeiðinu taka nemendur þátt í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu. Skyldumæting er fyrir nemendur á ráðstefnuna. Nemendur þurfa að mæta í tvær kennslustundir, eina stuttu fyrir ráðstefnuna og aðra stuttu eftir ráðstefnuna.

Arctic Circle Assembly verður 17. - 19. október 2024 í Hörpu.

Nemendur greiða skráningargjald á ráðstefnuna. Gjaldið er almennt nemendagjald með afslætti. 

X

Umhverfisstjórnun fyrirtækja (UAU108F)

Í þessu námskeiði er leitast við að kanna ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfinu. Miðað er við virka þátttöku nemenda með því að greina málefnum sem tengjast fyrirtækjum, umhverfismálum og hagaðilum, en það er t.d. gert með hermileikjum (simulations) og tilviksgreiningum (case studies).

Markmið námskeiðsins er að skapa skilning á og kenna nemendum að velja og nota nauðsynleg tæki til að leggja mat á markmið og taka ákvarðanir þegar kemur að umhverfis- og auðlindastjórnun í samhengi við sjálfbæra þróun. Þar má t.d. nefna Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Global Reporting Initiative og fleira.

Námskeiðinu er skipt upp í þrjá hluta. Í hluta eitt munum við kanna hver er uppruni og merking á ábyrgð fyrirtækja. Í öðrum hluta er lögð áhersla á það hvernig má stjórna og innleiða ábyrgð fyrirtækja. Í þriðja hluta munum við læra um ábyrgð fyrirtækja út frá áhrifum, gagnrýni og framtíðarhorfum.

Í lok námskeiðsins er gert ráð fyrir að nemendur hafi að nemendur hafi öðlist fræðilegan skilning á viðfangsefninu, geti beitt þeim aðferðum sem kenndar hafa verið og séu læsir á upplýsingar sem snúa að fyrirtækjum, umhverfistengdum viðfangsefnum þeirra og árangri og áhrifum.

X

Sjálfbærni og fjármál (UAU129F)

Í þessu námskeiði öðlast nemendur skilning á samspili umhverfisfræða og fjármálamarkaða.
Nemendur öðlast skilning á aðferðafræði grænna skuldabréfa, viðeigandi leiðbeiningar við smíði grænna og sjálfbærra fjármálaramma, ferli við útgáfu, uppbygging grænna ramma, vottun og helstu aðferðir og hugtök við framsetningu áhrifaskýrslna. Nemendur öðlast færni í uppbyggingu sjálfbærra fjármálaramma og hvernig þeir eru nýttir, sér í lagi innan fjármálafyrirtækja. Farið er yfir sjálfbærniáhættumat, uppbyggingu aðferðafræða við greiningu UFS (umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir) áhættu og nýtingu niðurstaða við fjárfestingaákvarðanir og uppbyggingu eignasafna. Farið er yfir helstu lykiltölur sem fjármálafyrirtæki þurfa að þekkja varðandi útlána og fjárfestingasöfn sín, s.s. GAR (Green asset ratio) og BTAR (book taxonomy aligned ratio). Farið er yfir tegundir loftslagsáhættu samkvæmt TCFD (Task force on climate related financial disclosures). Nemendur læra um aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga og áhrifafjárfestinga og hvaða markmiðum fjárfestar sækjast eftir við slíkar fjárfestingar. Nemendur öðlast skilning á viðeigandi regluverki varðandi upplýsingagjöf, sér í lagi flokkunarreglugerð Evrópusambandsins (EU Taxonomy) og tengdum reglugerðum. Nemendur læra um fjármagnaða losun gróðurhúsalofttegunda með aðferðafræði PCAF (Partnership for Carbon Accounting Financials). Að lokum læra nemendur um þróun samspils á milli tryggingageirans og sjálfbærni.

X

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.

Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.

X

Hagnýt gagnagreining (MAS202M)

Námskeiðið fjallar um tölfræðiúrvinnslu í forritinu R. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunnþekkingu í tölfræði og tölfræðihugbúnaðnum R. Æskilegt er að nemendur þekki til margbreytu aðhvarfsgreiningar (e. multiple linear regression). Nemendur læra að beita hinum ýmsu tölfræðiaðferðum í R (ss. classification methods, resampling methods, linear model selection og tree-based methods). Námskeiðið er kennt á tólf vikum og verður það á vendikennsluformi þar sem nemendur lesa námsefni og horfa á myndbönd áður en þeir mæta í tíma og fá svo aðstoð með fyrirliggjandi verkefni í tímum.

X

Hagnýt tölfræði (STJ201F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist skilning á eðli hinnar vísindalegu aðferðar og undirstöðuþekkingu í að greina tölfræðileg gögn sem notuð eru við margs konar opinbera ákvarðanatöku. Farið er yfir hugtök á borð við orsök, réttmæti og áreiðanleika. Fjallað er bæði um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, þar á meðal um breytur, gildi, miðlægni, staðalfrávik, úrtök, marktækni og tilgátuprófanir. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist færni í að greina og meta megindlegar rannsóknir með tilliti til aðferðafræði og jafnframt að þeir geti sótt gögn og framkvæmt einfaldar tölfræðiaðgerðir í töflureikni. 

X

Eigindleg aðferðafræði (STJ203F)

Qualitative Methods provides students with an introduction to some of the most commonly used qualitative methods and methodological tools in political science. The main focus in the course is on case studies (including process tracing) and various tools and techniques used within case studies, e.g., qualitative content analysis, interviewing, and focus groups. One part of the course is also dedicated to discourse analysis. The course begins with a very brief introduction to philosophy of science and outlines basic ontological, epistemological and methodological issues in the social sciences. The remainder of the course is dedicated to the methods and tools/techniques listed above. Students will gain a deeper understanding of the philosophical underpinnings, assumptions and ambitions of the different methods, but they will also gain practical experience as to the design and execution of research within the different traditions.

The course is designed in a highly interactive way and emphasizes active student participation. It is expected that students have done at least the required reading assigned for the given day and are ready to participate in group work and discussions in class. There are two types of classes in this course: lecture & discussion classes and workshops. Each lecture & discussion class will be divided into three parts: a short agenda-setting lecture by the lecturer (40 minutes), group work (40 minutes), and a concluding general discussion (40 minutes). This design is highly effective with regard to achieving the course’s learning outcomes, but it also requires that students have familiarized themselves with the assigned reading for the day. In the workshops, the class will be divided into two groups (A and B).

X

Nýsköpun og gerð viðskiptaáætlana (IÐN202M)

Markmið: Gera nemendur færa um að skilja eðli og ferli nýsköpunar, einkenni og virkjun frumkvæðis og skrifa viðskiptaáætlun fyrir tiltekna hugmynd. Fjallað verður um öll atriði er tengjast gerð viðskiptaáætlana. Þar er einkum um að ræða; hugmyndaleit, hugmyndamat og skilgreining á viðskiptahugmynd (þörf og lausn). Markaðsmál, sölumál og samkeppni varðandi hugmyndina og framsetning eftirpurnarfalls. Tæknin sem lausnin byggir á og tæknileg sérstaða lausnarinnar. Gerð framkvæmdaáætlunar fyrir tæknilega útfærslu lausnarinnar (verk- og tímaáætlun). Vernd hugverka og einkaleyfi. Gerð stofnkostnaðar- og fjármögnunaráætlunar. Gerð fjárhagsáætlana; rekstrar- og greiðsluáætlun ásamt áætlun um efnahagsreikning og arðsemis- og andvirðismat. Útreikningur ýmissa lykiltalna. Umfjöllun um stofnendur, eigendur og stjórnskipulag. Verkefnavinna: Þátttakendur vinna verkefni á grundvelli hugmyndaleitar og hugmyndamats. Verkefnin eru annað hvort sprottin úr hugmyndum þátttakenda eða tengjast starfandi fyrirtækjum. Verkefnin eru unnin í þriggja manna hópum og skila nemendur 4 áfangaskýrslum og verja verkefnin munnlega í lok misseris. Lokaskýrsla skal vera fullmótuð viðskiptaáætlun ásamt arðsemismati og tillögum um hvernig verkefninu skuli hrint í framkvæmd.

X

Landslag og orkumál (LAN220F)

Kennt annað hvert ár þegar ártal er slétt tala.

Landslagshugtakið er skoðað á gagnrýninn hátt út frá sjónarhorni mannvistarlandfræði. Breytingar á landnýtingu, orsakir þeirra og afleiðingar fyrir landslag eru ræddar. Sérstök áhersla verður lögð á nýtingu endurnýjanlegrar orku og landslagsáhrif hennar. Átök vegna ólíkra hagsmuna og/eða sýnar á náttúruna eru greind. Samspil orkuvinnslu, ferðaþjónustu og friðlýsingar svæða á Íslandi verður skoðað með tilliti til landslags. Einnig er rætt hvernig ákvarðanir um orkunýtingu eru teknar og að hve miklu leyti sjónarmið almennings koma við sögu.

Farin er vettvangsferð í nágrenni Reykjavíkur.

X

Natural Resources Law, EU/EEA Energy Law (LÖG212F)

Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi er ætlunin að veita greinargott yfirlit yfir viðfangsefni orkuréttar Evrópusambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins (EES) ásamt því að útskýra grundvallarhugtök á þessu sérhæfða og mikilvæga réttarsviði. Í öðru lagi er markmiðið að fara yfir og skýra meginreglur orkuréttar ESB, þ.á m. hreinorkupakkann svokallaða, og tengslin milli lagareglna á sviði orkumála og loftslagsmála. Í þriðja lagi verður fjallað um íslenskar lagareglur á sviði orkuréttar.

X

Raforkumarkaðir og raforkuhagfræði (RAF610M)

Helstu gerðir orkuvera til vinnslu raforku. Stutt yfirlit yfir almennar klassískar bestunarðferðir. Klassískar aðferðir við bestun í raforkukerfum miðað við einkasöluform (Economic Dispatch, Unit Commitment, Optimal Load Flow, Optimal Hydrothermal Operation ofl). Hagkvæmasti rekstur vatnsaflskerfa til langs og skamms tíma. Grundvallaratriði kostnaðarhugtaka vegna rekstrar og uppbyggingar kerfa. Hagkvæmasta uppbygging virkjanakerfi. Kostnaðarföll, meðalkostnaður, jaðarkostnaður og nokkur grunnhugtök rekstrarhagfræði. Yfirlit yfir markaðsvæðingu og áhrif hennar á raforkugeirann í heildsölu og smásölu. Verðteygni og hagfræðileg og verkfræðileg sjónarmið um orkunotkun og álag. Uppbygging raforkumarkaða, raforkupotta og tvíhliða samningar. Markaðsráðandi staða og samkeppni í raforkuvinnslu. Hámörkun ágóða samkeppnisaðila, samanburður við einkasöluform með og án flutningstakamarkana og orkutapa. Dæmi um útfærslu í litlum kerfum og útvíkkun fyrir stór kerfi. Raforkuflutningur, og valkostir við verðlagningu hans. Raforkudreifing og mælingar í markaðsvæddu kerfi. Punktverðlagning orku og rauntímaverðlagning. Samantekt um stöðu og líklega þróun markaðsvæðingar og útfærslu í mismunandi kerfum, löndum og heimshlutum.

X

Stjórnkerfi umhverfis- og auðlindamála (UAU201F)

Í sumum aðstæðum hefur maðurinn samskipti við umhverfið og nýtir náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt, en ekki í öðrum. Það sem skýrir muninn sem stafar af samskiptum manna og umhverfis er stjórnun. Hægt er að skilja umhverfisstjórnun sem samfélagslegt hlutverk sem miðar að því að stýra og leiðbeina aðgerðum manna – sem eru einstaklingar, lítill staðbundinn notendahópur eða alþjóðasamfélagið – í átt að tilætluðum árangri frá niðurstöðum sem teljast óæskilegar (Young, 2013).

Námskeiðið beinir sjónum sínum að því að kynna og efla skilning á mismunandi víddum umhverfis- og náttúruauðlindastjórnunar í samhengi við sjálfbærni.

Það skiptist í fjóra samtengda hluta:

  1. Umhverfisstjórnun: Grunnatriði. Hvað er stjórnun? Umhverfið sem vettvangur samhæfingar og átaka. Hvernig skiljum við aðila, hlutverk þeirra og ákvarðanatöku? Vald og valdatengsl. Stofnanir og stofnanabreytingar. Félagsvistfræðileg kerfi. Stjórnskipulag. Almannagæði.
  2. Alþjóðleg og innlend umhverfisstjórnun. Alþjóðleg umhverfisstjórnun og stofnanir, s.s. ESB, SÞ, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, Alþjóðabankinn o.fl. Norður-Suður málefni. Umhverfislegt stjórnfyrirkomulag; óson, loftslagsbreytingar, eyðimerkurmyndun o.fl. Samlegðaráhrif. Kynning á umhverfisstjórnun á Íslandi og hvernig hún tengist ákvarðanatöku með tilliti til umhverfis og auðlinda. Stjórnskipulag, miðlæg og staðbundin ákvarðanataka. Tengsl ýmissa stjórnsýslustiga, þings, ráðuneyta, stofnana.
  3. Almannaábyrgð og umhverfismál. Þátttaka almennings. Hvernig getur almenningur haft áhrif á ákvarðanatöku? Innlend og alþjóðleg umhverfisverndarsamtök.
  4. Stjórnarhættir fyrirtækja í sjálfbærnisamhengi. Þessi hluti námskeiðsins fjallar um stjórnarhætti fyrirtækja, eins og lýst er í leiðbeiningum Nasdaq um stjórnarhætti fyrirtækja sett í samhengi við sjálfbærniáherslur fyrirtækja. Viðkomandi umræðuna er umboðsskylda (e. fiduciary duty), ESRS staðlar um stjórnarhætti (ERSR G1) og þverlægir staðlar (ESRS 1 og 2; ESRS G1), heimsmarkmið 8-10, 12, 13, 17, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð númer 10, almennir staðlar GRI sem og 200 staðla serían, efnahagslegt viðskiptamódel (e. economic layer canvas) o.fl.
X

Bein nýting jarðhita (VÉL218F)

Helstu efnistök í námskeiðinu eru:

  • Orkunotkun á Íslandi, yfirlit
  • Hitun húsa, hitaveitukerfi
  • Varmafræðilegar undirstöður húshitunar og orkubúskapur húsa, varmatap og varmaflutningur frá ofnum
  • Kröfur um innihita og lágmarksþægindi.
  • Hústengingar, grindur og varmaskiptar.
  • Hitaveitujöfnur, stöðugt ástand og tímaháð ástand.
  • Grunnálag hitaveitu og ákvörðun út frá veðurgögnum.
  • Sundlaugar
  • Gróðurhús og jarðhitun
  • Snjóbræðsla og varmanotkun í iðnaði
  • Fiskeldi
  • Varmadælur
X

Vistvæn nýsköpun matvæla (MAT612M)

Námskeiðið er unnið í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Matís ohf. 

Megin markmið áfangans er að þróa nýja vöru frá hugmynd að tilbúinni vöru með sjálfbærni að sjónarmiði. Sem liðir í því verða gerðar frumgerðir (prótótýpur), umbúðir verða hannaðar, gerðar verða markaðs- og viðskiptaáætlanir og rýnt verður í nauðsynlega framleiðsluframleiðsluferla fyrir vöruna. Útkoma verkefnanna geta orðið að nýrri vöru og verið kynntar í Evrópukepninni Ecotrophelia. 

Námskeiðið byggist á samvinnu nemenda. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni í hóp og deili á milli sín verkefnum til að geta lokið kröfum námskeiðisins. Nemendur fá leiðsögn við hópamyndun og hópavinnu. Nemendur með ólíkan bakgrunn taka þátt í námskeiðinu og kennari sér til þess að hver hópur hafi góða samsetningu nemenda með ólóka hæfni. 

Kennarar og sérfræðingar munu halda fyrirlestra um ýmsa þætti vöruþróunar, þar á meðal um gerð viðskiptaáætlana og umbúðagerð. Í lok námskeiðs halda svo nemendur kynningu á vörunum sínum. 

Nemendur munu þróa frumgerð af nýrri vöru og fá til þess fjárhagslegan stuðning og aðgang að tilrauna aðstöðu, nánari upplýsingar verða gefnar í fyrsta tíma námskeiðisins.  

Nemendum er stendur til boða að vinna verkefni sín í samstarfi við íslensk fyrirtæki í matvælaiðnaði. Nánari útskýringar verða gefnar við upphaf námskeiðsins.  

Matís ohf. veitir sérfræðiaðstoð við vöruþróun innan námskeiðisins.  

Lokaverkefni og námsmat námskeiðisins er tvískipt. Fyrst skilar hver hópur inn skýrslu um vöruna sem þróuð var, þar á meðal um viðskiptaáætlun, markaðssetningu og sjálfbærni vörunnar. Svo kynnir hver hópur vöruna sína og viðskiptaáætlun fyrir, kennurum, nemendum og dómsnefnd frá sammtökum iðnaðarinns fyrir nýsköpunar keppnina Ecotrophelia Iceland. Sigur liðið fær tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppni í vistvænni nýsköpun (Ecotrophelia) fyrir hönd Íslands. Þáttaka í Evrópukeppninni er valfrjáls en munnleg kynning í innanlandskeppninni er skilda í námskeiðinu. Frekari upplýsingar um keppnina má nálgast hér: https://eu.ecotrophelia.org/ 

Nemendur í Matvælafræði eru hvattir til að taka þetta námskeið samhliða námskeiðinu Vöruþróun matvæla (MAT609M), til að samnýta þekkingu og hæfni sem fæst í námskeiðunum og fá dýpri skilning á öllum hliðum vöruþróunar.  

Nemendur af öðrum námsbrautum eru hvattir til að taka þetta námskeið þar sem fjölbreytileki teymis og breiður þekkingargrunnur er mikill styrkleiki við þróun á vörum. Til að sannfærast er gott að lesa þetta https://shorturl.at/opxH3 eða þetta https://shorturl.at/boHM8 

X

Kolefnisfótspor fyrirtækja (UAU027F)

Í þessu námskeiði öðlast nemendur færni í útreikningum á losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri fyrirtækja. Nemendur öðlast þekkingu á helstu aðferðafræðum við útreikninga, hvernig styðjast skal við gagnabanka og hvaða leiðir standa fyrirtækjum til boða við upplýsingagjöf (e. disclosure platforms), s.s. CDP, Nasdaq og GRI. Nemendur læra að þekkja umföng, notkun lífsferilsgreininga (LCA) við upplýsingagjöf, hvaða sjálfbærnimælikvarðar eru viðeigandi (e. material) og hvernig má skoða mótvægisaðgerðir í samhengi við rekstur fyrirtækja. Leiðbeiningar Greenhouse Gas Protocol eru grunnviðfangsefni námskeiðsins, enda eru þær leiðbeiningar gjarnan nýttar til grundvallar upplýsingagjöf. Við lok námskeiðs hafa nemendur færni til að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri og virðiskeðju fyrirtækja og setja fram á viðeigandi vettvangi. Nemendur þekkja einnig þróun í aðferðafræði á útreikningum losunar gróðurhúsalofttegunda, sér í lagi með tilliti til fjármálastarfsemi. Nemendur þekkja einnig hvernig upplýsingar sem þessar eru nýttar, s.s. með tilliti til ESG áhættumats. 

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

X

Umhverfishagfræði (UAU206M)

Í þessu námskeiði er fjallað um ýmsar veigamiklar hliðar umhverfishagfræði. Rætt er um efnahagslegt gildi umhverfisins, mismunandi not þess, kostnað við umhverfisrýrnun og svokallaða "græna" landsframleiðslu. Ennfremur er fjallað sérstaklega um land, landnotkun og landvirði. Þá er geta markaðskerfisins til að framkalla hagkvæma nýtingu umhverfisins rannsökuð, aðferðir til að lagfæra "mistök" í því efni skoðaðar og bornar saman við hugmyndir umhverfissinna.

X

Sjálfbær framtíð (UAU207M)

Markmið námskeiðsins er að þjálfa gagnrýna hugsun nemenda  og leiðtogahæfileika með sjálfbæra framtíð að markmiði. Námskeiðið mun kenna praktískar aðferðir sem minnka munu vistfótspor (e. ecological footprint), einstaklinga/fyrirtækja/stofnana/samfélags. Áhersla verður lögð á þverfræðileika og vísindalegan ramma sjálfbærni - byggðan á aðferðafræði "systems thinking". Nemendur munu læra að nýta vísindi í víðum skilningi til að styðja við regulgerðir (e. Policy), kynnast þeim eiginleikum og aðferðum sem þarf til að leiða breytingar þjóðfélaga í átt til sjálfbærni auk þeirra þátta sem nauðsynlegir eru þegar sjálfbær samfélög eru skipulögð.

Við lok námskeiðsins munu nemendur hafa öðlast hæfileika til að leiða breytingar samfélags í átt til sjálfbærrar framtíðar. Nemendur munu ma. annars geta leitt vinnustofur sem miða að sjálfbærni. Námsmat mun fara byggt á frammistöðu í vinnustofum, kynningum og hópverkefnum. 

Lotunámskeið, kennt yfir fjórar helgar. Dagsetningar á vormisseri 2023 eru: 20.-21. janúar, 10.-11. febrúar, 3.-4. mars og 24.-25. mars. 

X

Stefnumiðuð samfélagsábyrgð fyrirtækja (UAU247F)

Í þessu 13 vikna námskeiði er gert ráð fyrir virkri þátttöku nemenda. Námskeiðið tekur mið af þeirri hugmynd að þótt stjórnvöld og óhagnaðardrifin félög skipti sköpum fyrir nútímasamfélag eru það fyrirtæki sem leggja grunn að þeirri verðmætasköpun sem velferð samfélagsins byggist á, auk þess sem þau eiga sinn hlut í þeim vandamálum sem við er glímt. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin áhrif á samfélagið sem samanstendur af fjölmörgum hagaðilum sem og náttúrulegu umhverfi. Á móti kemur að það er samfélagið sem mótar leikreglur sem fyrirtæki starfa eftir sem og þær væntingar sem fyrirtæki taka mið af í þeirra ytra og innra umhverfi. Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, t.d. markmið 1-5, 8, 9, 10, 11, 12, 13 og 16, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Evrópsku ESRS sjálfbærnistaðlana, GRI skýrslugerðarstaðlana o.fl. Þessi samverkun fyrirtækja, samfélags (í víðasta skilningi þess orðs) og náttúrulegs umhverfis er viðfangsefni samfélagsábyrgðar fyrirtækja en nálgast þarf viðfangsefnið á stefnumiðaðan hátt.

Burtséð frá persónulegum skoðunum fólks á samspili viðskipta og samfélags þá eru hagnaðardrifin fyrirtæki mikilvæg. Í þessu námskeiði er leitast við að kanna víddir slíks samspils frá sjónarhóli ólíkra hagaðila. Það er gert á gagnvirkan hátt, með því að skoða og greina málefni sem tengjast samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, með hermileikjum (simulation) og með tilviksrannsókn (hópverkefni).

Námskeiðinu er skipt upp í sex megin hluta. Í fyrsta hluta er skoðað hvað samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja merkir, hverjir eru drifkraftar samfélagsábyrgðar. Í öðrum hluta er sjónum beint að sjónarhorni hagaðila og í þriðja hluta er fjallað um lagalega þætti. Í fjórða hlutanum er fjallað um hegðunarsjónarmið, í fimmta hlutanum um stefnumarkandi þætti samfélagsábyrgðar og í sjötta hlutanum um er áhersla lögð á sjálfbæra sýn og sjálfbæra verðmætasköpun.

X

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.

Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.

X

Þáttagerð. Vinnsla fræðilegs efnis fyrir útvarp (í samvinnu við RÚV) (BLF201M)

Markmiðið með námskeiðinu er að gefa nemendum tækifæri til að koma rannsóknum sínum og annarra á framfæri við hlustendur Ríkisútvarpsins, jafnframt því að rýna í samfélag og menningu á fræðilegum forsendum. Nemendum gefst um leið tækifæri til að kynnast útvarpinu sem miðli, fá reynslu af þáttagerð og kynnast verklagi reynds fjölmiðlafólks.

Á meðal þess sem rætt verður um á námskeiðinu er: Ríkisútvarpið sem miðill, útvarp sem farvegur fræða, gerð fléttuþátta fyrir útvarp, viðtöl við fræðimenn, hvernig nýta megi eigin sérfræðiþekkingu við dagskrárgerð og krafturinn sem býr í hinu ósagða.  Rætt verður um talmál og tónlist í safni Ríkisútvarpsins. Lögð verður áhersla á hvernig tækni hefur þróast varðandi varðveislu og afspilun og hvernig hægt er að flétta eldri upptökur inn í nýja dagskrá.

Auk þessa fræðast nemendur um handritsgerð, viðtöl og vinnu í hljóðstofu. Þættir nemenda verða á dagskrá Ríkisútvarpsins á komandi vetri.

X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Spurningalistakannanir (FÉL089F, FÉL089F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að hanna og framkvæma spurningalistakannanir. Rætt verður um helstu úrtaksaðferðir og tegundir spurningalistakannanna (símakönnun, netkönnun o.s.frv.). Fjallað verður um helstu atriði í spurningalistagerð; einkanlega um orðalag og samhengi mælitækja (spurninga). Enn fremur verður fjallað um grundvallaratriði í mælingafræði og aðferðir til þess að meta áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Í þessu samhengi verður farið yfir notkun þáttagreiningu (factor analysis) og atriðagreiningu (item analysis). Áhersla er lögð á að nemendur fái verklega reynslu af framkvæmd og úrvinnslu kannanna.

Að jafnaði er þetta námskeið kennt annað hvert ár.

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Tímaraðagreining (IÐN113F)

Markmið: Að veita bæði hagnýta og fræðilega þekkingu í gerð líkana, mati á stikum og spám í kvikum kerfum. Námsefni: ARMAX og önnur hliðstæð ferli og helstu eiginleikar þeirra. Meðhöndlun á óstöðnuðum ferlum. Sjálffylgni- og samfylgniföll. Mismunandi aðferðir við rófgreiningar. Mat á stikum, þar á meðal aðferð minnstu kvaðrata og sennileikaaðferðin. Tölulegar aðferðir við lágmörkun markfalla. Fjallað er um ýmis vandamál sem geta komið upp við líkangerð, svo sem ef mælingar vantar eða þær eru óeðlilegar. Inngangur að ólínulegum tímaraðalíkönum. Stakræn kerfi á ástandsformi. Lögð er áhersla á að leysa hagnýt verkefni.

X

Kerfisgreining og kvik kerfislíkön - lesnámskeið (IÐN124F)

Námskeiðið er unnið samhliða "Kvik kerfislíkön og kerfisgreining, hluti B, 7,5 ECTS”. Allir nemendur sem eru skráðir í hluta A, eru sjálfkrafa líka skráðir í hluta B. Í raun er þetta einn og sami kúrsinn en nemendur fá tvær lokaeinkunnir sem báðar um sig uppfylla 7,5 ECTS einingum.

Nemendur fá staðið/fall fyrir hluta A sem byggist á því hvort skilað sé inn nægjanlega góðum heimaverkefnum í námskeiðinu.

Lokaeinkunn fyrir hluta B byggist á hefðbundna 0-10 skalanum sem samanstendur af einkunnum fyrir heimadæmin og fyrir lokaprófið, verkefni 1 (5%), verkefni 2 (10%), verkefni 3 (20%), verkefni 4 (35%) og lokaprófið (30%).

Markmið námskeiðisins er að nemendur öðlist færni í og geti beytt aðferðum kerfislíkana (e. system dynamics modelling) til að takast á við margvísleg vandamál í atvinnulífinu. Þar á meðal eru tæknileg viðfangsefni og hagræn en einnig faraldsfræðileg vandamál og mál er varða samskipti, ágreining og aflfræði í hópstarfi svo dæmi séu tekin. Í námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuatriði kerfislíkana, jákvæða og neikvæða svörun og gerð rita fyrir orsakalykkjur (causal loop diagram). Líkanagerð og hermun kerfislíkana þar sem fjallað verður um framsetningu líkana, tafir, tímaafleiður, lýsingu ákvarðanaferla og notkun myndrita. Einnig verður fjallað um stefnu- og næmnigreiningu, hagnýtingu kerfislíkana við stefnumótun og við að skapa yfirsýn, sem og beina notkun þeirra. Raunhæf verkefni verða greind bæði úr heimi viðskipta og opinberri stefnumótun. Má þar nefna almenn birgðalíkön, útbreiðslu faraldra (HIV, inflúensu), samspil fólksfjölgunar og efnahagsþróunar og fleira. Við úrlausn verkefna verður einkum stuðst við forritið STELLA.

X

Lífmælingar (LÍF127F)

 Tölulegar aðferðir eru nauðsynlegur hluti margra greina líffræðinnar og nýtast við högun tilrauna og athugana, samantekt niðurstaðna og greiningu þeirra. Nemendur læra þessar aðferðir og meðhöndla fjölbreytt gögn úr líffræði, auk þess að fá þjálfun í að túlka niðurstöður mismunandi aðferða. Helstu aðferðir eru sennileikamat,  línuleg líkön, aðhvarf og fervikagreining og alhæfð línuleg líkön til að greina talningar. Fjölbreytugreining. Endursýnataka (skóþvengur og umröðunarpróf). Kennt verður að nota  tölfræðiforritið R til að framkvæma þær aðferðir sem fjallað er í fyrirlestrum.  Nemendur leysa verkefni sem byggja á líffræðilegum rannsóknum og fá ítarlega þjálfun í notkun R. Greining  á eigin gögnum eða viðameira gagnasetti sem tekið er saman í skýrslu og kynnt í fyrrlestri.

Námsmat: Verkefni 50%  og skriflegt próf 50%. Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn í báðum prófþáttum.

X

Almenn tölfræði fyrir meistara- og doktorsnema (LÆK101F)

Skyldunámskeið. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að almennri þekkingu og færni meistara- og doktorsnema í aðferðum vísinda. Farið er í lýsandi tölfræði, áhrifstölur, áreiðanleika og réttmæti, ályktunartölfræði, algengustu tölfræðipróf bæði stikabundin og óstikabundin og fjölþátta aðhvarfsgreiningar. Þá er nemendum kynnt tölfræðiúrvinnsla í tölvum í verklegum tímum.

X

Vettvangsaðferðir (MAN601F)

Fjallað er um vettvangsaðferðir mannfræðinnar og nemendur þjálfaðir í beitingu þeirra. Áhersla er lögð á siðfræðileg álitamál, rannsóknaráætlanir, vettvanginn, þátttökuathugnanir, mismunandi tegundir viðtala, notkun myndrænna gagna, öflun heimilda, greiningu gagna og kynningu niðurstaðna.

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)

Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.

X

Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)

Markmiðið er að nemendur

  • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
  • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
  • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
  • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.

Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.

Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS301F)

Í námskeiðinu verða teknar fyrir eigindlegar rannsóknaraðferðir, einkenni þeirra og saga.  Rauður þráður í gegnum námskeiðið verður gildi og hlutverk rannsókna við þróun skólastarfs og tengsl við fagmennsku í uppeldis-, menntunar- og þjálfunarstörfum.  Kynntar verða helstu rannsóknarleiðir eða nálganir innan eigindlegar aðferða, s.s. etnógrafía, fyrirbærafræði. Fjallað verður um aðferðir við gagnasöfnun og mismunandi tegundir gagna, s.s. vettvangsathuganir, áhorfsathuganir, viðtöl af ýmsum gerðum, vettvangsnótur og fyrirliggjandi gögn bæði sjónræn og textar. Kynntar verða mismunandi leiðir til að túlka og greina gögnin t.d. þema-, frásagnar- og orðræðugreining og nemendur þjálfaðir í að koma niðurstöðum frá sér á skipulegan og vandaðan hátt.

Vinnulag:
Fastir kennslutímar verða vikulega. Tímarnir (fyrir utan staðlotur) verða teknir upp og verða aðgengilegir fjarnemum.  Kennslan samastendur af fyrirlestrum, umræðum og/eða verkefnum. Nemendur vinna virkniverkefni saman sem þeir skila vikulega. Staðnemar  vinna þau í tímum en fjarnemar vinna þau saman í hópum. Einnig er gert ráð fyrir umræðum um efni fyrirlestranna á facebook.

X

Megindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS302F)

Markmið
Að nemendur þekki og geti beitt algengustu tölfræðiaðferðum við úrvinnslu gagna og geti metið tölfræðilegar niðurstöður. Að nemandi hafi kunnáttu og þekkingu til þess að greina og miðla tölulegum upplýsingum skv. APA útgáfustaðlinum (t.d. í lokaritgerð) og geti sýnt frumkvæði við tölfræðilega úrvinnslu gagna. Einnig að nemendur kynnist helstu rannsóknarsniðum í megindlegri aðferðafræði.

Inntak og viðfangsefni
Fjallað verður um megindlegar rannsóknaraðferðir og rannsóknarsnið. Í tölfræði verður mest áhersla lögð á fylgni og fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Einnig verður unnið með aðferðir dreifigreiningar og þáttagreiningar (leitandi og staðfestandi). Að lokum verða nemendur kynntir fyrir grunnhugsun Bayesískrar tölfræði og mati á heildarvillu (e. Total survey error). Nemendur læra að vinna greiningar með tölfræðiforriti. Sérstök áhersla verður á túlkun gagnasafna sem tengjast jafnréttismálum og inngildandi menntun. 

Vinnulag
Námskeiðið verður kennt vikulega á fjarfundum. Tvær staðlotur eru á önninni. Skyldumætingu er í staðlotunum. Þeir sem eiga um langan veg að fara geta tekið þátt í staðlotunum í fjarfundi.  Nemendur verða að hafa nýjustu stöðugu (e. solid) útgáfu af Jamovi (sjá jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

X

Kvik Kerfislíkön (UAU259F)

The System Dynamics approach, rooted in Systems Thinking, is best suited for the deconstruction and analysis of complex socio-economic environments and political systems. There is a growing call among scientists and practitioners today on systemic approaches to tackle complex problems such as the climate and environmental crises. System dynamics is a multidisciplinary approach that uses both qualitative and quantitative methods. It has been successfully applied for other complex socioeconomic questions such as for national planning models, analysing climate change policies, food market transformation, and government health policies.


This course aims to introduce students to thinking in systems, understanding the dynamic nature of system behaviour and acquiring basic system dynamic modelling skills.

Kennt frá 15 janúar í 5 vikur í fjarnámi á Canvas;  intensive kúrs á staðnum 19-26 febrúar; nemendakynningar 4-8 Mars

X

Aðhvarfsgreining (FMÞ501M, FMÞ501M)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að beita aðhvarfsgreiningu á eigin spýtur. Fjallað er um þau afbrigði aðhvarfsgreiningar sem hvað oftast eru notuð í rannsóknum á sviði félagsvísinda. Farið er í stjórnun breyta, notkun nafnbreyta, línuleg og ólínuleg líkön, aðferðir til þess að prófa miðlun breyta og samvirkni breyta og aðferðir til að nota breytur sem hafa skekkta dreifingu svo eitthvað sé nefnt. Fjallað er um forsendur aðhvarfsgreiningar og aðferðir til að fást við þær. Einnig er fjallað um "logistic" aðhvarfsgreiningu, þar sem háða breytan er tvígild nafnbreyta. Samhliða þessari umfjöllun verður farið í saumana á ályktunartölfræði, notkun marktektarprófa og túlkun niðurstaðna. Áhersla er lögð á að nemendur fái umtalsverða verklega reynslu af því að greina megindleg gögn. Kennari útvegar könnunargögn sem nemendur nota til þess að prófa þær aðferðir sem kenndar eru. Eftir fremsta megni verður reynt að samþætta fræðilegar spurningar og tilgátuprófun. Tölfræðiforritið SPSS fyrir Windows er notað.

X

Introduction to Arctic Studies (ASK117F)

This course provides a comprehensive foundation in Arctic studies. The essentials are covered, such as defining the field; identifying key actors; providing a brief regional history; and exploring current drivers and trends (especially the role of climate change). Class visits to Arctic-relevant entities in Reykjavik will also be undertaken.

The aim of this course is to provide students with a thorough grounding in the overall field of Arctic studies, in order that they may progress to more focused coursework within that field. By bringing together academic knowledge of the field with practical experience at some of the main locations for Arctic-related activities in Iceland, the course demonstrates the important contribution Arctic studies make in the lived reality of Arctic affairs. The visit schedule is subject to change each year, but is likely to be drawn from the following list: the Ministry of Foreign Affairs; the Althingi; the Icelandic Coastguard; the Hofdi Peace Centre; the Arctic Circle Secretariat; relevant foreign diplomatic representation. 

X

Kostnaðar- og nytjagreining (HAG101F)

Tilgangur kostnaðar-nytjagreiningar er að auðvelda töku ákvarðana sem snerta marga þjóðfélagsþegna með beinum eða óbeinum hætti. Markmið námskeiðsins í kostnaðar-nytjagreiningu er að kynna nemendum fræðilega undirstöður aðferðarinnar jafnt sem hagnýtingu hennar. Umfjöllunarefnin eru m.a.: Rekstrarhagfræðilegur grundvöllur kostnaðar-nytjagreiningar, mat á neytendaábata, framleiðendaábata og samfélagslegum ábata. Þjóðhagsleg og rekstrarhagfræðileg áhrif framkvæmda. Afvöxtun, ávöxtun og opinberir reiknivextir. Áhrif óvissu á mat á þjóðhagslegum áhrifum og verðmæti upplýsinga. Tilvistarvirði (existence value). Skilyrt verðmætamat. Verðmat á tíma, mannslífum, hávaða.

X

Inngangur að kortagerð og GIS (LAN116F)

“visualization is the process of making the invisible visible[...] the process of making the cognitive imagination visual using available and culturally dominant technologies is one of the most consistent behaviors of mankind.”

„Myndræn framsetning er að gera ósýnileg fyrirbæri sýnileg [eða] það að gera sjónrænt grein fyrir ímyndun hugans með tiltækri tækni og í samræmi við menningarleg viðmið. Þetta er eitt af því sem mannkynið hefur alltaf leitast við að gera.” - Cox, D. (2006). "Metaphoric Mappings: The Art of Visualization." MIT Press.

Kortagerð er einn af mikilvægum hlutum landupplýsingahönnunar.

Nemendur kynnast fræðilegri undirstöðu kortagerðar með hjálp stafrænnar tækni. Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum greinargóðan skilning á hugtökum og hagnýtum atriðum sem snerta myndræna framsetningu á kortum og miðlun landfræðilegra upplýsinga. Það snertir ýmis mikilvæg svið í landfræði og skyldum greinum. Í gegnum fyrirlestra og umræður fá nemendur skilning á sögu kortagerðar, helstu kenningum og hugtökum á fagsviðinu og hlutverki landfræðilegra upplýsingakerfa við gerð korta nú á dögum. Fyrirlestrum er fylgt eftir með verkefnum sem hjálpa nemendum að skilja undirstöðuhugtök kortagerðar, sem og skipulegum æfingum í tölvuveri  þar sem nemendur læra að nýta sér landfræðileg upplýsingakerfi við einfalda greiningu og framsetningu landupplýsinga. Nemendur öðlast færni til að rýna eigin verk og annarra á gagnrýninn hátt og geta útskýrt og réttlætt eigin ákvarðanir varðandi myndræna framsetningu á korti.

X

Fjarkönnun og umhverfisvöktun (LAN211F)

Lögmál og grundvallaratriði fjarkönnunar. Rafsegulgeislun, víxlverkun við lofthjúp og yfirborð jarðar. Endurvarp og eigingeislun. Eiginleikar ljósmynda, hitamynda, örbylgju- og ratsjármynda. Yfirlit yfir annars konar fjarkönnun: LIDAR, bylgjuvíxlmyndir, fjölgeisla- og jarðsjármælingar, fjarkönnun á öðrum reikistjörnum.

 Fjarkönnunargögn og aðferðir við öflun þeirra. Nemar og skannar um borð í gervitunglum og flugvélum. Upplausn mynda: rúmfræðileg, rófgreinihæfni, geislastyrkur, tími. Saga fjarkönnunar á 20. og 21. öld.

Notkun og túlkun loftmynda og gervitunglamynda. Myndvinnsla og greining: forvinna, upprétting, strekking, vinnsla með fjölda banda, stýrð og sjálfvirk flokkun, landgreiningar og rannsóknir á breytingum, líkangerð. GPS. Samfelling gagna og landupplýsinga. Framsetning og miðlun fjarkönnunargagna.

Umhverfisvöktun og gildi fjarkönnunar á ýmsum fræðasviðum: landfræði, jarðfræði og líffræði. Umhverfisvöktunarkerfi vegna snöggra og hægfara umhverfisbreytinga, náttúruvár, atburða og kortagerðar. Öflun og vinnsla rauntímagagna.

Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestarar, umræðutímar og vikuleg verkefni í tölvuveri í öflun, greiningu og túlkun fjarkönnunargagna. Unnið verður með landupplýsingakerfi, einkum ArcGIS og QuantumGIS, svo og ýmis myndvinnsluforrit. Sjálfstætt rannsóknaverkefni á sviði fjarkönnunar og umhverfisvöktunar.

X

Visthagfræði (UAU105F)

Vistfræðileg hagfræði hefur stundum verið kölluð hagfræði sjálfbærrar þróunar. Sjálfbær þróun byggir á þremur meginstoðum - að tryggja áframhaldandi efnahagsvöxt, að tryggja félagslega velferð - án þess að skaða náttúru og vistkerfi heimsins. Því byggir sjálfbær þróun á því að maður og náttúra/vistkerfi eru tengd órjúfanlegum böndum. Mælingar á ástandi náttúru og vistkerfa gefa vísbendingar um að efnahagsvöxtur og fólksfjölgun ásamt tækniþróun hafi undanfarin árhundruð raskað jafnvægi mikilvægra hringrása náttúrunnar, og ber mögulegar lofslagsbreytingar þar hæst þessa dagana. En hvernig er hægt að viðhalda heilbrigðum vistkerfum og á sama tíma tryggja áframhaldandi hagsæld og félagslega velferð?

Þetta námskeið mun fjalla um fræðilegan mun á neoklassískri hagfræði og vistfræðilegri hagfræði í nálgun þessara tveggja lína innan hagfræði. Farið í grundvallarhugtök og hugmyndafræði visthagfræði ásamt praktískum dæmum; t.d. græna þjóðhagsreikninga.

Námskeiðið verður kennt helgina 29. september- 01. október.

X

Hnattrænar loftslagsbreytingar (UAU107M)

Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og eitt af mest krefjandi umhverfisvandamálum líðandi stundar og verður áfram í nánustu framtíð. Síðan 1992 hafa verið margir fundir og samkomulög á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Í námskeiðinu verður farið yfir loftslagsbreytingar frá nokkrum sjónarhornum. Byrjað á að fara yfir helstu gögn og vísindi er tengjast loftslagsbreytingum og líkönum af framtíðar breytingum. Síðan verður fjallað um áhrif og varnarleysi (e. vulnerability) og viðleitni til að draga úr áhrifum og aðlagast loftslagsbreytingum. Einnig er fjallað um málefni eins og loftslags-flóttamenn, mismunandi áhrif eftir kyni og samningaviðræður.

Einkunnargjöf byggir á skriflegu verkefni, þátttöku í tímum og kynningum, auk stuttrar könnunar. Nemendur sem taka þetta námskeið hafa almennt mjög mismunandi bakgrunn og þú munt hafa tækifæri til að læra um loftslagsbreytingar frá mismunandi sjónarhornum.

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F, UAU114F, UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- og auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F, UAU114F, UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F, UAU114F, UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlinda (UAU101F)

Ýmsum aðferðum má beita til að hafa áhrif á lífsstíl fólks og hegðun til að draga úr óæskilegum áhrifum á umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Þetta námskeið fjallar um umhverfis og auðlindastjórnun sem hefur að markmiði sjálfbæra þróun. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um sjálfbæra þróun og hugtakið skilgreint frá ýmsum sjónarhornum. Sérstaklega er rætt hvort hagvöxtur samrýmist sjálfbærri þróun, hvernig megi samræma hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun, umhverfisvísar og framkvæmd markmiða sjálfbærrar þróunnar. Í öðrum hluta verður fjallað um aðferðir sem notaðar eru við ákvarðanatöku í umhverfis og auðlindastjórnun svo sem ákvarðanagreiningu, og kostnaðar-og ábatagreiningu sem og mat á virði nátturuauðs. Í síðasta hluta námskeiðsins verða ýmis stjórntæki sem notuð eru til umhverfis- og auðlindastjórnunar kynnt og krufin til mergjar í alþjóðlegu samhengi, bæði hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn þeirra og þær aðferðir sem þau byggja á. Þau dæmi sem tekin eru breytast ár frá ári og byggja á áhuga þeirra nemenda sem taka námskeiðið hvert ár, svo sem kvótakerfi, skilagjöld, mengunarskattar og fjölmarkmiða stjórnun.

X

Hafið og sjálfbærni (UAU128F)

Conservation and sustainable use of the world oceans and marine resources is one of the biggest challenges of our time. The course offers a broad and comprehensive overview of the marine environment in a global perspective, in relation to the three pillars of sustainable development. The course will cover an overview of major oceanography features globally and locally. The course covers biological and fisheries science definitions that are important in marine resource management in relation to biological and ecological processes that may influence the resources such as stock size or distribution. The impact of climate change and large-scale changes in the marine environment will be covered and set in context with related variation in marine resources. The course covers multiple processes and environmental change impacting Oceans and their sustainability, such as pollution, ocean acidification, coral bleaching and trophic cascades. The role of different policies for the marine environment and its sustainable development will be explored with a focus on their multi-level nature and diverse ecosystem services, connecting global commitments to local realities. The role and implementation of Marine Protected Areas (MPA’s) will be discussed in international and local context. The course offers basic training in the theory of and practice of resources management of Ocean resources such as fisheries. Different management tools are explored, along with natural and institutional requirements. Appropriate management choices for different management problems are discussed. The student is provided with a solid understanding of the basic principles of sustainable marine resource policy and practical training in the design and implementation of such a policy.

X

Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F)

Námskeiðið er inngangur að rannsóknum og vísindasamfélaginu. Farið verður yfir hagnýtar upplýsingar fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði, svo sem hverju eiga nemendur von á, hver eru réttindi og skyldur nemenda, fræðileg vinnubrögð, möguleikar á starfsframa, samstarf og hlutverk leiðbeinenda og nemenda. Einnig verður farið yfir hvernig standa skal að heimildaleit, þróun rannsóknaverkefna og skrifum rannsóknaáætlana.

Nemandi skráir sig í Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F eða UAU246F ) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin. UAU115F er kennt í upphafi haustmisseris, UAU246F er kennt í upphafi vormisseris.

Námskeiðið verður kennt 15 og 16 ágúst 2024.

X

Verndarsvæði í sjó (UAU260M)

Verndarsvæði í sjó gegna mikilvægu hlutverki til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika hafsins sem og við stjórnun fiskveiða og hverskonar annarri nýtingu. Stjórnun verndarsvæða í sjó er gjarnan í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og annarra staðbundinna aðila. Virk verndarsvæði í hafi eru þó enn fágæt og aðeins um 8% alls hafsvæðis eru alfriðað. Á næstu árum er hins vegar stefnt að verulegri aukingu slíkar svæða, en í nýju samkomulag um líffræðilega fjöldbreytni á vegum Sameinuðu þjóðanna (UN-CBD) var samþykkt að þau skuli ná yfir 30% allra hafsvæðis.  Mögulegt er að ná markmiðum verndarsvæða í sjó með góðum stjórnunar- og verndaráætlunum, virkri framkvæmd og eftirfylgni verndaráætlana sem og virku eftirliti. Notagildi verndarsvæða í sjó eru fjölmörg og margbreytileg en erfitt getur reynst að ná markmiðum um vernd, til dæmis vegna ólöglegra veiða og ef lögum og reglum er ábótavant. Góð þekking á staðháttum, góðar verndaráætlanir, nægt fjármagn og fjárfesting í mannauði eru nauðsynleg til að markmið verndarsvæða í sjó skili tilætluðum árangri. Í námskeiðinu verður fjallað um hugmyndafræði verndarsvæða í sjó, stofnun slíkra svæða, stjórnkerfi þeirra sem og verklag við gerð stjórnunar- og verndaáætlana.

Námskeiði verður kennt vikuna 13. - 17. maí í Stykkishólmi, með áherslu á verndarsvæði Breiðafjarðar.  Námskeiðið byggist á kennslu, vettvangsferðum og hópavinnu.

X

Stjórnkerfi umhverfis- og auðlindamála (UAU201F)

Í sumum aðstæðum hefur maðurinn samskipti við umhverfið og nýtir náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt, en ekki í öðrum. Það sem skýrir muninn sem stafar af samskiptum manna og umhverfis er stjórnun. Hægt er að skilja umhverfisstjórnun sem samfélagslegt hlutverk sem miðar að því að stýra og leiðbeina aðgerðum manna – sem eru einstaklingar, lítill staðbundinn notendahópur eða alþjóðasamfélagið – í átt að tilætluðum árangri frá niðurstöðum sem teljast óæskilegar (Young, 2013).

Námskeiðið beinir sjónum sínum að því að kynna og efla skilning á mismunandi víddum umhverfis- og náttúruauðlindastjórnunar í samhengi við sjálfbærni.

Það skiptist í fjóra samtengda hluta:

  1. Umhverfisstjórnun: Grunnatriði. Hvað er stjórnun? Umhverfið sem vettvangur samhæfingar og átaka. Hvernig skiljum við aðila, hlutverk þeirra og ákvarðanatöku? Vald og valdatengsl. Stofnanir og stofnanabreytingar. Félagsvistfræðileg kerfi. Stjórnskipulag. Almannagæði.
  2. Alþjóðleg og innlend umhverfisstjórnun. Alþjóðleg umhverfisstjórnun og stofnanir, s.s. ESB, SÞ, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, Alþjóðabankinn o.fl. Norður-Suður málefni. Umhverfislegt stjórnfyrirkomulag; óson, loftslagsbreytingar, eyðimerkurmyndun o.fl. Samlegðaráhrif. Kynning á umhverfisstjórnun á Íslandi og hvernig hún tengist ákvarðanatöku með tilliti til umhverfis og auðlinda. Stjórnskipulag, miðlæg og staðbundin ákvarðanataka. Tengsl ýmissa stjórnsýslustiga, þings, ráðuneyta, stofnana.
  3. Almannaábyrgð og umhverfismál. Þátttaka almennings. Hvernig getur almenningur haft áhrif á ákvarðanatöku? Innlend og alþjóðleg umhverfisverndarsamtök.
  4. Stjórnarhættir fyrirtækja í sjálfbærnisamhengi. Þessi hluti námskeiðsins fjallar um stjórnarhætti fyrirtækja, eins og lýst er í leiðbeiningum Nasdaq um stjórnarhætti fyrirtækja sett í samhengi við sjálfbærniáherslur fyrirtækja. Viðkomandi umræðuna er umboðsskylda (e. fiduciary duty), ESRS staðlar um stjórnarhætti (ERSR G1) og þverlægir staðlar (ESRS 1 og 2; ESRS G1), heimsmarkmið 8-10, 12, 13, 17, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð númer 10, almennir staðlar GRI sem og 200 staðla serían, efnahagslegt viðskiptamódel (e. economic layer canvas) o.fl.
X

Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU246F)

Námskeiðið er inngangur að rannsóknum og vísindasamfélaginu. Farið verður yfir hagnýtar upplýsingar fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði, svo sem hverju eiga nemendur von á, hver eru réttindi og skyldur nemenda, fræðileg vinnubrögð, möguleikar á starfsframa, samstarf og hlutverk leiðbeinenda og nemenda. Einnig verður farið yfir hvernig standa skal að heimildaleit, þróun rannsóknaverkefna og skrifum rannsóknaáætlana.

Nemandi skráir sig í Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F eða UAU246F ) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin. UAU115F er kennt í upphafi haustmisseris, UAU246F er kennt í upphafi vormisseris.

Námskeiðið verður kennt föstudaginn 6. janúar 2023

X

Náttúruauðlindir og fiskihagfræði (HAG031M)

Markmið þessa námskeiðs er að kynna og útskýra hagræn grundvallarlögmál um nýtingu náttúruaðlinda. Hagkvæmasta nýting í kyrrstæðu og tímatengdu samhengi er leidd út. Ástæðurnar fyrir því að nýting náttúruauðlinda er iðulega ekki hagkvæm eru raktar og útskýrðar. Á þeim grundvelli er fjallað um hagkvæm stjórnkerfi fyrir nýtingu náttúruauðlinda. Hagfræði fiskveiða, orkulinda og umhverfisgæða er skoðuð sérstaklega. Beitt er greiningaraðferðum hagfræðinnar.

X

Sjávarvistfræði (LÍF201M)

Í námskeiðinu verður fjallað um uppbyggingu og virkni sjávar- og vatnavistkerfa. Auk þess verður áhersla á haffræði, eðlis- og efnafræði sjávar og vatna, einkenni búsvæða og lífríkis á norðlægum breiddargráðum, næringarefnaferla, fæðukeðjur, líffræðilega fjölbreytni, samfélagsvistfræði og búsvæðanýtingu. Farið verður yfir nýtingu stofna í sjó og ferskvatni hérlendis. Feltferðir, verkefni og dæmatímar kynna nemendur fyrir vistkerfum sjávar, ferskvatns og fjörunnar. Verkefnin eru byggð upp með rannsóknaráherslum, út frá vísindalegum tilgátum, beitingu aðferða við öflun gagna og úrvinnslu. Nemendur rita einnig ritgerð um tiltekið efni innan fagsins og halda erindi um það fyrir kennara og samnemendur.

X

Law of the Sea (LÖG213F)

Um er að ræða námskeið kennt á ensku um hafrétt sem er eitt sérsviða þjóðaréttar og er einkum ætlað fyrir meistaranema við Lagadeild, skiptinema og mögulega einnig aðra nema við háskólann sem leggja stund á nám er tengist hafrétti og auðlindum. Stefnt er að því að nemendur verði að námi loknu færir um að leysa viðfangsefni á sviði hafréttar og einnig til að stunda rannsóknir á því sviði. Grunnur námsins byggir á Hafréttarsáttmála SÞ sem telst vera heildstæður þjóðréttarsamningur á sviði hafréttar. Þá verður einnig  fjallað um aðra mikilvæga samninga á sviði hafréttar á borð við Úthafsveiðisáttmála SÞ, o.fl. Áhersla er lögð á að gera grein fyrir afmörkun ólíkra svæða á hafi og á hafsbotni, auk þess að gera grein fyrir ólíkum réttindum og skyldum strandríkja og annarra ríkja á þeim mismunandi hafsvæðum.

X

Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU116F)

Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.

Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.

Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.

X

Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU244F)

Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.

Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.

Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.

X

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.

Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.

X

Hagnýtt línuleg tölfræðilíkön (STÆ312M)

Í námskeiðinu er fjallað um einfalda og fjölvíða aðhvarfsgreiningu ásamt fervikagreiningu (ANOVA) og samvikagreiningu (ANCOVA). Að auki er farið í tvíkosta aðhvarfsgreiningu (binomial regression) og rætt um hugtök því tengt, svo sem gagnlíkindi (odds) og gagnlíkindahlutfall (odds ratio).
Námskeiðið er framhald af dæmigerðu grunnnámskeiði í tölfræði sem kennd eru á hinum ýmsu sviðum skólans. Farið verður í aðferðir til að meta stika í línulegum líkönum, hvernig smíða má öryggisbil og kanna tilgátur fyrir stikana, hverjar forsendur líkananna eru og hvað hægt sé að gera sé þeim ekki fullnægt. Verkefni eru unnin í tölfræðihugbúnaðinum R.

X

Arctic Politics in International Context (ASK113F)

This course examines the aims, interests, opportunities, and challenges of states, non-state actors, regional fora, and international organizations in a changing Arctic region. With a focus on policy, politics, and current issues, it analyses the contemporary dilemmas posed by Arctic governance, cooperation, and imaginaries of the region.

Building on the fundamentals taught in ‘Introduction to Arctic Studies’, this course investigates the Arctic policies of the ‘Arctic Eight’ states, as well as states located outside the region. Five of the ‘Arctic Eight’ are Nordic small states, and so this angle is also considered. The role and achievements of other relevant entities such as the Arctic Council, the Arctic Coast Guard Forum, NATO, the EU, and the UN is also analyzed. The course has an international focus and provides an in-depth examination of the major political contours in today’s Arctic

X

Umhverfisstjórnun fyrirtækja (UAU108F)

Í þessu námskeiði er leitast við að kanna ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfinu. Miðað er við virka þátttöku nemenda með því að greina málefnum sem tengjast fyrirtækjum, umhverfismálum og hagaðilum, en það er t.d. gert með hermileikjum (simulations) og tilviksgreiningum (case studies).

Markmið námskeiðsins er að skapa skilning á og kenna nemendum að velja og nota nauðsynleg tæki til að leggja mat á markmið og taka ákvarðanir þegar kemur að umhverfis- og auðlindastjórnun í samhengi við sjálfbæra þróun. Þar má t.d. nefna Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Global Reporting Initiative og fleira.

Námskeiðinu er skipt upp í þrjá hluta. Í hluta eitt munum við kanna hver er uppruni og merking á ábyrgð fyrirtækja. Í öðrum hluta er lögð áhersla á það hvernig má stjórna og innleiða ábyrgð fyrirtækja. Í þriðja hluta munum við læra um ábyrgð fyrirtækja út frá áhrifum, gagnrýni og framtíðarhorfum.

Í lok námskeiðsins er gert ráð fyrir að nemendur hafi að nemendur hafi öðlist fræðilegan skilning á viðfangsefninu, geti beitt þeim aðferðum sem kenndar hafa verið og séu læsir á upplýsingar sem snúa að fyrirtækjum, umhverfistengdum viðfangsefnum þeirra og árangri og áhrifum.

X

Íslenskur sjávarútvegur (UAU122F)

NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI

Í námskeiðinu fá nemendur yfirsýn um núverandi fyrirkomulag og þróun í íslenskum sjávarútvegi.

Helstu viðfangsefni: Ágrip af sögu íslensks sjávarútvegs. Vistkerfið og helstu sjávardýr í hafinu umhverfis Ísland. Hagtölur íslensks sjávarútvegs og umfjöllun um stærstu sjávarútvegsfyrirtækin. Fyrirkomulag og uppbygging skipa og veiðarfæri sem notuð eru á Íslandsmiðum. Yfirlit um helstu aðferðir við stjórnun fiskveiða með áherslu á íslenska aflamarkskerfið (kvótakerfið) og þróun þess. Afurðir, vinnsluleiðir og þróun markaða fyrir sjávarafurðir í gegnum tíðina. Starfsumhverfi, fjárhagsstaða og afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi. Virðiskeðja sjávarútvegs og hugtökin „fullnýting afurða“ og „hámörkun verðmæta í stað magns“. Verklegur hluti námskeiðsins inniheldur heimsókn í fiskiðjuver og skip, ásamt æfingu í flökun og framleiðslu helstu afurða af botnfiskflaki. Námsmat: Fræðiritgerð með gagnagreiningu og fyrirlestri, auk verklegrar æfingar með skýrslu. Umræðutímar eru við tiltekna námsþætti hér að ofan til þess að dýpka skilning nemenda og auka þátttöku þeirra.

X

Rekstur í sjávarútvegi og eldi (VIÐ302M)

Sjávarútvegur hefur um aldir verið ein mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar og fiskeldi fer vaxandi. Sjávarútvegur og fiskeldi eru orðin hátækniatvinnugreinar þar sem nýsköpun og tækniþróun er allsráðandi.

Í námskeiðinu fá nemendur yfirsýn yfir helstu þætti er varða rekstur sjávarútvegsfyrirtækja, starfsumhverfi þeirra, tækifæri og afkomu og hvernig sjávarútvegur og fiskeldi tengjast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Farið verður yfir sögu og þróun á Íslandi undanfarna áratugi, þróun fiskveiðistjórnunar og kvótakerfið. Þá verður fjallað um mikilvægi fiskeldis, bæði sjókvíaeldi og landeldi, afurðir, vinnsluleiðir, sölu- og markaðssetningu og hvað þarf til þess að ná árangri og hvernig íslenskur sjávarútvegur og eldi getur náð að vera í hillum verslana 365 daga ársins. Þá verður einnig farið yfir hvaða tækifæri eru í atvinnugreininni. Tæknibreytingar, gervigreind, umhverfismál og nýsköpun verða í brennidepli. Nemendur vinna raunhæf verkefni í námskeiðinu í samvinnu við stjórnendur fyrirtækja.

Námskeiðið er í nánu samstarfi við fyrirtæki, ráðuneyti og stofnanir í sjávarútvegi og vinna nemendur raunhæf verkefni í samvinnu við fyrirtæki í greininni. Samstarfsaðilar Viðskiptafræðideildar eru: Brim, Fisk, Ísfélag Vestmannaeyja, Ice Fresh, Íslandsstofa, Matvælaráðuneytið, Marel, Marine Collagen, Samherji, Síldarvinnslan, Sjávarklasinn, Vinnslustöðin og Vísir.

Fyrirtækjaheimsóknir: Farið er í tvær fyrirtækja heimsóknir í námskeiðinu.  Stjórnendur hjá Brimi taka á móti nemendum og Samherji fiskeldi á Suðurnesjum. Nemendur þurfa sjálfir að koma sér á staðinn.

Aðstaða fyrir nemendur utan kennslustunda: Nemendur í námskeiðinu fá aðstöðu til verkefnavinnu hjá Sjávarklasanum.

X

Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði (UMV123F)

Námskeiðið fjallar um ýmsa þætti tengda hringrásarhagkerfinu sem eru settir í samhengi byggingariðnaðarins, og miðar að lokum að því að svara spurningunni hvort umskipti byggingariðnaðarins yfir í hringrás séu möguleg. Fjallað verður um viðfangsefnið á hagnýtan hátt, með hliðsjón af umhverfislegum, lagalegum, pólitískum og efnahagslegum þáttum. Kjarnahugtök í hringrásarbyggingum verða kynnt (endurnýting og endurvinnsla efnis, hönnun fyrir sundurtöku/aðlögunarhæfni og möguleiki á samnýtingu rýmis) út frá raunverulegum dæmum. Námskeiðið mun kynna nemendum fyrir núverandi áskorunum og þeim möguleikum sem tengjast hringrásarbyggingu í íslensku, norrænu og evrópsku samhengi. Að lokum verða þær aðferðir, sem til eru við að mæla hversu hringlaga byggingar eru, ræddar á gagnrýnin hátt. Á grundvelli þess sem kennt er í námskeiðinu, leggja nemendur til lausnir við að auka hringrás ákveðins húss, byggt á efnisskrá þess.

ATH: Námskeiðið er ætlað meistaranemum í Byggingaverkfræði, Umhverfisverkfræði og Umhverfis- og auðlindafræði.

X

Sjávarútvegur og fiskeldi - AQFood (MAT704F)

https://www.nmbu.no/course/AQF200

Nemendur öðlast yfirsýn yfir sjávarútvegs- og fiskeldisiðnað heimsins með áherslu á Norðurlöndin. Áhrif ýmissa þátta við veiðar, s.s. áhrif fisktegundar, fæðis, árstíma veiða, veiðarfæra, á bestu hagnýtingu og gæða fiskafurða verða kynnt. Farið verður í áhrif veiðarfæra og skipa, verkunar og vinnslu, regluverk varðandi kvóta og meðhöndlun afla og sjálfbærar hagnýtingar á sjávarafurðum. Yfirferð á fiskeldisiðnaðinum felst m.a. í áhrifum fisktegunda, líffærafræði og þroskaferlar þeirra, vatnsnotkun og vatnsgæði, fiskfóður, eldi, heilbrigði fiska og sjúkdómar við fiskeldi, dýravelferð, sjálvbært fiskeldi, slátur- og söfnunaraðferðir.

Námskeiðið er hluti af AQFood meistaranáminu sem unnið er í samstarfi við DTU, NTNU, HÍ en kennt við NMBU. Námskeiðið er netnámskeið sem hægt er að taka í fjarnámi.

Námsefni samanstendur af fyrirlestrum sem hlaðið er upp á netið, ásamt æfingum og verkefnum. Nemendur skulu þá einnig vinna að stærra verkefni sem skila á inn verkefnaskýrslu um.

X

The Arctic Circle (UAU018M)

Með loftslagsbreytingum er talið að mikilvægi norðurslóða muni aukast á næstu áratugum þar sem náttúruauðlindir verða aðgengilegri og nýjar samgönguleiðir opnast. Á sama tíma skapast ógnir við viðkvæm vistkerfi og samfélög en efnhagsleg tækifæri verða einnig til. Arctic Circle samtökin mynda viðamikið tengslanet sem byggir á alþjóðlegu samstarfi og umræðu um framtíð norðurskautsins. Arctic Circle samtökin eru opinn og lýðræðislegur vettvangur með þátttöku ríkisstjórna, stofnana, fyrirtækja, háskóla, fræðimannahópa, umhverfissamtaka, samfélaga frumbyggja, almennra borgara og annars áhugafólks um þróun norðurskautsins og afleiðinga þess á framtíð jarðar. Árlega Arctic Circle ráðstefnan er stærsta alþjóðlega samkoman með áherslu á norðurskautið. Árlega mæta yfir 2000 þátttakendur frá yfir 50 löndum.

Á Arctic Circle ráðstefnunni hefur meðal annars verið fjallað um eftirtalin málefni:

  • Bráðnun íss og öfgakennd veður
  • Hlutverk og réttur innfæddra
  • Öryggismál á norðurslóðum
  • Innviðir fjárfestinga á norðuslóðum
  • Byggðaþróun
  • Innviðir flutningakerfa
  • Orkumál
  • Hlutverk Evrópu- og Asíuþjóða
  • Asía og Norðursjávarsiglingaleiðin
  • Lýðheilsa og velferð á heimskautasvæðum
  • Vísindi og þekking frumbyggja
  • Ferðamennska og flugsamgöngur á norðurslóðum
  • Vistkerfi og haffræði
  • Sjálfbær þróun
  • Þróun endurnýjanlegrar orku fyrir afskekkt samfélög
  • Tækifæri og ógnir við borun eftir náttúruauðlindum
  • Auðlindir á norðuslóðum
  • Viðskiptasamstarf á norðurslóðum
  • Úthöfin á norðurslóðum
  • Sjávarútvegur og lífrænar auðlindir
  • Jarðfræði og jöklafræði
  • Heimskautaréttur: sáttmálar og samningar
  • Heimur háður ís: norðurslóðir og Himalaya

Á námskeiðinu taka nemendur þátt í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu. Skyldumæting er fyrir nemendur á ráðstefnuna. Nemendur þurfa að mæta í tvær kennslustundir, eina stuttu fyrir ráðstefnuna og aðra stuttu eftir ráðstefnuna.

Arctic Circle Assembly verður 17. - 19. október 2024 í Hörpu.

Nemendur greiða skráningargjald á ráðstefnuna. Gjaldið er almennt nemendagjald með afslætti. 

X

Umhverfisstjórnun fyrirtækja (UAU108F)

Í þessu námskeiði er leitast við að kanna ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfinu. Miðað er við virka þátttöku nemenda með því að greina málefnum sem tengjast fyrirtækjum, umhverfismálum og hagaðilum, en það er t.d. gert með hermileikjum (simulations) og tilviksgreiningum (case studies).

Markmið námskeiðsins er að skapa skilning á og kenna nemendum að velja og nota nauðsynleg tæki til að leggja mat á markmið og taka ákvarðanir þegar kemur að umhverfis- og auðlindastjórnun í samhengi við sjálfbæra þróun. Þar má t.d. nefna Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Global Reporting Initiative og fleira.

Námskeiðinu er skipt upp í þrjá hluta. Í hluta eitt munum við kanna hver er uppruni og merking á ábyrgð fyrirtækja. Í öðrum hluta er lögð áhersla á það hvernig má stjórna og innleiða ábyrgð fyrirtækja. Í þriðja hluta munum við læra um ábyrgð fyrirtækja út frá áhrifum, gagnrýni og framtíðarhorfum.

Í lok námskeiðsins er gert ráð fyrir að nemendur hafi að nemendur hafi öðlist fræðilegan skilning á viðfangsefninu, geti beitt þeim aðferðum sem kenndar hafa verið og séu læsir á upplýsingar sem snúa að fyrirtækjum, umhverfistengdum viðfangsefnum þeirra og árangri og áhrifum.

X

Sjálfbærni og fjármál (UAU129F)

Í þessu námskeiði öðlast nemendur skilning á samspili umhverfisfræða og fjármálamarkaða.
Nemendur öðlast skilning á aðferðafræði grænna skuldabréfa, viðeigandi leiðbeiningar við smíði grænna og sjálfbærra fjármálaramma, ferli við útgáfu, uppbygging grænna ramma, vottun og helstu aðferðir og hugtök við framsetningu áhrifaskýrslna. Nemendur öðlast færni í uppbyggingu sjálfbærra fjármálaramma og hvernig þeir eru nýttir, sér í lagi innan fjármálafyrirtækja. Farið er yfir sjálfbærniáhættumat, uppbyggingu aðferðafræða við greiningu UFS (umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir) áhættu og nýtingu niðurstaða við fjárfestingaákvarðanir og uppbyggingu eignasafna. Farið er yfir helstu lykiltölur sem fjármálafyrirtæki þurfa að þekkja varðandi útlána og fjárfestingasöfn sín, s.s. GAR (Green asset ratio) og BTAR (book taxonomy aligned ratio). Farið er yfir tegundir loftslagsáhættu samkvæmt TCFD (Task force on climate related financial disclosures). Nemendur læra um aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga og áhrifafjárfestinga og hvaða markmiðum fjárfestar sækjast eftir við slíkar fjárfestingar. Nemendur öðlast skilning á viðeigandi regluverki varðandi upplýsingagjöf, sér í lagi flokkunarreglugerð Evrópusambandsins (EU Taxonomy) og tengdum reglugerðum. Nemendur læra um fjármagnaða losun gróðurhúsalofttegunda með aðferðafræði PCAF (Partnership for Carbon Accounting Financials). Að lokum læra nemendur um þróun samspils á milli tryggingageirans og sjálfbærni.

X

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.

Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.

X

Hagnýt gagnagreining (MAS202M)

Námskeiðið fjallar um tölfræðiúrvinnslu í forritinu R. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunnþekkingu í tölfræði og tölfræðihugbúnaðnum R. Æskilegt er að nemendur þekki til margbreytu aðhvarfsgreiningar (e. multiple linear regression). Nemendur læra að beita hinum ýmsu tölfræðiaðferðum í R (ss. classification methods, resampling methods, linear model selection og tree-based methods). Námskeiðið er kennt á tólf vikum og verður það á vendikennsluformi þar sem nemendur lesa námsefni og horfa á myndbönd áður en þeir mæta í tíma og fá svo aðstoð með fyrirliggjandi verkefni í tímum.

X

Hagnýt tölfræði (STJ201F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist skilning á eðli hinnar vísindalegu aðferðar og undirstöðuþekkingu í að greina tölfræðileg gögn sem notuð eru við margs konar opinbera ákvarðanatöku. Farið er yfir hugtök á borð við orsök, réttmæti og áreiðanleika. Fjallað er bæði um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, þar á meðal um breytur, gildi, miðlægni, staðalfrávik, úrtök, marktækni og tilgátuprófanir. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist færni í að greina og meta megindlegar rannsóknir með tilliti til aðferðafræði og jafnframt að þeir geti sótt gögn og framkvæmt einfaldar tölfræðiaðgerðir í töflureikni. 

X

Eigindleg aðferðafræði (STJ203F)

Qualitative Methods provides students with an introduction to some of the most commonly used qualitative methods and methodological tools in political science. The main focus in the course is on case studies (including process tracing) and various tools and techniques used within case studies, e.g., qualitative content analysis, interviewing, and focus groups. One part of the course is also dedicated to discourse analysis. The course begins with a very brief introduction to philosophy of science and outlines basic ontological, epistemological and methodological issues in the social sciences. The remainder of the course is dedicated to the methods and tools/techniques listed above. Students will gain a deeper understanding of the philosophical underpinnings, assumptions and ambitions of the different methods, but they will also gain practical experience as to the design and execution of research within the different traditions.

The course is designed in a highly interactive way and emphasizes active student participation. It is expected that students have done at least the required reading assigned for the given day and are ready to participate in group work and discussions in class. There are two types of classes in this course: lecture & discussion classes and workshops. Each lecture & discussion class will be divided into three parts: a short agenda-setting lecture by the lecturer (40 minutes), group work (40 minutes), and a concluding general discussion (40 minutes). This design is highly effective with regard to achieving the course’s learning outcomes, but it also requires that students have familiarized themselves with the assigned reading for the day. In the workshops, the class will be divided into two groups (A and B).

X

Hlutverk og stefnumótun alþjóðastofnana (ASK201F)

Alþjóðastofnunum hefur fjölgað verulega frá lokum síðari heimsstyrjaldar og samskipti ríkja fara í vaxandi mæli fram innan veggja þeirra. Í námskeiðinu verður gerð grein fyrir kenningum um eðli og hlutverk alþjóðastofnana og þeim ferlum sem stjórna starfsemi þeirra.

Í stað þess að fjalla sérstaklega um sögu og skipulag einstakra stofnana, mun þetta námskeið leggja áherslu á að kanna hið pólitíska kerfi sem liggur til grundvallar samstarfs ríkja innan alþjóðastofnana. Að hvaða leyti eru alþjóðastofnanir sjálfstæðir aðilar í alþjóðakerfinu?  Hverjir hafa áhrif á alþjóðastofnanir og hvernig gera þeir það? Hvernig eru alþjóðastofnanir fjármagnaðar og hvaða áhrif hefur það á rekstur þeirra? Hvers konar fólk vinnur í alþjóðastofnunum og hvaða áhrif hefur það á stofnanirnar sem það vinnur hjá? Þessum, og fleiri, spurningum verða gerð skil á námskeiðinu.

Nemendur munu kynnast þeim margvíslegu rannsóknaraðferðum sem nýttar eru til að svara þessum spurningum. Lesefni námskeiðsins er fjölbreyttt og við munum m.a. nýta okkur sögulegar rannsóknir, tilviksrannsóknir,  og bæði eigindlegar og megindlegar fræðigreinar og bókakafla. Lögð verður sérstök áhersla á nýlegar rannsóknir á sviði alþjóðastjórnmála svo nemendur fá góða yfirsýn yfir stöðu fræðasviðsins. Markmið námskeiðsins er því tvíþætt: í fyrsta lagi, að nemendur öðlist skilning á þeim þáttum, bæði pólitískum og stjórnsýslulegum, sem stýra starfsemi alþjóðastofnana og, í öðru lagi, að gera nemendum kleift að kryfja og vinna með fjölbreyttar rannsóknir á sviði alþjóðastofnana í sinni eigin rannsóknarvinnu.

Námskeiðið byggir á helstu kenningum í alþjóðasamskiptum en ekki er gert ráð fyrir að nemendur búi yfir þekkingu á einstökum stofnunum umfram það sem almennt mætti telja eðlilegt af nemanda með áhuga á alþjóðamálum. Þar sem við á verður bætt við ítarefni fyrir á sem þurfa að kynna sér grunnstarfsemi einstakra stofnana betur. Áhersla verður lögð á stóru alþjóðlegu stofnanirnar, eins og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en við munum einnig fjalla um svæðisbundnar stofnanir, eins og Evrópuráðið, alþjóðleg félagasamtök (INGOs) og aðkomu einkaaðila að alþjóðakerfinu.

X

Nýsköpun og gerð viðskiptaáætlana (IÐN202M)

Markmið: Gera nemendur færa um að skilja eðli og ferli nýsköpunar, einkenni og virkjun frumkvæðis og skrifa viðskiptaáætlun fyrir tiltekna hugmynd. Fjallað verður um öll atriði er tengjast gerð viðskiptaáætlana. Þar er einkum um að ræða; hugmyndaleit, hugmyndamat og skilgreining á viðskiptahugmynd (þörf og lausn). Markaðsmál, sölumál og samkeppni varðandi hugmyndina og framsetning eftirpurnarfalls. Tæknin sem lausnin byggir á og tæknileg sérstaða lausnarinnar. Gerð framkvæmdaáætlunar fyrir tæknilega útfærslu lausnarinnar (verk- og tímaáætlun). Vernd hugverka og einkaleyfi. Gerð stofnkostnaðar- og fjármögnunaráætlunar. Gerð fjárhagsáætlana; rekstrar- og greiðsluáætlun ásamt áætlun um efnahagsreikning og arðsemis- og andvirðismat. Útreikningur ýmissa lykiltalna. Umfjöllun um stofnendur, eigendur og stjórnskipulag. Verkefnavinna: Þátttakendur vinna verkefni á grundvelli hugmyndaleitar og hugmyndamats. Verkefnin eru annað hvort sprottin úr hugmyndum þátttakenda eða tengjast starfandi fyrirtækjum. Verkefnin eru unnin í þriggja manna hópum og skila nemendur 4 áfangaskýrslum og verja verkefnin munnlega í lok misseris. Lokaskýrsla skal vera fullmótuð viðskiptaáætlun ásamt arðsemismati og tillögum um hvernig verkefninu skuli hrint í framkvæmd.

X

Almenn haffræði 1 (JAR414M)

Markmið námskeiðs er að nemendur öðlist yfirsýn á undirstöðum almennrar haffræði, gerð hafsbotns, eðlis- og efna- og lífefnafræði sjávar.  Ennfremur hvernig samspil þessara þátta mótar aðstæðurnar í höfunum. Viðfangsefnið er skipting lands og sjávar, heimshöfin, stærð og landfræðileg einkenni, botnlögun. Tæki og aðferðir í hafrannsóknum. Eðliseiginleikar sjávar, selta. Ljós og hljóð í hafinu. Breytingar eiginleika vegna sveims og strauma. Orkubúskapur og vatnshagur. Dreifing sjávarhita og seltu, sjógerðir og hita-seltuhringrásin. Ágrip af stöðu- og hreyfifræði hafsins. Efnafræði sjávar: Jarðefnafræðileg hringrás, aðalefni, snefilefni og uppleystar lofttegundir í sjó. Næringarsölt í sjó og tengsl þeirra við kolefni og súrefni. Áhrif eðlis- og efnafræðilegra eiginleika á frjósemi hafsvæða.  Hafið við Ísland.

Verklegar æfingar ná yfir dæmaæfingar, skýringar dæma, úrvinnslu og túlkun haffræðilegra gagna og heimsókn í Hafrannsóknarstofnun og í rannsóknaskip.

X

Náttúruvá og samfélag (LAN215F)

Í námskeiðinu er fjallað ítarlega um þann vanda sem náttúruvá af ýmsu tagi skapar samfélögum af mismunandi gerð og við ólíkar aðstæður. Framlag landfræði og félagsvísinda til þekkingar á náttúruvá og tengslum hennar við samfélagið er rakið. Farið er yfir helstu fræðileg hugtök og kenningar til að varpa ljósi á viðbrögð fólks og aðlögun þess að náttúruvá. Áhættuhugtakið er skoðað sérstaklega og gerð grein fyrir rannsóknum á skynjun einstaklinga og hópa á áhættu tengdri náttúruvá. Einnig er skoðað hvernig unnt er að leggja hlutlægt mat á áhættu og draga úr áhrifum atburða, staðbundið eða á stærri svæðum. Almannavarnahringrásin er kynnt og fjallað um hlutverk og ábyrgð hinna ýmsu viðbragðsaðila. Dæmi eru tekin af tilteknum atburðum í ríkari og fátækari hlutum heimsins. Nemendur kynna sér og safna gögnum um tiltekna atburði ítarlega, greina þau og rökræða viðbrögð og afleiðingar. Íslenskar rannsóknir landfræðinga og annarra á þessu sviði verða skoðaðar sérstaklega. Einnig fara nemendur í kynnisheimsóknir til íslenskra aðila og stofnana sem sinna almannavörnum og viðbragði við náttúruhamförum.

X

Alþjóðlegur sjávarútvegur (UAU254F)

NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI Í FJARNÁMI

Í þessu námskeiði er fjallað um nokkrar valdar fiskveiðar erlendis. Þar með talið í Norður Atlantshafi, Norður Kyrrahafi og á uppstreymissvæðum. Í námskeiðinu verður gefið yfirlit yfir valda þætti varðandi fiskveiðar í viðkomandi stöðum, svo sem haffræði, helstu tegundir og veiðarfæri sem notuð eru. Fjallað verður um sögulega þróun veiða og reynslu af fiskveiðistjórnun. Í áfanganum verður einnig skoðuð þróun í kröfum um vistfræðilega, efnahagslega og samfélagslega sjálfbærni og áhrif þess á markaði fyrir sjávarfang. Önnur tengd viðfangsefni eru: Framboð sjávarafurða og mannfjöldaþróun, Fiskveiðar eftir heimsálfum og helstu þjóðum, Fiskeldi á heimsvísu, Vinnsla og afurðaflokkar frá fiskveiðum og eldi, Stærstu sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækin, ásamt alþjóðavæðing fyrirtækja, Nútíma iðnvæddar veiðar á móti veiðum í þróunarlöndum.

Námsmat byggir á ritgerð, fyrirlestri, veggspjaldi og þátttöku í umræðum.

X

Fiskiðnaðartækni 2 (VÉL601M)

ATH: námskeiðið verður ekki kennt vorið 2022. 

Markmið: Gera nemendur færa um að beita þverfaglegri þekkingu á helstu sviðum vélaverkfræðinnar til að hanna fiskvinnslurásir/flutningsferla. Námsefni m.a.: Vinnsluþrep og búnaður við vinnslu ferskfisks, frystingu, söltun, þurrkun, fiskmjölsvinnslu, lýsisgerð, meltugerð o.fl. Orku- og massavægi. Hönnunarforsendur fyrir fiskvinnslufyrirtæki. Vinnsluvélar, pökkunar- og geymsluaðferðir,  greining á starfsumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja, markaðsmál, hreinni framleiðslutækni, samkeppnisstaða, arðsemi, gæðamál, tæknivæðing o.fl.

Geymsluskilyrði (ljós, raki, hiti, samsetning lofts, o.s.frv.) og lykilþættir sem áhrif hafa á breytingar fiskafurða við geymslu, flutning og sölu/dreifingu. Stöðug og tímaháð varmaflutningsfræði, hagnýting Heisler- og Mollier-rita. 

Verklegt: Fiskvinnslurás/fiskvinnslufyrirtæki greint og/eða endurhannað.

X

Vistvæn nýsköpun matvæla (MAT612M)

Námskeiðið er unnið í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Matís ohf. 

Megin markmið áfangans er að þróa nýja vöru frá hugmynd að tilbúinni vöru með sjálfbærni að sjónarmiði. Sem liðir í því verða gerðar frumgerðir (prótótýpur), umbúðir verða hannaðar, gerðar verða markaðs- og viðskiptaáætlanir og rýnt verður í nauðsynlega framleiðsluframleiðsluferla fyrir vöruna. Útkoma verkefnanna geta orðið að nýrri vöru og verið kynntar í Evrópukepninni Ecotrophelia. 

Námskeiðið byggist á samvinnu nemenda. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni í hóp og deili á milli sín verkefnum til að geta lokið kröfum námskeiðisins. Nemendur fá leiðsögn við hópamyndun og hópavinnu. Nemendur með ólíkan bakgrunn taka þátt í námskeiðinu og kennari sér til þess að hver hópur hafi góða samsetningu nemenda með ólóka hæfni. 

Kennarar og sérfræðingar munu halda fyrirlestra um ýmsa þætti vöruþróunar, þar á meðal um gerð viðskiptaáætlana og umbúðagerð. Í lok námskeiðs halda svo nemendur kynningu á vörunum sínum. 

Nemendur munu þróa frumgerð af nýrri vöru og fá til þess fjárhagslegan stuðning og aðgang að tilrauna aðstöðu, nánari upplýsingar verða gefnar í fyrsta tíma námskeiðisins.  

Nemendum er stendur til boða að vinna verkefni sín í samstarfi við íslensk fyrirtæki í matvælaiðnaði. Nánari útskýringar verða gefnar við upphaf námskeiðsins.  

Matís ohf. veitir sérfræðiaðstoð við vöruþróun innan námskeiðisins.  

Lokaverkefni og námsmat námskeiðisins er tvískipt. Fyrst skilar hver hópur inn skýrslu um vöruna sem þróuð var, þar á meðal um viðskiptaáætlun, markaðssetningu og sjálfbærni vörunnar. Svo kynnir hver hópur vöruna sína og viðskiptaáætlun fyrir, kennurum, nemendum og dómsnefnd frá sammtökum iðnaðarinns fyrir nýsköpunar keppnina Ecotrophelia Iceland. Sigur liðið fær tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppni í vistvænni nýsköpun (Ecotrophelia) fyrir hönd Íslands. Þáttaka í Evrópukeppninni er valfrjáls en munnleg kynning í innanlandskeppninni er skilda í námskeiðinu. Frekari upplýsingar um keppnina má nálgast hér: https://eu.ecotrophelia.org/ 

Nemendur í Matvælafræði eru hvattir til að taka þetta námskeið samhliða námskeiðinu Vöruþróun matvæla (MAT609M), til að samnýta þekkingu og hæfni sem fæst í námskeiðunum og fá dýpri skilning á öllum hliðum vöruþróunar.  

Nemendur af öðrum námsbrautum eru hvattir til að taka þetta námskeið þar sem fjölbreytileki teymis og breiður þekkingargrunnur er mikill styrkleiki við þróun á vörum. Til að sannfærast er gott að lesa þetta https://shorturl.at/opxH3 eða þetta https://shorturl.at/boHM8 

X

Kolefnisfótspor fyrirtækja (UAU027F)

Í þessu námskeiði öðlast nemendur færni í útreikningum á losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri fyrirtækja. Nemendur öðlast þekkingu á helstu aðferðafræðum við útreikninga, hvernig styðjast skal við gagnabanka og hvaða leiðir standa fyrirtækjum til boða við upplýsingagjöf (e. disclosure platforms), s.s. CDP, Nasdaq og GRI. Nemendur læra að þekkja umföng, notkun lífsferilsgreininga (LCA) við upplýsingagjöf, hvaða sjálfbærnimælikvarðar eru viðeigandi (e. material) og hvernig má skoða mótvægisaðgerðir í samhengi við rekstur fyrirtækja. Leiðbeiningar Greenhouse Gas Protocol eru grunnviðfangsefni námskeiðsins, enda eru þær leiðbeiningar gjarnan nýttar til grundvallar upplýsingagjöf. Við lok námskeiðs hafa nemendur færni til að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri og virðiskeðju fyrirtækja og setja fram á viðeigandi vettvangi. Nemendur þekkja einnig þróun í aðferðafræði á útreikningum losunar gróðurhúsalofttegunda, sér í lagi með tilliti til fjármálastarfsemi. Nemendur þekkja einnig hvernig upplýsingar sem þessar eru nýttar, s.s. með tilliti til ESG áhættumats. 

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

X

Umhverfishagfræði (UAU206M)

Í þessu námskeiði er fjallað um ýmsar veigamiklar hliðar umhverfishagfræði. Rætt er um efnahagslegt gildi umhverfisins, mismunandi not þess, kostnað við umhverfisrýrnun og svokallaða "græna" landsframleiðslu. Ennfremur er fjallað sérstaklega um land, landnotkun og landvirði. Þá er geta markaðskerfisins til að framkalla hagkvæma nýtingu umhverfisins rannsökuð, aðferðir til að lagfæra "mistök" í því efni skoðaðar og bornar saman við hugmyndir umhverfissinna.

X

Sjálfbær framtíð (UAU207M)

Markmið námskeiðsins er að þjálfa gagnrýna hugsun nemenda  og leiðtogahæfileika með sjálfbæra framtíð að markmiði. Námskeiðið mun kenna praktískar aðferðir sem minnka munu vistfótspor (e. ecological footprint), einstaklinga/fyrirtækja/stofnana/samfélags. Áhersla verður lögð á þverfræðileika og vísindalegan ramma sjálfbærni - byggðan á aðferðafræði "systems thinking". Nemendur munu læra að nýta vísindi í víðum skilningi til að styðja við regulgerðir (e. Policy), kynnast þeim eiginleikum og aðferðum sem þarf til að leiða breytingar þjóðfélaga í átt til sjálfbærni auk þeirra þátta sem nauðsynlegir eru þegar sjálfbær samfélög eru skipulögð.

Við lok námskeiðsins munu nemendur hafa öðlast hæfileika til að leiða breytingar samfélags í átt til sjálfbærrar framtíðar. Nemendur munu ma. annars geta leitt vinnustofur sem miða að sjálfbærni. Námsmat mun fara byggt á frammistöðu í vinnustofum, kynningum og hópverkefnum. 

Lotunámskeið, kennt yfir fjórar helgar. Dagsetningar á vormisseri 2023 eru: 20.-21. janúar, 10.-11. febrúar, 3.-4. mars og 24.-25. mars. 

X

Stefnumiðuð samfélagsábyrgð fyrirtækja (UAU247F)

Í þessu 13 vikna námskeiði er gert ráð fyrir virkri þátttöku nemenda. Námskeiðið tekur mið af þeirri hugmynd að þótt stjórnvöld og óhagnaðardrifin félög skipti sköpum fyrir nútímasamfélag eru það fyrirtæki sem leggja grunn að þeirri verðmætasköpun sem velferð samfélagsins byggist á, auk þess sem þau eiga sinn hlut í þeim vandamálum sem við er glímt. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin áhrif á samfélagið sem samanstendur af fjölmörgum hagaðilum sem og náttúrulegu umhverfi. Á móti kemur að það er samfélagið sem mótar leikreglur sem fyrirtæki starfa eftir sem og þær væntingar sem fyrirtæki taka mið af í þeirra ytra og innra umhverfi. Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, t.d. markmið 1-5, 8, 9, 10, 11, 12, 13 og 16, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Evrópsku ESRS sjálfbærnistaðlana, GRI skýrslugerðarstaðlana o.fl. Þessi samverkun fyrirtækja, samfélags (í víðasta skilningi þess orðs) og náttúrulegs umhverfis er viðfangsefni samfélagsábyrgðar fyrirtækja en nálgast þarf viðfangsefnið á stefnumiðaðan hátt.

Burtséð frá persónulegum skoðunum fólks á samspili viðskipta og samfélags þá eru hagnaðardrifin fyrirtæki mikilvæg. Í þessu námskeiði er leitast við að kanna víddir slíks samspils frá sjónarhóli ólíkra hagaðila. Það er gert á gagnvirkan hátt, með því að skoða og greina málefni sem tengjast samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, með hermileikjum (simulation) og með tilviksrannsókn (hópverkefni).

Námskeiðinu er skipt upp í sex megin hluta. Í fyrsta hluta er skoðað hvað samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja merkir, hverjir eru drifkraftar samfélagsábyrgðar. Í öðrum hluta er sjónum beint að sjónarhorni hagaðila og í þriðja hluta er fjallað um lagalega þætti. Í fjórða hlutanum er fjallað um hegðunarsjónarmið, í fimmta hlutanum um stefnumarkandi þætti samfélagsábyrgðar og í sjötta hlutanum um er áhersla lögð á sjálfbæra sýn og sjálfbæra verðmætasköpun.

X

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.

Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.

X

Þáttagerð. Vinnsla fræðilegs efnis fyrir útvarp (í samvinnu við RÚV) (BLF201M)

Markmiðið með námskeiðinu er að gefa nemendum tækifæri til að koma rannsóknum sínum og annarra á framfæri við hlustendur Ríkisútvarpsins, jafnframt því að rýna í samfélag og menningu á fræðilegum forsendum. Nemendum gefst um leið tækifæri til að kynnast útvarpinu sem miðli, fá reynslu af þáttagerð og kynnast verklagi reynds fjölmiðlafólks.

Á meðal þess sem rætt verður um á námskeiðinu er: Ríkisútvarpið sem miðill, útvarp sem farvegur fræða, gerð fléttuþátta fyrir útvarp, viðtöl við fræðimenn, hvernig nýta megi eigin sérfræðiþekkingu við dagskrárgerð og krafturinn sem býr í hinu ósagða.  Rætt verður um talmál og tónlist í safni Ríkisútvarpsins. Lögð verður áhersla á hvernig tækni hefur þróast varðandi varðveislu og afspilun og hvernig hægt er að flétta eldri upptökur inn í nýja dagskrá.

Auk þessa fræðast nemendur um handritsgerð, viðtöl og vinnu í hljóðstofu. Þættir nemenda verða á dagskrá Ríkisútvarpsins á komandi vetri.

X

Spurningalistakannanir (FÉL089F, FÉL089F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að hanna og framkvæma spurningalistakannanir. Rætt verður um helstu úrtaksaðferðir og tegundir spurningalistakannanna (símakönnun, netkönnun o.s.frv.). Fjallað verður um helstu atriði í spurningalistagerð; einkanlega um orðalag og samhengi mælitækja (spurninga). Enn fremur verður fjallað um grundvallaratriði í mælingafræði og aðferðir til þess að meta áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Í þessu samhengi verður farið yfir notkun þáttagreiningu (factor analysis) og atriðagreiningu (item analysis). Áhersla er lögð á að nemendur fái verklega reynslu af framkvæmd og úrvinnslu kannanna.

Að jafnaði er þetta námskeið kennt annað hvert ár.

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Tímaraðagreining (IÐN113F)

Markmið: Að veita bæði hagnýta og fræðilega þekkingu í gerð líkana, mati á stikum og spám í kvikum kerfum. Námsefni: ARMAX og önnur hliðstæð ferli og helstu eiginleikar þeirra. Meðhöndlun á óstöðnuðum ferlum. Sjálffylgni- og samfylgniföll. Mismunandi aðferðir við rófgreiningar. Mat á stikum, þar á meðal aðferð minnstu kvaðrata og sennileikaaðferðin. Tölulegar aðferðir við lágmörkun markfalla. Fjallað er um ýmis vandamál sem geta komið upp við líkangerð, svo sem ef mælingar vantar eða þær eru óeðlilegar. Inngangur að ólínulegum tímaraðalíkönum. Stakræn kerfi á ástandsformi. Lögð er áhersla á að leysa hagnýt verkefni.

X

Kerfisgreining og kvik kerfislíkön - lesnámskeið (IÐN124F)

Námskeiðið er unnið samhliða "Kvik kerfislíkön og kerfisgreining, hluti B, 7,5 ECTS”. Allir nemendur sem eru skráðir í hluta A, eru sjálfkrafa líka skráðir í hluta B. Í raun er þetta einn og sami kúrsinn en nemendur fá tvær lokaeinkunnir sem báðar um sig uppfylla 7,5 ECTS einingum.

Nemendur fá staðið/fall fyrir hluta A sem byggist á því hvort skilað sé inn nægjanlega góðum heimaverkefnum í námskeiðinu.

Lokaeinkunn fyrir hluta B byggist á hefðbundna 0-10 skalanum sem samanstendur af einkunnum fyrir heimadæmin og fyrir lokaprófið, verkefni 1 (5%), verkefni 2 (10%), verkefni 3 (20%), verkefni 4 (35%) og lokaprófið (30%).

Markmið námskeiðisins er að nemendur öðlist færni í og geti beytt aðferðum kerfislíkana (e. system dynamics modelling) til að takast á við margvísleg vandamál í atvinnulífinu. Þar á meðal eru tæknileg viðfangsefni og hagræn en einnig faraldsfræðileg vandamál og mál er varða samskipti, ágreining og aflfræði í hópstarfi svo dæmi séu tekin. Í námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuatriði kerfislíkana, jákvæða og neikvæða svörun og gerð rita fyrir orsakalykkjur (causal loop diagram). Líkanagerð og hermun kerfislíkana þar sem fjallað verður um framsetningu líkana, tafir, tímaafleiður, lýsingu ákvarðanaferla og notkun myndrita. Einnig verður fjallað um stefnu- og næmnigreiningu, hagnýtingu kerfislíkana við stefnumótun og við að skapa yfirsýn, sem og beina notkun þeirra. Raunhæf verkefni verða greind bæði úr heimi viðskipta og opinberri stefnumótun. Má þar nefna almenn birgðalíkön, útbreiðslu faraldra (HIV, inflúensu), samspil fólksfjölgunar og efnahagsþróunar og fleira. Við úrlausn verkefna verður einkum stuðst við forritið STELLA.

X

Lífmælingar (LÍF127F)

 Tölulegar aðferðir eru nauðsynlegur hluti margra greina líffræðinnar og nýtast við högun tilrauna og athugana, samantekt niðurstaðna og greiningu þeirra. Nemendur læra þessar aðferðir og meðhöndla fjölbreytt gögn úr líffræði, auk þess að fá þjálfun í að túlka niðurstöður mismunandi aðferða. Helstu aðferðir eru sennileikamat,  línuleg líkön, aðhvarf og fervikagreining og alhæfð línuleg líkön til að greina talningar. Fjölbreytugreining. Endursýnataka (skóþvengur og umröðunarpróf). Kennt verður að nota  tölfræðiforritið R til að framkvæma þær aðferðir sem fjallað er í fyrirlestrum.  Nemendur leysa verkefni sem byggja á líffræðilegum rannsóknum og fá ítarlega þjálfun í notkun R. Greining  á eigin gögnum eða viðameira gagnasetti sem tekið er saman í skýrslu og kynnt í fyrrlestri.

Námsmat: Verkefni 50%  og skriflegt próf 50%. Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn í báðum prófþáttum.

X

Almenn tölfræði fyrir meistara- og doktorsnema (LÆK101F)

Skyldunámskeið. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að almennri þekkingu og færni meistara- og doktorsnema í aðferðum vísinda. Farið er í lýsandi tölfræði, áhrifstölur, áreiðanleika og réttmæti, ályktunartölfræði, algengustu tölfræðipróf bæði stikabundin og óstikabundin og fjölþátta aðhvarfsgreiningar. Þá er nemendum kynnt tölfræðiúrvinnsla í tölvum í verklegum tímum.

X

Vettvangsaðferðir (MAN601F)

Fjallað er um vettvangsaðferðir mannfræðinnar og nemendur þjálfaðir í beitingu þeirra. Áhersla er lögð á siðfræðileg álitamál, rannsóknaráætlanir, vettvanginn, þátttökuathugnanir, mismunandi tegundir viðtala, notkun myndrænna gagna, öflun heimilda, greiningu gagna og kynningu niðurstaðna.

X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)

Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.

X

Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)

Markmiðið er að nemendur

  • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
  • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
  • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
  • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.

Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.

Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS301F)

Í námskeiðinu verða teknar fyrir eigindlegar rannsóknaraðferðir, einkenni þeirra og saga.  Rauður þráður í gegnum námskeiðið verður gildi og hlutverk rannsókna við þróun skólastarfs og tengsl við fagmennsku í uppeldis-, menntunar- og þjálfunarstörfum.  Kynntar verða helstu rannsóknarleiðir eða nálganir innan eigindlegar aðferða, s.s. etnógrafía, fyrirbærafræði. Fjallað verður um aðferðir við gagnasöfnun og mismunandi tegundir gagna, s.s. vettvangsathuganir, áhorfsathuganir, viðtöl af ýmsum gerðum, vettvangsnótur og fyrirliggjandi gögn bæði sjónræn og textar. Kynntar verða mismunandi leiðir til að túlka og greina gögnin t.d. þema-, frásagnar- og orðræðugreining og nemendur þjálfaðir í að koma niðurstöðum frá sér á skipulegan og vandaðan hátt.

Vinnulag:
Fastir kennslutímar verða vikulega. Tímarnir (fyrir utan staðlotur) verða teknir upp og verða aðgengilegir fjarnemum.  Kennslan samastendur af fyrirlestrum, umræðum og/eða verkefnum. Nemendur vinna virkniverkefni saman sem þeir skila vikulega. Staðnemar  vinna þau í tímum en fjarnemar vinna þau saman í hópum. Einnig er gert ráð fyrir umræðum um efni fyrirlestranna á facebook.

X

Megindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS302F)

Markmið
Að nemendur þekki og geti beitt algengustu tölfræðiaðferðum við úrvinnslu gagna og geti metið tölfræðilegar niðurstöður. Að nemandi hafi kunnáttu og þekkingu til þess að greina og miðla tölulegum upplýsingum skv. APA útgáfustaðlinum (t.d. í lokaritgerð) og geti sýnt frumkvæði við tölfræðilega úrvinnslu gagna. Einnig að nemendur kynnist helstu rannsóknarsniðum í megindlegri aðferðafræði.

Inntak og viðfangsefni
Fjallað verður um megindlegar rannsóknaraðferðir og rannsóknarsnið. Í tölfræði verður mest áhersla lögð á fylgni og fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Einnig verður unnið með aðferðir dreifigreiningar og þáttagreiningar (leitandi og staðfestandi). Að lokum verða nemendur kynntir fyrir grunnhugsun Bayesískrar tölfræði og mati á heildarvillu (e. Total survey error). Nemendur læra að vinna greiningar með tölfræðiforriti. Sérstök áhersla verður á túlkun gagnasafna sem tengjast jafnréttismálum og inngildandi menntun. 

Vinnulag
Námskeiðið verður kennt vikulega á fjarfundum. Tvær staðlotur eru á önninni. Skyldumætingu er í staðlotunum. Þeir sem eiga um langan veg að fara geta tekið þátt í staðlotunum í fjarfundi.  Nemendur verða að hafa nýjustu stöðugu (e. solid) útgáfu af Jamovi (sjá jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

X

Kvik Kerfislíkön (UAU259F)

The System Dynamics approach, rooted in Systems Thinking, is best suited for the deconstruction and analysis of complex socio-economic environments and political systems. There is a growing call among scientists and practitioners today on systemic approaches to tackle complex problems such as the climate and environmental crises. System dynamics is a multidisciplinary approach that uses both qualitative and quantitative methods. It has been successfully applied for other complex socioeconomic questions such as for national planning models, analysing climate change policies, food market transformation, and government health policies.


This course aims to introduce students to thinking in systems, understanding the dynamic nature of system behaviour and acquiring basic system dynamic modelling skills.

Kennt frá 15 janúar í 5 vikur í fjarnámi á Canvas;  intensive kúrs á staðnum 19-26 febrúar; nemendakynningar 4-8 Mars

X

Kvik Kerfislíkön (UAU259F)

The System Dynamics approach, rooted in Systems Thinking, is best suited for the deconstruction and analysis of complex socio-economic environments and political systems. There is a growing call among scientists and practitioners today on systemic approaches to tackle complex problems such as the climate and environmental crises. System dynamics is a multidisciplinary approach that uses both qualitative and quantitative methods. It has been successfully applied for other complex socioeconomic questions such as for national planning models, analysing climate change policies, food market transformation, and government health policies.


This course aims to introduce students to thinking in systems, understanding the dynamic nature of system behaviour and acquiring basic system dynamic modelling skills.

Kennt frá 15 janúar í 5 vikur í fjarnámi á Canvas;  intensive kúrs á staðnum 19-26 febrúar; nemendakynningar 4-8 Mars

X

Aðhvarfsgreining (FMÞ501M, FMÞ501M)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að beita aðhvarfsgreiningu á eigin spýtur. Fjallað er um þau afbrigði aðhvarfsgreiningar sem hvað oftast eru notuð í rannsóknum á sviði félagsvísinda. Farið er í stjórnun breyta, notkun nafnbreyta, línuleg og ólínuleg líkön, aðferðir til þess að prófa miðlun breyta og samvirkni breyta og aðferðir til að nota breytur sem hafa skekkta dreifingu svo eitthvað sé nefnt. Fjallað er um forsendur aðhvarfsgreiningar og aðferðir til að fást við þær. Einnig er fjallað um "logistic" aðhvarfsgreiningu, þar sem háða breytan er tvígild nafnbreyta. Samhliða þessari umfjöllun verður farið í saumana á ályktunartölfræði, notkun marktektarprófa og túlkun niðurstaðna. Áhersla er lögð á að nemendur fái umtalsverða verklega reynslu af því að greina megindleg gögn. Kennari útvegar könnunargögn sem nemendur nota til þess að prófa þær aðferðir sem kenndar eru. Eftir fremsta megni verður reynt að samþætta fræðilegar spurningar og tilgátuprófun. Tölfræðiforritið SPSS fyrir Windows er notað.

X

Introduction to Arctic Studies (ASK117F)

This course provides a comprehensive foundation in Arctic studies. The essentials are covered, such as defining the field; identifying key actors; providing a brief regional history; and exploring current drivers and trends (especially the role of climate change). Class visits to Arctic-relevant entities in Reykjavik will also be undertaken.

The aim of this course is to provide students with a thorough grounding in the overall field of Arctic studies, in order that they may progress to more focused coursework within that field. By bringing together academic knowledge of the field with practical experience at some of the main locations for Arctic-related activities in Iceland, the course demonstrates the important contribution Arctic studies make in the lived reality of Arctic affairs. The visit schedule is subject to change each year, but is likely to be drawn from the following list: the Ministry of Foreign Affairs; the Althingi; the Icelandic Coastguard; the Hofdi Peace Centre; the Arctic Circle Secretariat; relevant foreign diplomatic representation. 

X

Kostnaðar- og nytjagreining (HAG101F)

Tilgangur kostnaðar-nytjagreiningar er að auðvelda töku ákvarðana sem snerta marga þjóðfélagsþegna með beinum eða óbeinum hætti. Markmið námskeiðsins í kostnaðar-nytjagreiningu er að kynna nemendum fræðilega undirstöður aðferðarinnar jafnt sem hagnýtingu hennar. Umfjöllunarefnin eru m.a.: Rekstrarhagfræðilegur grundvöllur kostnaðar-nytjagreiningar, mat á neytendaábata, framleiðendaábata og samfélagslegum ábata. Þjóðhagsleg og rekstrarhagfræðileg áhrif framkvæmda. Afvöxtun, ávöxtun og opinberir reiknivextir. Áhrif óvissu á mat á þjóðhagslegum áhrifum og verðmæti upplýsinga. Tilvistarvirði (existence value). Skilyrt verðmætamat. Verðmat á tíma, mannslífum, hávaða.

X

Inngangur að kortagerð og GIS (LAN116F)

“visualization is the process of making the invisible visible[...] the process of making the cognitive imagination visual using available and culturally dominant technologies is one of the most consistent behaviors of mankind.”

„Myndræn framsetning er að gera ósýnileg fyrirbæri sýnileg [eða] það að gera sjónrænt grein fyrir ímyndun hugans með tiltækri tækni og í samræmi við menningarleg viðmið. Þetta er eitt af því sem mannkynið hefur alltaf leitast við að gera.” - Cox, D. (2006). "Metaphoric Mappings: The Art of Visualization." MIT Press.

Kortagerð er einn af mikilvægum hlutum landupplýsingahönnunar.

Nemendur kynnast fræðilegri undirstöðu kortagerðar með hjálp stafrænnar tækni. Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum greinargóðan skilning á hugtökum og hagnýtum atriðum sem snerta myndræna framsetningu á kortum og miðlun landfræðilegra upplýsinga. Það snertir ýmis mikilvæg svið í landfræði og skyldum greinum. Í gegnum fyrirlestra og umræður fá nemendur skilning á sögu kortagerðar, helstu kenningum og hugtökum á fagsviðinu og hlutverki landfræðilegra upplýsingakerfa við gerð korta nú á dögum. Fyrirlestrum er fylgt eftir með verkefnum sem hjálpa nemendum að skilja undirstöðuhugtök kortagerðar, sem og skipulegum æfingum í tölvuveri  þar sem nemendur læra að nýta sér landfræðileg upplýsingakerfi við einfalda greiningu og framsetningu landupplýsinga. Nemendur öðlast færni til að rýna eigin verk og annarra á gagnrýninn hátt og geta útskýrt og réttlætt eigin ákvarðanir varðandi myndræna framsetningu á korti.

X

Fjarkönnun og umhverfisvöktun (LAN211F)

Lögmál og grundvallaratriði fjarkönnunar. Rafsegulgeislun, víxlverkun við lofthjúp og yfirborð jarðar. Endurvarp og eigingeislun. Eiginleikar ljósmynda, hitamynda, örbylgju- og ratsjármynda. Yfirlit yfir annars konar fjarkönnun: LIDAR, bylgjuvíxlmyndir, fjölgeisla- og jarðsjármælingar, fjarkönnun á öðrum reikistjörnum.

 Fjarkönnunargögn og aðferðir við öflun þeirra. Nemar og skannar um borð í gervitunglum og flugvélum. Upplausn mynda: rúmfræðileg, rófgreinihæfni, geislastyrkur, tími. Saga fjarkönnunar á 20. og 21. öld.

Notkun og túlkun loftmynda og gervitunglamynda. Myndvinnsla og greining: forvinna, upprétting, strekking, vinnsla með fjölda banda, stýrð og sjálfvirk flokkun, landgreiningar og rannsóknir á breytingum, líkangerð. GPS. Samfelling gagna og landupplýsinga. Framsetning og miðlun fjarkönnunargagna.

Umhverfisvöktun og gildi fjarkönnunar á ýmsum fræðasviðum: landfræði, jarðfræði og líffræði. Umhverfisvöktunarkerfi vegna snöggra og hægfara umhverfisbreytinga, náttúruvár, atburða og kortagerðar. Öflun og vinnsla rauntímagagna.

Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestarar, umræðutímar og vikuleg verkefni í tölvuveri í öflun, greiningu og túlkun fjarkönnunargagna. Unnið verður með landupplýsingakerfi, einkum ArcGIS og QuantumGIS, svo og ýmis myndvinnsluforrit. Sjálfstætt rannsóknaverkefni á sviði fjarkönnunar og umhverfisvöktunar.

X

Visthagfræði (UAU105F)

Vistfræðileg hagfræði hefur stundum verið kölluð hagfræði sjálfbærrar þróunar. Sjálfbær þróun byggir á þremur meginstoðum - að tryggja áframhaldandi efnahagsvöxt, að tryggja félagslega velferð - án þess að skaða náttúru og vistkerfi heimsins. Því byggir sjálfbær þróun á því að maður og náttúra/vistkerfi eru tengd órjúfanlegum böndum. Mælingar á ástandi náttúru og vistkerfa gefa vísbendingar um að efnahagsvöxtur og fólksfjölgun ásamt tækniþróun hafi undanfarin árhundruð raskað jafnvægi mikilvægra hringrása náttúrunnar, og ber mögulegar lofslagsbreytingar þar hæst þessa dagana. En hvernig er hægt að viðhalda heilbrigðum vistkerfum og á sama tíma tryggja áframhaldandi hagsæld og félagslega velferð?

Þetta námskeið mun fjalla um fræðilegan mun á neoklassískri hagfræði og vistfræðilegri hagfræði í nálgun þessara tveggja lína innan hagfræði. Farið í grundvallarhugtök og hugmyndafræði visthagfræði ásamt praktískum dæmum; t.d. græna þjóðhagsreikninga.

Námskeiðið verður kennt helgina 29. september- 01. október.

X

Hnattrænar loftslagsbreytingar (UAU107M)

Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og eitt af mest krefjandi umhverfisvandamálum líðandi stundar og verður áfram í nánustu framtíð. Síðan 1992 hafa verið margir fundir og samkomulög á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Í námskeiðinu verður farið yfir loftslagsbreytingar frá nokkrum sjónarhornum. Byrjað á að fara yfir helstu gögn og vísindi er tengjast loftslagsbreytingum og líkönum af framtíðar breytingum. Síðan verður fjallað um áhrif og varnarleysi (e. vulnerability) og viðleitni til að draga úr áhrifum og aðlagast loftslagsbreytingum. Einnig er fjallað um málefni eins og loftslags-flóttamenn, mismunandi áhrif eftir kyni og samningaviðræður.

Einkunnargjöf byggir á skriflegu verkefni, þátttöku í tímum og kynningum, auk stuttrar könnunar. Nemendur sem taka þetta námskeið hafa almennt mjög mismunandi bakgrunn og þú munt hafa tækifæri til að læra um loftslagsbreytingar frá mismunandi sjónarhornum.

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F, UAU114F, UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- og auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F, UAU114F, UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F, UAU114F, UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F)

Námskeiðið er inngangur að rannsóknum og vísindasamfélaginu. Farið verður yfir hagnýtar upplýsingar fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði, svo sem hverju eiga nemendur von á, hver eru réttindi og skyldur nemenda, fræðileg vinnubrögð, möguleikar á starfsframa, samstarf og hlutverk leiðbeinenda og nemenda. Einnig verður farið yfir hvernig standa skal að heimildaleit, þróun rannsóknaverkefna og skrifum rannsóknaáætlana.

Nemandi skráir sig í Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F eða UAU246F ) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin. UAU115F er kennt í upphafi haustmisseris, UAU246F er kennt í upphafi vormisseris.

Námskeiðið verður kennt 15 og 16 ágúst 2024.

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

X

Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU246F)

Námskeiðið er inngangur að rannsóknum og vísindasamfélaginu. Farið verður yfir hagnýtar upplýsingar fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði, svo sem hverju eiga nemendur von á, hver eru réttindi og skyldur nemenda, fræðileg vinnubrögð, möguleikar á starfsframa, samstarf og hlutverk leiðbeinenda og nemenda. Einnig verður farið yfir hvernig standa skal að heimildaleit, þróun rannsóknaverkefna og skrifum rannsóknaáætlana.

Nemandi skráir sig í Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F eða UAU246F ) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin. UAU115F er kennt í upphafi haustmisseris, UAU246F er kennt í upphafi vormisseris.

Námskeiðið verður kennt föstudaginn 6. janúar 2023

X

Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlinda (UAU101F)

Ýmsum aðferðum má beita til að hafa áhrif á lífsstíl fólks og hegðun til að draga úr óæskilegum áhrifum á umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Þetta námskeið fjallar um umhverfis og auðlindastjórnun sem hefur að markmiði sjálfbæra þróun. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um sjálfbæra þróun og hugtakið skilgreint frá ýmsum sjónarhornum. Sérstaklega er rætt hvort hagvöxtur samrýmist sjálfbærri þróun, hvernig megi samræma hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun, umhverfisvísar og framkvæmd markmiða sjálfbærrar þróunnar. Í öðrum hluta verður fjallað um aðferðir sem notaðar eru við ákvarðanatöku í umhverfis og auðlindastjórnun svo sem ákvarðanagreiningu, og kostnaðar-og ábatagreiningu sem og mat á virði nátturuauðs. Í síðasta hluta námskeiðsins verða ýmis stjórntæki sem notuð eru til umhverfis- og auðlindastjórnunar kynnt og krufin til mergjar í alþjóðlegu samhengi, bæði hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn þeirra og þær aðferðir sem þau byggja á. Þau dæmi sem tekin eru breytast ár frá ári og byggja á áhuga þeirra nemenda sem taka námskeiðið hvert ár, svo sem kvótakerfi, skilagjöld, mengunarskattar og fjölmarkmiða stjórnun.

X

Visthagfræði (UAU105F)

Vistfræðileg hagfræði hefur stundum verið kölluð hagfræði sjálfbærrar þróunar. Sjálfbær þróun byggir á þremur meginstoðum - að tryggja áframhaldandi efnahagsvöxt, að tryggja félagslega velferð - án þess að skaða náttúru og vistkerfi heimsins. Því byggir sjálfbær þróun á því að maður og náttúra/vistkerfi eru tengd órjúfanlegum böndum. Mælingar á ástandi náttúru og vistkerfa gefa vísbendingar um að efnahagsvöxtur og fólksfjölgun ásamt tækniþróun hafi undanfarin árhundruð raskað jafnvægi mikilvægra hringrása náttúrunnar, og ber mögulegar lofslagsbreytingar þar hæst þessa dagana. En hvernig er hægt að viðhalda heilbrigðum vistkerfum og á sama tíma tryggja áframhaldandi hagsæld og félagslega velferð?

Þetta námskeið mun fjalla um fræðilegan mun á neoklassískri hagfræði og vistfræðilegri hagfræði í nálgun þessara tveggja lína innan hagfræði. Farið í grundvallarhugtök og hugmyndafræði visthagfræði ásamt praktískum dæmum; t.d. græna þjóðhagsreikninga.

Námskeiðið verður kennt helgina 29. september- 01. október.

X

Vistspor: Hugtakið og notkun þess (UAU131F)

Þetta inngangs námskeið kynnir hugtökin „vistspor“ og „lífframleiðni“ sem og notkun þeirra.

Vistspor mælir það landsvæði sem þarf til að standa undir eftirspurn mannsins á mat og öðrum ræktuðum afurðum, skógarafurðum, nokun á landi og bindingu kolefnis.  Vistsporið er síðan borið saman við lífframleiðni sem metur framleiðni mismunandi gerða lands til að standa undir þeirri eftirspurn sem birtist í vistsporinu. 

Þetta er fyrsta námskeiðið í röð námskeiða sem kynna vistporið og notkun þess. 

X

Vistspor: Greiningar og miðlun (UAU260F)

Þetta inngangsnámskeið byggir á námskeiðinu Vistspor:huggtakið og notkun þess og kennir þá aðferðafræði sem beitt er til  að meta vistspor þjóða sem og lífframleiðni. Aðferðafræðinni er síðan hægt að beita á önnur gagnafrek verkefni. 

Vistspor mælir það landsvæði sem þarf til að standa undir eftirspurn mannsins á mat og öðrum ræktuðum afurðum, skógarafurðum, nokun á landi og bindingu kolefnis.  Vistspor er síðan borið saman við lífframleiðni sem metur framleiðni mismunandi gerða lands til að standa undir þeirri eftirspurn sem birtist í vistsporinu. 

Þetta er annað námskeiðið í röð samhangandi námskeiða sem kynna vistsporið, greiningu og notkun þess. 

X

Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU116F)

Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.

Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.

Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.

X

Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU244F)

Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.

Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.

Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.

X

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.

Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.

X

Hagnýtt línuleg tölfræðilíkön (STÆ312M)

Í námskeiðinu er fjallað um einfalda og fjölvíða aðhvarfsgreiningu ásamt fervikagreiningu (ANOVA) og samvikagreiningu (ANCOVA). Að auki er farið í tvíkosta aðhvarfsgreiningu (binomial regression) og rætt um hugtök því tengt, svo sem gagnlíkindi (odds) og gagnlíkindahlutfall (odds ratio).
Námskeiðið er framhald af dæmigerðu grunnnámskeiði í tölfræði sem kennd eru á hinum ýmsu sviðum skólans. Farið verður í aðferðir til að meta stika í línulegum líkönum, hvernig smíða má öryggisbil og kanna tilgátur fyrir stikana, hverjar forsendur líkananna eru og hvað hægt sé að gera sé þeim ekki fullnægt. Verkefni eru unnin í tölfræðihugbúnaðinum R.

X

Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði (UMV123F)

Námskeiðið fjallar um ýmsa þætti tengda hringrásarhagkerfinu sem eru settir í samhengi byggingariðnaðarins, og miðar að lokum að því að svara spurningunni hvort umskipti byggingariðnaðarins yfir í hringrás séu möguleg. Fjallað verður um viðfangsefnið á hagnýtan hátt, með hliðsjón af umhverfislegum, lagalegum, pólitískum og efnahagslegum þáttum. Kjarnahugtök í hringrásarbyggingum verða kynnt (endurnýting og endurvinnsla efnis, hönnun fyrir sundurtöku/aðlögunarhæfni og möguleiki á samnýtingu rýmis) út frá raunverulegum dæmum. Námskeiðið mun kynna nemendum fyrir núverandi áskorunum og þeim möguleikum sem tengjast hringrásarbyggingu í íslensku, norrænu og evrópsku samhengi. Að lokum verða þær aðferðir, sem til eru við að mæla hversu hringlaga byggingar eru, ræddar á gagnrýnin hátt. Á grundvelli þess sem kennt er í námskeiðinu, leggja nemendur til lausnir við að auka hringrás ákveðins húss, byggt á efnisskrá þess.

ATH: Námskeiðið er ætlað meistaranemum í Byggingaverkfræði, Umhverfisverkfræði og Umhverfis- og auðlindafræði.

X

Sjávarútvegur og fiskeldi - AQFood (MAT704F)

https://www.nmbu.no/course/AQF200

Nemendur öðlast yfirsýn yfir sjávarútvegs- og fiskeldisiðnað heimsins með áherslu á Norðurlöndin. Áhrif ýmissa þátta við veiðar, s.s. áhrif fisktegundar, fæðis, árstíma veiða, veiðarfæra, á bestu hagnýtingu og gæða fiskafurða verða kynnt. Farið verður í áhrif veiðarfæra og skipa, verkunar og vinnslu, regluverk varðandi kvóta og meðhöndlun afla og sjálfbærar hagnýtingar á sjávarafurðum. Yfirferð á fiskeldisiðnaðinum felst m.a. í áhrifum fisktegunda, líffærafræði og þroskaferlar þeirra, vatnsnotkun og vatnsgæði, fiskfóður, eldi, heilbrigði fiska og sjúkdómar við fiskeldi, dýravelferð, sjálvbært fiskeldi, slátur- og söfnunaraðferðir.

Námskeiðið er hluti af AQFood meistaranáminu sem unnið er í samstarfi við DTU, NTNU, HÍ en kennt við NMBU. Námskeiðið er netnámskeið sem hægt er að taka í fjarnámi.

Námsefni samanstendur af fyrirlestrum sem hlaðið er upp á netið, ásamt æfingum og verkefnum. Nemendur skulu þá einnig vinna að stærra verkefni sem skila á inn verkefnaskýrslu um.

X

The Arctic Circle (UAU018M)

Með loftslagsbreytingum er talið að mikilvægi norðurslóða muni aukast á næstu áratugum þar sem náttúruauðlindir verða aðgengilegri og nýjar samgönguleiðir opnast. Á sama tíma skapast ógnir við viðkvæm vistkerfi og samfélög en efnhagsleg tækifæri verða einnig til. Arctic Circle samtökin mynda viðamikið tengslanet sem byggir á alþjóðlegu samstarfi og umræðu um framtíð norðurskautsins. Arctic Circle samtökin eru opinn og lýðræðislegur vettvangur með þátttöku ríkisstjórna, stofnana, fyrirtækja, háskóla, fræðimannahópa, umhverfissamtaka, samfélaga frumbyggja, almennra borgara og annars áhugafólks um þróun norðurskautsins og afleiðinga þess á framtíð jarðar. Árlega Arctic Circle ráðstefnan er stærsta alþjóðlega samkoman með áherslu á norðurskautið. Árlega mæta yfir 2000 þátttakendur frá yfir 50 löndum.

Á Arctic Circle ráðstefnunni hefur meðal annars verið fjallað um eftirtalin málefni:

  • Bráðnun íss og öfgakennd veður
  • Hlutverk og réttur innfæddra
  • Öryggismál á norðurslóðum
  • Innviðir fjárfestinga á norðuslóðum
  • Byggðaþróun
  • Innviðir flutningakerfa
  • Orkumál
  • Hlutverk Evrópu- og Asíuþjóða
  • Asía og Norðursjávarsiglingaleiðin
  • Lýðheilsa og velferð á heimskautasvæðum
  • Vísindi og þekking frumbyggja
  • Ferðamennska og flugsamgöngur á norðurslóðum
  • Vistkerfi og haffræði
  • Sjálfbær þróun
  • Þróun endurnýjanlegrar orku fyrir afskekkt samfélög
  • Tækifæri og ógnir við borun eftir náttúruauðlindum
  • Auðlindir á norðuslóðum
  • Viðskiptasamstarf á norðurslóðum
  • Úthöfin á norðurslóðum
  • Sjávarútvegur og lífrænar auðlindir
  • Jarðfræði og jöklafræði
  • Heimskautaréttur: sáttmálar og samningar
  • Heimur háður ís: norðurslóðir og Himalaya

Á námskeiðinu taka nemendur þátt í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu. Skyldumæting er fyrir nemendur á ráðstefnuna. Nemendur þurfa að mæta í tvær kennslustundir, eina stuttu fyrir ráðstefnuna og aðra stuttu eftir ráðstefnuna.

Arctic Circle Assembly verður 17. - 19. október 2024 í Hörpu.

Nemendur greiða skráningargjald á ráðstefnuna. Gjaldið er almennt nemendagjald með afslætti. 

X

Umhverfisstjórnun fyrirtækja (UAU108F)

Í þessu námskeiði er leitast við að kanna ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfinu. Miðað er við virka þátttöku nemenda með því að greina málefnum sem tengjast fyrirtækjum, umhverfismálum og hagaðilum, en það er t.d. gert með hermileikjum (simulations) og tilviksgreiningum (case studies).

Markmið námskeiðsins er að skapa skilning á og kenna nemendum að velja og nota nauðsynleg tæki til að leggja mat á markmið og taka ákvarðanir þegar kemur að umhverfis- og auðlindastjórnun í samhengi við sjálfbæra þróun. Þar má t.d. nefna Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Global Reporting Initiative og fleira.

Námskeiðinu er skipt upp í þrjá hluta. Í hluta eitt munum við kanna hver er uppruni og merking á ábyrgð fyrirtækja. Í öðrum hluta er lögð áhersla á það hvernig má stjórna og innleiða ábyrgð fyrirtækja. Í þriðja hluta munum við læra um ábyrgð fyrirtækja út frá áhrifum, gagnrýni og framtíðarhorfum.

Í lok námskeiðsins er gert ráð fyrir að nemendur hafi að nemendur hafi öðlist fræðilegan skilning á viðfangsefninu, geti beitt þeim aðferðum sem kenndar hafa verið og séu læsir á upplýsingar sem snúa að fyrirtækjum, umhverfistengdum viðfangsefnum þeirra og árangri og áhrifum.

X

Sjálfbærni og fjármál (UAU129F)

Í þessu námskeiði öðlast nemendur skilning á samspili umhverfisfræða og fjármálamarkaða.
Nemendur öðlast skilning á aðferðafræði grænna skuldabréfa, viðeigandi leiðbeiningar við smíði grænna og sjálfbærra fjármálaramma, ferli við útgáfu, uppbygging grænna ramma, vottun og helstu aðferðir og hugtök við framsetningu áhrifaskýrslna. Nemendur öðlast færni í uppbyggingu sjálfbærra fjármálaramma og hvernig þeir eru nýttir, sér í lagi innan fjármálafyrirtækja. Farið er yfir sjálfbærniáhættumat, uppbyggingu aðferðafræða við greiningu UFS (umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir) áhættu og nýtingu niðurstaða við fjárfestingaákvarðanir og uppbyggingu eignasafna. Farið er yfir helstu lykiltölur sem fjármálafyrirtæki þurfa að þekkja varðandi útlána og fjárfestingasöfn sín, s.s. GAR (Green asset ratio) og BTAR (book taxonomy aligned ratio). Farið er yfir tegundir loftslagsáhættu samkvæmt TCFD (Task force on climate related financial disclosures). Nemendur læra um aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga og áhrifafjárfestinga og hvaða markmiðum fjárfestar sækjast eftir við slíkar fjárfestingar. Nemendur öðlast skilning á viðeigandi regluverki varðandi upplýsingagjöf, sér í lagi flokkunarreglugerð Evrópusambandsins (EU Taxonomy) og tengdum reglugerðum. Nemendur læra um fjármagnaða losun gróðurhúsalofttegunda með aðferðafræði PCAF (Partnership for Carbon Accounting Financials). Að lokum læra nemendur um þróun samspils á milli tryggingageirans og sjálfbærni.

X

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.

Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.

X

Hagnýt gagnagreining (MAS202M)

Námskeiðið fjallar um tölfræðiúrvinnslu í forritinu R. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunnþekkingu í tölfræði og tölfræðihugbúnaðnum R. Æskilegt er að nemendur þekki til margbreytu aðhvarfsgreiningar (e. multiple linear regression). Nemendur læra að beita hinum ýmsu tölfræðiaðferðum í R (ss. classification methods, resampling methods, linear model selection og tree-based methods). Námskeiðið er kennt á tólf vikum og verður það á vendikennsluformi þar sem nemendur lesa námsefni og horfa á myndbönd áður en þeir mæta í tíma og fá svo aðstoð með fyrirliggjandi verkefni í tímum.

X

Hagnýt tölfræði (STJ201F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist skilning á eðli hinnar vísindalegu aðferðar og undirstöðuþekkingu í að greina tölfræðileg gögn sem notuð eru við margs konar opinbera ákvarðanatöku. Farið er yfir hugtök á borð við orsök, réttmæti og áreiðanleika. Fjallað er bæði um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, þar á meðal um breytur, gildi, miðlægni, staðalfrávik, úrtök, marktækni og tilgátuprófanir. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist færni í að greina og meta megindlegar rannsóknir með tilliti til aðferðafræði og jafnframt að þeir geti sótt gögn og framkvæmt einfaldar tölfræðiaðgerðir í töflureikni. 

X

Eigindleg aðferðafræði (STJ203F)

Qualitative Methods provides students with an introduction to some of the most commonly used qualitative methods and methodological tools in political science. The main focus in the course is on case studies (including process tracing) and various tools and techniques used within case studies, e.g., qualitative content analysis, interviewing, and focus groups. One part of the course is also dedicated to discourse analysis. The course begins with a very brief introduction to philosophy of science and outlines basic ontological, epistemological and methodological issues in the social sciences. The remainder of the course is dedicated to the methods and tools/techniques listed above. Students will gain a deeper understanding of the philosophical underpinnings, assumptions and ambitions of the different methods, but they will also gain practical experience as to the design and execution of research within the different traditions.

The course is designed in a highly interactive way and emphasizes active student participation. It is expected that students have done at least the required reading assigned for the given day and are ready to participate in group work and discussions in class. There are two types of classes in this course: lecture & discussion classes and workshops. Each lecture & discussion class will be divided into three parts: a short agenda-setting lecture by the lecturer (40 minutes), group work (40 minutes), and a concluding general discussion (40 minutes). This design is highly effective with regard to achieving the course’s learning outcomes, but it also requires that students have familiarized themselves with the assigned reading for the day. In the workshops, the class will be divided into two groups (A and B).

X

Vistvæn nýsköpun matvæla (MAT612M)

Námskeiðið er unnið í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Matís ohf. 

Megin markmið áfangans er að þróa nýja vöru frá hugmynd að tilbúinni vöru með sjálfbærni að sjónarmiði. Sem liðir í því verða gerðar frumgerðir (prótótýpur), umbúðir verða hannaðar, gerðar verða markaðs- og viðskiptaáætlanir og rýnt verður í nauðsynlega framleiðsluframleiðsluferla fyrir vöruna. Útkoma verkefnanna geta orðið að nýrri vöru og verið kynntar í Evrópukepninni Ecotrophelia. 

Námskeiðið byggist á samvinnu nemenda. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni í hóp og deili á milli sín verkefnum til að geta lokið kröfum námskeiðisins. Nemendur fá leiðsögn við hópamyndun og hópavinnu. Nemendur með ólíkan bakgrunn taka þátt í námskeiðinu og kennari sér til þess að hver hópur hafi góða samsetningu nemenda með ólóka hæfni. 

Kennarar og sérfræðingar munu halda fyrirlestra um ýmsa þætti vöruþróunar, þar á meðal um gerð viðskiptaáætlana og umbúðagerð. Í lok námskeiðs halda svo nemendur kynningu á vörunum sínum. 

Nemendur munu þróa frumgerð af nýrri vöru og fá til þess fjárhagslegan stuðning og aðgang að tilrauna aðstöðu, nánari upplýsingar verða gefnar í fyrsta tíma námskeiðisins.  

Nemendum er stendur til boða að vinna verkefni sín í samstarfi við íslensk fyrirtæki í matvælaiðnaði. Nánari útskýringar verða gefnar við upphaf námskeiðsins.  

Matís ohf. veitir sérfræðiaðstoð við vöruþróun innan námskeiðisins.  

Lokaverkefni og námsmat námskeiðisins er tvískipt. Fyrst skilar hver hópur inn skýrslu um vöruna sem þróuð var, þar á meðal um viðskiptaáætlun, markaðssetningu og sjálfbærni vörunnar. Svo kynnir hver hópur vöruna sína og viðskiptaáætlun fyrir, kennurum, nemendum og dómsnefnd frá sammtökum iðnaðarinns fyrir nýsköpunar keppnina Ecotrophelia Iceland. Sigur liðið fær tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppni í vistvænni nýsköpun (Ecotrophelia) fyrir hönd Íslands. Þáttaka í Evrópukeppninni er valfrjáls en munnleg kynning í innanlandskeppninni er skilda í námskeiðinu. Frekari upplýsingar um keppnina má nálgast hér: https://eu.ecotrophelia.org/ 

Nemendur í Matvælafræði eru hvattir til að taka þetta námskeið samhliða námskeiðinu Vöruþróun matvæla (MAT609M), til að samnýta þekkingu og hæfni sem fæst í námskeiðunum og fá dýpri skilning á öllum hliðum vöruþróunar.  

Nemendur af öðrum námsbrautum eru hvattir til að taka þetta námskeið þar sem fjölbreytileki teymis og breiður þekkingargrunnur er mikill styrkleiki við þróun á vörum. Til að sannfærast er gott að lesa þetta https://shorturl.at/opxH3 eða þetta https://shorturl.at/boHM8 

X

Kolefnisfótspor fyrirtækja (UAU027F)

Í þessu námskeiði öðlast nemendur færni í útreikningum á losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri fyrirtækja. Nemendur öðlast þekkingu á helstu aðferðafræðum við útreikninga, hvernig styðjast skal við gagnabanka og hvaða leiðir standa fyrirtækjum til boða við upplýsingagjöf (e. disclosure platforms), s.s. CDP, Nasdaq og GRI. Nemendur læra að þekkja umföng, notkun lífsferilsgreininga (LCA) við upplýsingagjöf, hvaða sjálfbærnimælikvarðar eru viðeigandi (e. material) og hvernig má skoða mótvægisaðgerðir í samhengi við rekstur fyrirtækja. Leiðbeiningar Greenhouse Gas Protocol eru grunnviðfangsefni námskeiðsins, enda eru þær leiðbeiningar gjarnan nýttar til grundvallar upplýsingagjöf. Við lok námskeiðs hafa nemendur færni til að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri og virðiskeðju fyrirtækja og setja fram á viðeigandi vettvangi. Nemendur þekkja einnig þróun í aðferðafræði á útreikningum losunar gróðurhúsalofttegunda, sér í lagi með tilliti til fjármálastarfsemi. Nemendur þekkja einnig hvernig upplýsingar sem þessar eru nýttar, s.s. með tilliti til ESG áhættumats. 

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

X

Umhverfishagfræði (UAU206M)

Í þessu námskeiði er fjallað um ýmsar veigamiklar hliðar umhverfishagfræði. Rætt er um efnahagslegt gildi umhverfisins, mismunandi not þess, kostnað við umhverfisrýrnun og svokallaða "græna" landsframleiðslu. Ennfremur er fjallað sérstaklega um land, landnotkun og landvirði. Þá er geta markaðskerfisins til að framkalla hagkvæma nýtingu umhverfisins rannsökuð, aðferðir til að lagfæra "mistök" í því efni skoðaðar og bornar saman við hugmyndir umhverfissinna.

X

Sjálfbær framtíð (UAU207M)

Markmið námskeiðsins er að þjálfa gagnrýna hugsun nemenda  og leiðtogahæfileika með sjálfbæra framtíð að markmiði. Námskeiðið mun kenna praktískar aðferðir sem minnka munu vistfótspor (e. ecological footprint), einstaklinga/fyrirtækja/stofnana/samfélags. Áhersla verður lögð á þverfræðileika og vísindalegan ramma sjálfbærni - byggðan á aðferðafræði "systems thinking". Nemendur munu læra að nýta vísindi í víðum skilningi til að styðja við regulgerðir (e. Policy), kynnast þeim eiginleikum og aðferðum sem þarf til að leiða breytingar þjóðfélaga í átt til sjálfbærni auk þeirra þátta sem nauðsynlegir eru þegar sjálfbær samfélög eru skipulögð.

Við lok námskeiðsins munu nemendur hafa öðlast hæfileika til að leiða breytingar samfélags í átt til sjálfbærrar framtíðar. Nemendur munu ma. annars geta leitt vinnustofur sem miða að sjálfbærni. Námsmat mun fara byggt á frammistöðu í vinnustofum, kynningum og hópverkefnum. 

Lotunámskeið, kennt yfir fjórar helgar. Dagsetningar á vormisseri 2023 eru: 20.-21. janúar, 10.-11. febrúar, 3.-4. mars og 24.-25. mars. 

X

Stefnumiðuð samfélagsábyrgð fyrirtækja (UAU247F)

Í þessu 13 vikna námskeiði er gert ráð fyrir virkri þátttöku nemenda. Námskeiðið tekur mið af þeirri hugmynd að þótt stjórnvöld og óhagnaðardrifin félög skipti sköpum fyrir nútímasamfélag eru það fyrirtæki sem leggja grunn að þeirri verðmætasköpun sem velferð samfélagsins byggist á, auk þess sem þau eiga sinn hlut í þeim vandamálum sem við er glímt. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin áhrif á samfélagið sem samanstendur af fjölmörgum hagaðilum sem og náttúrulegu umhverfi. Á móti kemur að það er samfélagið sem mótar leikreglur sem fyrirtæki starfa eftir sem og þær væntingar sem fyrirtæki taka mið af í þeirra ytra og innra umhverfi. Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, t.d. markmið 1-5, 8, 9, 10, 11, 12, 13 og 16, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Evrópsku ESRS sjálfbærnistaðlana, GRI skýrslugerðarstaðlana o.fl. Þessi samverkun fyrirtækja, samfélags (í víðasta skilningi þess orðs) og náttúrulegs umhverfis er viðfangsefni samfélagsábyrgðar fyrirtækja en nálgast þarf viðfangsefnið á stefnumiðaðan hátt.

Burtséð frá persónulegum skoðunum fólks á samspili viðskipta og samfélags þá eru hagnaðardrifin fyrirtæki mikilvæg. Í þessu námskeiði er leitast við að kanna víddir slíks samspils frá sjónarhóli ólíkra hagaðila. Það er gert á gagnvirkan hátt, með því að skoða og greina málefni sem tengjast samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, með hermileikjum (simulation) og með tilviksrannsókn (hópverkefni).

Námskeiðinu er skipt upp í sex megin hluta. Í fyrsta hluta er skoðað hvað samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja merkir, hverjir eru drifkraftar samfélagsábyrgðar. Í öðrum hluta er sjónum beint að sjónarhorni hagaðila og í þriðja hluta er fjallað um lagalega þætti. Í fjórða hlutanum er fjallað um hegðunarsjónarmið, í fimmta hlutanum um stefnumarkandi þætti samfélagsábyrgðar og í sjötta hlutanum um er áhersla lögð á sjálfbæra sýn og sjálfbæra verðmætasköpun.

X

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.

Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.

X

Þáttagerð. Vinnsla fræðilegs efnis fyrir útvarp (í samvinnu við RÚV) (BLF201M)

Markmiðið með námskeiðinu er að gefa nemendum tækifæri til að koma rannsóknum sínum og annarra á framfæri við hlustendur Ríkisútvarpsins, jafnframt því að rýna í samfélag og menningu á fræðilegum forsendum. Nemendum gefst um leið tækifæri til að kynnast útvarpinu sem miðli, fá reynslu af þáttagerð og kynnast verklagi reynds fjölmiðlafólks.

Á meðal þess sem rætt verður um á námskeiðinu er: Ríkisútvarpið sem miðill, útvarp sem farvegur fræða, gerð fléttuþátta fyrir útvarp, viðtöl við fræðimenn, hvernig nýta megi eigin sérfræðiþekkingu við dagskrárgerð og krafturinn sem býr í hinu ósagða.  Rætt verður um talmál og tónlist í safni Ríkisútvarpsins. Lögð verður áhersla á hvernig tækni hefur þróast varðandi varðveislu og afspilun og hvernig hægt er að flétta eldri upptökur inn í nýja dagskrá.

Auk þessa fræðast nemendur um handritsgerð, viðtöl og vinnu í hljóðstofu. Þættir nemenda verða á dagskrá Ríkisútvarpsins á komandi vetri.

X

Inngangur að kortagerð og GIS (LAN116F)

“visualization is the process of making the invisible visible[...] the process of making the cognitive imagination visual using available and culturally dominant technologies is one of the most consistent behaviors of mankind.”

„Myndræn framsetning er að gera ósýnileg fyrirbæri sýnileg [eða] það að gera sjónrænt grein fyrir ímyndun hugans með tiltækri tækni og í samræmi við menningarleg viðmið. Þetta er eitt af því sem mannkynið hefur alltaf leitast við að gera.” - Cox, D. (2006). "Metaphoric Mappings: The Art of Visualization." MIT Press.

Kortagerð er einn af mikilvægum hlutum landupplýsingahönnunar.

Nemendur kynnast fræðilegri undirstöðu kortagerðar með hjálp stafrænnar tækni. Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum greinargóðan skilning á hugtökum og hagnýtum atriðum sem snerta myndræna framsetningu á kortum og miðlun landfræðilegra upplýsinga. Það snertir ýmis mikilvæg svið í landfræði og skyldum greinum. Í gegnum fyrirlestra og umræður fá nemendur skilning á sögu kortagerðar, helstu kenningum og hugtökum á fagsviðinu og hlutverki landfræðilegra upplýsingakerfa við gerð korta nú á dögum. Fyrirlestrum er fylgt eftir með verkefnum sem hjálpa nemendum að skilja undirstöðuhugtök kortagerðar, sem og skipulegum æfingum í tölvuveri  þar sem nemendur læra að nýta sér landfræðileg upplýsingakerfi við einfalda greiningu og framsetningu landupplýsinga. Nemendur öðlast færni til að rýna eigin verk og annarra á gagnrýninn hátt og geta útskýrt og réttlætt eigin ákvarðanir varðandi myndræna framsetningu á korti.

X

Fjarkönnun og umhverfisvöktun (LAN211F)

Lögmál og grundvallaratriði fjarkönnunar. Rafsegulgeislun, víxlverkun við lofthjúp og yfirborð jarðar. Endurvarp og eigingeislun. Eiginleikar ljósmynda, hitamynda, örbylgju- og ratsjármynda. Yfirlit yfir annars konar fjarkönnun: LIDAR, bylgjuvíxlmyndir, fjölgeisla- og jarðsjármælingar, fjarkönnun á öðrum reikistjörnum.

 Fjarkönnunargögn og aðferðir við öflun þeirra. Nemar og skannar um borð í gervitunglum og flugvélum. Upplausn mynda: rúmfræðileg, rófgreinihæfni, geislastyrkur, tími. Saga fjarkönnunar á 20. og 21. öld.

Notkun og túlkun loftmynda og gervitunglamynda. Myndvinnsla og greining: forvinna, upprétting, strekking, vinnsla með fjölda banda, stýrð og sjálfvirk flokkun, landgreiningar og rannsóknir á breytingum, líkangerð. GPS. Samfelling gagna og landupplýsinga. Framsetning og miðlun fjarkönnunargagna.

Umhverfisvöktun og gildi fjarkönnunar á ýmsum fræðasviðum: landfræði, jarðfræði og líffræði. Umhverfisvöktunarkerfi vegna snöggra og hægfara umhverfisbreytinga, náttúruvár, atburða og kortagerðar. Öflun og vinnsla rauntímagagna.

Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestarar, umræðutímar og vikuleg verkefni í tölvuveri í öflun, greiningu og túlkun fjarkönnunargagna. Unnið verður með landupplýsingakerfi, einkum ArcGIS og QuantumGIS, svo og ýmis myndvinnsluforrit. Sjálfstætt rannsóknaverkefni á sviði fjarkönnunar og umhverfisvöktunar.

X

Vettvangsaðferðir (MAN601F)

Fjallað er um vettvangsaðferðir mannfræðinnar og nemendur þjálfaðir í beitingu þeirra. Áhersla er lögð á siðfræðileg álitamál, rannsóknaráætlanir, vettvanginn, þátttökuathugnanir, mismunandi tegundir viðtala, notkun myndrænna gagna, öflun heimilda, greiningu gagna og kynningu niðurstaðna.

X

Lífsferilsgreining (UAU215F)

Markmið: Að nemendur geti beitt aðferðum lífsferilsgreiningar til að greina umhverfisáhrif sem hljótast af framleiðslu og ferlum. Nemendur munu svo læra að skila niðurstöðum lífsferilsgreinina á réttan hátt og framkvæmt samanburðar- og næmnigreiningar. Einnig munu nemendur geta fundið svokallaða heita reiti innan lífsferla vöru eða framleiðsluferils sem hægt er að nýta til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Síðast en ekki síst munu nemendur læra að tileinka sér kerfislæga hugsun sem nauðsynleg, einn af grunnhæfniþáttum sjálfbærni.

Efni: Námskeiðið kennir nemendum að greina lífsferil vöru frá vöggu til grafar með aðferðum lífsferilsgreiningar (LCA). LCA er notað til að meta umhverfisáhrif vöru, framleiðsluferils eða þjónustu. Markmiðið með LCA er að bera saman líkar vörur, ferla og þjónustu. Einnig getur markmiðið verið að meta hvar í ferli hverrar vöru, ferils eða þjónustu hvar mestu neikvæðu umhverfisáhrifin verða. Þær upplýsingar nýtast við hönnun vörunnar sé um nýja vöru að ræða, eða til að breyta framleiðsluferlum og þannig lágmarka umhverfisáhrif. Einblínt verður að því að kenna bæði aðferðafræðina og hvernig hægt er að nota LCA sem verkfæri. Í námskeiðinu er farið í gegnum aðferðarfræðina allt frá skilgreiningu markmiðs, aðgerðareiningar og kerfismarka, útreikninga á notkun auðlinda og losun efna til andrúmslofts, vatns og jarðvegs. Svo bætist við túlkun niðurstaðna og næmnigreiningar. Einnig eru kynntar mismunandi aðferðir, hugbúnaður hugbúnaður til að reikna út umhverfisáhrif og notkun gagnabanka notaðir eru til þess að framkvæma lífsferilsgreiningar. Námsmat miðast við þátttöku í kennslustundum og skilum á einstaklings og hópaverkefnum sem unnin eru  námskeiðinu.

Þessi áfangi eykur færni nemenda á sviði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna númer 6, 7, 9, 11, 12, 13, 14 and 15.

Kennsluhættir: Kennt er með fyrirlestrum, tímaverkefnum, einstaklings heimaverkefnum og hópverkefnum.

X

Kvik Kerfislíkön (UAU259F)

The System Dynamics approach, rooted in Systems Thinking, is best suited for the deconstruction and analysis of complex socio-economic environments and political systems. There is a growing call among scientists and practitioners today on systemic approaches to tackle complex problems such as the climate and environmental crises. System dynamics is a multidisciplinary approach that uses both qualitative and quantitative methods. It has been successfully applied for other complex socioeconomic questions such as for national planning models, analysing climate change policies, food market transformation, and government health policies.


This course aims to introduce students to thinking in systems, understanding the dynamic nature of system behaviour and acquiring basic system dynamic modelling skills.

Kennt frá 15 janúar í 5 vikur í fjarnámi á Canvas;  intensive kúrs á staðnum 19-26 febrúar; nemendakynningar 4-8 Mars

X

Aðhvarfsgreining (FMÞ501M, FMÞ501M)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að beita aðhvarfsgreiningu á eigin spýtur. Fjallað er um þau afbrigði aðhvarfsgreiningar sem hvað oftast eru notuð í rannsóknum á sviði félagsvísinda. Farið er í stjórnun breyta, notkun nafnbreyta, línuleg og ólínuleg líkön, aðferðir til þess að prófa miðlun breyta og samvirkni breyta og aðferðir til að nota breytur sem hafa skekkta dreifingu svo eitthvað sé nefnt. Fjallað er um forsendur aðhvarfsgreiningar og aðferðir til að fást við þær. Einnig er fjallað um "logistic" aðhvarfsgreiningu, þar sem háða breytan er tvígild nafnbreyta. Samhliða þessari umfjöllun verður farið í saumana á ályktunartölfræði, notkun marktektarprófa og túlkun niðurstaðna. Áhersla er lögð á að nemendur fái umtalsverða verklega reynslu af því að greina megindleg gögn. Kennari útvegar könnunargögn sem nemendur nota til þess að prófa þær aðferðir sem kenndar eru. Eftir fremsta megni verður reynt að samþætta fræðilegar spurningar og tilgátuprófun. Tölfræðiforritið SPSS fyrir Windows er notað.

X

Hlutverk og stefnumótun alþjóðastofnana (ASK201F)

Alþjóðastofnunum hefur fjölgað verulega frá lokum síðari heimsstyrjaldar og samskipti ríkja fara í vaxandi mæli fram innan veggja þeirra. Í námskeiðinu verður gerð grein fyrir kenningum um eðli og hlutverk alþjóðastofnana og þeim ferlum sem stjórna starfsemi þeirra.

Í stað þess að fjalla sérstaklega um sögu og skipulag einstakra stofnana, mun þetta námskeið leggja áherslu á að kanna hið pólitíska kerfi sem liggur til grundvallar samstarfs ríkja innan alþjóðastofnana. Að hvaða leyti eru alþjóðastofnanir sjálfstæðir aðilar í alþjóðakerfinu?  Hverjir hafa áhrif á alþjóðastofnanir og hvernig gera þeir það? Hvernig eru alþjóðastofnanir fjármagnaðar og hvaða áhrif hefur það á rekstur þeirra? Hvers konar fólk vinnur í alþjóðastofnunum og hvaða áhrif hefur það á stofnanirnar sem það vinnur hjá? Þessum, og fleiri, spurningum verða gerð skil á námskeiðinu.

Nemendur munu kynnast þeim margvíslegu rannsóknaraðferðum sem nýttar eru til að svara þessum spurningum. Lesefni námskeiðsins er fjölbreyttt og við munum m.a. nýta okkur sögulegar rannsóknir, tilviksrannsóknir,  og bæði eigindlegar og megindlegar fræðigreinar og bókakafla. Lögð verður sérstök áhersla á nýlegar rannsóknir á sviði alþjóðastjórnmála svo nemendur fá góða yfirsýn yfir stöðu fræðasviðsins. Markmið námskeiðsins er því tvíþætt: í fyrsta lagi, að nemendur öðlist skilning á þeim þáttum, bæði pólitískum og stjórnsýslulegum, sem stýra starfsemi alþjóðastofnana og, í öðru lagi, að gera nemendum kleift að kryfja og vinna með fjölbreyttar rannsóknir á sviði alþjóðastofnana í sinni eigin rannsóknarvinnu.

Námskeiðið byggir á helstu kenningum í alþjóðasamskiptum en ekki er gert ráð fyrir að nemendur búi yfir þekkingu á einstökum stofnunum umfram það sem almennt mætti telja eðlilegt af nemanda með áhuga á alþjóðamálum. Þar sem við á verður bætt við ítarefni fyrir á sem þurfa að kynna sér grunnstarfsemi einstakra stofnana betur. Áhersla verður lögð á stóru alþjóðlegu stofnanirnar, eins og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en við munum einnig fjalla um svæðisbundnar stofnanir, eins og Evrópuráðið, alþjóðleg félagasamtök (INGOs) og aðkomu einkaaðila að alþjóðakerfinu.

X

Kostnaðar- og nytjagreining (HAG101F)

Tilgangur kostnaðar-nytjagreiningar er að auðvelda töku ákvarðana sem snerta marga þjóðfélagsþegna með beinum eða óbeinum hætti. Markmið námskeiðsins í kostnaðar-nytjagreiningu er að kynna nemendum fræðilega undirstöður aðferðarinnar jafnt sem hagnýtingu hennar. Umfjöllunarefnin eru m.a.: Rekstrarhagfræðilegur grundvöllur kostnaðar-nytjagreiningar, mat á neytendaábata, framleiðendaábata og samfélagslegum ábata. Þjóðhagsleg og rekstrarhagfræðileg áhrif framkvæmda. Afvöxtun, ávöxtun og opinberir reiknivextir. Áhrif óvissu á mat á þjóðhagslegum áhrifum og verðmæti upplýsinga. Tilvistarvirði (existence value). Skilyrt verðmætamat. Verðmat á tíma, mannslífum, hávaða.

X

Nýsköpun og gerð viðskiptaáætlana (IÐN202M)

Markmið: Gera nemendur færa um að skilja eðli og ferli nýsköpunar, einkenni og virkjun frumkvæðis og skrifa viðskiptaáætlun fyrir tiltekna hugmynd. Fjallað verður um öll atriði er tengjast gerð viðskiptaáætlana. Þar er einkum um að ræða; hugmyndaleit, hugmyndamat og skilgreining á viðskiptahugmynd (þörf og lausn). Markaðsmál, sölumál og samkeppni varðandi hugmyndina og framsetning eftirpurnarfalls. Tæknin sem lausnin byggir á og tæknileg sérstaða lausnarinnar. Gerð framkvæmdaáætlunar fyrir tæknilega útfærslu lausnarinnar (verk- og tímaáætlun). Vernd hugverka og einkaleyfi. Gerð stofnkostnaðar- og fjármögnunaráætlunar. Gerð fjárhagsáætlana; rekstrar- og greiðsluáætlun ásamt áætlun um efnahagsreikning og arðsemis- og andvirðismat. Útreikningur ýmissa lykiltalna. Umfjöllun um stofnendur, eigendur og stjórnskipulag. Verkefnavinna: Þátttakendur vinna verkefni á grundvelli hugmyndaleitar og hugmyndamats. Verkefnin eru annað hvort sprottin úr hugmyndum þátttakenda eða tengjast starfandi fyrirtækjum. Verkefnin eru unnin í þriggja manna hópum og skila nemendur 4 áfangaskýrslum og verja verkefnin munnlega í lok misseris. Lokaskýrsla skal vera fullmótuð viðskiptaáætlun ásamt arðsemismati og tillögum um hvernig verkefninu skuli hrint í framkvæmd.

X

Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I) (IÐN222F)

Þetta námskeið er fyrri hluti af tveimur námskeiðum á sama misseri og  gert er ráð fyrir að nemendur taki báða hlutana (IÐN222F og IÐN216F)  Þessi fyrri hluti námskeiðsins, IÐN222F Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I),  er kenndur á vikum 1-7 á vormisseri. Í námskeiðinu er farið á praktískan hátt yfir ferli nýsköpunar í viðskiptum. Farið er yfir fæðingu viðskiptahugmyndar og fyrsta mat á viðskiptatækifærinu, þróun og prófun viðskiptalíkans. Þessi hluti námskeiðsins byggir á fyrirlestrum og dæmisögum sem taka á ýmsum þáttum nýsköpunar- og viðskiptaþróunar: Greining viðskiptatækifæra, mat á markaðsstærð og einingaframlegð, stjórnun nýsköpunareininga, fjármögnun og fleira. Einnig eru unnin verkefni þar sem þar sem nemendur beita aðferðum námskeiðsins á afmörkuð verkefni í afurða- og viðskiptaþróun bæði í nýjum og starfandi fyrirtækjum.

X

Vörustjórnun og umhverfismál (IÐN510M)

Tilgangur námskeiðsins er að fara í gegnum grundvallaratriði lokistik (vörustjórnunar), stjórnun aðfangakeðja og áhrif þeirra á umhverfið. Námskeiðið er í raun þríþætt þar sem byrjað er á að fara í gegnum þá þætti sem snúa að innkaupum á vörum og þjónustu ásamt stjórnun birgða. Því næst er tekið á þeim þáttum sem snúa að flutningum og dreifingu. Að lokum er áhrifum aðfangakeðja á umhverfi gert greinagóð skil og öllum þremur þáttunum steypt saman í eina heild sem styður sjálfbærni.

Námskeiðið er kennt með því fyrirkomulagi að haldnir eru fyrirlestrar til að útskýra fræðilega undirstöðu greinarinnar en til að fá aukinn skilning á einstökum þáttum verða reiknuð dæmi sem skila þarf inn til yfirferðar. Samhliða fyrirlestrum og dæmatímum verður unnið með fyrirtækjaspil í hópum auk þess að spila „The Beer game“ - þar sem þáttakendur leika hlutverk fyrirtækja sem og taka þátt í raunhæfum hlutverkum stjórnenda.

X

Myndvinnsla og landgreiningar í jarðfræðirannsóknum (JAR251F)

Vikulegar æfingar þar sem nemendur vinna með eftirfarandi sérsvið:

  1. Gagnagreining og úrvinnsla með stór gagnasöfn: Google Earth Engine. Farið verður yfir notagildi, skriftir og túlkun. Unnið verður með hitagögn úr gervitunglum, tengd eldvirkni eða jarðhita, og jafnframt farið yfir helstu lögmál hitafjarkönnunar og mikilvægi leiðréttinga vegna lofthjúps. Einnig verður unnið verkefni tengt náttúrufarsbreytingum, með fjölrófsgögnum. Tvær vikur.
  2. Fjarkönnun með drónum. Lagalegt umhverfi og áskoranir við gagnaöflun. Notagildi, helstu skynjarar og tækjabúnaður. Skipulag gagnasöfnunar m.t.t. upplausnar og yfirgrips. Úrvinnsla gagna: myndmósaík, þrívíddarlíkön og flokkun. Tenging við viðkomandi fræðasvið og túlkun. Unnið verður með fjölbreytt gögn úr drónum: Ljósmyndir, hitamyndir, lidargögn. Ýmis sérhæfð forrit og búnaður. Tvær vikur.
  3. Jarðsjármælingar. Farið verður yfir eðli og notagildi jarðsjármælinga fyrir jarðvísindi og fornleifafræði. Vettvangsferð til að afla gagna og þjálfa notkun búnaðar. Túlkun og samþætting við önnur gögn. Í sömu ferð verður farið yfir notkun dróna og vettvangsgeislamælis. Ein vika.
  4. Fjölgeislamælingar. Fjallað verður um eiginleika fjölgeislamælinga og kortlagningu hafsbotnsins. Unnið verður með fjölgeislagögn í tölvuveri, útbúin þrívíddarkort sem túlkuð eru m.t.t. jarðfræði hafsbotnsins. Ein vika.
  5. Ratsjárgögn. Eiginleikar ratsjármælinga úr gervitunglum og notagildi í umhverfisvísindum og rauntímaeftirliti. Unnið verður með SNAP hugbúnað og nemendur velja sér verkefni til að vinna með: Flóðakortlagning, landhæðarbreytingar, mengunarvöktun. Ein vika.

Nemendur skrá kerfisbundið gögn af ólíkum uppruna inn í landupplýsingakerfi. Farið verður yfir ýmsar myndvinnsluaðferðir og LUK greiningar: Hnitsetningu, skerpingu, flokkun, kvörðun, greiningu á jöðrum, mynstri og breytingum, brúun, þrívíddargreiningar, rúmmálsútreikninga og líkangerð.

 

X

Loftslagsbreytingar; fortíð nútíð og framtíð (JAR257F)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum innsýn í nýjustu rannsóknir á loftslagsbreytingum fyrri jarðsögutímabila og fram á okkar tíma, auk þess sem áhersla verður lögð á þá aðferðafræði sem notuð er við öflun upplýsinga um veðurfar. Skoðaðar verða náttúrulegar loftslagssveiflur á mismunandi tímaskölum og hugsanlegar ástæður þeirra ræddar. Hlýnun í nútíð og framtíð verður sett í víðara samhengi við veðurfarsbreytingar á nútíma (síðustu 11700 ár). Námskeiðið er á fyrirlestraformi, þar sem kennari og nemendur taka fyrir í hverjum tíma nýlegar greinar úr ritrýndum tímaritum um umhverfis- og loftslagsbreytingar. Umræður með þátttöku allra fylgja í kjölfarið, þar sem nemendur taka þátt í að stjórna umræðum. Nemendum er ætlað að halda fyrirlestra yfir misserið um valin efni sem snerta markmið námskeiðs og skila lokaverkefni tengt þema námskeiðsins, auk þess að taka þátt í að stjórna umræðum. Minni verkefni verða einnig lögð fyrir nemendur á misserinu.

Þetta er sjö vikna námskeið og fyrirkomulagið eru sex viðverutímar á formi fyrirlestra-, hópvinnu- og verklegra tímar. Væntanlegt nemenda-vinnuálag í þessu námskeiði er um 190 tímar (c.a. 25 tímar per einingu) og þar af er skráður heildarfjöldi viðverutima 40.

X

Ferðamennska og umhverfi (LAN019F)

Í námskeiðinu verður fjallað um náttúru og landslag sem auðlind ferðamennsku. Áhersla verður lögð á samspil manns og náttúru. Farið verður yfir sögu náttúruverndar og staða náttúruverndar í dag skoðuð í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um skipulag og stjórnun þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða og skoðaðar aðferðir við gildismat náttúrunnar. Áhrif ferðamennsku á umhverfi verða rædd með áherslu á álag ferðamanna og þolmörk umhverfis. Gefin verður innsýn í náttúrusiðfræði og viðhorf og umgengni ferðamanna við náttúruna rædd. Sérstök áhersla verður lögð á sjálfbæra ferðamennsku og möguleikar þróunar slíkrar ferðamennsku hér á landi verða ræddir í ljósi skipulagningar og stjórnunar ferðamennsku. Námskeiðið mun samanstanda af fræðilegum fyrirlestrum, umræðuverkefnum og æfingum. Nemendur sem taka þetta námskeið í sínu framhaldsnámi, fá auk þess pakka af faglegum fræðiheimildum sem þeir nýta ásamt öðrum heimildum til vinnu heimildaritgerðar á fræðasviðinu. Stúdentar þurfa að standast alla prófþætti námskeiðsins.

X

Jarðvegsfræði (LAN113F)

Námskeiðið felur í sér eftirfarandi helstu þætti:

  • Jarðvegsmyndandi ferlar.
  • Jarðvegsflokkun og dreifing jarðvegsgerða á heimsvísu.
  • Jarðvegsrof og landhnignun.
  • Áhrif fólks á jarðveg og gróður.
  • Næringarefnabúskapur jarðvegs.
  • Eðlis- og efnaeiginleikar jarðvegs.
  • Hlutverk jarðvegs í vistkerfum.
  • Íslenskur jarðvegur og einkenni.
  • Mælikvarðar jarðvegsgæða.
  • Áhrif utan að komandi þátta (t.d. gróður og loftslag) á jarðveg og næringarefnainnihald.
  • Jarðvegur sem rannsóknarefni í sambandi við mannvist og umhverfissögu.
  • Þjálfun á rannsóknastofu til að rannsaka eiginleika jarðvegs (t.d. jarðvegsgæði).

Námskeiðið samanstendur af fyrirlesturum, vettvangs- og rannsóknastofuvinnu og ritgerðaskrifum.

X

Ferðamennska og víðerni (LAN114F)

Fjallað er um víðerni sem félagslega smíð og hlutlæga tilveru víðerna. Gefið er yfirlit yfir sögu víðernishugmyndarinnar í menningar- og sögulegu samhengi. Skoðuð eru markmið með verndun víðerna og helstu átök um varðveislu þeirra. Kynntar eru hugmyndir um skipulag og stjórnun víðerna fyrir ferðamennsku og útivist. Varpað er ljósi á tengsl milli ferðamennsku, víðerna og stefnu í stjórnun þeirra. Námskeiðið hefst á fimm daga ferð um víðerni Íslands.

X

Fjarkönnun og umhverfisvöktun (LAN211F)

Lögmál og grundvallaratriði fjarkönnunar. Rafsegulgeislun, víxlverkun við lofthjúp og yfirborð jarðar. Endurvarp og eigingeislun. Eiginleikar ljósmynda, hitamynda, örbylgju- og ratsjármynda. Yfirlit yfir annars konar fjarkönnun: LIDAR, bylgjuvíxlmyndir, fjölgeisla- og jarðsjármælingar, fjarkönnun á öðrum reikistjörnum.

 Fjarkönnunargögn og aðferðir við öflun þeirra. Nemar og skannar um borð í gervitunglum og flugvélum. Upplausn mynda: rúmfræðileg, rófgreinihæfni, geislastyrkur, tími. Saga fjarkönnunar á 20. og 21. öld.

Notkun og túlkun loftmynda og gervitunglamynda. Myndvinnsla og greining: forvinna, upprétting, strekking, vinnsla með fjölda banda, stýrð og sjálfvirk flokkun, landgreiningar og rannsóknir á breytingum, líkangerð. GPS. Samfelling gagna og landupplýsinga. Framsetning og miðlun fjarkönnunargagna.

Umhverfisvöktun og gildi fjarkönnunar á ýmsum fræðasviðum: landfræði, jarðfræði og líffræði. Umhverfisvöktunarkerfi vegna snöggra og hægfara umhverfisbreytinga, náttúruvár, atburða og kortagerðar. Öflun og vinnsla rauntímagagna.

Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestarar, umræðutímar og vikuleg verkefni í tölvuveri í öflun, greiningu og túlkun fjarkönnunargagna. Unnið verður með landupplýsingakerfi, einkum ArcGIS og QuantumGIS, svo og ýmis myndvinnsluforrit. Sjálfstætt rannsóknaverkefni á sviði fjarkönnunar og umhverfisvöktunar.

X

Ferðamennska á norðurslóðum: Iðkun og upplifun (LAN214F)

Námskeiðið verður kennt frá byrjun mars – maí 

Námskeiðið fjallar um ferðamennsku á norðurslóðum með áherslu á upplifun ferðamanna og tengsl ferðamennsku við samfélög og landslag á norðurslóðum. Markmið þess er að kynna nemendum rannsóknir og kenningar sem tengjast iðkun, upplifun og framkvæmd ferðamennsku á norðurslóðum. Spurningar um tengsl gesta og gestgjafa, þróun ferðaþjónustu og upplifunar ásamt samfélagsleg og umhverfisleg áhrif ferðamennsku verða teknar til skoðunar. Kennsla er byggð á rannsóknum þar sem beitt er ólíkum fræðilegum sjónarhornum og mismunandi tilvik/dæmi eru kynnt.

Auglýsing um aðgang að námskeiðinu er send til framhaldsnema í byrjun hvers árs. Athugið að takmarkaður fjöldi námsplássa er í boði og ganga nemendur Land- og ferðamálafræði fyrir. Skráning í námskeiðið fer fram í gegnum MS-SENS

X

Náttúruvá og samfélag (LAN215F)

Í námskeiðinu er fjallað ítarlega um þann vanda sem náttúruvá af ýmsu tagi skapar samfélögum af mismunandi gerð og við ólíkar aðstæður. Framlag landfræði og félagsvísinda til þekkingar á náttúruvá og tengslum hennar við samfélagið er rakið. Farið er yfir helstu fræðileg hugtök og kenningar til að varpa ljósi á viðbrögð fólks og aðlögun þess að náttúruvá. Áhættuhugtakið er skoðað sérstaklega og gerð grein fyrir rannsóknum á skynjun einstaklinga og hópa á áhættu tengdri náttúruvá. Einnig er skoðað hvernig unnt er að leggja hlutlægt mat á áhættu og draga úr áhrifum atburða, staðbundið eða á stærri svæðum. Almannavarnahringrásin er kynnt og fjallað um hlutverk og ábyrgð hinna ýmsu viðbragðsaðila. Dæmi eru tekin af tilteknum atburðum í ríkari og fátækari hlutum heimsins. Nemendur kynna sér og safna gögnum um tiltekna atburði ítarlega, greina þau og rökræða viðbrögð og afleiðingar. Íslenskar rannsóknir landfræðinga og annarra á þessu sviði verða skoðaðar sérstaklega. Einnig fara nemendur í kynnisheimsóknir til íslenskra aðila og stofnana sem sinna almannavörnum og viðbragði við náttúruhamförum.

X

Umhverfis- og samfélagsleg ábyrgð í ferðamennsku (LAN417F)

Samfara auknum umsvifum ferðaþjónustunnar út um allan heim aukast umhverfis- og samfélagsleg áhrif ferðamennsku jafnt og þétt. Það er því mikilvægt að nemendur í ferðamálafræði og skyldum fagsviðum þekki og skilji þessi áhrif og geti beitt viðeigandi aðferðum til að stýra þeim. Enn fremur er mikilvægt að nemendur skilji hlutverk þessara áhrifa í víðara samhengi og tengsl þeirra við loftlagsbreytingar og sjálfbæra framtíð. Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu nemenda á umhverfis- og samfélagslegri ábyrgð í ferðamennsku og mikilvægi hennar í uppbyggingu sjálfbærrar ferðamennsku. Áhersla verður lögð á að greina umhverfis- og samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu. Kynnt verða mismunandi umhverfisstjórnunarkerfi og umhverfisvottanir í ferðaþjónustu og samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja rædd. Mismunandi nálganir, tæki og aðferðir sem notaðar eru á sviði umhverfisstjórnar og samfélagslegrar ábyrgðar verða enn fremur kynnt.

X

Borgir og borgarumhverfi (LAN512M)

Í námskeiðinu er fjallað um helstu kenningar og aðferðir borgarlandfræði og borgarhönnunar við greiningu á lífi og umhverfi í borgum, með áherslu á bæjarrými, nærumhverfið og hverfi innan borga og bæja.

Fjallað er um sögulega þróun borga frá upphafi borgamyndunar til okkar daga. Þá er fjallað um helstu viðfangsefni borgarlandfræði og borgarhönnunar við greiningu og stefnumótun um borgir og borgarumhverfi, svo sem um ólíka félagshópa og búsetu, atvinnu og samgöngur í borg, upplifun og gæði bæjarrýma, list og menningu í bæjarrýmum, náttúruna í borginni og mörkun staða. Einnig um áskoranir borga á okkar samtíma, svo sem tengt loftslagsmálum, sjálfbærni og fjórðu iðnbyltingunni.

Fyrirlestrar, umræðutímar og verkefnavinna. Einstaklings- og hópverkefni.

X

Skipulag byggðar og lands (LAN610M)

Í námskeiðinu eru kynntar helstu kenningar, hugtök og viðfangsefni skipulagsfræði, söguleg þróun skipulagsgerðar og stjórnkerfi skipulagsmála.

Megináhersla námskeiðsins er á hagnýtar aðferðir við skipulagsgerð, sérstaklega fyrir skipulag stærri landfræðilegra heilda, eins og þéttbýlisstaða, sveitarfélaga eða landshluta. Nemendur kynnast og þjálfast í að beita ólíkum aðferðum við gagnaöflun, greiningu og túlkun á byggð, samfélagi, náttúrufari og ólíkum hagsmunum varðandi þróun byggðar og nýtingu lands, vegna skipulags tiltekins svæðis. Farið er yfir aðferðir til að leggja mat á aðstæður, áskoranir og tækifæri á skipulagssvæðinu. Einnig aðferðir við mótun og framsetningu skipulagstillagna og stefnu í skipulagi.

Fyrirlestrar, umræðutímar og verkefnavinna. Einstaklings- og hópverkefni.

X

Gróðurríki Íslands og jarðvegur (LÍF615M)

Kennt á móti LÍF 606M og ráða skráningar hvort námskeiðið er kennt. Íslenska háplöntuflóran; samsetning, fjölbreytni, staða í flóruríki jarðar. Heimskautaflóran: uppruni, kerfisfræði, vistfræði. Líflandafræði flórunnar við Norður Atlantshaf. Ísöld á norðurhveli, ísaldarlok á Íslandi og í Evrópu og gróðursaga á nútíma. Tilgátur um aldur og uppruna íslensku flórunnar og heimskautaflóru á norðurhveli. Íslenskur jarðvegur; myndun, sérkenni, eyðimerkurmyndun. Gróðurbreytingar eftir landnám. Flóra Íslands og útbreiðsla um landið, búsvæði og líffræðileg fjölbreytni. Válistategundir. Aðferðir til að lýsa og flokka gróður. Íslensk gróðurlendi: flokkun, útbreiðsla, umhverfi og nýting. Verkleg kennsla fer að hluta til fram að sumari til: 4 daga sumarnámskeið.

X

Landvistkerfi (LÍF660M)

Fjallað verður um eftirfarandi efni:

Fæðuvefir og samfélög landvistkerfa bæði ofanjarðar og neðan. Hlutverk lífvera og annarra þátta við mótun búsvæða á landi. Samband líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfisferla, m.a. frumframleiðslu og hringrás næringarefna. Áhrif einstakra lífveruhópa og eiginleika þeirra, einkum plantna og grasbíta, á vistkerfisferla, stöðugleika og þanþol vistkerfa. Áhrif loftslagsbreytinga og landnýtingar á vistkerfi, með áherslu á norðurslóðir. Sérstaða íslenskara vistkerfa. Endurheimt hruninna og hnignaðra vistkerfa. Helstu aðferðir við rannsóknir á landvistkerfum.

X

Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpun (LVG106F)

Markmiðið er að virkja umhverfisvæna hugsun í verki og tengja sjálfbærni í textíl við sjálfbæran og ábyrgan lífsstíl. Markmiðið er einnig að ná utan um þá þætti sem textílgreinin hefur upp á að bjóða í slíkum aðgerðum. Hvatt er til sjálfbærrar hugsunar, sköpunar og nývirkni, það að búa til eitthvað alveg nýtt eða endurbæta fatnað og aðrar textílafurðir sem þegar eru til staðar. Fylgt er eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og aðferðafræði og ferli hönnunar og nýsköpunar; frá þörf og þekkingu á viðfangsefni og tæknilegum aðferðum til þróunar hugmynda og tilrauna í leit að lausnum. Á námskeiðinu eru gefin upp verkfæri, textílaðferðir og lausnir, en helst ræður för hvaða efni eða fatnaður stendur til boða að endurskapa eða endurnýta hverju sinni. Lögð er áhersla á persónulega sköpun við nálgun viðfangsefna og sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnar eru skýrslur eða greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi faggreinarinnar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd.

X

Themes on International and European Union Environmental Law (LÖG110F)

Í námskeiðinu er fjallað um lagalegan grundvöll og meginreglur alþjóðlegs umhverfisréttar og umhverfisréttar Evrópusambandsins. Námskeiðið er tvískipt. Í fyrri hluta þess, sem byggir á gagnvirkum fyrirlestrum með þátttöku nemenda, verður megináherslan lögð á að skýra og fjalla um lagalegan grundvöll umhverfisréttar hvors réttarsviðs, meginreglur þeirra, þ.m.t. sjálfbæra þróun, sjálfbærni og heimsmarkmið SÞ, áhrif alþjóðlegs umhverfisréttar á umhverfisrétt Evrópusambandsins, þróun lagalegra lausna og áhrif réttarframkvæmdar. Jafnframt verða helstu efnissvið réttarsviðanna kynnt. Í seinni hluta námskeiðsins, verða tiltekin efnissvið alþjóðlegs umhverfisréttar og umhverfisréttar Evrópusambandsins krufin til mergjar á gagnrýninn hátt sem krefst virkrar þátttöku og frumkvæði nemenda. Meðal þessara efnissviða er vernd líffræðilegar fjölbreytni, varnir gegn mengun, þátttökuréttindi og aðgangur að dómstólum, mannréttindi og umhverfið, og málefni norðurslóða. (Sjá einnig LÖG187.F, Þverþjóðlegur loftslagsréttur).

X

Vistvæn nýsköpun matvæla (MAT612M)

Námskeiðið er unnið í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Matís ohf. 

Megin markmið áfangans er að þróa nýja vöru frá hugmynd að tilbúinni vöru með sjálfbærni að sjónarmiði. Sem liðir í því verða gerðar frumgerðir (prótótýpur), umbúðir verða hannaðar, gerðar verða markaðs- og viðskiptaáætlanir og rýnt verður í nauðsynlega framleiðsluframleiðsluferla fyrir vöruna. Útkoma verkefnanna geta orðið að nýrri vöru og verið kynntar í Evrópukepninni Ecotrophelia. 

Námskeiðið byggist á samvinnu nemenda. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni í hóp og deili á milli sín verkefnum til að geta lokið kröfum námskeiðisins. Nemendur fá leiðsögn við hópamyndun og hópavinnu. Nemendur með ólíkan bakgrunn taka þátt í námskeiðinu og kennari sér til þess að hver hópur hafi góða samsetningu nemenda með ólóka hæfni. 

Kennarar og sérfræðingar munu halda fyrirlestra um ýmsa þætti vöruþróunar, þar á meðal um gerð viðskiptaáætlana og umbúðagerð. Í lok námskeiðs halda svo nemendur kynningu á vörunum sínum. 

Nemendur munu þróa frumgerð af nýrri vöru og fá til þess fjárhagslegan stuðning og aðgang að tilrauna aðstöðu, nánari upplýsingar verða gefnar í fyrsta tíma námskeiðisins.  

Nemendum er stendur til boða að vinna verkefni sín í samstarfi við íslensk fyrirtæki í matvælaiðnaði. Nánari útskýringar verða gefnar við upphaf námskeiðsins.  

Matís ohf. veitir sérfræðiaðstoð við vöruþróun innan námskeiðisins.  

Lokaverkefni og námsmat námskeiðisins er tvískipt. Fyrst skilar hver hópur inn skýrslu um vöruna sem þróuð var, þar á meðal um viðskiptaáætlun, markaðssetningu og sjálfbærni vörunnar. Svo kynnir hver hópur vöruna sína og viðskiptaáætlun fyrir, kennurum, nemendum og dómsnefnd frá sammtökum iðnaðarinns fyrir nýsköpunar keppnina Ecotrophelia Iceland. Sigur liðið fær tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppni í vistvænni nýsköpun (Ecotrophelia) fyrir hönd Íslands. Þáttaka í Evrópukeppninni er valfrjáls en munnleg kynning í innanlandskeppninni er skilda í námskeiðinu. Frekari upplýsingar um keppnina má nálgast hér: https://eu.ecotrophelia.org/ 

Nemendur í Matvælafræði eru hvattir til að taka þetta námskeið samhliða námskeiðinu Vöruþróun matvæla (MAT609M), til að samnýta þekkingu og hæfni sem fæst í námskeiðunum og fá dýpri skilning á öllum hliðum vöruþróunar.  

Nemendur af öðrum námsbrautum eru hvattir til að taka þetta námskeið þar sem fjölbreytileki teymis og breiður þekkingargrunnur er mikill styrkleiki við þróun á vörum. Til að sannfærast er gott að lesa þetta https://shorturl.at/opxH3 eða þetta https://shorturl.at/boHM8 

X

Sjávarútvegur og fiskeldi - AQFood (MAT704F)

https://www.nmbu.no/course/AQF200

Nemendur öðlast yfirsýn yfir sjávarútvegs- og fiskeldisiðnað heimsins með áherslu á Norðurlöndin. Áhrif ýmissa þátta við veiðar, s.s. áhrif fisktegundar, fæðis, árstíma veiða, veiðarfæra, á bestu hagnýtingu og gæða fiskafurða verða kynnt. Farið verður í áhrif veiðarfæra og skipa, verkunar og vinnslu, regluverk varðandi kvóta og meðhöndlun afla og sjálfbærar hagnýtingar á sjávarafurðum. Yfirferð á fiskeldisiðnaðinum felst m.a. í áhrifum fisktegunda, líffærafræði og þroskaferlar þeirra, vatnsnotkun og vatnsgæði, fiskfóður, eldi, heilbrigði fiska og sjúkdómar við fiskeldi, dýravelferð, sjálvbært fiskeldi, slátur- og söfnunaraðferðir.

Námskeiðið er hluti af AQFood meistaranáminu sem unnið er í samstarfi við DTU, NTNU, HÍ en kennt við NMBU. Námskeiðið er netnámskeið sem hægt er að taka í fjarnámi.

Námsefni samanstendur af fyrirlestrum sem hlaðið er upp á netið, ásamt æfingum og verkefnum. Nemendur skulu þá einnig vinna að stærra verkefni sem skila á inn verkefnaskýrslu um.

X

Sjávarútvegur og fiskeldi - AQFood (MAT704F)

https://www.nmbu.no/course/AQF200

Nemendur öðlast yfirsýn yfir sjávarútvegs- og fiskeldisiðnað heimsins með áherslu á Norðurlöndin. Áhrif ýmissa þátta við veiðar, s.s. áhrif fisktegundar, fæðis, árstíma veiða, veiðarfæra, á bestu hagnýtingu og gæða fiskafurða verða kynnt. Farið verður í áhrif veiðarfæra og skipa, verkunar og vinnslu, regluverk varðandi kvóta og meðhöndlun afla og sjálfbærar hagnýtingar á sjávarafurðum. Yfirferð á fiskeldisiðnaðinum felst m.a. í áhrifum fisktegunda, líffærafræði og þroskaferlar þeirra, vatnsnotkun og vatnsgæði, fiskfóður, eldi, heilbrigði fiska og sjúkdómar við fiskeldi, dýravelferð, sjálvbært fiskeldi, slátur- og söfnunaraðferðir.

Námskeiðið er hluti af AQFood meistaranáminu sem unnið er í samstarfi við DTU, NTNU, HÍ en kennt við NMBU. Námskeiðið er netnámskeið sem hægt er að taka í fjarnámi.

Námsefni samanstendur af fyrirlestrum sem hlaðið er upp á netið, ásamt æfingum og verkefnum. Nemendur skulu þá einnig vinna að stærra verkefni sem skila á inn verkefnaskýrslu um.

X

Menning og andóf (MFR703M)

Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.

X

Stefnumótun stofnana (OSS201F)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum hagnýta þjálfun við gerð stefnumótandi áætlunar (strategic planning). Nemendur vinna slíka áætlun fyrir stofnun sem þeir velja. Byggt er á aðferðafræði John M. Brysons.  Skoðaðar verða mismunandi aðferðir við stöðumat, mótun stefnumiða og gerð stefnuáætlunar.  Fjallað verður um gerð árangursmælikvarða á grundvelli stefnumiða.  Fjallað er um fræðilegan bakgrunn aðferðarinnar.

X

Stjórntæki hins opinbera (OSS203F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur fái innsýn í grunnþætti opinbers rekstrar og önnur úrræði sem ríkið getur beitt til að ná markmiðum sínum. Fjallað verður um ýmis stjórntæki ríkisvaldisins, þar á meðal rekstur opinberra stofnana, markaðsvæðingu, fjárhagslega hvata, regluvæðingu og tryggingar/styrki og áhersla lögð á mat og notkun stjórntækjanna við ólíkar aðstæður. Umfjöllunin um hvert stjórntæki er jafnt á fræðilegum grundvelli sem og útlistun á notkun þeirra á Íslandi. Æskilegt er að nemendur hafi tekið námskeiðið OSS101F Rekstrarhagfræði, markaðsbrestir og ríkisafskipti.  

 

X

Kolefnisfótspor fyrirtækja (UAU027F)

Í þessu námskeiði öðlast nemendur færni í útreikningum á losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri fyrirtækja. Nemendur öðlast þekkingu á helstu aðferðafræðum við útreikninga, hvernig styðjast skal við gagnabanka og hvaða leiðir standa fyrirtækjum til boða við upplýsingagjöf (e. disclosure platforms), s.s. CDP, Nasdaq og GRI. Nemendur læra að þekkja umföng, notkun lífsferilsgreininga (LCA) við upplýsingagjöf, hvaða sjálfbærnimælikvarðar eru viðeigandi (e. material) og hvernig má skoða mótvægisaðgerðir í samhengi við rekstur fyrirtækja. Leiðbeiningar Greenhouse Gas Protocol eru grunnviðfangsefni námskeiðsins, enda eru þær leiðbeiningar gjarnan nýttar til grundvallar upplýsingagjöf. Við lok námskeiðs hafa nemendur færni til að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri og virðiskeðju fyrirtækja og setja fram á viðeigandi vettvangi. Nemendur þekkja einnig þróun í aðferðafræði á útreikningum losunar gróðurhúsalofttegunda, sér í lagi með tilliti til fjármálastarfsemi. Nemendur þekkja einnig hvernig upplýsingar sem þessar eru nýttar, s.s. með tilliti til ESG áhættumats. 

X

Inngangur að umhverfis- og auðlindafræði (UAU102F)

Hin öra fjölgun mannkynsins og umsvifin sem henni fylgja hafa á undanförnum áratugum haft gríðarleg og sívaxandi áhrif á náttúruauðlindir og umhverfi. Til þess að skilja þessi áhrif og og geta valið réttu leiðirnar til að takast á við þau, þarf að beita þverfræðilegum aðferðum, þar sem gripið er jöfnum höndum til náttúrufræði, félagsfræði, hagfræði,verkfræði og fleiri greina. Áður en nemendur læra um þverfræðilegar aðferðir til að nálgast aðsteðjandi vanda, þurfa þeir að átta sig á því í hverju vandinn er fólginn en það er einmitt markmið þessa námskeiðs. Fjallað verður um umhverfi og auðlindir almennt með áherslu á gildi þeirra fyrir mannkynið og helstu orsakir umhverfisvandamála og þýðingu þeirra bæði í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Einkum verður farið yfir eftirtalda efnisflokka: Fólksfjölgun, tækni og hagvöxt. Líffræðilega fjölbreytni og útrýmingu tegunda. Jarðveg og jarðvegseyðingu. Landbúnað og umhverfisáhrif. Mengun og heilsu . Loftmengun, vatnsmengun og jarðvegsmengun. Helstu mengunarvalda í andrúmslofti og áhrif þeirra. Eyðingu ósonlagsins og loftslagsbreytingar. Sorp og spilliefni. Ferskvatnsauðlindir. Auðlindir sjávar. Auðlindir skóga og votlendis. Orkuauðlindir. Orkunýtingu og umhverfisáhrif.

X

Hnattrænar loftslagsbreytingar (UAU107M)

Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og eitt af mest krefjandi umhverfisvandamálum líðandi stundar og verður áfram í nánustu framtíð. Síðan 1992 hafa verið margir fundir og samkomulög á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Í námskeiðinu verður farið yfir loftslagsbreytingar frá nokkrum sjónarhornum. Byrjað á að fara yfir helstu gögn og vísindi er tengjast loftslagsbreytingum og líkönum af framtíðar breytingum. Síðan verður fjallað um áhrif og varnarleysi (e. vulnerability) og viðleitni til að draga úr áhrifum og aðlagast loftslagsbreytingum. Einnig er fjallað um málefni eins og loftslags-flóttamenn, mismunandi áhrif eftir kyni og samningaviðræður.

Einkunnargjöf byggir á skriflegu verkefni, þátttöku í tímum og kynningum, auk stuttrar könnunar. Nemendur sem taka þetta námskeið hafa almennt mjög mismunandi bakgrunn og þú munt hafa tækifæri til að læra um loftslagsbreytingar frá mismunandi sjónarhornum.

X

Hnattrænar loftslagsbreytingar (UAU107M)

Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og eitt af mest krefjandi umhverfisvandamálum líðandi stundar og verður áfram í nánustu framtíð. Síðan 1992 hafa verið margir fundir og samkomulög á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Í námskeiðinu verður farið yfir loftslagsbreytingar frá nokkrum sjónarhornum. Byrjað á að fara yfir helstu gögn og vísindi er tengjast loftslagsbreytingum og líkönum af framtíðar breytingum. Síðan verður fjallað um áhrif og varnarleysi (e. vulnerability) og viðleitni til að draga úr áhrifum og aðlagast loftslagsbreytingum. Einnig er fjallað um málefni eins og loftslags-flóttamenn, mismunandi áhrif eftir kyni og samningaviðræður.

Einkunnargjöf byggir á skriflegu verkefni, þátttöku í tímum og kynningum, auk stuttrar könnunar. Nemendur sem taka þetta námskeið hafa almennt mjög mismunandi bakgrunn og þú munt hafa tækifæri til að læra um loftslagsbreytingar frá mismunandi sjónarhornum.

X

Stjórnun friðlýstra svæða- Vettvangsnámskeið á Suðausturlandi (UAU109F)

Námskeiðið er kennt í fimm vikur í upphafi haustmisseris, þar af fimm daga vettvangsferð í Vatnajökulsþjóðgarð og fleiri friðlýst svæði.

Markmið námskeiðsins er að fjalla á heildstæðan og gagnrýninn hátt um tilgang og aðferðir stjórnunar á svæðum þar sem náttúran nýtur verndunar af hálfu opinberra aðila. Áhersla er á Vatnajökulsþjóðgarð, með sérstöku tilliti til tengsla hans við nærsamfélögin á Suður- og Suðausturlandi. Fjallað verður m.a. um tilurð og gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn, hugmyndafræði verndarflokkunar hjá IUCN og í íslenskum lögum, skilgreiningu viðmiða fyrir verndun og nýtingu innan friðlýstra svæða, álitamál og erfiðleika við framkvæmd verndaráætlunar, þátttöku heimamanna í ákvarðanatöku og hlutverk þjóðgarðsins í sjálfbærri þróun jaðarbyggða. Námskeiðið fer að mestu fram á Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, en einnig verða önnur friðlýst svæðið heimsótt í ferðinni. Í upphafi námskeiðsins eru haldnir fyrirlestrar í Reykjavík til kynningar á viðfangsefnum þess þar sem kennarar og sérfræðingar frá ýmsum stofnunum flytja erindi. Vettvangsferðin sjálf stendur yfir í fimm daga og samanstendur af vettvangsferðum um þjóðgarðinn, ásamt fyrirlestrum og umræðutímum. Gist er á Reynivöllum í Suðursveit. Nemendur bera sjálfir kostnað af gistingu og fæði á meðan á vettvangsnámskeiðinu stendur.

Fyrirlestrar: 2x í viku 21. ágúst - 22. september
Vettvangsferð (5 daga): 5. - 9. september

X

Sjálfbær orkuþróun: orkuhagfræði og stefnumótun (UAU112F)

Námskeiðið fjallar um orkuhagfræði, stefnumótun í orkumálum ma í samhengi við sjálfbærni og sjálfbæra þróun.  Fjallað verður um; mikilvægi orku í sjálfbærri þróun; mikilvægi orku í hagþróun; orkuspár; hagfræði óendurnýjanlegra og endurnýjanlegra auðlinda svo sem vatnsorku, jarðhita, solar og vindorku auk lífmassa; dýmamísk hámörkun; orkumarkaðir svo sem rafmagnsmarkaðir; hagfræði og dýnamík tæknibreytinga; umhverfis og félagsleg áhrif orkunýtingar; Stefnumótun í orkumálum með áherslu á stefnumótun í samhengi sjálfbærrar þróunar; reglugerðir og efnahagslegir hvatar; samanburður á stefnu orkumála á Íslandi, Evrópusambandinu og öðrum ríkjum; tengsl stefnumótunar í orkumálum og umhverfismálum svo sem loftslagsmálum.

X

Umhverfishagfræði (UAU206M)

Í þessu námskeiði er fjallað um ýmsar veigamiklar hliðar umhverfishagfræði. Rætt er um efnahagslegt gildi umhverfisins, mismunandi not þess, kostnað við umhverfisrýrnun og svokallaða "græna" landsframleiðslu. Ennfremur er fjallað sérstaklega um land, landnotkun og landvirði. Þá er geta markaðskerfisins til að framkalla hagkvæma nýtingu umhverfisins rannsökuð, aðferðir til að lagfæra "mistök" í því efni skoðaðar og bornar saman við hugmyndir umhverfissinna.

X

Sjálfbær framtíð (UAU207M)

Markmið námskeiðsins er að þjálfa gagnrýna hugsun nemenda  og leiðtogahæfileika með sjálfbæra framtíð að markmiði. Námskeiðið mun kenna praktískar aðferðir sem minnka munu vistfótspor (e. ecological footprint), einstaklinga/fyrirtækja/stofnana/samfélags. Áhersla verður lögð á þverfræðileika og vísindalegan ramma sjálfbærni - byggðan á aðferðafræði "systems thinking". Nemendur munu læra að nýta vísindi í víðum skilningi til að styðja við regulgerðir (e. Policy), kynnast þeim eiginleikum og aðferðum sem þarf til að leiða breytingar þjóðfélaga í átt til sjálfbærni auk þeirra þátta sem nauðsynlegir eru þegar sjálfbær samfélög eru skipulögð.

Við lok námskeiðsins munu nemendur hafa öðlast hæfileika til að leiða breytingar samfélags í átt til sjálfbærrar framtíðar. Nemendur munu ma. annars geta leitt vinnustofur sem miða að sjálfbærni. Námsmat mun fara byggt á frammistöðu í vinnustofum, kynningum og hópverkefnum. 

Lotunámskeið, kennt yfir fjórar helgar. Dagsetningar á vormisseri 2023 eru: 20.-21. janúar, 10.-11. febrúar, 3.-4. mars og 24.-25. mars. 

X

Orkuvalkostir framtíðar (UAU213M)

Mannkynið er háð orku fyrir nánast allar athafnir í daglegu lífi. Helsti orkugjafinn sem notaður er í heiminum er jarðefnaeldsneyti, en sú staðreynd að mengun samfara notkun þess (gróðurhúsaáhrif, svifryk, ...) og að jarðefnaeldsneyti er í endanlegu magni, veldur því að leitin að öðrum orkugjöfum verður sífellt mikilvægari. Sjálfbærni í orkunotkun er krafan og í þessu námskeiði skoðum við mögulega valkosti í leit okkar að sjálfbærri orku. Til dæmis skoðum við vatnsafl, jarðvarma, sjávar-, vind- og sólarorku og lífeldsneyti (jafnvel kjarnorku). Einnig verður yfirlit yfir núverandi orkunotkun og jarðefnaeldsneyti.

Fyrir hvern orkugjafa verður farið yfir helstu lögmál er varða þá orku sem nýta skal. Einnig verður skoðað hverskonar umhverfisáhrif nýting getur haft í för með sér, stefnumótun og hagfræðilegar hliðar orkuvalkosta.

X

Verndunarlíffræði (UAU214M)

Loftslagsbreytingar, síaukinn fjöldi jarðarbúa (>8 milljarðar og vaxandi) og hnattvæðing eru meðal þeirra þátta sem hafa djúpstæð áhrif á náttúruleg búsvæði og vistkerfi plantna og dýra. Ein af stærstu afleiðingunum er tjón á líffræðilegum fjölbreytileika, en um ein milljón tegunda eru í útrýmingarhættu. Með verndunarlíffræði er leitast við að auka skilning á áhrifum mannsins á líffræðilegan fjölbreytileika með það markmiði að draga úr tjóni á honum og skapa lausnir til varðveislu. Verndunarlíffræði byggir á mörgum stoðum, meðal annarra vistfræði, þróunarfræði, hagfræði og auðlindastjórnun. Markmið námskeiðsins er að veita nemendum yfirgripsmikla sýn á undirstöður verndunarlíffræði, mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika, ógnir við hann og leiðir til að skapa lausnir til varðveislu og verndar. Meðal umfjöllunarefna eru saga verndunarlíffræði, mynstur og ferlar líffræðilegs fjölbreytileika; umhverfishagfræði; siðfræði varðveislu; útrýmingarhætta; sundrun, niðurbrot og eyðilegging búsvæða; loftslagsbreytingar og áhrif þeirra; ofnýting; innrás framandi tegunda; sjúkdómar; verndunarerfðafræði; varðveisla stofna, tegunda og vistkerfa; vernduð svæði; endurreisn; sjálfbær þróun og áskoranir framtíðar í samhengi verndunarlíffræði. Tengsl milli líffræðilegs fjölbreytileika og sjálfbærrar þróunarmarkmiða eru sýnd, eins og t.d. markmið 3, 11, 12, 13, 14 og 15.

X

Stefnumiðuð samfélagsábyrgð fyrirtækja (UAU247F)

Í þessu 13 vikna námskeiði er gert ráð fyrir virkri þátttöku nemenda. Námskeiðið tekur mið af þeirri hugmynd að þótt stjórnvöld og óhagnaðardrifin félög skipti sköpum fyrir nútímasamfélag eru það fyrirtæki sem leggja grunn að þeirri verðmætasköpun sem velferð samfélagsins byggist á, auk þess sem þau eiga sinn hlut í þeim vandamálum sem við er glímt. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin áhrif á samfélagið sem samanstendur af fjölmörgum hagaðilum sem og náttúrulegu umhverfi. Á móti kemur að það er samfélagið sem mótar leikreglur sem fyrirtæki starfa eftir sem og þær væntingar sem fyrirtæki taka mið af í þeirra ytra og innra umhverfi. Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, t.d. markmið 1-5, 8, 9, 10, 11, 12, 13 og 16, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Evrópsku ESRS sjálfbærnistaðlana, GRI skýrslugerðarstaðlana o.fl. Þessi samverkun fyrirtækja, samfélags (í víðasta skilningi þess orðs) og náttúrulegs umhverfis er viðfangsefni samfélagsábyrgðar fyrirtækja en nálgast þarf viðfangsefnið á stefnumiðaðan hátt.

Burtséð frá persónulegum skoðunum fólks á samspili viðskipta og samfélags þá eru hagnaðardrifin fyrirtæki mikilvæg. Í þessu námskeiði er leitast við að kanna víddir slíks samspils frá sjónarhóli ólíkra hagaðila. Það er gert á gagnvirkan hátt, með því að skoða og greina málefni sem tengjast samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, með hermileikjum (simulation) og með tilviksrannsókn (hópverkefni).

Námskeiðinu er skipt upp í sex megin hluta. Í fyrsta hluta er skoðað hvað samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja merkir, hverjir eru drifkraftar samfélagsábyrgðar. Í öðrum hluta er sjónum beint að sjónarhorni hagaðila og í þriðja hluta er fjallað um lagalega þætti. Í fjórða hlutanum er fjallað um hegðunarsjónarmið, í fimmta hlutanum um stefnumarkandi þætti samfélagsábyrgðar og í sjötta hlutanum um er áhersla lögð á sjálfbæra sýn og sjálfbæra verðmætasköpun.

X

Verndarsvæði í sjó (UAU260M)

Verndarsvæði í sjó gegna mikilvægu hlutverki til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika hafsins sem og við stjórnun fiskveiða og hverskonar annarri nýtingu. Stjórnun verndarsvæða í sjó er gjarnan í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og annarra staðbundinna aðila. Virk verndarsvæði í hafi eru þó enn fágæt og aðeins um 8% alls hafsvæðis eru alfriðað. Á næstu árum er hins vegar stefnt að verulegri aukingu slíkar svæða, en í nýju samkomulag um líffræðilega fjöldbreytni á vegum Sameinuðu þjóðanna (UN-CBD) var samþykkt að þau skuli ná yfir 30% allra hafsvæðis.  Mögulegt er að ná markmiðum verndarsvæða í sjó með góðum stjórnunar- og verndaráætlunum, virkri framkvæmd og eftirfylgni verndaráætlana sem og virku eftirliti. Notagildi verndarsvæða í sjó eru fjölmörg og margbreytileg en erfitt getur reynst að ná markmiðum um vernd, til dæmis vegna ólöglegra veiða og ef lögum og reglum er ábótavant. Góð þekking á staðháttum, góðar verndaráætlanir, nægt fjármagn og fjárfesting í mannauði eru nauðsynleg til að markmið verndarsvæða í sjó skili tilætluðum árangri. Í námskeiðinu verður fjallað um hugmyndafræði verndarsvæða í sjó, stofnun slíkra svæða, stjórnkerfi þeirra sem og verklag við gerð stjórnunar- og verndaáætlana.

Námskeiði verður kennt vikuna 13. - 17. maí í Stykkishólmi, með áherslu á verndarsvæði Breiðafjarðar.  Námskeiðið byggist á kennslu, vettvangsferðum og hópavinnu.

X

Sjálfbær borg (UMV122F)

Námskeiðið leggur áherslu á mismunandi sjónarhorn á sjálfbærni í samhengi borga og annarra mannabyggða, og að lokum á spurninguna um hvað hugtakið sjálfbær borg þýðir. Hugmyndir um einnar plánetu mörk og öruggt athafnarými eru færðar yfir í samhengi borga til að sýna hlutverk þeirra í leitinni að sjálfbærum lifnaðarháttum, og til þess að sýna þau skilyrði sem þarf að uppfylla svo að borgin geti verið raunverulega sjálfbær. Námskeiðið kynnir nemendum fyrir helstu atriðum í þremur stoðum sjálfbærnis í samhengi mannabyggða. Hvað er vistfræðileg sjálfbærni þegar það kemur að borgum og öðrum mannabyggðum? Félagsleg? Efnahagsleg? Hvernig getum við sameinað þetta þrennt til að skapa sannarlega sjálfbæra mannabyggð? Velferð, hagvöxtur, bein og óbein vistfræðileg áhrif, tæknilegar og samfélagslegar lausnir og „feedback loops“ á milli þeirra er kynnt og rætt á gagnrýninn hátt.

X

Umhverfisskipulag (UMV201M)

Markmið: Nemendur fá yfirsýn yfir umhverfismál í heiminum með áherslu á helstu umhverfisáhrif vegna uppbyggingar þjóðfélaga og nýtingar á auðlindum. Nemendur læra að meta og bera saman mismunandi byggðamynstur og skipulagsmarkmið með tilliti til umhverfisáhrifa þeirra.

Efnisatriði: Námskeiðið gefur nemendum yfirsýn á umhverfisvandamál bæði í nærumhverfi og í heiminum. Áherslan er á greiningu og mat á áhrifum mismunandi landnotkunar á umhverfið. Dæmi um slíkar greiningar eru rannsökuð og leitað að mögulegum skipulagslausnum. Núverandi skipulagsstefna er skoðuð og metin með tilliti til verndunar umhverfisins.

Kennsla: Fyrirlestrar og hópvinna. Fyrirlestrar verða um helstu þemu sem verður nánar fjallað um í hópverkefnum. Í fyrirlestrum verður mikið af dæmum úr fræðilegum rannsóknum kynnt. Nemendur munu einnig taka þátt í fyrirlestrum með umræðum og litlum hópverkefnum.

X

Umhverfistækni (UMV402G)

Objective: To provide students with an overview of technology to clean and reuse waste and minimize pollution, in sewage treatment areas, air pollution control and waste management.

Topics: The course covers three main topics:

(1) Wastewater treatment and recovery. Physical, chemical and biological purification techniques are discussed in sewage, industrial school cleaning, advanced sewage treatment technology; sewage treatment and disposal of sewage.

(2) Air pollution control. Measurement techniques for air pollution will be addressed. Purification of sulfur oxides, nitrogen oxides, volatile organic carbons, HC substances; PM. Cleaning of mobile sources of air pollution, eg cars. 

(3) Úrgangsstjórnun. Farið verður í lágmörkun úrgangs, lífefnafræðilega umbreytingu úrgangs, minnkun hitamengunar, förgun úrgangs, meðhöndlun hættulegs úrgangs og endurnýtingu.

Kennsluhættir: Fyrirlestrar, dæmatímar, verklegar æfingar, heimaverkefni og hópvinnuverkefni. Kennd verða grunnfræðin og tækniþróun á sviði  hreinsunar og endurnýtingar í umhverfisverfkræði, með áherslu á skólp, loft og fastan úrgang. Heimaverkefni eru lögð fyrir til að hjálpa nemendum að tileinka sér efnið og til að vinna með hagnýt viðfangsefni á sviðinu. Í dæma- og umræðutímum verða lausnir heimaverkefna ræddar. Tilraunir verða framkvæmdar í tilraunastofu til þess að sýna hvernig mismunandi hreinsiferli virka og til að veita nemendum hagnýta reynslu.  Í hópvinnuverkefninu fá nemendur tækifæri á að fara yfir stöðu þekkingar á tilteknu sviði hreinsitækni, skrifa skýrslu og kynna munnlega. 

The course will be useful to students in the fields of environmental engineering, civil engineering, chemical engineering, biotechnology, environmental and natural resources, and life and environmental sciences.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)

Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?

X

Vistfræði B (LÍF505M)

Markmið og áherslur: nemendur læri grundvallaratriði vistfræði, þekki helstu hugtök, aðferðafræði og nálganir fræðigreinarinnar. Einkum er fjallað um þau svið vistfræði sem tengjast nýtingu lífrænna auðlinda. Fyrirlestrar: Saga og viðfangsefni vistfræði. Stofnvistfræði: grundvallaratriði stofnvaxtar, áhrif þéttleika, stjórnun stofnstærðar. Samspil tegunda: samkeppni, afrán og önnur samskiptaform. Samfélög lífvera: uppbygging lífverusamfélaga, framvinda, fæðuvefir, stöðugleiki, líffræðileg fjölbreytni . Vistkerfi: hringrás efna og orku, fæðukeðjur. Kynning á íslenskum vistkerfum.

Verklegt: útivinna þar sem nemendur kynnast og bera saman valin íslensk lífverusamfélög (skógar, graslendi/mólendi, votlendi, straumvatn). Málstofur og ritgerðir: nemendur taka saman efni um og kynna og ræða valin dæmi sem sýna hvernig vistfræðilegri þekkingu er beitt við náttúrvernd og nýtingu og stjórnun auðlinda.

Námsmat: Skýrslur og málstofur gilda 50% og próf 50% af lokaeinkunn.

Námskeiðið er ekki ætlað nemendum sem stunda nám í líffræði.

X

Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlinda (UAU101F)

Ýmsum aðferðum má beita til að hafa áhrif á lífsstíl fólks og hegðun til að draga úr óæskilegum áhrifum á umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Þetta námskeið fjallar um umhverfis og auðlindastjórnun sem hefur að markmiði sjálfbæra þróun. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um sjálfbæra þróun og hugtakið skilgreint frá ýmsum sjónarhornum. Sérstaklega er rætt hvort hagvöxtur samrýmist sjálfbærri þróun, hvernig megi samræma hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun, umhverfisvísar og framkvæmd markmiða sjálfbærrar þróunnar. Í öðrum hluta verður fjallað um aðferðir sem notaðar eru við ákvarðanatöku í umhverfis og auðlindastjórnun svo sem ákvarðanagreiningu, og kostnaðar-og ábatagreiningu sem og mat á virði nátturuauðs. Í síðasta hluta námskeiðsins verða ýmis stjórntæki sem notuð eru til umhverfis- og auðlindastjórnunar kynnt og krufin til mergjar í alþjóðlegu samhengi, bæði hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn þeirra og þær aðferðir sem þau byggja á. Þau dæmi sem tekin eru breytast ár frá ári og byggja á áhuga þeirra nemenda sem taka námskeiðið hvert ár, svo sem kvótakerfi, skilagjöld, mengunarskattar og fjölmarkmiða stjórnun.

X

Inngangur að umhverfis- og auðlindafræði (UAU102F)

Hin öra fjölgun mannkynsins og umsvifin sem henni fylgja hafa á undanförnum áratugum haft gríðarleg og sívaxandi áhrif á náttúruauðlindir og umhverfi. Til þess að skilja þessi áhrif og og geta valið réttu leiðirnar til að takast á við þau, þarf að beita þverfræðilegum aðferðum, þar sem gripið er jöfnum höndum til náttúrufræði, félagsfræði, hagfræði,verkfræði og fleiri greina. Áður en nemendur læra um þverfræðilegar aðferðir til að nálgast aðsteðjandi vanda, þurfa þeir að átta sig á því í hverju vandinn er fólginn en það er einmitt markmið þessa námskeiðs. Fjallað verður um umhverfi og auðlindir almennt með áherslu á gildi þeirra fyrir mannkynið og helstu orsakir umhverfisvandamála og þýðingu þeirra bæði í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Einkum verður farið yfir eftirtalda efnisflokka: Fólksfjölgun, tækni og hagvöxt. Líffræðilega fjölbreytni og útrýmingu tegunda. Jarðveg og jarðvegseyðingu. Landbúnað og umhverfisáhrif. Mengun og heilsu . Loftmengun, vatnsmengun og jarðvegsmengun. Helstu mengunarvalda í andrúmslofti og áhrif þeirra. Eyðingu ósonlagsins og loftslagsbreytingar. Sorp og spilliefni. Ferskvatnsauðlindir. Auðlindir sjávar. Auðlindir skóga og votlendis. Orkuauðlindir. Orkunýtingu og umhverfisáhrif.

X

Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F)

Námskeiðið er inngangur að rannsóknum og vísindasamfélaginu. Farið verður yfir hagnýtar upplýsingar fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði, svo sem hverju eiga nemendur von á, hver eru réttindi og skyldur nemenda, fræðileg vinnubrögð, möguleikar á starfsframa, samstarf og hlutverk leiðbeinenda og nemenda. Einnig verður farið yfir hvernig standa skal að heimildaleit, þróun rannsóknaverkefna og skrifum rannsóknaáætlana.

Nemandi skráir sig í Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F eða UAU246F ) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin. UAU115F er kennt í upphafi haustmisseris, UAU246F er kennt í upphafi vormisseris.

Námskeiðið verður kennt 15 og 16 ágúst 2024.

X

Stjórnkerfi umhverfis- og auðlindamála (UAU201F)

Í sumum aðstæðum hefur maðurinn samskipti við umhverfið og nýtir náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt, en ekki í öðrum. Það sem skýrir muninn sem stafar af samskiptum manna og umhverfis er stjórnun. Hægt er að skilja umhverfisstjórnun sem samfélagslegt hlutverk sem miðar að því að stýra og leiðbeina aðgerðum manna – sem eru einstaklingar, lítill staðbundinn notendahópur eða alþjóðasamfélagið – í átt að tilætluðum árangri frá niðurstöðum sem teljast óæskilegar (Young, 2013).

Námskeiðið beinir sjónum sínum að því að kynna og efla skilning á mismunandi víddum umhverfis- og náttúruauðlindastjórnunar í samhengi við sjálfbærni.

Það skiptist í fjóra samtengda hluta:

  1. Umhverfisstjórnun: Grunnatriði. Hvað er stjórnun? Umhverfið sem vettvangur samhæfingar og átaka. Hvernig skiljum við aðila, hlutverk þeirra og ákvarðanatöku? Vald og valdatengsl. Stofnanir og stofnanabreytingar. Félagsvistfræðileg kerfi. Stjórnskipulag. Almannagæði.
  2. Alþjóðleg og innlend umhverfisstjórnun. Alþjóðleg umhverfisstjórnun og stofnanir, s.s. ESB, SÞ, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, Alþjóðabankinn o.fl. Norður-Suður málefni. Umhverfislegt stjórnfyrirkomulag; óson, loftslagsbreytingar, eyðimerkurmyndun o.fl. Samlegðaráhrif. Kynning á umhverfisstjórnun á Íslandi og hvernig hún tengist ákvarðanatöku með tilliti til umhverfis og auðlinda. Stjórnskipulag, miðlæg og staðbundin ákvarðanataka. Tengsl ýmissa stjórnsýslustiga, þings, ráðuneyta, stofnana.
  3. Almannaábyrgð og umhverfismál. Þátttaka almennings. Hvernig getur almenningur haft áhrif á ákvarðanatöku? Innlend og alþjóðleg umhverfisverndarsamtök.
  4. Stjórnarhættir fyrirtækja í sjálfbærnisamhengi. Þessi hluti námskeiðsins fjallar um stjórnarhætti fyrirtækja, eins og lýst er í leiðbeiningum Nasdaq um stjórnarhætti fyrirtækja sett í samhengi við sjálfbærniáherslur fyrirtækja. Viðkomandi umræðuna er umboðsskylda (e. fiduciary duty), ESRS staðlar um stjórnarhætti (ERSR G1) og þverlægir staðlar (ESRS 1 og 2; ESRS G1), heimsmarkmið 8-10, 12, 13, 17, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð númer 10, almennir staðlar GRI sem og 200 staðla serían, efnahagslegt viðskiptamódel (e. economic layer canvas) o.fl.
X

Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU246F)

Námskeiðið er inngangur að rannsóknum og vísindasamfélaginu. Farið verður yfir hagnýtar upplýsingar fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði, svo sem hverju eiga nemendur von á, hver eru réttindi og skyldur nemenda, fræðileg vinnubrögð, möguleikar á starfsframa, samstarf og hlutverk leiðbeinenda og nemenda. Einnig verður farið yfir hvernig standa skal að heimildaleit, þróun rannsóknaverkefna og skrifum rannsóknaáætlana.

Nemandi skráir sig í Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F eða UAU246F ) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin. UAU115F er kennt í upphafi haustmisseris, UAU246F er kennt í upphafi vormisseris.

Námskeiðið verður kennt föstudaginn 6. janúar 2023

X

Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU116F)

Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.

Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.

Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.

X

Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU244F)

Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.

Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.

Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.

X

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.

Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.

X

Hagnýtt línuleg tölfræðilíkön (STÆ312M)

Í námskeiðinu er fjallað um einfalda og fjölvíða aðhvarfsgreiningu ásamt fervikagreiningu (ANOVA) og samvikagreiningu (ANCOVA). Að auki er farið í tvíkosta aðhvarfsgreiningu (binomial regression) og rætt um hugtök því tengt, svo sem gagnlíkindi (odds) og gagnlíkindahlutfall (odds ratio).
Námskeiðið er framhald af dæmigerðu grunnnámskeiði í tölfræði sem kennd eru á hinum ýmsu sviðum skólans. Farið verður í aðferðir til að meta stika í línulegum líkönum, hvernig smíða má öryggisbil og kanna tilgátur fyrir stikana, hverjar forsendur líkananna eru og hvað hægt sé að gera sé þeim ekki fullnægt. Verkefni eru unnin í tölfræðihugbúnaðinum R.

X

Verkefni tengt siðfræði náttúrunnar (HSP725M)

Verkefni tengt námskeiðinu HSP722M Siðfræði náttúrunnar.

X

Gæðastjórnun (IÐN101M)

Markmið: Nemendur fái skilning á uppruna og þróun gæðastjórnunar og hvernig fyrirtæki og stofnanir geta byggt upp stjórnkerfi á grundvelli alþjóðlegs gæðastjórnunarstaðals. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um gæðahugtakið, innri og ytri viðskiptavini, gæðabrag, umbótaferli, liðsvinnu, gæðakostnað og gæðahringhrás og samhengi gæðastjórnunar og hönnunar og notkun tölfræði í gæðastjórnun. Sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um ISO9001 gæðastaðalinn og nemendur fást við hann í hópvinnu með því að skoða kröfur hans í samhengi við starfandi fyrirtæki.

X

Eldfjallafræði (JAR514M)

Eldgos eru eitt þeirra meginferla sem skapar og mótar svipmót jarðar. Eldgos geta leitt af sér hamfarir og valdið verulegu tjóni á mannvirkjum. Kvikugösin sem rísa upp frá eldspúandi gígunum viðhalda andrúmslofti jarðar, sem og hafa veruleg áhrif á eiginleika andrúmsloftsins og loftstrauma þess. Kvikuvirkni neðanjarðar, og í sumum tilfellum eldvirknin ofan jarðar, hefur myndað beint eða óbeint stóran hluta að þeim málmum sem við nemum úr jörðu. Þannig að fyrirbærið eldgos hefur bein og óbein áhrif á mannkynið sem og tengsl við margar af undirgreinum jarðvísindanna. Af þeim sökum er grunnskilningur á því hvernig eldfjöll og eldstöðvakerfi virka og framlag eldvirkninar til hringrásaferla jarðar góð undirstaða fyrir alla nemendur í jarðvísindum.

Í þessu námskeiði verður farið í grunnatriði eldfjallafræðinnar; ferðalag kviku upptakastað til yfirborðs og almenn ferli sem stjórna eldvirkni á yfirborði og dreifingu gosefna. Fjallað verður líka um grunnatriði eldgosavár og hnattrænna áhrifa eldgosa.

Verklegar æfingar eru vikulega og beinast að því að leysa vandamál með útreikningum, greiningu gagna og rökstuðningi. Ein vettvangsferð á Reykjanes.

X

Grunnvatnsfræði (JEÐ502M)

Sjö vikna námskeið (kennt fyrri 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið

Grunnvatn í jörðu, vatn í jarðvegi, gerðir og eiginleikar vatnsleiðara (poruhluti, heldni, gæfni, forðastuðlar, opnir, lokaðir og lekir vatnsleiðarar, einsleitir vatnsleiðarar, stefnuóháð og stefnuháð lekt).  Eiginleikar grunnvatnsflæðis, lögmál Darcy, grunnvatnsmætti, lektarstuðull, vatnsleiðni, innri lekt.  Lektarstuðull í bæði einsleitum og stefnuháðum vatnsleiðurum, straumlínur og straumlínunet, stöðugt og óstöðugt flæði um opna, lokaða og leka vatnsleiðara.  Almennar flæðijöfnur grunnvatns.   Grunnvatnsflæði að borholum, niðurdáttur, dæluprófanir, eiginleikar vatnsleiðara út frá dæluprófunum, nýting grunnvatnsborholna, ferskvatnslinsur og jarðsjór, flutningur efna með grunnvatni, gæði grunnvatns, mengun.  Dæmi um grunnvatn og nýtingu þess á Íslandi, reiknilíkön af grunnvatnsflæði.  Nemendur vinna þverfaglegt verkefni um grunnvatn og nýtingu þess.

X

Ferðamennska og umhverfi (LAN019F)

Í námskeiðinu verður fjallað um náttúru og landslag sem auðlind ferðamennsku. Áhersla verður lögð á samspil manns og náttúru. Farið verður yfir sögu náttúruverndar og staða náttúruverndar í dag skoðuð í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um skipulag og stjórnun þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða og skoðaðar aðferðir við gildismat náttúrunnar. Áhrif ferðamennsku á umhverfi verða rædd með áherslu á álag ferðamanna og þolmörk umhverfis. Gefin verður innsýn í náttúrusiðfræði og viðhorf og umgengni ferðamanna við náttúruna rædd. Sérstök áhersla verður lögð á sjálfbæra ferðamennsku og möguleikar þróunar slíkrar ferðamennsku hér á landi verða ræddir í ljósi skipulagningar og stjórnunar ferðamennsku. Námskeiðið mun samanstanda af fræðilegum fyrirlestrum, umræðuverkefnum og æfingum. Nemendur sem taka þetta námskeið í sínu framhaldsnámi, fá auk þess pakka af faglegum fræðiheimildum sem þeir nýta ásamt öðrum heimildum til vinnu heimildaritgerðar á fræðasviðinu. Stúdentar þurfa að standast alla prófþætti námskeiðsins.

X

Jarðvegsfræði (LAN113F)

Námskeiðið felur í sér eftirfarandi helstu þætti:

  • Jarðvegsmyndandi ferlar.
  • Jarðvegsflokkun og dreifing jarðvegsgerða á heimsvísu.
  • Jarðvegsrof og landhnignun.
  • Áhrif fólks á jarðveg og gróður.
  • Næringarefnabúskapur jarðvegs.
  • Eðlis- og efnaeiginleikar jarðvegs.
  • Hlutverk jarðvegs í vistkerfum.
  • Íslenskur jarðvegur og einkenni.
  • Mælikvarðar jarðvegsgæða.
  • Áhrif utan að komandi þátta (t.d. gróður og loftslag) á jarðveg og næringarefnainnihald.
  • Jarðvegur sem rannsóknarefni í sambandi við mannvist og umhverfissögu.
  • Þjálfun á rannsóknastofu til að rannsaka eiginleika jarðvegs (t.d. jarðvegsgæði).

Námskeiðið samanstendur af fyrirlesturum, vettvangs- og rannsóknastofuvinnu og ritgerðaskrifum.

X

Ferðamennska og víðerni (LAN114F)

Fjallað er um víðerni sem félagslega smíð og hlutlæga tilveru víðerna. Gefið er yfirlit yfir sögu víðernishugmyndarinnar í menningar- og sögulegu samhengi. Skoðuð eru markmið með verndun víðerna og helstu átök um varðveislu þeirra. Kynntar eru hugmyndir um skipulag og stjórnun víðerna fyrir ferðamennsku og útivist. Varpað er ljósi á tengsl milli ferðamennsku, víðerna og stefnu í stjórnun þeirra. Námskeiðið hefst á fimm daga ferð um víðerni Íslands.

X

Náttúruvá: Atburðir og eðli þeirra (LAN513M)

Í námskeiðinu er fjallað um hina ýmsu atburði og ferla í náttúrunni sem skapað geta vá. Náttúruvá er skilgreind og hugað að sögu umfjöllunar á þessu mikilvæga fræðasviði í ýmsum greinum náttúruvísinda. Gerð er grein fyrir náttúrufræðilegum orsökum og eðli náttúruvár af ólíku tagi. Fjallað er um yfirstandandi loftslagsbreytingar sem náttúruvá, sem og um samhengi ýmissa veður- og loftslagstengdra atburða við loftslagsbreytingar. Fjallað verður um ferli náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands og ferli hættumats í tengslum við náttúruvá.

Nemendur fara í 1 dags ferð um Suðurland í byrjun september, þar sem ummerki atburða sem flokka má sem náttúruvá eru skoðuð og rædd.

X

Náttúruvá: Atburðir og eðli þeirra (LAN513M)

Í námskeiðinu er fjallað um hina ýmsu atburði og ferla í náttúrunni sem skapað geta vá. Náttúruvá er skilgreind og hugað að sögu umfjöllunar á þessu mikilvæga fræðasviði í ýmsum greinum náttúruvísinda. Gerð er grein fyrir náttúrufræðilegum orsökum og eðli náttúruvár af ólíku tagi. Fjallað er um yfirstandandi loftslagsbreytingar sem náttúruvá, sem og um samhengi ýmissa veður- og loftslagstengdra atburða við loftslagsbreytingar. Fjallað verður um ferli náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands og ferli hættumats í tengslum við náttúruvá.

Nemendur fara í 1 dags ferð um Suðurland í byrjun september, þar sem ummerki atburða sem flokka má sem náttúruvá eru skoðuð og rædd.

X

Themes on International and European Union Environmental Law (LÖG110F)

Í námskeiðinu er fjallað um lagalegan grundvöll og meginreglur alþjóðlegs umhverfisréttar og umhverfisréttar Evrópusambandsins. Námskeiðið er tvískipt. Í fyrri hluta þess, sem byggir á gagnvirkum fyrirlestrum með þátttöku nemenda, verður megináherslan lögð á að skýra og fjalla um lagalegan grundvöll umhverfisréttar hvors réttarsviðs, meginreglur þeirra, þ.m.t. sjálfbæra þróun, sjálfbærni og heimsmarkmið SÞ, áhrif alþjóðlegs umhverfisréttar á umhverfisrétt Evrópusambandsins, þróun lagalegra lausna og áhrif réttarframkvæmdar. Jafnframt verða helstu efnissvið réttarsviðanna kynnt. Í seinni hluta námskeiðsins, verða tiltekin efnissvið alþjóðlegs umhverfisréttar og umhverfisréttar Evrópusambandsins krufin til mergjar á gagnrýninn hátt sem krefst virkrar þátttöku og frumkvæði nemenda. Meðal þessara efnissviða er vernd líffræðilegar fjölbreytni, varnir gegn mengun, þátttökuréttindi og aðgangur að dómstólum, mannréttindi og umhverfið, og málefni norðurslóða. (Sjá einnig LÖG187.F, Þverþjóðlegur loftslagsréttur).

X

Umhverfismannfræði (MAN509M)

Námskeiðið fjallar um rannsóknir mannfræðinnar og annarra fræðigreina félags- og mannvísinda á náttúru, umhverfi og tengslum manneskjunnar og umhverfis hennar. Ýmis grunnhugtök og fræðilegar hugmyndir sem umhverfismannfræðin og skyldar greinar nota verða kynnt og rædd.

Gerð er grein fyrir ýmsum tilraunum til að varpa ljósi á tilurð og einkenni ýmissa menningarstofnana og félagslegra ferla með skírskotun til vistkerfa og efnislegra skilyrða sem forsendu tilvistar þeirra. Þá verður vikið að gagnrýni sem þessi sjónarmið hafa sætt. 

Sérstaklega verður vikið að þeim nýju viðhorfum sem skapast hafa í umhverfismálum á síðustu árum, meðal annars hvað varðar auðlindanýtingu af ýmsu tagi og umhverfishyggju.

Síðast en ekki síst verður farið yfir ýmsa snertifleti loftslagsbreytinga og samfélaga víða um heim. Loftslag, loftslagsbreytingar og samfélög og menning verða einnig skoðuð í sögulegu ljósi, út frá ýmsum kenningum sem hafa komið fram um samband þeirra og gagnkvæm áhrif.

Nokkur etnógrafísk dæmi um samspil manns og umhverfis eru höfð til hliðsjónar í námskeiðinu. 

X

Hnattræn heilsa (MAN0A3F)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu forgangsverkefni á fræðasviði hnattrænnar heilsu (e. global health). Fjallað verður um mismunandi sjúkdómsbyrði landa, ójöfnuð og helstu félags- og efnahagslegu áhrifaþætti á líf og heilsu fólks í hnattvæddum heimi. Sérstök áhersla verður á að skoða heilsu mæðra, nýbura, barna og ungs fólks frá hnattrænu sjónarhorni og uppbyggingu heilbrigðiskerfa til að veita góða og tímanlega þjónustu. Jafnframt verður fjallað um áskoranir í næringu þjóða og geðheilbrigði og forvarnir og samfélagslega þýðingu sýkinga eins og malaríu, berkla, HIV/AIDS, kóleru, Ebólu og COVID-19. Þá verður fjallað um áhrif umhverfis, ofbeldis, menningar, neyðarástands og starf alþjóðlegra stofnana og þróunarsamvinnu, Heimsmarkmiðin og siðfræðileg álitamál.

Vinsamlega athugið að ef þörf krefur vegna þátttöku erlendra nemenda þá verður námskeiðið kennt á ensku.

X

Sjávarútvegur og fiskeldi - AQFood (MAT704F)

https://www.nmbu.no/course/AQF200

Nemendur öðlast yfirsýn yfir sjávarútvegs- og fiskeldisiðnað heimsins með áherslu á Norðurlöndin. Áhrif ýmissa þátta við veiðar, s.s. áhrif fisktegundar, fæðis, árstíma veiða, veiðarfæra, á bestu hagnýtingu og gæða fiskafurða verða kynnt. Farið verður í áhrif veiðarfæra og skipa, verkunar og vinnslu, regluverk varðandi kvóta og meðhöndlun afla og sjálfbærar hagnýtingar á sjávarafurðum. Yfirferð á fiskeldisiðnaðinum felst m.a. í áhrifum fisktegunda, líffærafræði og þroskaferlar þeirra, vatnsnotkun og vatnsgæði, fiskfóður, eldi, heilbrigði fiska og sjúkdómar við fiskeldi, dýravelferð, sjálvbært fiskeldi, slátur- og söfnunaraðferðir.

Námskeiðið er hluti af AQFood meistaranáminu sem unnið er í samstarfi við DTU, NTNU, HÍ en kennt við NMBU. Námskeiðið er netnámskeið sem hægt er að taka í fjarnámi.

Námsefni samanstendur af fyrirlestrum sem hlaðið er upp á netið, ásamt æfingum og verkefnum. Nemendur skulu þá einnig vinna að stærra verkefni sem skila á inn verkefnaskýrslu um.

X

Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)

Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.

Dæmi um viðfangefni:

  • Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
  • Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
  • Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
  • Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
  • Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
  • Námskrárbreytingar
X

Stjórnun friðlýstra svæða- Vettvangsnámskeið á Suðausturlandi (UAU109F)

Námskeiðið er kennt í fimm vikur í upphafi haustmisseris, þar af fimm daga vettvangsferð í Vatnajökulsþjóðgarð og fleiri friðlýst svæði.

Markmið námskeiðsins er að fjalla á heildstæðan og gagnrýninn hátt um tilgang og aðferðir stjórnunar á svæðum þar sem náttúran nýtur verndunar af hálfu opinberra aðila. Áhersla er á Vatnajökulsþjóðgarð, með sérstöku tilliti til tengsla hans við nærsamfélögin á Suður- og Suðausturlandi. Fjallað verður m.a. um tilurð og gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn, hugmyndafræði verndarflokkunar hjá IUCN og í íslenskum lögum, skilgreiningu viðmiða fyrir verndun og nýtingu innan friðlýstra svæða, álitamál og erfiðleika við framkvæmd verndaráætlunar, þátttöku heimamanna í ákvarðanatöku og hlutverk þjóðgarðsins í sjálfbærri þróun jaðarbyggða. Námskeiðið fer að mestu fram á Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, en einnig verða önnur friðlýst svæðið heimsótt í ferðinni. Í upphafi námskeiðsins eru haldnir fyrirlestrar í Reykjavík til kynningar á viðfangsefnum þess þar sem kennarar og sérfræðingar frá ýmsum stofnunum flytja erindi. Vettvangsferðin sjálf stendur yfir í fimm daga og samanstendur af vettvangsferðum um þjóðgarðinn, ásamt fyrirlestrum og umræðutímum. Gist er á Reynivöllum í Suðursveit. Nemendur bera sjálfir kostnað af gistingu og fæði á meðan á vettvangsnámskeiðinu stendur.

Fyrirlestrar: 2x í viku 21. ágúst - 22. september
Vettvangsferð (5 daga): 5. - 9. september

X

Náttúruhamfarir (UMV114F)

Námskeiðinu er ætlað að kynna aðferðafræði til að þróa sviðsmyndir sem lýsa hvernig náttúruhamfarir geta haft áhrif á byggð.

Sviðsmyndir eru forsendur fyrir gerð skamm- og langtíma viðbragðsáætlana. Án skilnings á því sem gæti gerst, þ.e., tegundir tjóna, umfang, líkur og afleiðingar, mun gerð viðbragðsáæltana skorta stefnu og samhengi. Sviðsmyndir eru byggðar á fræðilegri áhættugreiningu.

Gerður er greinarmunur á kyrri sviðsmynd, sem lýsir ástandi á tilteknum tíma (t.d., fjöldi slasaðra og skemmdra húsa m.t.t ákveðinnar tímasetningar) og tímaháðri sviðsmynd sem setur röð afleiðinga á tímalínu.

Nemendur munu læra að greina jarðskjálftavá, flóðavá og eldgosavá.

Farið yfir hvernig sviðsmyndir eru hannaðar út frá sjónarhóli hagsmunaaðila. Hagsmunaaðilar eru þeir 1) sem bera ábyrgð á því að viðbragðsáætlunin sé gerð, 2) sem skrifa áætlunina, 3) sem nota hana og 4) sem áætlunin er ætlað að hjálpa. Skilgreina þarf alla hagsmunaaðila við upphaf gerð sviðsmynda

Á námskeiðinu er farið yfir framsetningu á sviðsmyndum. Skoðuð eru dæmi um sviðsmyndir sem gerðar hafa verið og nemendur eru hvattir til að leita að nýjum og betri leiðum.

Nemendur munu leysa verkefni til þróa hæfni sína við að búa til sviðsmyndir fyrir breytilegar vár og hagsmunaaðila

Innihald námskeiðs

1.     Viðlagastjórnun

a.      Markmið og gildi

b.      Skilgreiningar og vísindaleg þekking

c.      Þekkingarstofnanir, vefsíður

d.      Forvarnagreining

e.      Mismunandi viðbragðsáætlanir (skemmdarferli, lífsbjargandi, neyðaraðstoð, og endurreisn)

2.     Verkfræðileg nálgun að sviðsmyndagerð

a.      Aðferðir til að áætla tjón og tap

b.      Hættu (vá, ógn) greiningar

c.      Gagnasöfnun á eignir í hættu

d.      Framsetning á sviðsmyndum

3.     Hagsmunaaðilagreining

a.      Tegundir: Eigandi, verkefnastjóri, notandi og þiggjandi

b.      Gagnagreining m.t.t. hagsmunaaðila

4.     Verkefni við gerð sviðsmynda fyrir mismundandi hættur og hagsmunaaðila

X

Vatnsgæði (UMV121F)

Iðn- og fólkvæðing hefur leitt til hnignunar vatns og jarðvegsgæða. Þetta námskeið kannar lífsferil helstu mengunarvalda í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi: frá uppsprettu, örlögum þeirra í umhverfinu, hvernig menn verða fyrir menguninni, leiðir til þess að endurheimta (og hreinsa) vatnshlot og jarðveg í anda sjálbærnismarkmiðs Sameinuðu þjóðanna (nr. 14-15). Kúrsinn veitir fræðilegan grunn til þess að áætla styrkleika mengunar í vatni og jarðvegi.

Viðfangsefni: Mengunarvaldar í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi. Flutningur og þynning mengunar. Stöðugleiki vatns og vindblöndun. Stærðfræðilegar lausnir til þess að meta styrk mengunar í ám, vötnum, fjörðum og grunnvatni. Mengun á föstu formi, botnfelling og endurupptaka. Flutningur gastegunda og súrefnisþurrð. Efnafræðileg hrörnun mengunarvalda. Sig mengunar í jarðvegi. Endurheimt og hreinsun mengaðs vatns og jarðvegs.

Kennsla fer fram á ensku í formi fyrirlestra, umræðna um staðbunding og hnattræn mengunarslys, og hagnýtra rannsóknarverkefna. Nýjar rannsóknir sem viðkoma vatns- og jarðvegsmengun á Íslandi verða rýndar.

X

Sjálfbær borg (UMV122F)

Námskeiðið leggur áherslu á mismunandi sjónarhorn á sjálfbærni í samhengi borga og annarra mannabyggða, og að lokum á spurninguna um hvað hugtakið sjálfbær borg þýðir. Hugmyndir um einnar plánetu mörk og öruggt athafnarými eru færðar yfir í samhengi borga til að sýna hlutverk þeirra í leitinni að sjálfbærum lifnaðarháttum, og til þess að sýna þau skilyrði sem þarf að uppfylla svo að borgin geti verið raunverulega sjálfbær. Námskeiðið kynnir nemendum fyrir helstu atriðum í þremur stoðum sjálfbærnis í samhengi mannabyggða. Hvað er vistfræðileg sjálfbærni þegar það kemur að borgum og öðrum mannabyggðum? Félagsleg? Efnahagsleg? Hvernig getum við sameinað þetta þrennt til að skapa sannarlega sjálfbæra mannabyggð? Velferð, hagvöxtur, bein og óbein vistfræðileg áhrif, tæknilegar og samfélagslegar lausnir og „feedback loops“ á milli þeirra er kynnt og rætt á gagnrýninn hátt.

X

Rekstur í sjávarútvegi og eldi (VIÐ302M)

Sjávarútvegur hefur um aldir verið ein mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar og fiskeldi fer vaxandi. Sjávarútvegur og fiskeldi eru orðin hátækniatvinnugreinar þar sem nýsköpun og tækniþróun er allsráðandi.

Í námskeiðinu fá nemendur yfirsýn yfir helstu þætti er varða rekstur sjávarútvegsfyrirtækja, starfsumhverfi þeirra, tækifæri og afkomu og hvernig sjávarútvegur og fiskeldi tengjast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Farið verður yfir sögu og þróun á Íslandi undanfarna áratugi, þróun fiskveiðistjórnunar og kvótakerfið. Þá verður fjallað um mikilvægi fiskeldis, bæði sjókvíaeldi og landeldi, afurðir, vinnsluleiðir, sölu- og markaðssetningu og hvað þarf til þess að ná árangri og hvernig íslenskur sjávarútvegur og eldi getur náð að vera í hillum verslana 365 daga ársins. Þá verður einnig farið yfir hvaða tækifæri eru í atvinnugreininni. Tæknibreytingar, gervigreind, umhverfismál og nýsköpun verða í brennidepli. Nemendur vinna raunhæf verkefni í námskeiðinu í samvinnu við stjórnendur fyrirtækja.

Námskeiðið er í nánu samstarfi við fyrirtæki, ráðuneyti og stofnanir í sjávarútvegi og vinna nemendur raunhæf verkefni í samvinnu við fyrirtæki í greininni. Samstarfsaðilar Viðskiptafræðideildar eru: Brim, Fisk, Ísfélag Vestmannaeyja, Ice Fresh, Íslandsstofa, Matvælaráðuneytið, Marel, Marine Collagen, Samherji, Síldarvinnslan, Sjávarklasinn, Vinnslustöðin og Vísir.

Fyrirtækjaheimsóknir: Farið er í tvær fyrirtækja heimsóknir í námskeiðinu.  Stjórnendur hjá Brimi taka á móti nemendum og Samherji fiskeldi á Suðurnesjum. Nemendur þurfa sjálfir að koma sér á staðinn.

Aðstaða fyrir nemendur utan kennslustunda: Nemendur í námskeiðinu fá aðstöðu til verkefnavinnu hjá Sjávarklasanum.

X

Mannskepnur og önnur dýr (ÞJÓ110F)

Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðu, rafrænum fyrirlestrum og vettvangsferðum í náttúru og á söfn.

Samskipti manneskjunnar við önnur dýr er viðfangsefni þessa námskeiðs sem við nálgumst frá bæði fræðilegum og listrænum sjónarhornum. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni, um dýr að eigin vali, þar sem áhersla er einnig lögð á sjónræna framsetningu - t.d. teikningar eða ljósmyndir.  Í fyrirlestrum verður m.a. fjallað um hvítabirni, hvali, geirfugla og lunda og nýlegar rannsóknir á þeim.  Fjallað verður um áhrifavald og ólíkar birtingarmyndir dýra í margvíslegu listrænu og menningarlegu samhengi, til dæmis í fornbókmenntum, þjóðsögum, munnmælum, kvikmyndum, fréttum, efnismenningu og ferðamennsku. Þá verður til dæmis hugað að „framhaldslífi“ dýra í formi listmuna, safngripa og minjagripa. Við munum skoða gripi í einkaeigu og á opinberum vettvangi og spyrja spurninga á borð við: hvað gerist þegar lifandi dýri er breytt í safngrip? Hvernig þróast og breytist merking dýrsins í ólíku samhengi? Hvernig mótast hugmyndir okkar um dýr? Tekist verður á við hlutverk ólíkra dýra í þekkingasköpun og mótun orðræðu um loftslagsmál og málefni norðurslóða, tengsl við ákveðin landsvæði og menningarhópa og hlutverk þeirra í ímynda- og sjálfsmyndasköpun bæði fortíðar og samtíma.  Stigið verður út fyrir hefðbundna ramma sem snúa að aðgreiningu manna/dýra og annarra lífvera um leið og við könnum samtvinnaða hugmynda- og vistheima þeirra.

Markmið

Markmið námskeiðs er að velta upp áríðandi spurningum og málefnum er snúa að sambúð fólks og dýra, loftlagsbreytingum, útrýmingu dýrategunda og sjálfbærni. Við munum íhuga hvernig listamenn, rannsakendur, aðgerðasinnar og söfn hafa tekið þátt í umræðu um þessi málefni og hvernig hægt sé að þróa umræðuna áfram. Við munum skoða hvernig mismunandi lista- og menningarminjasöfn miðla hugmyndum og upplýsingum um samband manna og dýra í gegnum safneign sína og sýningar. Nemendur eru hvattir til að nálgast, með gagnrýnum hætti, sjónrænt efni, muni, gripi og texta, bæði rafrænt en einnig með heimsóknum á söfn og sýningar. 

X

Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði (UMV123F)

Námskeiðið fjallar um ýmsa þætti tengda hringrásarhagkerfinu sem eru settir í samhengi byggingariðnaðarins, og miðar að lokum að því að svara spurningunni hvort umskipti byggingariðnaðarins yfir í hringrás séu möguleg. Fjallað verður um viðfangsefnið á hagnýtan hátt, með hliðsjón af umhverfislegum, lagalegum, pólitískum og efnahagslegum þáttum. Kjarnahugtök í hringrásarbyggingum verða kynnt (endurnýting og endurvinnsla efnis, hönnun fyrir sundurtöku/aðlögunarhæfni og möguleiki á samnýtingu rýmis) út frá raunverulegum dæmum. Námskeiðið mun kynna nemendum fyrir núverandi áskorunum og þeim möguleikum sem tengjast hringrásarbyggingu í íslensku, norrænu og evrópsku samhengi. Að lokum verða þær aðferðir, sem til eru við að mæla hversu hringlaga byggingar eru, ræddar á gagnrýnin hátt. Á grundvelli þess sem kennt er í námskeiðinu, leggja nemendur til lausnir við að auka hringrás ákveðins húss, byggt á efnisskrá þess.

ATH: Námskeiðið er ætlað meistaranemum í Byggingaverkfræði, Umhverfisverkfræði og Umhverfis- og auðlindafræði.

X

Sjávarútvegur og fiskeldi - AQFood (MAT704F)

https://www.nmbu.no/course/AQF200

Nemendur öðlast yfirsýn yfir sjávarútvegs- og fiskeldisiðnað heimsins með áherslu á Norðurlöndin. Áhrif ýmissa þátta við veiðar, s.s. áhrif fisktegundar, fæðis, árstíma veiða, veiðarfæra, á bestu hagnýtingu og gæða fiskafurða verða kynnt. Farið verður í áhrif veiðarfæra og skipa, verkunar og vinnslu, regluverk varðandi kvóta og meðhöndlun afla og sjálfbærar hagnýtingar á sjávarafurðum. Yfirferð á fiskeldisiðnaðinum felst m.a. í áhrifum fisktegunda, líffærafræði og þroskaferlar þeirra, vatnsnotkun og vatnsgæði, fiskfóður, eldi, heilbrigði fiska og sjúkdómar við fiskeldi, dýravelferð, sjálvbært fiskeldi, slátur- og söfnunaraðferðir.

Námskeiðið er hluti af AQFood meistaranáminu sem unnið er í samstarfi við DTU, NTNU, HÍ en kennt við NMBU. Námskeiðið er netnámskeið sem hægt er að taka í fjarnámi.

Námsefni samanstendur af fyrirlestrum sem hlaðið er upp á netið, ásamt æfingum og verkefnum. Nemendur skulu þá einnig vinna að stærra verkefni sem skila á inn verkefnaskýrslu um.

X

The Arctic Circle (UAU018M)

Með loftslagsbreytingum er talið að mikilvægi norðurslóða muni aukast á næstu áratugum þar sem náttúruauðlindir verða aðgengilegri og nýjar samgönguleiðir opnast. Á sama tíma skapast ógnir við viðkvæm vistkerfi og samfélög en efnhagsleg tækifæri verða einnig til. Arctic Circle samtökin mynda viðamikið tengslanet sem byggir á alþjóðlegu samstarfi og umræðu um framtíð norðurskautsins. Arctic Circle samtökin eru opinn og lýðræðislegur vettvangur með þátttöku ríkisstjórna, stofnana, fyrirtækja, háskóla, fræðimannahópa, umhverfissamtaka, samfélaga frumbyggja, almennra borgara og annars áhugafólks um þróun norðurskautsins og afleiðinga þess á framtíð jarðar. Árlega Arctic Circle ráðstefnan er stærsta alþjóðlega samkoman með áherslu á norðurskautið. Árlega mæta yfir 2000 þátttakendur frá yfir 50 löndum.

Á Arctic Circle ráðstefnunni hefur meðal annars verið fjallað um eftirtalin málefni:

  • Bráðnun íss og öfgakennd veður
  • Hlutverk og réttur innfæddra
  • Öryggismál á norðurslóðum
  • Innviðir fjárfestinga á norðuslóðum
  • Byggðaþróun
  • Innviðir flutningakerfa
  • Orkumál
  • Hlutverk Evrópu- og Asíuþjóða
  • Asía og Norðursjávarsiglingaleiðin
  • Lýðheilsa og velferð á heimskautasvæðum
  • Vísindi og þekking frumbyggja
  • Ferðamennska og flugsamgöngur á norðurslóðum
  • Vistkerfi og haffræði
  • Sjálfbær þróun
  • Þróun endurnýjanlegrar orku fyrir afskekkt samfélög
  • Tækifæri og ógnir við borun eftir náttúruauðlindum
  • Auðlindir á norðuslóðum
  • Viðskiptasamstarf á norðurslóðum
  • Úthöfin á norðurslóðum
  • Sjávarútvegur og lífrænar auðlindir
  • Jarðfræði og jöklafræði
  • Heimskautaréttur: sáttmálar og samningar
  • Heimur háður ís: norðurslóðir og Himalaya

Á námskeiðinu taka nemendur þátt í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu. Skyldumæting er fyrir nemendur á ráðstefnuna. Nemendur þurfa að mæta í tvær kennslustundir, eina stuttu fyrir ráðstefnuna og aðra stuttu eftir ráðstefnuna.

Arctic Circle Assembly verður 17. - 19. október 2024 í Hörpu.

Nemendur greiða skráningargjald á ráðstefnuna. Gjaldið er almennt nemendagjald með afslætti. 

X

Umhverfisstjórnun fyrirtækja (UAU108F)

Í þessu námskeiði er leitast við að kanna ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfinu. Miðað er við virka þátttöku nemenda með því að greina málefnum sem tengjast fyrirtækjum, umhverfismálum og hagaðilum, en það er t.d. gert með hermileikjum (simulations) og tilviksgreiningum (case studies).

Markmið námskeiðsins er að skapa skilning á og kenna nemendum að velja og nota nauðsynleg tæki til að leggja mat á markmið og taka ákvarðanir þegar kemur að umhverfis- og auðlindastjórnun í samhengi við sjálfbæra þróun. Þar má t.d. nefna Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Global Reporting Initiative og fleira.

Námskeiðinu er skipt upp í þrjá hluta. Í hluta eitt munum við kanna hver er uppruni og merking á ábyrgð fyrirtækja. Í öðrum hluta er lögð áhersla á það hvernig má stjórna og innleiða ábyrgð fyrirtækja. Í þriðja hluta munum við læra um ábyrgð fyrirtækja út frá áhrifum, gagnrýni og framtíðarhorfum.

Í lok námskeiðsins er gert ráð fyrir að nemendur hafi að nemendur hafi öðlist fræðilegan skilning á viðfangsefninu, geti beitt þeim aðferðum sem kenndar hafa verið og séu læsir á upplýsingar sem snúa að fyrirtækjum, umhverfistengdum viðfangsefnum þeirra og árangri og áhrifum.

X

Sjálfbærni og fjármál (UAU129F)

Í þessu námskeiði öðlast nemendur skilning á samspili umhverfisfræða og fjármálamarkaða.
Nemendur öðlast skilning á aðferðafræði grænna skuldabréfa, viðeigandi leiðbeiningar við smíði grænna og sjálfbærra fjármálaramma, ferli við útgáfu, uppbygging grænna ramma, vottun og helstu aðferðir og hugtök við framsetningu áhrifaskýrslna. Nemendur öðlast færni í uppbyggingu sjálfbærra fjármálaramma og hvernig þeir eru nýttir, sér í lagi innan fjármálafyrirtækja. Farið er yfir sjálfbærniáhættumat, uppbyggingu aðferðafræða við greiningu UFS (umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir) áhættu og nýtingu niðurstaða við fjárfestingaákvarðanir og uppbyggingu eignasafna. Farið er yfir helstu lykiltölur sem fjármálafyrirtæki þurfa að þekkja varðandi útlána og fjárfestingasöfn sín, s.s. GAR (Green asset ratio) og BTAR (book taxonomy aligned ratio). Farið er yfir tegundir loftslagsáhættu samkvæmt TCFD (Task force on climate related financial disclosures). Nemendur læra um aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga og áhrifafjárfestinga og hvaða markmiðum fjárfestar sækjast eftir við slíkar fjárfestingar. Nemendur öðlast skilning á viðeigandi regluverki varðandi upplýsingagjöf, sér í lagi flokkunarreglugerð Evrópusambandsins (EU Taxonomy) og tengdum reglugerðum. Nemendur læra um fjármagnaða losun gróðurhúsalofttegunda með aðferðafræði PCAF (Partnership for Carbon Accounting Financials). Að lokum læra nemendur um þróun samspils á milli tryggingageirans og sjálfbærni.

X

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.

Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.

X

Hagnýt gagnagreining (MAS202M)

Námskeiðið fjallar um tölfræðiúrvinnslu í forritinu R. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunnþekkingu í tölfræði og tölfræðihugbúnaðnum R. Æskilegt er að nemendur þekki til margbreytu aðhvarfsgreiningar (e. multiple linear regression). Nemendur læra að beita hinum ýmsu tölfræðiaðferðum í R (ss. classification methods, resampling methods, linear model selection og tree-based methods). Námskeiðið er kennt á tólf vikum og verður það á vendikennsluformi þar sem nemendur lesa námsefni og horfa á myndbönd áður en þeir mæta í tíma og fá svo aðstoð með fyrirliggjandi verkefni í tímum.

X

Hagnýt tölfræði (STJ201F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist skilning á eðli hinnar vísindalegu aðferðar og undirstöðuþekkingu í að greina tölfræðileg gögn sem notuð eru við margs konar opinbera ákvarðanatöku. Farið er yfir hugtök á borð við orsök, réttmæti og áreiðanleika. Fjallað er bæði um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, þar á meðal um breytur, gildi, miðlægni, staðalfrávik, úrtök, marktækni og tilgátuprófanir. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist færni í að greina og meta megindlegar rannsóknir með tilliti til aðferðafræði og jafnframt að þeir geti sótt gögn og framkvæmt einfaldar tölfræðiaðgerðir í töflureikni. 

X

Eigindleg aðferðafræði (STJ203F)

Qualitative Methods provides students with an introduction to some of the most commonly used qualitative methods and methodological tools in political science. The main focus in the course is on case studies (including process tracing) and various tools and techniques used within case studies, e.g., qualitative content analysis, interviewing, and focus groups. One part of the course is also dedicated to discourse analysis. The course begins with a very brief introduction to philosophy of science and outlines basic ontological, epistemological and methodological issues in the social sciences. The remainder of the course is dedicated to the methods and tools/techniques listed above. Students will gain a deeper understanding of the philosophical underpinnings, assumptions and ambitions of the different methods, but they will also gain practical experience as to the design and execution of research within the different traditions.

The course is designed in a highly interactive way and emphasizes active student participation. It is expected that students have done at least the required reading assigned for the given day and are ready to participate in group work and discussions in class. There are two types of classes in this course: lecture & discussion classes and workshops. Each lecture & discussion class will be divided into three parts: a short agenda-setting lecture by the lecturer (40 minutes), group work (40 minutes), and a concluding general discussion (40 minutes). This design is highly effective with regard to achieving the course’s learning outcomes, but it also requires that students have familiarized themselves with the assigned reading for the day. In the workshops, the class will be divided into two groups (A and B).

X

Verndarsvæði í sjó (UAU260M)

Verndarsvæði í sjó gegna mikilvægu hlutverki til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika hafsins sem og við stjórnun fiskveiða og hverskonar annarri nýtingu. Stjórnun verndarsvæða í sjó er gjarnan í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og annarra staðbundinna aðila. Virk verndarsvæði í hafi eru þó enn fágæt og aðeins um 8% alls hafsvæðis eru alfriðað. Á næstu árum er hins vegar stefnt að verulegri aukingu slíkar svæða, en í nýju samkomulag um líffræðilega fjöldbreytni á vegum Sameinuðu þjóðanna (UN-CBD) var samþykkt að þau skuli ná yfir 30% allra hafsvæðis.  Mögulegt er að ná markmiðum verndarsvæða í sjó með góðum stjórnunar- og verndaráætlunum, virkri framkvæmd og eftirfylgni verndaráætlana sem og virku eftirliti. Notagildi verndarsvæða í sjó eru fjölmörg og margbreytileg en erfitt getur reynst að ná markmiðum um vernd, til dæmis vegna ólöglegra veiða og ef lögum og reglum er ábótavant. Góð þekking á staðháttum, góðar verndaráætlanir, nægt fjármagn og fjárfesting í mannauði eru nauðsynleg til að markmið verndarsvæða í sjó skili tilætluðum árangri. Í námskeiðinu verður fjallað um hugmyndafræði verndarsvæða í sjó, stofnun slíkra svæða, stjórnkerfi þeirra sem og verklag við gerð stjórnunar- og verndaáætlana.

Námskeiði verður kennt vikuna 13. - 17. maí í Stykkishólmi, með áherslu á verndarsvæði Breiðafjarðar.  Námskeiðið byggist á kennslu, vettvangsferðum og hópavinnu.

X

Hlutverk og stefnumótun alþjóðastofnana (ASK201F)

Alþjóðastofnunum hefur fjölgað verulega frá lokum síðari heimsstyrjaldar og samskipti ríkja fara í vaxandi mæli fram innan veggja þeirra. Í námskeiðinu verður gerð grein fyrir kenningum um eðli og hlutverk alþjóðastofnana og þeim ferlum sem stjórna starfsemi þeirra.

Í stað þess að fjalla sérstaklega um sögu og skipulag einstakra stofnana, mun þetta námskeið leggja áherslu á að kanna hið pólitíska kerfi sem liggur til grundvallar samstarfs ríkja innan alþjóðastofnana. Að hvaða leyti eru alþjóðastofnanir sjálfstæðir aðilar í alþjóðakerfinu?  Hverjir hafa áhrif á alþjóðastofnanir og hvernig gera þeir það? Hvernig eru alþjóðastofnanir fjármagnaðar og hvaða áhrif hefur það á rekstur þeirra? Hvers konar fólk vinnur í alþjóðastofnunum og hvaða áhrif hefur það á stofnanirnar sem það vinnur hjá? Þessum, og fleiri, spurningum verða gerð skil á námskeiðinu.

Nemendur munu kynnast þeim margvíslegu rannsóknaraðferðum sem nýttar eru til að svara þessum spurningum. Lesefni námskeiðsins er fjölbreyttt og við munum m.a. nýta okkur sögulegar rannsóknir, tilviksrannsóknir,  og bæði eigindlegar og megindlegar fræðigreinar og bókakafla. Lögð verður sérstök áhersla á nýlegar rannsóknir á sviði alþjóðastjórnmála svo nemendur fá góða yfirsýn yfir stöðu fræðasviðsins. Markmið námskeiðsins er því tvíþætt: í fyrsta lagi, að nemendur öðlist skilning á þeim þáttum, bæði pólitískum og stjórnsýslulegum, sem stýra starfsemi alþjóðastofnana og, í öðru lagi, að gera nemendum kleift að kryfja og vinna með fjölbreyttar rannsóknir á sviði alþjóðastofnana í sinni eigin rannsóknarvinnu.

Námskeiðið byggir á helstu kenningum í alþjóðasamskiptum en ekki er gert ráð fyrir að nemendur búi yfir þekkingu á einstökum stofnunum umfram það sem almennt mætti telja eðlilegt af nemanda með áhuga á alþjóðamálum. Þar sem við á verður bætt við ítarefni fyrir á sem þurfa að kynna sér grunnstarfsemi einstakra stofnana betur. Áhersla verður lögð á stóru alþjóðlegu stofnanirnar, eins og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en við munum einnig fjalla um svæðisbundnar stofnanir, eins og Evrópuráðið, alþjóðleg félagasamtök (INGOs) og aðkomu einkaaðila að alþjóðakerfinu.

X

Sjálfbær þróun ferðaþjónustu á norðlægum svæðum (FER214F)

Námskeiðið Sjálfbær þróun ferðaþjónustu á norðlægum svæðum er tekið í fjarnámi frá háskólanum í OULU - Finnlandi. Námskeiðið er partur af samstarfi við þemanet háskóla norðuslóða: UArctic Thematic Network on Northern Tourism.

Auglýsing um aðgang að námskeiðinu er send til framhaldsnema í lok hvers árs. Nemendur þurfa að sækja um og skrá sig í gegnum nemendaþjónustu VON MS-SENS.

Takmarkaður fjöldi nemendaplássa er í boði.

The course will address tourism in the circumpolar north from a societal perspective. It will present different views on the phenomenon and its dimensions, resources and implications for nature, places and cultures involved. The place of northern tourism in times of globalization and emergent global issues like climate changes will be explored, together with the relevant governance aspects.

X

Loftslagsbreytingar; fortíð nútíð og framtíð (JAR257F)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum innsýn í nýjustu rannsóknir á loftslagsbreytingum fyrri jarðsögutímabila og fram á okkar tíma, auk þess sem áhersla verður lögð á þá aðferðafræði sem notuð er við öflun upplýsinga um veðurfar. Skoðaðar verða náttúrulegar loftslagssveiflur á mismunandi tímaskölum og hugsanlegar ástæður þeirra ræddar. Hlýnun í nútíð og framtíð verður sett í víðara samhengi við veðurfarsbreytingar á nútíma (síðustu 11700 ár). Námskeiðið er á fyrirlestraformi, þar sem kennari og nemendur taka fyrir í hverjum tíma nýlegar greinar úr ritrýndum tímaritum um umhverfis- og loftslagsbreytingar. Umræður með þátttöku allra fylgja í kjölfarið, þar sem nemendur taka þátt í að stjórna umræðum. Nemendum er ætlað að halda fyrirlestra yfir misserið um valin efni sem snerta markmið námskeiðs og skila lokaverkefni tengt þema námskeiðsins, auk þess að taka þátt í að stjórna umræðum. Minni verkefni verða einnig lögð fyrir nemendur á misserinu.

Þetta er sjö vikna námskeið og fyrirkomulagið eru sex viðverutímar á formi fyrirlestra-, hópvinnu- og verklegra tímar. Væntanlegt nemenda-vinnuálag í þessu námskeiði er um 190 tímar (c.a. 25 tímar per einingu) og þar af er skráður heildarfjöldi viðverutima 40.

X

Almenn haffræði 1 (JAR414M)

Markmið námskeiðs er að nemendur öðlist yfirsýn á undirstöðum almennrar haffræði, gerð hafsbotns, eðlis- og efna- og lífefnafræði sjávar.  Ennfremur hvernig samspil þessara þátta mótar aðstæðurnar í höfunum. Viðfangsefnið er skipting lands og sjávar, heimshöfin, stærð og landfræðileg einkenni, botnlögun. Tæki og aðferðir í hafrannsóknum. Eðliseiginleikar sjávar, selta. Ljós og hljóð í hafinu. Breytingar eiginleika vegna sveims og strauma. Orkubúskapur og vatnshagur. Dreifing sjávarhita og seltu, sjógerðir og hita-seltuhringrásin. Ágrip af stöðu- og hreyfifræði hafsins. Efnafræði sjávar: Jarðefnafræðileg hringrás, aðalefni, snefilefni og uppleystar lofttegundir í sjó. Næringarsölt í sjó og tengsl þeirra við kolefni og súrefni. Áhrif eðlis- og efnafræðilegra eiginleika á frjósemi hafsvæða.  Hafið við Ísland.

Verklegar æfingar ná yfir dæmaæfingar, skýringar dæma, úrvinnslu og túlkun haffræðilegra gagna og heimsókn í Hafrannsóknarstofnun og í rannsóknaskip.

X

Ferðamennska á norðurslóðum: Iðkun og upplifun (LAN214F)

Námskeiðið verður kennt frá byrjun mars – maí 

Námskeiðið fjallar um ferðamennsku á norðurslóðum með áherslu á upplifun ferðamanna og tengsl ferðamennsku við samfélög og landslag á norðurslóðum. Markmið þess er að kynna nemendum rannsóknir og kenningar sem tengjast iðkun, upplifun og framkvæmd ferðamennsku á norðurslóðum. Spurningar um tengsl gesta og gestgjafa, þróun ferðaþjónustu og upplifunar ásamt samfélagsleg og umhverfisleg áhrif ferðamennsku verða teknar til skoðunar. Kennsla er byggð á rannsóknum þar sem beitt er ólíkum fræðilegum sjónarhornum og mismunandi tilvik/dæmi eru kynnt.

Auglýsing um aðgang að námskeiðinu er send til framhaldsnema í byrjun hvers árs. Athugið að takmarkaður fjöldi námsplássa er í boði og ganga nemendur Land- og ferðamálafræði fyrir. Skráning í námskeiðið fer fram í gegnum MS-SENS

X

Náttúruvá og samfélag (LAN215F)

Í námskeiðinu er fjallað ítarlega um þann vanda sem náttúruvá af ýmsu tagi skapar samfélögum af mismunandi gerð og við ólíkar aðstæður. Framlag landfræði og félagsvísinda til þekkingar á náttúruvá og tengslum hennar við samfélagið er rakið. Farið er yfir helstu fræðileg hugtök og kenningar til að varpa ljósi á viðbrögð fólks og aðlögun þess að náttúruvá. Áhættuhugtakið er skoðað sérstaklega og gerð grein fyrir rannsóknum á skynjun einstaklinga og hópa á áhættu tengdri náttúruvá. Einnig er skoðað hvernig unnt er að leggja hlutlægt mat á áhættu og draga úr áhrifum atburða, staðbundið eða á stærri svæðum. Almannavarnahringrásin er kynnt og fjallað um hlutverk og ábyrgð hinna ýmsu viðbragðsaðila. Dæmi eru tekin af tilteknum atburðum í ríkari og fátækari hlutum heimsins. Nemendur kynna sér og safna gögnum um tiltekna atburði ítarlega, greina þau og rökræða viðbrögð og afleiðingar. Íslenskar rannsóknir landfræðinga og annarra á þessu sviði verða skoðaðar sérstaklega. Einnig fara nemendur í kynnisheimsóknir til íslenskra aðila og stofnana sem sinna almannavörnum og viðbragði við náttúruhamförum.

X

Umhverfis- og samfélagsleg ábyrgð í ferðamennsku (LAN417F)

Samfara auknum umsvifum ferðaþjónustunnar út um allan heim aukast umhverfis- og samfélagsleg áhrif ferðamennsku jafnt og þétt. Það er því mikilvægt að nemendur í ferðamálafræði og skyldum fagsviðum þekki og skilji þessi áhrif og geti beitt viðeigandi aðferðum til að stýra þeim. Enn fremur er mikilvægt að nemendur skilji hlutverk þessara áhrifa í víðara samhengi og tengsl þeirra við loftlagsbreytingar og sjálfbæra framtíð. Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu nemenda á umhverfis- og samfélagslegri ábyrgð í ferðamennsku og mikilvægi hennar í uppbyggingu sjálfbærrar ferðamennsku. Áhersla verður lögð á að greina umhverfis- og samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu. Kynnt verða mismunandi umhverfisstjórnunarkerfi og umhverfisvottanir í ferðaþjónustu og samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja rædd. Mismunandi nálganir, tæki og aðferðir sem notaðar eru á sviði umhverfisstjórnar og samfélagslegrar ábyrgðar verða enn fremur kynnt.

X

Gróðurríki Íslands og jarðvegur (LÍF615M)

Kennt á móti LÍF 606M og ráða skráningar hvort námskeiðið er kennt. Íslenska háplöntuflóran; samsetning, fjölbreytni, staða í flóruríki jarðar. Heimskautaflóran: uppruni, kerfisfræði, vistfræði. Líflandafræði flórunnar við Norður Atlantshaf. Ísöld á norðurhveli, ísaldarlok á Íslandi og í Evrópu og gróðursaga á nútíma. Tilgátur um aldur og uppruna íslensku flórunnar og heimskautaflóru á norðurhveli. Íslenskur jarðvegur; myndun, sérkenni, eyðimerkurmyndun. Gróðurbreytingar eftir landnám. Flóra Íslands og útbreiðsla um landið, búsvæði og líffræðileg fjölbreytni. Válistategundir. Aðferðir til að lýsa og flokka gróður. Íslensk gróðurlendi: flokkun, útbreiðsla, umhverfi og nýting. Verkleg kennsla fer að hluta til fram að sumari til: 4 daga sumarnámskeið.

X

Landvistkerfi (LÍF660M)

Fjallað verður um eftirfarandi efni:

Fæðuvefir og samfélög landvistkerfa bæði ofanjarðar og neðan. Hlutverk lífvera og annarra þátta við mótun búsvæða á landi. Samband líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfisferla, m.a. frumframleiðslu og hringrás næringarefna. Áhrif einstakra lífveruhópa og eiginleika þeirra, einkum plantna og grasbíta, á vistkerfisferla, stöðugleika og þanþol vistkerfa. Áhrif loftslagsbreytinga og landnýtingar á vistkerfi, með áherslu á norðurslóðir. Sérstaða íslenskara vistkerfa. Endurheimt hruninna og hnignaðra vistkerfa. Helstu aðferðir við rannsóknir á landvistkerfum.

X

Natural Resources Law, EU/EEA Energy Law (LÖG212F)

Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi er ætlunin að veita greinargott yfirlit yfir viðfangsefni orkuréttar Evrópusambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins (EES) ásamt því að útskýra grundvallarhugtök á þessu sérhæfða og mikilvæga réttarsviði. Í öðru lagi er markmiðið að fara yfir og skýra meginreglur orkuréttar ESB, þ.á m. hreinorkupakkann svokallaða, og tengslin milli lagareglna á sviði orkumála og loftslagsmála. Í þriðja lagi verður fjallað um íslenskar lagareglur á sviði orkuréttar.

X

Vistvæn nýsköpun matvæla (MAT612M)

Námskeiðið er unnið í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Matís ohf. 

Megin markmið áfangans er að þróa nýja vöru frá hugmynd að tilbúinni vöru með sjálfbærni að sjónarmiði. Sem liðir í því verða gerðar frumgerðir (prótótýpur), umbúðir verða hannaðar, gerðar verða markaðs- og viðskiptaáætlanir og rýnt verður í nauðsynlega framleiðsluframleiðsluferla fyrir vöruna. Útkoma verkefnanna geta orðið að nýrri vöru og verið kynntar í Evrópukepninni Ecotrophelia. 

Námskeiðið byggist á samvinnu nemenda. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni í hóp og deili á milli sín verkefnum til að geta lokið kröfum námskeiðisins. Nemendur fá leiðsögn við hópamyndun og hópavinnu. Nemendur með ólíkan bakgrunn taka þátt í námskeiðinu og kennari sér til þess að hver hópur hafi góða samsetningu nemenda með ólóka hæfni. 

Kennarar og sérfræðingar munu halda fyrirlestra um ýmsa þætti vöruþróunar, þar á meðal um gerð viðskiptaáætlana og umbúðagerð. Í lok námskeiðs halda svo nemendur kynningu á vörunum sínum. 

Nemendur munu þróa frumgerð af nýrri vöru og fá til þess fjárhagslegan stuðning og aðgang að tilrauna aðstöðu, nánari upplýsingar verða gefnar í fyrsta tíma námskeiðisins.  

Nemendum er stendur til boða að vinna verkefni sín í samstarfi við íslensk fyrirtæki í matvælaiðnaði. Nánari útskýringar verða gefnar við upphaf námskeiðsins.  

Matís ohf. veitir sérfræðiaðstoð við vöruþróun innan námskeiðisins.  

Lokaverkefni og námsmat námskeiðisins er tvískipt. Fyrst skilar hver hópur inn skýrslu um vöruna sem þróuð var, þar á meðal um viðskiptaáætlun, markaðssetningu og sjálfbærni vörunnar. Svo kynnir hver hópur vöruna sína og viðskiptaáætlun fyrir, kennurum, nemendum og dómsnefnd frá sammtökum iðnaðarinns fyrir nýsköpunar keppnina Ecotrophelia Iceland. Sigur liðið fær tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppni í vistvænni nýsköpun (Ecotrophelia) fyrir hönd Íslands. Þáttaka í Evrópukeppninni er valfrjáls en munnleg kynning í innanlandskeppninni er skilda í námskeiðinu. Frekari upplýsingar um keppnina má nálgast hér: https://eu.ecotrophelia.org/ 

Nemendur í Matvælafræði eru hvattir til að taka þetta námskeið samhliða námskeiðinu Vöruþróun matvæla (MAT609M), til að samnýta þekkingu og hæfni sem fæst í námskeiðunum og fá dýpri skilning á öllum hliðum vöruþróunar.  

Nemendur af öðrum námsbrautum eru hvattir til að taka þetta námskeið þar sem fjölbreytileki teymis og breiður þekkingargrunnur er mikill styrkleiki við þróun á vörum. Til að sannfærast er gott að lesa þetta https://shorturl.at/opxH3 eða þetta https://shorturl.at/boHM8 

X

Menning og andóf (MFR703M)

Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.

X

Stjórntæki hins opinbera (OSS203F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur fái innsýn í grunnþætti opinbers rekstrar og önnur úrræði sem ríkið getur beitt til að ná markmiðum sínum. Fjallað verður um ýmis stjórntæki ríkisvaldisins, þar á meðal rekstur opinberra stofnana, markaðsvæðingu, fjárhagslega hvata, regluvæðingu og tryggingar/styrki og áhersla lögð á mat og notkun stjórntækjanna við ólíkar aðstæður. Umfjöllunin um hvert stjórntæki er jafnt á fræðilegum grundvelli sem og útlistun á notkun þeirra á Íslandi. Æskilegt er að nemendur hafi tekið námskeiðið OSS101F Rekstrarhagfræði, markaðsbrestir og ríkisafskipti.  

 

X

Orkuvalkostir framtíðar (UAU213M)

Mannkynið er háð orku fyrir nánast allar athafnir í daglegu lífi. Helsti orkugjafinn sem notaður er í heiminum er jarðefnaeldsneyti, en sú staðreynd að mengun samfara notkun þess (gróðurhúsaáhrif, svifryk, ...) og að jarðefnaeldsneyti er í endanlegu magni, veldur því að leitin að öðrum orkugjöfum verður sífellt mikilvægari. Sjálfbærni í orkunotkun er krafan og í þessu námskeiði skoðum við mögulega valkosti í leit okkar að sjálfbærri orku. Til dæmis skoðum við vatnsafl, jarðvarma, sjávar-, vind- og sólarorku og lífeldsneyti (jafnvel kjarnorku). Einnig verður yfirlit yfir núverandi orkunotkun og jarðefnaeldsneyti.

Fyrir hvern orkugjafa verður farið yfir helstu lögmál er varða þá orku sem nýta skal. Einnig verður skoðað hverskonar umhverfisáhrif nýting getur haft í för með sér, stefnumótun og hagfræðilegar hliðar orkuvalkosta.

X

Verndunarlíffræði (UAU214M)

Loftslagsbreytingar, síaukinn fjöldi jarðarbúa (>8 milljarðar og vaxandi) og hnattvæðing eru meðal þeirra þátta sem hafa djúpstæð áhrif á náttúruleg búsvæði og vistkerfi plantna og dýra. Ein af stærstu afleiðingunum er tjón á líffræðilegum fjölbreytileika, en um ein milljón tegunda eru í útrýmingarhættu. Með verndunarlíffræði er leitast við að auka skilning á áhrifum mannsins á líffræðilegan fjölbreytileika með það markmiði að draga úr tjóni á honum og skapa lausnir til varðveislu. Verndunarlíffræði byggir á mörgum stoðum, meðal annarra vistfræði, þróunarfræði, hagfræði og auðlindastjórnun. Markmið námskeiðsins er að veita nemendum yfirgripsmikla sýn á undirstöður verndunarlíffræði, mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika, ógnir við hann og leiðir til að skapa lausnir til varðveislu og verndar. Meðal umfjöllunarefna eru saga verndunarlíffræði, mynstur og ferlar líffræðilegs fjölbreytileika; umhverfishagfræði; siðfræði varðveislu; útrýmingarhætta; sundrun, niðurbrot og eyðilegging búsvæða; loftslagsbreytingar og áhrif þeirra; ofnýting; innrás framandi tegunda; sjúkdómar; verndunarerfðafræði; varðveisla stofna, tegunda og vistkerfa; vernduð svæði; endurreisn; sjálfbær þróun og áskoranir framtíðar í samhengi verndunarlíffræði. Tengsl milli líffræðilegs fjölbreytileika og sjálfbærrar þróunarmarkmiða eru sýnd, eins og t.d. markmið 3, 11, 12, 13, 14 og 15.

X

Lífsferilsgreining (UAU215F)

Markmið: Að nemendur geti beitt aðferðum lífsferilsgreiningar til að greina umhverfisáhrif sem hljótast af framleiðslu og ferlum. Nemendur munu svo læra að skila niðurstöðum lífsferilsgreinina á réttan hátt og framkvæmt samanburðar- og næmnigreiningar. Einnig munu nemendur geta fundið svokallaða heita reiti innan lífsferla vöru eða framleiðsluferils sem hægt er að nýta til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Síðast en ekki síst munu nemendur læra að tileinka sér kerfislæga hugsun sem nauðsynleg, einn af grunnhæfniþáttum sjálfbærni.

Efni: Námskeiðið kennir nemendum að greina lífsferil vöru frá vöggu til grafar með aðferðum lífsferilsgreiningar (LCA). LCA er notað til að meta umhverfisáhrif vöru, framleiðsluferils eða þjónustu. Markmiðið með LCA er að bera saman líkar vörur, ferla og þjónustu. Einnig getur markmiðið verið að meta hvar í ferli hverrar vöru, ferils eða þjónustu hvar mestu neikvæðu umhverfisáhrifin verða. Þær upplýsingar nýtast við hönnun vörunnar sé um nýja vöru að ræða, eða til að breyta framleiðsluferlum og þannig lágmarka umhverfisáhrif. Einblínt verður að því að kenna bæði aðferðafræðina og hvernig hægt er að nota LCA sem verkfæri. Í námskeiðinu er farið í gegnum aðferðarfræðina allt frá skilgreiningu markmiðs, aðgerðareiningar og kerfismarka, útreikninga á notkun auðlinda og losun efna til andrúmslofts, vatns og jarðvegs. Svo bætist við túlkun niðurstaðna og næmnigreiningar. Einnig eru kynntar mismunandi aðferðir, hugbúnaður hugbúnaður til að reikna út umhverfisáhrif og notkun gagnabanka notaðir eru til þess að framkvæma lífsferilsgreiningar. Námsmat miðast við þátttöku í kennslustundum og skilum á einstaklings og hópaverkefnum sem unnin eru  námskeiðinu.

Þessi áfangi eykur færni nemenda á sviði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna númer 6, 7, 9, 11, 12, 13, 14 and 15.

Kennsluhættir: Kennt er með fyrirlestrum, tímaverkefnum, einstaklings heimaverkefnum og hópverkefnum.

X

Alþjóðlegur sjávarútvegur (UAU254F)

NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI Í FJARNÁMI

Í þessu námskeiði er fjallað um nokkrar valdar fiskveiðar erlendis. Þar með talið í Norður Atlantshafi, Norður Kyrrahafi og á uppstreymissvæðum. Í námskeiðinu verður gefið yfirlit yfir valda þætti varðandi fiskveiðar í viðkomandi stöðum, svo sem haffræði, helstu tegundir og veiðarfæri sem notuð eru. Fjallað verður um sögulega þróun veiða og reynslu af fiskveiðistjórnun. Í áfanganum verður einnig skoðuð þróun í kröfum um vistfræðilega, efnahagslega og samfélagslega sjálfbærni og áhrif þess á markaði fyrir sjávarfang. Önnur tengd viðfangsefni eru: Framboð sjávarafurða og mannfjöldaþróun, Fiskveiðar eftir heimsálfum og helstu þjóðum, Fiskeldi á heimsvísu, Vinnsla og afurðaflokkar frá fiskveiðum og eldi, Stærstu sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækin, ásamt alþjóðavæðing fyrirtækja, Nútíma iðnvæddar veiðar á móti veiðum í þróunarlöndum.

Námsmat byggir á ritgerð, fyrirlestri, veggspjaldi og þátttöku í umræðum.

X

Vatnsveitur og heilnæmi neysluvatns (UMV601M)

Markmið námskeiðsins er að veita innsýn í hönnun og rekstur vatnsveitukerfa, og hvernig gæði neysluvatns eru best tryggð. Einnig að veita innsýn í hönnun vatnsveitna með einfaldari lausnum á dreifbýlum svæðum.

Efnisinnihald:  Lagarammi vatnsveitna. Kröfur um vatnsgæði og fyrirbyggjandi eftirlit til að tryggja heilnæmi vatns. Helstu þættir sem valdið geta mengun vatns. Vatnsþörf og hönnunarstærðir.  Vatnslindir, virkjun vatnsbóla og vatnsöflun.  Helstu þættir vatnshreinsunar.  Miðlunartankar og ákvörðun á nauðsynlegri stærð þeirra. Dælugerðir og val á dælum. Hönnun aðveituæða og dreifikerfis. Pípugerðir og eiginleikar þeirra. Lokar og brunahanar.

Nemendur vinna sjálfstætt að hönnun lítillar vatnsveitu frá vatnstöku að inntaki til notenda og innra gæðaeftirliti vatnsveitna með áhættugreiningu og skipulagi á aðgerðum til að fyrirbyggja mengun. Einnig verður farið í skoðunarferð til vatnsveitu.

X

Fráveitur og afrennsli í borg (UMV602M)

Markmið námskeiðsins er að veita innsýn í söfnun og flutning fráveituvatns og afrennslis í borg. Námskeiðið fjallar um viðfangsefni Sjálbærnimarkmiða Sameinuðu Þjóðanna nr. 6 (hreinlætisaðstaða) og nr. 11 (Sjálfbærar borgir). 

Efnisinnihald: Efnafræðilegir og líffræðilegir eiginleikar skólps og afrennslis af götum. Tegundir og magn skólps. Hönnun fráveitukerfa: Rennslisreikningar, leyfilegur halli lagna, rennslishraði, Mannings jafnan. Uppbygging kerfa:  Lagnir og leiðslur, brunnar, dælustöðvar og yfirföll í sjó. Bygging, rekstur og endurbætur á skólpkerfum. Magn regnvatns: Úrkomustyrkur, varandi, endurkomutími og afrennslisstuðlar. Orsakir og eiginleikar flóða í þéttbýli á Íslandi. Aðlögun að loftslagsbreytingum með blágrænni, sjálfbærri regnvatnsstjórnun. Geta jarðvegs til að taka við ofanvatni í köldu loftlsagi. 

Námskeiðið innifelur hönnunarverkefni fyrir fráveitur, upplýsingaöflun og greiningu gagna. 

X

Vistvæn nýsköpun matvæla (MAT612M)

Námskeiðið er unnið í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Matís ohf. 

Megin markmið áfangans er að þróa nýja vöru frá hugmynd að tilbúinni vöru með sjálfbærni að sjónarmiði. Sem liðir í því verða gerðar frumgerðir (prótótýpur), umbúðir verða hannaðar, gerðar verða markaðs- og viðskiptaáætlanir og rýnt verður í nauðsynlega framleiðsluframleiðsluferla fyrir vöruna. Útkoma verkefnanna geta orðið að nýrri vöru og verið kynntar í Evrópukepninni Ecotrophelia. 

Námskeiðið byggist á samvinnu nemenda. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni í hóp og deili á milli sín verkefnum til að geta lokið kröfum námskeiðisins. Nemendur fá leiðsögn við hópamyndun og hópavinnu. Nemendur með ólíkan bakgrunn taka þátt í námskeiðinu og kennari sér til þess að hver hópur hafi góða samsetningu nemenda með ólóka hæfni. 

Kennarar og sérfræðingar munu halda fyrirlestra um ýmsa þætti vöruþróunar, þar á meðal um gerð viðskiptaáætlana og umbúðagerð. Í lok námskeiðs halda svo nemendur kynningu á vörunum sínum. 

Nemendur munu þróa frumgerð af nýrri vöru og fá til þess fjárhagslegan stuðning og aðgang að tilrauna aðstöðu, nánari upplýsingar verða gefnar í fyrsta tíma námskeiðisins.  

Nemendum er stendur til boða að vinna verkefni sín í samstarfi við íslensk fyrirtæki í matvælaiðnaði. Nánari útskýringar verða gefnar við upphaf námskeiðsins.  

Matís ohf. veitir sérfræðiaðstoð við vöruþróun innan námskeiðisins.  

Lokaverkefni og námsmat námskeiðisins er tvískipt. Fyrst skilar hver hópur inn skýrslu um vöruna sem þróuð var, þar á meðal um viðskiptaáætlun, markaðssetningu og sjálfbærni vörunnar. Svo kynnir hver hópur vöruna sína og viðskiptaáætlun fyrir, kennurum, nemendum og dómsnefnd frá sammtökum iðnaðarinns fyrir nýsköpunar keppnina Ecotrophelia Iceland. Sigur liðið fær tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppni í vistvænni nýsköpun (Ecotrophelia) fyrir hönd Íslands. Þáttaka í Evrópukeppninni er valfrjáls en munnleg kynning í innanlandskeppninni er skilda í námskeiðinu. Frekari upplýsingar um keppnina má nálgast hér: https://eu.ecotrophelia.org/ 

Nemendur í Matvælafræði eru hvattir til að taka þetta námskeið samhliða námskeiðinu Vöruþróun matvæla (MAT609M), til að samnýta þekkingu og hæfni sem fæst í námskeiðunum og fá dýpri skilning á öllum hliðum vöruþróunar.  

Nemendur af öðrum námsbrautum eru hvattir til að taka þetta námskeið þar sem fjölbreytileki teymis og breiður þekkingargrunnur er mikill styrkleiki við þróun á vörum. Til að sannfærast er gott að lesa þetta https://shorturl.at/opxH3 eða þetta https://shorturl.at/boHM8 

X

Kolefnisfótspor fyrirtækja (UAU027F)

Í þessu námskeiði öðlast nemendur færni í útreikningum á losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri fyrirtækja. Nemendur öðlast þekkingu á helstu aðferðafræðum við útreikninga, hvernig styðjast skal við gagnabanka og hvaða leiðir standa fyrirtækjum til boða við upplýsingagjöf (e. disclosure platforms), s.s. CDP, Nasdaq og GRI. Nemendur læra að þekkja umföng, notkun lífsferilsgreininga (LCA) við upplýsingagjöf, hvaða sjálfbærnimælikvarðar eru viðeigandi (e. material) og hvernig má skoða mótvægisaðgerðir í samhengi við rekstur fyrirtækja. Leiðbeiningar Greenhouse Gas Protocol eru grunnviðfangsefni námskeiðsins, enda eru þær leiðbeiningar gjarnan nýttar til grundvallar upplýsingagjöf. Við lok námskeiðs hafa nemendur færni til að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri og virðiskeðju fyrirtækja og setja fram á viðeigandi vettvangi. Nemendur þekkja einnig þróun í aðferðafræði á útreikningum losunar gróðurhúsalofttegunda, sér í lagi með tilliti til fjármálastarfsemi. Nemendur þekkja einnig hvernig upplýsingar sem þessar eru nýttar, s.s. með tilliti til ESG áhættumats. 

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

X

Umhverfishagfræði (UAU206M)

Í þessu námskeiði er fjallað um ýmsar veigamiklar hliðar umhverfishagfræði. Rætt er um efnahagslegt gildi umhverfisins, mismunandi not þess, kostnað við umhverfisrýrnun og svokallaða "græna" landsframleiðslu. Ennfremur er fjallað sérstaklega um land, landnotkun og landvirði. Þá er geta markaðskerfisins til að framkalla hagkvæma nýtingu umhverfisins rannsökuð, aðferðir til að lagfæra "mistök" í því efni skoðaðar og bornar saman við hugmyndir umhverfissinna.

X

Sjálfbær framtíð (UAU207M)

Markmið námskeiðsins er að þjálfa gagnrýna hugsun nemenda  og leiðtogahæfileika með sjálfbæra framtíð að markmiði. Námskeiðið mun kenna praktískar aðferðir sem minnka munu vistfótspor (e. ecological footprint), einstaklinga/fyrirtækja/stofnana/samfélags. Áhersla verður lögð á þverfræðileika og vísindalegan ramma sjálfbærni - byggðan á aðferðafræði "systems thinking". Nemendur munu læra að nýta vísindi í víðum skilningi til að styðja við regulgerðir (e. Policy), kynnast þeim eiginleikum og aðferðum sem þarf til að leiða breytingar þjóðfélaga í átt til sjálfbærni auk þeirra þátta sem nauðsynlegir eru þegar sjálfbær samfélög eru skipulögð.

Við lok námskeiðsins munu nemendur hafa öðlast hæfileika til að leiða breytingar samfélags í átt til sjálfbærrar framtíðar. Nemendur munu ma. annars geta leitt vinnustofur sem miða að sjálfbærni. Námsmat mun fara byggt á frammistöðu í vinnustofum, kynningum og hópverkefnum. 

Lotunámskeið, kennt yfir fjórar helgar. Dagsetningar á vormisseri 2023 eru: 20.-21. janúar, 10.-11. febrúar, 3.-4. mars og 24.-25. mars. 

X

Stefnumiðuð samfélagsábyrgð fyrirtækja (UAU247F)

Í þessu 13 vikna námskeiði er gert ráð fyrir virkri þátttöku nemenda. Námskeiðið tekur mið af þeirri hugmynd að þótt stjórnvöld og óhagnaðardrifin félög skipti sköpum fyrir nútímasamfélag eru það fyrirtæki sem leggja grunn að þeirri verðmætasköpun sem velferð samfélagsins byggist á, auk þess sem þau eiga sinn hlut í þeim vandamálum sem við er glímt. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin áhrif á samfélagið sem samanstendur af fjölmörgum hagaðilum sem og náttúrulegu umhverfi. Á móti kemur að það er samfélagið sem mótar leikreglur sem fyrirtæki starfa eftir sem og þær væntingar sem fyrirtæki taka mið af í þeirra ytra og innra umhverfi. Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, t.d. markmið 1-5, 8, 9, 10, 11, 12, 13 og 16, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Evrópsku ESRS sjálfbærnistaðlana, GRI skýrslugerðarstaðlana o.fl. Þessi samverkun fyrirtækja, samfélags (í víðasta skilningi þess orðs) og náttúrulegs umhverfis er viðfangsefni samfélagsábyrgðar fyrirtækja en nálgast þarf viðfangsefnið á stefnumiðaðan hátt.

Burtséð frá persónulegum skoðunum fólks á samspili viðskipta og samfélags þá eru hagnaðardrifin fyrirtæki mikilvæg. Í þessu námskeiði er leitast við að kanna víddir slíks samspils frá sjónarhóli ólíkra hagaðila. Það er gert á gagnvirkan hátt, með því að skoða og greina málefni sem tengjast samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, með hermileikjum (simulation) og með tilviksrannsókn (hópverkefni).

Námskeiðinu er skipt upp í sex megin hluta. Í fyrsta hluta er skoðað hvað samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja merkir, hverjir eru drifkraftar samfélagsábyrgðar. Í öðrum hluta er sjónum beint að sjónarhorni hagaðila og í þriðja hluta er fjallað um lagalega þætti. Í fjórða hlutanum er fjallað um hegðunarsjónarmið, í fimmta hlutanum um stefnumarkandi þætti samfélagsábyrgðar og í sjötta hlutanum um er áhersla lögð á sjálfbæra sýn og sjálfbæra verðmætasköpun.

X

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.

Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.

X

Þáttagerð. Vinnsla fræðilegs efnis fyrir útvarp (í samvinnu við RÚV) (BLF201M)

Markmiðið með námskeiðinu er að gefa nemendum tækifæri til að koma rannsóknum sínum og annarra á framfæri við hlustendur Ríkisútvarpsins, jafnframt því að rýna í samfélag og menningu á fræðilegum forsendum. Nemendum gefst um leið tækifæri til að kynnast útvarpinu sem miðli, fá reynslu af þáttagerð og kynnast verklagi reynds fjölmiðlafólks.

Á meðal þess sem rætt verður um á námskeiðinu er: Ríkisútvarpið sem miðill, útvarp sem farvegur fræða, gerð fléttuþátta fyrir útvarp, viðtöl við fræðimenn, hvernig nýta megi eigin sérfræðiþekkingu við dagskrárgerð og krafturinn sem býr í hinu ósagða.  Rætt verður um talmál og tónlist í safni Ríkisútvarpsins. Lögð verður áhersla á hvernig tækni hefur þróast varðandi varðveislu og afspilun og hvernig hægt er að flétta eldri upptökur inn í nýja dagskrá.

Auk þessa fræðast nemendur um handritsgerð, viðtöl og vinnu í hljóðstofu. Þættir nemenda verða á dagskrá Ríkisútvarpsins á komandi vetri.

X

Spurningalistakannanir (FÉL089F, FÉL089F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að hanna og framkvæma spurningalistakannanir. Rætt verður um helstu úrtaksaðferðir og tegundir spurningalistakannanna (símakönnun, netkönnun o.s.frv.). Fjallað verður um helstu atriði í spurningalistagerð; einkanlega um orðalag og samhengi mælitækja (spurninga). Enn fremur verður fjallað um grundvallaratriði í mælingafræði og aðferðir til þess að meta áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Í þessu samhengi verður farið yfir notkun þáttagreiningu (factor analysis) og atriðagreiningu (item analysis). Áhersla er lögð á að nemendur fái verklega reynslu af framkvæmd og úrvinnslu kannanna.

Að jafnaði er þetta námskeið kennt annað hvert ár.

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Tímaraðagreining (IÐN113F)

Markmið: Að veita bæði hagnýta og fræðilega þekkingu í gerð líkana, mati á stikum og spám í kvikum kerfum. Námsefni: ARMAX og önnur hliðstæð ferli og helstu eiginleikar þeirra. Meðhöndlun á óstöðnuðum ferlum. Sjálffylgni- og samfylgniföll. Mismunandi aðferðir við rófgreiningar. Mat á stikum, þar á meðal aðferð minnstu kvaðrata og sennileikaaðferðin. Tölulegar aðferðir við lágmörkun markfalla. Fjallað er um ýmis vandamál sem geta komið upp við líkangerð, svo sem ef mælingar vantar eða þær eru óeðlilegar. Inngangur að ólínulegum tímaraðalíkönum. Stakræn kerfi á ástandsformi. Lögð er áhersla á að leysa hagnýt verkefni.

X

Kerfisgreining og kvik kerfislíkön - lesnámskeið (IÐN124F)

Námskeiðið er unnið samhliða "Kvik kerfislíkön og kerfisgreining, hluti B, 7,5 ECTS”. Allir nemendur sem eru skráðir í hluta A, eru sjálfkrafa líka skráðir í hluta B. Í raun er þetta einn og sami kúrsinn en nemendur fá tvær lokaeinkunnir sem báðar um sig uppfylla 7,5 ECTS einingum.

Nemendur fá staðið/fall fyrir hluta A sem byggist á því hvort skilað sé inn nægjanlega góðum heimaverkefnum í námskeiðinu.

Lokaeinkunn fyrir hluta B byggist á hefðbundna 0-10 skalanum sem samanstendur af einkunnum fyrir heimadæmin og fyrir lokaprófið, verkefni 1 (5%), verkefni 2 (10%), verkefni 3 (20%), verkefni 4 (35%) og lokaprófið (30%).

Markmið námskeiðisins er að nemendur öðlist færni í og geti beytt aðferðum kerfislíkana (e. system dynamics modelling) til að takast á við margvísleg vandamál í atvinnulífinu. Þar á meðal eru tæknileg viðfangsefni og hagræn en einnig faraldsfræðileg vandamál og mál er varða samskipti, ágreining og aflfræði í hópstarfi svo dæmi séu tekin. Í námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuatriði kerfislíkana, jákvæða og neikvæða svörun og gerð rita fyrir orsakalykkjur (causal loop diagram). Líkanagerð og hermun kerfislíkana þar sem fjallað verður um framsetningu líkana, tafir, tímaafleiður, lýsingu ákvarðanaferla og notkun myndrita. Einnig verður fjallað um stefnu- og næmnigreiningu, hagnýtingu kerfislíkana við stefnumótun og við að skapa yfirsýn, sem og beina notkun þeirra. Raunhæf verkefni verða greind bæði úr heimi viðskipta og opinberri stefnumótun. Má þar nefna almenn birgðalíkön, útbreiðslu faraldra (HIV, inflúensu), samspil fólksfjölgunar og efnahagsþróunar og fleira. Við úrlausn verkefna verður einkum stuðst við forritið STELLA.

X

Lífmælingar (LÍF127F)

 Tölulegar aðferðir eru nauðsynlegur hluti margra greina líffræðinnar og nýtast við högun tilrauna og athugana, samantekt niðurstaðna og greiningu þeirra. Nemendur læra þessar aðferðir og meðhöndla fjölbreytt gögn úr líffræði, auk þess að fá þjálfun í að túlka niðurstöður mismunandi aðferða. Helstu aðferðir eru sennileikamat,  línuleg líkön, aðhvarf og fervikagreining og alhæfð línuleg líkön til að greina talningar. Fjölbreytugreining. Endursýnataka (skóþvengur og umröðunarpróf). Kennt verður að nota  tölfræðiforritið R til að framkvæma þær aðferðir sem fjallað er í fyrirlestrum.  Nemendur leysa verkefni sem byggja á líffræðilegum rannsóknum og fá ítarlega þjálfun í notkun R. Greining  á eigin gögnum eða viðameira gagnasetti sem tekið er saman í skýrslu og kynnt í fyrrlestri.

Námsmat: Verkefni 50%  og skriflegt próf 50%. Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn í báðum prófþáttum.

X

Almenn tölfræði fyrir meistara- og doktorsnema (LÆK101F)

Skyldunámskeið. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að almennri þekkingu og færni meistara- og doktorsnema í aðferðum vísinda. Farið er í lýsandi tölfræði, áhrifstölur, áreiðanleika og réttmæti, ályktunartölfræði, algengustu tölfræðipróf bæði stikabundin og óstikabundin og fjölþátta aðhvarfsgreiningar. Þá er nemendum kynnt tölfræðiúrvinnsla í tölvum í verklegum tímum.

X

Vettvangsaðferðir (MAN601F)

Fjallað er um vettvangsaðferðir mannfræðinnar og nemendur þjálfaðir í beitingu þeirra. Áhersla er lögð á siðfræðileg álitamál, rannsóknaráætlanir, vettvanginn, þátttökuathugnanir, mismunandi tegundir viðtala, notkun myndrænna gagna, öflun heimilda, greiningu gagna og kynningu niðurstaðna.

X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)

Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.

X

Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)

Markmiðið er að nemendur

  • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
  • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
  • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
  • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.

Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.

Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS301F)

Í námskeiðinu verða teknar fyrir eigindlegar rannsóknaraðferðir, einkenni þeirra og saga.  Rauður þráður í gegnum námskeiðið verður gildi og hlutverk rannsókna við þróun skólastarfs og tengsl við fagmennsku í uppeldis-, menntunar- og þjálfunarstörfum.  Kynntar verða helstu rannsóknarleiðir eða nálganir innan eigindlegar aðferða, s.s. etnógrafía, fyrirbærafræði. Fjallað verður um aðferðir við gagnasöfnun og mismunandi tegundir gagna, s.s. vettvangsathuganir, áhorfsathuganir, viðtöl af ýmsum gerðum, vettvangsnótur og fyrirliggjandi gögn bæði sjónræn og textar. Kynntar verða mismunandi leiðir til að túlka og greina gögnin t.d. þema-, frásagnar- og orðræðugreining og nemendur þjálfaðir í að koma niðurstöðum frá sér á skipulegan og vandaðan hátt.

Vinnulag:
Fastir kennslutímar verða vikulega. Tímarnir (fyrir utan staðlotur) verða teknir upp og verða aðgengilegir fjarnemum.  Kennslan samastendur af fyrirlestrum, umræðum og/eða verkefnum. Nemendur vinna virkniverkefni saman sem þeir skila vikulega. Staðnemar  vinna þau í tímum en fjarnemar vinna þau saman í hópum. Einnig er gert ráð fyrir umræðum um efni fyrirlestranna á facebook.

X

Megindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS302F)

Markmið
Að nemendur þekki og geti beitt algengustu tölfræðiaðferðum við úrvinnslu gagna og geti metið tölfræðilegar niðurstöður. Að nemandi hafi kunnáttu og þekkingu til þess að greina og miðla tölulegum upplýsingum skv. APA útgáfustaðlinum (t.d. í lokaritgerð) og geti sýnt frumkvæði við tölfræðilega úrvinnslu gagna. Einnig að nemendur kynnist helstu rannsóknarsniðum í megindlegri aðferðafræði.

Inntak og viðfangsefni
Fjallað verður um megindlegar rannsóknaraðferðir og rannsóknarsnið. Í tölfræði verður mest áhersla lögð á fylgni og fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Einnig verður unnið með aðferðir dreifigreiningar og þáttagreiningar (leitandi og staðfestandi). Að lokum verða nemendur kynntir fyrir grunnhugsun Bayesískrar tölfræði og mati á heildarvillu (e. Total survey error). Nemendur læra að vinna greiningar með tölfræðiforriti. Sérstök áhersla verður á túlkun gagnasafna sem tengjast jafnréttismálum og inngildandi menntun. 

Vinnulag
Námskeiðið verður kennt vikulega á fjarfundum. Tvær staðlotur eru á önninni. Skyldumætingu er í staðlotunum. Þeir sem eiga um langan veg að fara geta tekið þátt í staðlotunum í fjarfundi.  Nemendur verða að hafa nýjustu stöðugu (e. solid) útgáfu af Jamovi (sjá jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

X

Kvik Kerfislíkön (UAU259F)

The System Dynamics approach, rooted in Systems Thinking, is best suited for the deconstruction and analysis of complex socio-economic environments and political systems. There is a growing call among scientists and practitioners today on systemic approaches to tackle complex problems such as the climate and environmental crises. System dynamics is a multidisciplinary approach that uses both qualitative and quantitative methods. It has been successfully applied for other complex socioeconomic questions such as for national planning models, analysing climate change policies, food market transformation, and government health policies.


This course aims to introduce students to thinking in systems, understanding the dynamic nature of system behaviour and acquiring basic system dynamic modelling skills.

Kennt frá 15 janúar í 5 vikur í fjarnámi á Canvas;  intensive kúrs á staðnum 19-26 febrúar; nemendakynningar 4-8 Mars

X

Aðhvarfsgreining (FMÞ501M, FMÞ501M)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að beita aðhvarfsgreiningu á eigin spýtur. Fjallað er um þau afbrigði aðhvarfsgreiningar sem hvað oftast eru notuð í rannsóknum á sviði félagsvísinda. Farið er í stjórnun breyta, notkun nafnbreyta, línuleg og ólínuleg líkön, aðferðir til þess að prófa miðlun breyta og samvirkni breyta og aðferðir til að nota breytur sem hafa skekkta dreifingu svo eitthvað sé nefnt. Fjallað er um forsendur aðhvarfsgreiningar og aðferðir til að fást við þær. Einnig er fjallað um "logistic" aðhvarfsgreiningu, þar sem háða breytan er tvígild nafnbreyta. Samhliða þessari umfjöllun verður farið í saumana á ályktunartölfræði, notkun marktektarprófa og túlkun niðurstaðna. Áhersla er lögð á að nemendur fái umtalsverða verklega reynslu af því að greina megindleg gögn. Kennari útvegar könnunargögn sem nemendur nota til þess að prófa þær aðferðir sem kenndar eru. Eftir fremsta megni verður reynt að samþætta fræðilegar spurningar og tilgátuprófun. Tölfræðiforritið SPSS fyrir Windows er notað.

X

Introduction to Arctic Studies (ASK117F)

This course provides a comprehensive foundation in Arctic studies. The essentials are covered, such as defining the field; identifying key actors; providing a brief regional history; and exploring current drivers and trends (especially the role of climate change). Class visits to Arctic-relevant entities in Reykjavik will also be undertaken.

The aim of this course is to provide students with a thorough grounding in the overall field of Arctic studies, in order that they may progress to more focused coursework within that field. By bringing together academic knowledge of the field with practical experience at some of the main locations for Arctic-related activities in Iceland, the course demonstrates the important contribution Arctic studies make in the lived reality of Arctic affairs. The visit schedule is subject to change each year, but is likely to be drawn from the following list: the Ministry of Foreign Affairs; the Althingi; the Icelandic Coastguard; the Hofdi Peace Centre; the Arctic Circle Secretariat; relevant foreign diplomatic representation. 

X

Kostnaðar- og nytjagreining (HAG101F)

Tilgangur kostnaðar-nytjagreiningar er að auðvelda töku ákvarðana sem snerta marga þjóðfélagsþegna með beinum eða óbeinum hætti. Markmið námskeiðsins í kostnaðar-nytjagreiningu er að kynna nemendum fræðilega undirstöður aðferðarinnar jafnt sem hagnýtingu hennar. Umfjöllunarefnin eru m.a.: Rekstrarhagfræðilegur grundvöllur kostnaðar-nytjagreiningar, mat á neytendaábata, framleiðendaábata og samfélagslegum ábata. Þjóðhagsleg og rekstrarhagfræðileg áhrif framkvæmda. Afvöxtun, ávöxtun og opinberir reiknivextir. Áhrif óvissu á mat á þjóðhagslegum áhrifum og verðmæti upplýsinga. Tilvistarvirði (existence value). Skilyrt verðmætamat. Verðmat á tíma, mannslífum, hávaða.

X

Inngangur að kortagerð og GIS (LAN116F)

“visualization is the process of making the invisible visible[...] the process of making the cognitive imagination visual using available and culturally dominant technologies is one of the most consistent behaviors of mankind.”

„Myndræn framsetning er að gera ósýnileg fyrirbæri sýnileg [eða] það að gera sjónrænt grein fyrir ímyndun hugans með tiltækri tækni og í samræmi við menningarleg viðmið. Þetta er eitt af því sem mannkynið hefur alltaf leitast við að gera.” - Cox, D. (2006). "Metaphoric Mappings: The Art of Visualization." MIT Press.

Kortagerð er einn af mikilvægum hlutum landupplýsingahönnunar.

Nemendur kynnast fræðilegri undirstöðu kortagerðar með hjálp stafrænnar tækni. Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum greinargóðan skilning á hugtökum og hagnýtum atriðum sem snerta myndræna framsetningu á kortum og miðlun landfræðilegra upplýsinga. Það snertir ýmis mikilvæg svið í landfræði og skyldum greinum. Í gegnum fyrirlestra og umræður fá nemendur skilning á sögu kortagerðar, helstu kenningum og hugtökum á fagsviðinu og hlutverki landfræðilegra upplýsingakerfa við gerð korta nú á dögum. Fyrirlestrum er fylgt eftir með verkefnum sem hjálpa nemendum að skilja undirstöðuhugtök kortagerðar, sem og skipulegum æfingum í tölvuveri  þar sem nemendur læra að nýta sér landfræðileg upplýsingakerfi við einfalda greiningu og framsetningu landupplýsinga. Nemendur öðlast færni til að rýna eigin verk og annarra á gagnrýninn hátt og geta útskýrt og réttlætt eigin ákvarðanir varðandi myndræna framsetningu á korti.

X

Fjarkönnun og umhverfisvöktun (LAN211F)

Lögmál og grundvallaratriði fjarkönnunar. Rafsegulgeislun, víxlverkun við lofthjúp og yfirborð jarðar. Endurvarp og eigingeislun. Eiginleikar ljósmynda, hitamynda, örbylgju- og ratsjármynda. Yfirlit yfir annars konar fjarkönnun: LIDAR, bylgjuvíxlmyndir, fjölgeisla- og jarðsjármælingar, fjarkönnun á öðrum reikistjörnum.

 Fjarkönnunargögn og aðferðir við öflun þeirra. Nemar og skannar um borð í gervitunglum og flugvélum. Upplausn mynda: rúmfræðileg, rófgreinihæfni, geislastyrkur, tími. Saga fjarkönnunar á 20. og 21. öld.

Notkun og túlkun loftmynda og gervitunglamynda. Myndvinnsla og greining: forvinna, upprétting, strekking, vinnsla með fjölda banda, stýrð og sjálfvirk flokkun, landgreiningar og rannsóknir á breytingum, líkangerð. GPS. Samfelling gagna og landupplýsinga. Framsetning og miðlun fjarkönnunargagna.

Umhverfisvöktun og gildi fjarkönnunar á ýmsum fræðasviðum: landfræði, jarðfræði og líffræði. Umhverfisvöktunarkerfi vegna snöggra og hægfara umhverfisbreytinga, náttúruvár, atburða og kortagerðar. Öflun og vinnsla rauntímagagna.

Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestarar, umræðutímar og vikuleg verkefni í tölvuveri í öflun, greiningu og túlkun fjarkönnunargagna. Unnið verður með landupplýsingakerfi, einkum ArcGIS og QuantumGIS, svo og ýmis myndvinnsluforrit. Sjálfstætt rannsóknaverkefni á sviði fjarkönnunar og umhverfisvöktunar.

X

Visthagfræði (UAU105F)

Vistfræðileg hagfræði hefur stundum verið kölluð hagfræði sjálfbærrar þróunar. Sjálfbær þróun byggir á þremur meginstoðum - að tryggja áframhaldandi efnahagsvöxt, að tryggja félagslega velferð - án þess að skaða náttúru og vistkerfi heimsins. Því byggir sjálfbær þróun á því að maður og náttúra/vistkerfi eru tengd órjúfanlegum böndum. Mælingar á ástandi náttúru og vistkerfa gefa vísbendingar um að efnahagsvöxtur og fólksfjölgun ásamt tækniþróun hafi undanfarin árhundruð raskað jafnvægi mikilvægra hringrása náttúrunnar, og ber mögulegar lofslagsbreytingar þar hæst þessa dagana. En hvernig er hægt að viðhalda heilbrigðum vistkerfum og á sama tíma tryggja áframhaldandi hagsæld og félagslega velferð?

Þetta námskeið mun fjalla um fræðilegan mun á neoklassískri hagfræði og vistfræðilegri hagfræði í nálgun þessara tveggja lína innan hagfræði. Farið í grundvallarhugtök og hugmyndafræði visthagfræði ásamt praktískum dæmum; t.d. græna þjóðhagsreikninga.

Námskeiðið verður kennt helgina 29. september- 01. október.

X

Hnattrænar loftslagsbreytingar (UAU107M)

Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og eitt af mest krefjandi umhverfisvandamálum líðandi stundar og verður áfram í nánustu framtíð. Síðan 1992 hafa verið margir fundir og samkomulög á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Í námskeiðinu verður farið yfir loftslagsbreytingar frá nokkrum sjónarhornum. Byrjað á að fara yfir helstu gögn og vísindi er tengjast loftslagsbreytingum og líkönum af framtíðar breytingum. Síðan verður fjallað um áhrif og varnarleysi (e. vulnerability) og viðleitni til að draga úr áhrifum og aðlagast loftslagsbreytingum. Einnig er fjallað um málefni eins og loftslags-flóttamenn, mismunandi áhrif eftir kyni og samningaviðræður.

Einkunnargjöf byggir á skriflegu verkefni, þátttöku í tímum og kynningum, auk stuttrar könnunar. Nemendur sem taka þetta námskeið hafa almennt mjög mismunandi bakgrunn og þú munt hafa tækifæri til að læra um loftslagsbreytingar frá mismunandi sjónarhornum.

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F, UAU114F, UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- og auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F, UAU114F, UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F, UAU114F, UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)

Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?

X

Vistfræði B (LÍF505M)

Markmið og áherslur: nemendur læri grundvallaratriði vistfræði, þekki helstu hugtök, aðferðafræði og nálganir fræðigreinarinnar. Einkum er fjallað um þau svið vistfræði sem tengjast nýtingu lífrænna auðlinda. Fyrirlestrar: Saga og viðfangsefni vistfræði. Stofnvistfræði: grundvallaratriði stofnvaxtar, áhrif þéttleika, stjórnun stofnstærðar. Samspil tegunda: samkeppni, afrán og önnur samskiptaform. Samfélög lífvera: uppbygging lífverusamfélaga, framvinda, fæðuvefir, stöðugleiki, líffræðileg fjölbreytni . Vistkerfi: hringrás efna og orku, fæðukeðjur. Kynning á íslenskum vistkerfum.

Verklegt: útivinna þar sem nemendur kynnast og bera saman valin íslensk lífverusamfélög (skógar, graslendi/mólendi, votlendi, straumvatn). Málstofur og ritgerðir: nemendur taka saman efni um og kynna og ræða valin dæmi sem sýna hvernig vistfræðilegri þekkingu er beitt við náttúrvernd og nýtingu og stjórnun auðlinda.

Námsmat: Skýrslur og málstofur gilda 50% og próf 50% af lokaeinkunn.

Námskeiðið er ekki ætlað nemendum sem stunda nám í líffræði.

X

Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlinda (UAU101F)

Ýmsum aðferðum má beita til að hafa áhrif á lífsstíl fólks og hegðun til að draga úr óæskilegum áhrifum á umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Þetta námskeið fjallar um umhverfis og auðlindastjórnun sem hefur að markmiði sjálfbæra þróun. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um sjálfbæra þróun og hugtakið skilgreint frá ýmsum sjónarhornum. Sérstaklega er rætt hvort hagvöxtur samrýmist sjálfbærri þróun, hvernig megi samræma hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun, umhverfisvísar og framkvæmd markmiða sjálfbærrar þróunnar. Í öðrum hluta verður fjallað um aðferðir sem notaðar eru við ákvarðanatöku í umhverfis og auðlindastjórnun svo sem ákvarðanagreiningu, og kostnaðar-og ábatagreiningu sem og mat á virði nátturuauðs. Í síðasta hluta námskeiðsins verða ýmis stjórntæki sem notuð eru til umhverfis- og auðlindastjórnunar kynnt og krufin til mergjar í alþjóðlegu samhengi, bæði hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn þeirra og þær aðferðir sem þau byggja á. Þau dæmi sem tekin eru breytast ár frá ári og byggja á áhuga þeirra nemenda sem taka námskeiðið hvert ár, svo sem kvótakerfi, skilagjöld, mengunarskattar og fjölmarkmiða stjórnun.

X

Inngangur að umhverfis- og auðlindafræði (UAU102F)

Hin öra fjölgun mannkynsins og umsvifin sem henni fylgja hafa á undanförnum áratugum haft gríðarleg og sívaxandi áhrif á náttúruauðlindir og umhverfi. Til þess að skilja þessi áhrif og og geta valið réttu leiðirnar til að takast á við þau, þarf að beita þverfræðilegum aðferðum, þar sem gripið er jöfnum höndum til náttúrufræði, félagsfræði, hagfræði,verkfræði og fleiri greina. Áður en nemendur læra um þverfræðilegar aðferðir til að nálgast aðsteðjandi vanda, þurfa þeir að átta sig á því í hverju vandinn er fólginn en það er einmitt markmið þessa námskeiðs. Fjallað verður um umhverfi og auðlindir almennt með áherslu á gildi þeirra fyrir mannkynið og helstu orsakir umhverfisvandamála og þýðingu þeirra bæði í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Einkum verður farið yfir eftirtalda efnisflokka: Fólksfjölgun, tækni og hagvöxt. Líffræðilega fjölbreytni og útrýmingu tegunda. Jarðveg og jarðvegseyðingu. Landbúnað og umhverfisáhrif. Mengun og heilsu . Loftmengun, vatnsmengun og jarðvegsmengun. Helstu mengunarvalda í andrúmslofti og áhrif þeirra. Eyðingu ósonlagsins og loftslagsbreytingar. Sorp og spilliefni. Ferskvatnsauðlindir. Auðlindir sjávar. Auðlindir skóga og votlendis. Orkuauðlindir. Orkunýtingu og umhverfisáhrif.

X

Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F)

Námskeiðið er inngangur að rannsóknum og vísindasamfélaginu. Farið verður yfir hagnýtar upplýsingar fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði, svo sem hverju eiga nemendur von á, hver eru réttindi og skyldur nemenda, fræðileg vinnubrögð, möguleikar á starfsframa, samstarf og hlutverk leiðbeinenda og nemenda. Einnig verður farið yfir hvernig standa skal að heimildaleit, þróun rannsóknaverkefna og skrifum rannsóknaáætlana.

Nemandi skráir sig í Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F eða UAU246F ) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin. UAU115F er kennt í upphafi haustmisseris, UAU246F er kennt í upphafi vormisseris.

Námskeiðið verður kennt 15 og 16 ágúst 2024.

X

Stjórnkerfi umhverfis- og auðlindamála (UAU201F)

Í sumum aðstæðum hefur maðurinn samskipti við umhverfið og nýtir náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt, en ekki í öðrum. Það sem skýrir muninn sem stafar af samskiptum manna og umhverfis er stjórnun. Hægt er að skilja umhverfisstjórnun sem samfélagslegt hlutverk sem miðar að því að stýra og leiðbeina aðgerðum manna – sem eru einstaklingar, lítill staðbundinn notendahópur eða alþjóðasamfélagið – í átt að tilætluðum árangri frá niðurstöðum sem teljast óæskilegar (Young, 2013).

Námskeiðið beinir sjónum sínum að því að kynna og efla skilning á mismunandi víddum umhverfis- og náttúruauðlindastjórnunar í samhengi við sjálfbærni.

Það skiptist í fjóra samtengda hluta:

  1. Umhverfisstjórnun: Grunnatriði. Hvað er stjórnun? Umhverfið sem vettvangur samhæfingar og átaka. Hvernig skiljum við aðila, hlutverk þeirra og ákvarðanatöku? Vald og valdatengsl. Stofnanir og stofnanabreytingar. Félagsvistfræðileg kerfi. Stjórnskipulag. Almannagæði.
  2. Alþjóðleg og innlend umhverfisstjórnun. Alþjóðleg umhverfisstjórnun og stofnanir, s.s. ESB, SÞ, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, Alþjóðabankinn o.fl. Norður-Suður málefni. Umhverfislegt stjórnfyrirkomulag; óson, loftslagsbreytingar, eyðimerkurmyndun o.fl. Samlegðaráhrif. Kynning á umhverfisstjórnun á Íslandi og hvernig hún tengist ákvarðanatöku með tilliti til umhverfis og auðlinda. Stjórnskipulag, miðlæg og staðbundin ákvarðanataka. Tengsl ýmissa stjórnsýslustiga, þings, ráðuneyta, stofnana.
  3. Almannaábyrgð og umhverfismál. Þátttaka almennings. Hvernig getur almenningur haft áhrif á ákvarðanatöku? Innlend og alþjóðleg umhverfisverndarsamtök.
  4. Stjórnarhættir fyrirtækja í sjálfbærnisamhengi. Þessi hluti námskeiðsins fjallar um stjórnarhætti fyrirtækja, eins og lýst er í leiðbeiningum Nasdaq um stjórnarhætti fyrirtækja sett í samhengi við sjálfbærniáherslur fyrirtækja. Viðkomandi umræðuna er umboðsskylda (e. fiduciary duty), ESRS staðlar um stjórnarhætti (ERSR G1) og þverlægir staðlar (ESRS 1 og 2; ESRS G1), heimsmarkmið 8-10, 12, 13, 17, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð númer 10, almennir staðlar GRI sem og 200 staðla serían, efnahagslegt viðskiptamódel (e. economic layer canvas) o.fl.
X

Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU246F)

Námskeiðið er inngangur að rannsóknum og vísindasamfélaginu. Farið verður yfir hagnýtar upplýsingar fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði, svo sem hverju eiga nemendur von á, hver eru réttindi og skyldur nemenda, fræðileg vinnubrögð, möguleikar á starfsframa, samstarf og hlutverk leiðbeinenda og nemenda. Einnig verður farið yfir hvernig standa skal að heimildaleit, þróun rannsóknaverkefna og skrifum rannsóknaáætlana.

Nemandi skráir sig í Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F eða UAU246F ) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin. UAU115F er kennt í upphafi haustmisseris, UAU246F er kennt í upphafi vormisseris.

Námskeiðið verður kennt föstudaginn 6. janúar 2023

X

Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU116F)

Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.

Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.

Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.

X

Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU244F)

Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.

Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.

Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.

X

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.

Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.

X

Hagnýtt línuleg tölfræðilíkön (STÆ312M)

Í námskeiðinu er fjallað um einfalda og fjölvíða aðhvarfsgreiningu ásamt fervikagreiningu (ANOVA) og samvikagreiningu (ANCOVA). Að auki er farið í tvíkosta aðhvarfsgreiningu (binomial regression) og rætt um hugtök því tengt, svo sem gagnlíkindi (odds) og gagnlíkindahlutfall (odds ratio).
Námskeiðið er framhald af dæmigerðu grunnnámskeiði í tölfræði sem kennd eru á hinum ýmsu sviðum skólans. Farið verður í aðferðir til að meta stika í línulegum líkönum, hvernig smíða má öryggisbil og kanna tilgátur fyrir stikana, hverjar forsendur líkananna eru og hvað hægt sé að gera sé þeim ekki fullnægt. Verkefni eru unnin í tölfræðihugbúnaðinum R.

X

Issues and Debates in European Integration (ASK110F)

Issues and Debates in European Integration is a graduate course that addresses institutional, historical and theoretical aspects as well as contemporary issues and debates in the field of European integration. As part of the MA program in International Affairs, it is designed primarily for students who already have a basic command of the workings of the EU’s institutions and decision-making processes. While such basic knowledge of the EU political system is not strictly speaking a prerequisite for taking this course, students who lack such knowledge are strongly encouraged to read up on the basics prior to or at the very beginning of the semester. The course is divided into three parts and will cover (a) historical and institutional aspects of European integration, (b) the most important theoretical traditions in the field of European integration, and (c) contemporary issues and debates in European integration.

X

Arctic Politics in International Context (ASK113F)

This course examines the aims, interests, opportunities, and challenges of states, non-state actors, regional fora, and international organizations in a changing Arctic region. With a focus on policy, politics, and current issues, it analyses the contemporary dilemmas posed by Arctic governance, cooperation, and imaginaries of the region.

Building on the fundamentals taught in ‘Introduction to Arctic Studies’, this course investigates the Arctic policies of the ‘Arctic Eight’ states, as well as states located outside the region. Five of the ‘Arctic Eight’ are Nordic small states, and so this angle is also considered. The role and achievements of other relevant entities such as the Arctic Council, the Arctic Coast Guard Forum, NATO, the EU, and the UN is also analyzed. The course has an international focus and provides an in-depth examination of the major political contours in today’s Arctic

X

Verkefni tengt siðfræði náttúrunnar (HSP725M)

Verkefni tengt námskeiðinu HSP722M Siðfræði náttúrunnar.

X

Gæðastjórnun (IÐN101M)

Markmið: Nemendur fái skilning á uppruna og þróun gæðastjórnunar og hvernig fyrirtæki og stofnanir geta byggt upp stjórnkerfi á grundvelli alþjóðlegs gæðastjórnunarstaðals. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um gæðahugtakið, innri og ytri viðskiptavini, gæðabrag, umbótaferli, liðsvinnu, gæðakostnað og gæðahringhrás og samhengi gæðastjórnunar og hönnunar og notkun tölfræði í gæðastjórnun. Sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um ISO9001 gæðastaðalinn og nemendur fást við hann í hópvinnu með því að skoða kröfur hans í samhengi við starfandi fyrirtæki.

X

Jarðhiti (JAR508M)

Jarðhitakerfi og uppbygging þeirra, orkubúskapur jarðar, hita-/orkuflutningur til yfirborðs jarðar. Uppruni og efnafræði jarðhitavökva, efnaskipti bergs og vökva, borholumælingar, endurnýjun jarðhitakerfa, aðferðir í jarðhitaleit, forðamat, nýting jarðhita og umhverfisáhrif hennar. Námskeiði er kennt á 7 vikna tímabili í upphafi haustmisseris.  Það samanstendur af fyrirlestrum, verklegum æfingum, nemendafyrirlesturm, nemendaveggspjöldum, ritgerð og prófum.  Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Orka og auðlindir jarðar (JAR513M)

Sjálbær nýting náttúruauðlinda og endurnýjanleg orkuframleiðla eru undirstaða sjálfbærrar þróunar. Til að nálgast sjálfbærni þarf að hafa heildstæða sýn sem tekur tillit til grunnstoðanna þriggja sem eru umhverfi, efnahagur og samfélag. Í námskeiðinu verður farið yfir orkubúskap jarðar, myndun og nýtingu jarðefnaeldsneytis, óendalegar og endurnýjanlegar orkuauðlindir. - þar með taldar óendurnýjanlegu auðlindirnar kol, olía, gas, úran og þóríum. Einnig verður farið yfir orkuauðlindir sem nýta þarf með gát - jarðhita, vatnsafl og líforku.  Annað efni námskeiðsins er um endurnýjanlega orku sem byggð er á sólinni, vindi, sjávarföllum og ölduafli.  Einnig verður gert yfirlit yfir helstu auðlindir jarðar sem nýttar eru til tæknivæðingar, uppbyggingar innviða samfélagsins og í landbúnaði, svo sem málma, áburð, jarðveg og vatn. Námskeiðið fjallar um hvernig þessar auðlindir myndast, eru nýttar, hve lengi þær endast og hvaða áhrif nýtingin hefur á umhverfið, efnahaginn og samfélagið. Að skilja samfélags- og efnahagskerfið sem knýr áfram neyslumynstur náttúruauðlinda er lykillinn að mati á sjálfbærri auðlindastjórnun. Í umfjölluninni er þess vegna einnig endurvinnsla óendurnýjanlegra auðlinda og auk þess er farið yfir nýja hagsældar hugsun sem að byggir á hringhagkerfi og velsældarhagkerfi.

X

Grunnvatnsfræði (JEÐ502M)

Sjö vikna námskeið (kennt fyrri 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið

Grunnvatn í jörðu, vatn í jarðvegi, gerðir og eiginleikar vatnsleiðara (poruhluti, heldni, gæfni, forðastuðlar, opnir, lokaðir og lekir vatnsleiðarar, einsleitir vatnsleiðarar, stefnuóháð og stefnuháð lekt).  Eiginleikar grunnvatnsflæðis, lögmál Darcy, grunnvatnsmætti, lektarstuðull, vatnsleiðni, innri lekt.  Lektarstuðull í bæði einsleitum og stefnuháðum vatnsleiðurum, straumlínur og straumlínunet, stöðugt og óstöðugt flæði um opna, lokaða og leka vatnsleiðara.  Almennar flæðijöfnur grunnvatns.   Grunnvatnsflæði að borholum, niðurdáttur, dæluprófanir, eiginleikar vatnsleiðara út frá dæluprófunum, nýting grunnvatnsborholna, ferskvatnslinsur og jarðsjór, flutningur efna með grunnvatni, gæði grunnvatns, mengun.  Dæmi um grunnvatn og nýtingu þess á Íslandi, reiknilíkön af grunnvatnsflæði.  Nemendur vinna þverfaglegt verkefni um grunnvatn og nýtingu þess.

X

Jarðvegsfræði (LAN113F)

Námskeiðið felur í sér eftirfarandi helstu þætti:

  • Jarðvegsmyndandi ferlar.
  • Jarðvegsflokkun og dreifing jarðvegsgerða á heimsvísu.
  • Jarðvegsrof og landhnignun.
  • Áhrif fólks á jarðveg og gróður.
  • Næringarefnabúskapur jarðvegs.
  • Eðlis- og efnaeiginleikar jarðvegs.
  • Hlutverk jarðvegs í vistkerfum.
  • Íslenskur jarðvegur og einkenni.
  • Mælikvarðar jarðvegsgæða.
  • Áhrif utan að komandi þátta (t.d. gróður og loftslag) á jarðveg og næringarefnainnihald.
  • Jarðvegur sem rannsóknarefni í sambandi við mannvist og umhverfissögu.
  • Þjálfun á rannsóknastofu til að rannsaka eiginleika jarðvegs (t.d. jarðvegsgæði).

Námskeiðið samanstendur af fyrirlesturum, vettvangs- og rannsóknastofuvinnu og ritgerðaskrifum.

X

Ferðamennska og víðerni (LAN114F)

Fjallað er um víðerni sem félagslega smíð og hlutlæga tilveru víðerna. Gefið er yfirlit yfir sögu víðernishugmyndarinnar í menningar- og sögulegu samhengi. Skoðuð eru markmið með verndun víðerna og helstu átök um varðveislu þeirra. Kynntar eru hugmyndir um skipulag og stjórnun víðerna fyrir ferðamennsku og útivist. Varpað er ljósi á tengsl milli ferðamennsku, víðerna og stefnu í stjórnun þeirra. Námskeiðið hefst á fimm daga ferð um víðerni Íslands.

X

Borgir og borgarumhverfi (LAN512M)

Í námskeiðinu er fjallað um helstu kenningar og aðferðir borgarlandfræði og borgarhönnunar við greiningu á lífi og umhverfi í borgum, með áherslu á bæjarrými, nærumhverfið og hverfi innan borga og bæja.

Fjallað er um sögulega þróun borga frá upphafi borgamyndunar til okkar daga. Þá er fjallað um helstu viðfangsefni borgarlandfræði og borgarhönnunar við greiningu og stefnumótun um borgir og borgarumhverfi, svo sem um ólíka félagshópa og búsetu, atvinnu og samgöngur í borg, upplifun og gæði bæjarrýma, list og menningu í bæjarrýmum, náttúruna í borginni og mörkun staða. Einnig um áskoranir borga á okkar samtíma, svo sem tengt loftslagsmálum, sjálfbærni og fjórðu iðnbyltingunni.

Fyrirlestrar, umræðutímar og verkefnavinna. Einstaklings- og hópverkefni.

X

Umhverfisörverufræði (LÍF535M)

Kennsla fer fram í viku 1-5 og 11-14.

Markmið námskeiðsins er að kynna mikilvægi örvera í náttúrunni og manngerðu umhverfi. Í fyrri hluta námskeiðsins er farið yfir grunnatriði örverufræðinnar, s.s. flokkun örvera, byggingu, efnaskipti, vöxt og starfsemi, meðhöndlun og greiningu. Þeim er fylgt eftir í verklegum æfingum, umræðutímum og með verkefnum. Fyrri hlutinn er nauðsynlegur grunnur áður en farið er í sérsvið innan örverufræðinnar.

Í seinni hluta námskeiðsins er farið í sýnatökur í umhverfinu, örverusamfélög og örveruþekjur, örverur í sjó, vatni og á þurru landi, loftgæði innanhúss og áhrif sveppa. Fjallað verður um sýkla í umhverfinu, áhættumat og eftirlit, líffræðilega hreinsun með hjálp örvera, metanframleiðslu og hlýnun jarðar. Farið verður í vettvangsferðir í sorphreinsistöðvar og skólphreinsistöðvar. Nemendur lesa og kynna efni sérvalinna rannsóknargreina í umræðutímum.

Þetta námskeið er að hluta til samkennt með Örverufræði II (LÍF533M) og er ætlað fyrir nemendur sem ekki hafa lokið Örverufræði (LÍF201G ) eða sambærilegu námskeiði.

Fyrirlestrar verða í viku 1-5 og svo viku 11-14. Verkleg kennsla í viku 2-5 og vettvangsferðir og umræðutímar í viku 11-14.

X

Themes on International and European Union Environmental Law (LÖG110F)

Í námskeiðinu er fjallað um lagalegan grundvöll og meginreglur alþjóðlegs umhverfisréttar og umhverfisréttar Evrópusambandsins. Námskeiðið er tvískipt. Í fyrri hluta þess, sem byggir á gagnvirkum fyrirlestrum með þátttöku nemenda, verður megináherslan lögð á að skýra og fjalla um lagalegan grundvöll umhverfisréttar hvors réttarsviðs, meginreglur þeirra, þ.m.t. sjálfbæra þróun, sjálfbærni og heimsmarkmið SÞ, áhrif alþjóðlegs umhverfisréttar á umhverfisrétt Evrópusambandsins, þróun lagalegra lausna og áhrif réttarframkvæmdar. Jafnframt verða helstu efnissvið réttarsviðanna kynnt. Í seinni hluta námskeiðsins, verða tiltekin efnissvið alþjóðlegs umhverfisréttar og umhverfisréttar Evrópusambandsins krufin til mergjar á gagnrýninn hátt sem krefst virkrar þátttöku og frumkvæði nemenda. Meðal þessara efnissviða er vernd líffræðilegar fjölbreytni, varnir gegn mengun, þátttökuréttindi og aðgangur að dómstólum, mannréttindi og umhverfið, og málefni norðurslóða. (Sjá einnig LÖG187.F, Þverþjóðlegur loftslagsréttur).

X

Umhverfismannfræði (MAN509M)

Námskeiðið fjallar um rannsóknir mannfræðinnar og annarra fræðigreina félags- og mannvísinda á náttúru, umhverfi og tengslum manneskjunnar og umhverfis hennar. Ýmis grunnhugtök og fræðilegar hugmyndir sem umhverfismannfræðin og skyldar greinar nota verða kynnt og rædd.

Gerð er grein fyrir ýmsum tilraunum til að varpa ljósi á tilurð og einkenni ýmissa menningarstofnana og félagslegra ferla með skírskotun til vistkerfa og efnislegra skilyrða sem forsendu tilvistar þeirra. Þá verður vikið að gagnrýni sem þessi sjónarmið hafa sætt. 

Sérstaklega verður vikið að þeim nýju viðhorfum sem skapast hafa í umhverfismálum á síðustu árum, meðal annars hvað varðar auðlindanýtingu af ýmsu tagi og umhverfishyggju.

Síðast en ekki síst verður farið yfir ýmsa snertifleti loftslagsbreytinga og samfélaga víða um heim. Loftslag, loftslagsbreytingar og samfélög og menning verða einnig skoðuð í sögulegu ljósi, út frá ýmsum kenningum sem hafa komið fram um samband þeirra og gagnkvæm áhrif.

Nokkur etnógrafísk dæmi um samspil manns og umhverfis eru höfð til hliðsjónar í námskeiðinu. 

X

Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)

Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.

Dæmi um viðfangefni:

  • Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
  • Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
  • Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
  • Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
  • Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
  • Námskrárbreytingar
X

Stjórnun friðlýstra svæða- Vettvangsnámskeið á Suðausturlandi (UAU109F)

Námskeiðið er kennt í fimm vikur í upphafi haustmisseris, þar af fimm daga vettvangsferð í Vatnajökulsþjóðgarð og fleiri friðlýst svæði.

Markmið námskeiðsins er að fjalla á heildstæðan og gagnrýninn hátt um tilgang og aðferðir stjórnunar á svæðum þar sem náttúran nýtur verndunar af hálfu opinberra aðila. Áhersla er á Vatnajökulsþjóðgarð, með sérstöku tilliti til tengsla hans við nærsamfélögin á Suður- og Suðausturlandi. Fjallað verður m.a. um tilurð og gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn, hugmyndafræði verndarflokkunar hjá IUCN og í íslenskum lögum, skilgreiningu viðmiða fyrir verndun og nýtingu innan friðlýstra svæða, álitamál og erfiðleika við framkvæmd verndaráætlunar, þátttöku heimamanna í ákvarðanatöku og hlutverk þjóðgarðsins í sjálfbærri þróun jaðarbyggða. Námskeiðið fer að mestu fram á Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, en einnig verða önnur friðlýst svæðið heimsótt í ferðinni. Í upphafi námskeiðsins eru haldnir fyrirlestrar í Reykjavík til kynningar á viðfangsefnum þess þar sem kennarar og sérfræðingar frá ýmsum stofnunum flytja erindi. Vettvangsferðin sjálf stendur yfir í fimm daga og samanstendur af vettvangsferðum um þjóðgarðinn, ásamt fyrirlestrum og umræðutímum. Gist er á Reynivöllum í Suðursveit. Nemendur bera sjálfir kostnað af gistingu og fæði á meðan á vettvangsnámskeiðinu stendur.

Fyrirlestrar: 2x í viku 21. ágúst - 22. september
Vettvangsferð (5 daga): 5. - 9. september

X

Sjálfbær orkuþróun: orkuhagfræði og stefnumótun (UAU112F)

Námskeiðið fjallar um orkuhagfræði, stefnumótun í orkumálum ma í samhengi við sjálfbærni og sjálfbæra þróun.  Fjallað verður um; mikilvægi orku í sjálfbærri þróun; mikilvægi orku í hagþróun; orkuspár; hagfræði óendurnýjanlegra og endurnýjanlegra auðlinda svo sem vatnsorku, jarðhita, solar og vindorku auk lífmassa; dýmamísk hámörkun; orkumarkaðir svo sem rafmagnsmarkaðir; hagfræði og dýnamík tæknibreytinga; umhverfis og félagsleg áhrif orkunýtingar; Stefnumótun í orkumálum með áherslu á stefnumótun í samhengi sjálfbærrar þróunar; reglugerðir og efnahagslegir hvatar; samanburður á stefnu orkumála á Íslandi, Evrópusambandinu og öðrum ríkjum; tengsl stefnumótunar í orkumálum og umhverfismálum svo sem loftslagsmálum.

X

Náttúruhamfarir (UMV114F)

Námskeiðinu er ætlað að kynna aðferðafræði til að þróa sviðsmyndir sem lýsa hvernig náttúruhamfarir geta haft áhrif á byggð.

Sviðsmyndir eru forsendur fyrir gerð skamm- og langtíma viðbragðsáætlana. Án skilnings á því sem gæti gerst, þ.e., tegundir tjóna, umfang, líkur og afleiðingar, mun gerð viðbragðsáæltana skorta stefnu og samhengi. Sviðsmyndir eru byggðar á fræðilegri áhættugreiningu.

Gerður er greinarmunur á kyrri sviðsmynd, sem lýsir ástandi á tilteknum tíma (t.d., fjöldi slasaðra og skemmdra húsa m.t.t ákveðinnar tímasetningar) og tímaháðri sviðsmynd sem setur röð afleiðinga á tímalínu.

Nemendur munu læra að greina jarðskjálftavá, flóðavá og eldgosavá.

Farið yfir hvernig sviðsmyndir eru hannaðar út frá sjónarhóli hagsmunaaðila. Hagsmunaaðilar eru þeir 1) sem bera ábyrgð á því að viðbragðsáætlunin sé gerð, 2) sem skrifa áætlunina, 3) sem nota hana og 4) sem áætlunin er ætlað að hjálpa. Skilgreina þarf alla hagsmunaaðila við upphaf gerð sviðsmynda

Á námskeiðinu er farið yfir framsetningu á sviðsmyndum. Skoðuð eru dæmi um sviðsmyndir sem gerðar hafa verið og nemendur eru hvattir til að leita að nýjum og betri leiðum.

Nemendur munu leysa verkefni til þróa hæfni sína við að búa til sviðsmyndir fyrir breytilegar vár og hagsmunaaðila

Innihald námskeiðs

1.     Viðlagastjórnun

a.      Markmið og gildi

b.      Skilgreiningar og vísindaleg þekking

c.      Þekkingarstofnanir, vefsíður

d.      Forvarnagreining

e.      Mismunandi viðbragðsáætlanir (skemmdarferli, lífsbjargandi, neyðaraðstoð, og endurreisn)

2.     Verkfræðileg nálgun að sviðsmyndagerð

a.      Aðferðir til að áætla tjón og tap

b.      Hættu (vá, ógn) greiningar

c.      Gagnasöfnun á eignir í hættu

d.      Framsetning á sviðsmyndum

3.     Hagsmunaaðilagreining

a.      Tegundir: Eigandi, verkefnastjóri, notandi og þiggjandi

b.      Gagnagreining m.t.t. hagsmunaaðila

4.     Verkefni við gerð sviðsmynda fyrir mismundandi hættur og hagsmunaaðila

X

Sjálfbær borg (UMV122F)

Námskeiðið leggur áherslu á mismunandi sjónarhorn á sjálfbærni í samhengi borga og annarra mannabyggða, og að lokum á spurninguna um hvað hugtakið sjálfbær borg þýðir. Hugmyndir um einnar plánetu mörk og öruggt athafnarými eru færðar yfir í samhengi borga til að sýna hlutverk þeirra í leitinni að sjálfbærum lifnaðarháttum, og til þess að sýna þau skilyrði sem þarf að uppfylla svo að borgin geti verið raunverulega sjálfbær. Námskeiðið kynnir nemendum fyrir helstu atriðum í þremur stoðum sjálfbærnis í samhengi mannabyggða. Hvað er vistfræðileg sjálfbærni þegar það kemur að borgum og öðrum mannabyggðum? Félagsleg? Efnahagsleg? Hvernig getum við sameinað þetta þrennt til að skapa sannarlega sjálfbæra mannabyggð? Velferð, hagvöxtur, bein og óbein vistfræðileg áhrif, tæknilegar og samfélagslegar lausnir og „feedback loops“ á milli þeirra er kynnt og rætt á gagnrýninn hátt.

X

Orkufrek framleiðsluferli (VÉL102M)

Markmið: Að nemendur fræðist um framleiðsluferli í efnistækni. Að hvetja nemendur til að hugsa um möguleika Íslands til að hagnýta endurnýjanlega orku. Farið verður yfir framleiðsluferli í íslenskum framleiðslufyrirtækjum, t.d. framleiðslu kísiljárns, rafgreiningu áls, framleiðslu steinullar og fleira. Kynnt verða ýmis stærri framleiðsluferli í efnistækni, með sérstakri áherslu á þau ferli sem þykja fýsilegur kostir á Íslandi. Lögð verður áhersla á að nemendur fái yfirsýn yfir framleiðsluferlin, hráefni, orkugjafa/orkuþörf, framleiðsluaðferðir, mengun, afurðir o.fl. Einnig verður rætt um efnahagslegan bakgrunn, þ.e. kostnað, hagnað og markaðssveiflur. 1-2 stór hagnýt verkefni eru unnin samhliða fyrirlestrum allt misserið og farið er í vettvangsferðir.

X

Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði (UMV123F)

Námskeiðið fjallar um ýmsa þætti tengda hringrásarhagkerfinu sem eru settir í samhengi byggingariðnaðarins, og miðar að lokum að því að svara spurningunni hvort umskipti byggingariðnaðarins yfir í hringrás séu möguleg. Fjallað verður um viðfangsefnið á hagnýtan hátt, með hliðsjón af umhverfislegum, lagalegum, pólitískum og efnahagslegum þáttum. Kjarnahugtök í hringrásarbyggingum verða kynnt (endurnýting og endurvinnsla efnis, hönnun fyrir sundurtöku/aðlögunarhæfni og möguleiki á samnýtingu rýmis) út frá raunverulegum dæmum. Námskeiðið mun kynna nemendum fyrir núverandi áskorunum og þeim möguleikum sem tengjast hringrásarbyggingu í íslensku, norrænu og evrópsku samhengi. Að lokum verða þær aðferðir, sem til eru við að mæla hversu hringlaga byggingar eru, ræddar á gagnrýnin hátt. Á grundvelli þess sem kennt er í námskeiðinu, leggja nemendur til lausnir við að auka hringrás ákveðins húss, byggt á efnisskrá þess.

ATH: Námskeiðið er ætlað meistaranemum í Byggingaverkfræði, Umhverfisverkfræði og Umhverfis- og auðlindafræði.

X

Sjávarútvegur og fiskeldi - AQFood (MAT704F)

https://www.nmbu.no/course/AQF200

Nemendur öðlast yfirsýn yfir sjávarútvegs- og fiskeldisiðnað heimsins með áherslu á Norðurlöndin. Áhrif ýmissa þátta við veiðar, s.s. áhrif fisktegundar, fæðis, árstíma veiða, veiðarfæra, á bestu hagnýtingu og gæða fiskafurða verða kynnt. Farið verður í áhrif veiðarfæra og skipa, verkunar og vinnslu, regluverk varðandi kvóta og meðhöndlun afla og sjálfbærar hagnýtingar á sjávarafurðum. Yfirferð á fiskeldisiðnaðinum felst m.a. í áhrifum fisktegunda, líffærafræði og þroskaferlar þeirra, vatnsnotkun og vatnsgæði, fiskfóður, eldi, heilbrigði fiska og sjúkdómar við fiskeldi, dýravelferð, sjálvbært fiskeldi, slátur- og söfnunaraðferðir.

Námskeiðið er hluti af AQFood meistaranáminu sem unnið er í samstarfi við DTU, NTNU, HÍ en kennt við NMBU. Námskeiðið er netnámskeið sem hægt er að taka í fjarnámi.

Námsefni samanstendur af fyrirlestrum sem hlaðið er upp á netið, ásamt æfingum og verkefnum. Nemendur skulu þá einnig vinna að stærra verkefni sem skila á inn verkefnaskýrslu um.

X

The Arctic Circle (UAU018M)

Með loftslagsbreytingum er talið að mikilvægi norðurslóða muni aukast á næstu áratugum þar sem náttúruauðlindir verða aðgengilegri og nýjar samgönguleiðir opnast. Á sama tíma skapast ógnir við viðkvæm vistkerfi og samfélög en efnhagsleg tækifæri verða einnig til. Arctic Circle samtökin mynda viðamikið tengslanet sem byggir á alþjóðlegu samstarfi og umræðu um framtíð norðurskautsins. Arctic Circle samtökin eru opinn og lýðræðislegur vettvangur með þátttöku ríkisstjórna, stofnana, fyrirtækja, háskóla, fræðimannahópa, umhverfissamtaka, samfélaga frumbyggja, almennra borgara og annars áhugafólks um þróun norðurskautsins og afleiðinga þess á framtíð jarðar. Árlega Arctic Circle ráðstefnan er stærsta alþjóðlega samkoman með áherslu á norðurskautið. Árlega mæta yfir 2000 þátttakendur frá yfir 50 löndum.

Á Arctic Circle ráðstefnunni hefur meðal annars verið fjallað um eftirtalin málefni:

  • Bráðnun íss og öfgakennd veður
  • Hlutverk og réttur innfæddra
  • Öryggismál á norðurslóðum
  • Innviðir fjárfestinga á norðuslóðum
  • Byggðaþróun
  • Innviðir flutningakerfa
  • Orkumál
  • Hlutverk Evrópu- og Asíuþjóða
  • Asía og Norðursjávarsiglingaleiðin
  • Lýðheilsa og velferð á heimskautasvæðum
  • Vísindi og þekking frumbyggja
  • Ferðamennska og flugsamgöngur á norðurslóðum
  • Vistkerfi og haffræði
  • Sjálfbær þróun
  • Þróun endurnýjanlegrar orku fyrir afskekkt samfélög
  • Tækifæri og ógnir við borun eftir náttúruauðlindum
  • Auðlindir á norðuslóðum
  • Viðskiptasamstarf á norðurslóðum
  • Úthöfin á norðurslóðum
  • Sjávarútvegur og lífrænar auðlindir
  • Jarðfræði og jöklafræði
  • Heimskautaréttur: sáttmálar og samningar
  • Heimur háður ís: norðurslóðir og Himalaya

Á námskeiðinu taka nemendur þátt í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu. Skyldumæting er fyrir nemendur á ráðstefnuna. Nemendur þurfa að mæta í tvær kennslustundir, eina stuttu fyrir ráðstefnuna og aðra stuttu eftir ráðstefnuna.

Arctic Circle Assembly verður 17. - 19. október 2024 í Hörpu.

Nemendur greiða skráningargjald á ráðstefnuna. Gjaldið er almennt nemendagjald með afslætti. 

X

Umhverfisstjórnun fyrirtækja (UAU108F)

Í þessu námskeiði er leitast við að kanna ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfinu. Miðað er við virka þátttöku nemenda með því að greina málefnum sem tengjast fyrirtækjum, umhverfismálum og hagaðilum, en það er t.d. gert með hermileikjum (simulations) og tilviksgreiningum (case studies).

Markmið námskeiðsins er að skapa skilning á og kenna nemendum að velja og nota nauðsynleg tæki til að leggja mat á markmið og taka ákvarðanir þegar kemur að umhverfis- og auðlindastjórnun í samhengi við sjálfbæra þróun. Þar má t.d. nefna Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Global Reporting Initiative og fleira.

Námskeiðinu er skipt upp í þrjá hluta. Í hluta eitt munum við kanna hver er uppruni og merking á ábyrgð fyrirtækja. Í öðrum hluta er lögð áhersla á það hvernig má stjórna og innleiða ábyrgð fyrirtækja. Í þriðja hluta munum við læra um ábyrgð fyrirtækja út frá áhrifum, gagnrýni og framtíðarhorfum.

Í lok námskeiðsins er gert ráð fyrir að nemendur hafi að nemendur hafi öðlist fræðilegan skilning á viðfangsefninu, geti beitt þeim aðferðum sem kenndar hafa verið og séu læsir á upplýsingar sem snúa að fyrirtækjum, umhverfistengdum viðfangsefnum þeirra og árangri og áhrifum.

X

Sjálfbærni og fjármál (UAU129F)

Í þessu námskeiði öðlast nemendur skilning á samspili umhverfisfræða og fjármálamarkaða.
Nemendur öðlast skilning á aðferðafræði grænna skuldabréfa, viðeigandi leiðbeiningar við smíði grænna og sjálfbærra fjármálaramma, ferli við útgáfu, uppbygging grænna ramma, vottun og helstu aðferðir og hugtök við framsetningu áhrifaskýrslna. Nemendur öðlast færni í uppbyggingu sjálfbærra fjármálaramma og hvernig þeir eru nýttir, sér í lagi innan fjármálafyrirtækja. Farið er yfir sjálfbærniáhættumat, uppbyggingu aðferðafræða við greiningu UFS (umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir) áhættu og nýtingu niðurstaða við fjárfestingaákvarðanir og uppbyggingu eignasafna. Farið er yfir helstu lykiltölur sem fjármálafyrirtæki þurfa að þekkja varðandi útlána og fjárfestingasöfn sín, s.s. GAR (Green asset ratio) og BTAR (book taxonomy aligned ratio). Farið er yfir tegundir loftslagsáhættu samkvæmt TCFD (Task force on climate related financial disclosures). Nemendur læra um aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga og áhrifafjárfestinga og hvaða markmiðum fjárfestar sækjast eftir við slíkar fjárfestingar. Nemendur öðlast skilning á viðeigandi regluverki varðandi upplýsingagjöf, sér í lagi flokkunarreglugerð Evrópusambandsins (EU Taxonomy) og tengdum reglugerðum. Nemendur læra um fjármagnaða losun gróðurhúsalofttegunda með aðferðafræði PCAF (Partnership for Carbon Accounting Financials). Að lokum læra nemendur um þróun samspils á milli tryggingageirans og sjálfbærni.

X

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.

Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.

X

Hagnýt gagnagreining (MAS202M)

Námskeiðið fjallar um tölfræðiúrvinnslu í forritinu R. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunnþekkingu í tölfræði og tölfræðihugbúnaðnum R. Æskilegt er að nemendur þekki til margbreytu aðhvarfsgreiningar (e. multiple linear regression). Nemendur læra að beita hinum ýmsu tölfræðiaðferðum í R (ss. classification methods, resampling methods, linear model selection og tree-based methods). Námskeiðið er kennt á tólf vikum og verður það á vendikennsluformi þar sem nemendur lesa námsefni og horfa á myndbönd áður en þeir mæta í tíma og fá svo aðstoð með fyrirliggjandi verkefni í tímum.

X

Hagnýt tölfræði (STJ201F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist skilning á eðli hinnar vísindalegu aðferðar og undirstöðuþekkingu í að greina tölfræðileg gögn sem notuð eru við margs konar opinbera ákvarðanatöku. Farið er yfir hugtök á borð við orsök, réttmæti og áreiðanleika. Fjallað er bæði um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, þar á meðal um breytur, gildi, miðlægni, staðalfrávik, úrtök, marktækni og tilgátuprófanir. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist færni í að greina og meta megindlegar rannsóknir með tilliti til aðferðafræði og jafnframt að þeir geti sótt gögn og framkvæmt einfaldar tölfræðiaðgerðir í töflureikni. 

X

Eigindleg aðferðafræði (STJ203F)

Qualitative Methods provides students with an introduction to some of the most commonly used qualitative methods and methodological tools in political science. The main focus in the course is on case studies (including process tracing) and various tools and techniques used within case studies, e.g., qualitative content analysis, interviewing, and focus groups. One part of the course is also dedicated to discourse analysis. The course begins with a very brief introduction to philosophy of science and outlines basic ontological, epistemological and methodological issues in the social sciences. The remainder of the course is dedicated to the methods and tools/techniques listed above. Students will gain a deeper understanding of the philosophical underpinnings, assumptions and ambitions of the different methods, but they will also gain practical experience as to the design and execution of research within the different traditions.

The course is designed in a highly interactive way and emphasizes active student participation. It is expected that students have done at least the required reading assigned for the given day and are ready to participate in group work and discussions in class. There are two types of classes in this course: lecture & discussion classes and workshops. Each lecture & discussion class will be divided into three parts: a short agenda-setting lecture by the lecturer (40 minutes), group work (40 minutes), and a concluding general discussion (40 minutes). This design is highly effective with regard to achieving the course’s learning outcomes, but it also requires that students have familiarized themselves with the assigned reading for the day. In the workshops, the class will be divided into two groups (A and B).

X

Verndarsvæði í sjó (UAU260M)

Verndarsvæði í sjó gegna mikilvægu hlutverki til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika hafsins sem og við stjórnun fiskveiða og hverskonar annarri nýtingu. Stjórnun verndarsvæða í sjó er gjarnan í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og annarra staðbundinna aðila. Virk verndarsvæði í hafi eru þó enn fágæt og aðeins um 8% alls hafsvæðis eru alfriðað. Á næstu árum er hins vegar stefnt að verulegri aukingu slíkar svæða, en í nýju samkomulag um líffræðilega fjöldbreytni á vegum Sameinuðu þjóðanna (UN-CBD) var samþykkt að þau skuli ná yfir 30% allra hafsvæðis.  Mögulegt er að ná markmiðum verndarsvæða í sjó með góðum stjórnunar- og verndaráætlunum, virkri framkvæmd og eftirfylgni verndaráætlana sem og virku eftirliti. Notagildi verndarsvæða í sjó eru fjölmörg og margbreytileg en erfitt getur reynst að ná markmiðum um vernd, til dæmis vegna ólöglegra veiða og ef lögum og reglum er ábótavant. Góð þekking á staðháttum, góðar verndaráætlanir, nægt fjármagn og fjárfesting í mannauði eru nauðsynleg til að markmið verndarsvæða í sjó skili tilætluðum árangri. Í námskeiðinu verður fjallað um hugmyndafræði verndarsvæða í sjó, stofnun slíkra svæða, stjórnkerfi þeirra sem og verklag við gerð stjórnunar- og verndaáætlana.

Námskeiði verður kennt vikuna 13. - 17. maí í Stykkishólmi, með áherslu á verndarsvæði Breiðafjarðar.  Námskeiðið byggist á kennslu, vettvangsferðum og hópavinnu.

X

Hlutverk og stefnumótun alþjóðastofnana (ASK201F)

Alþjóðastofnunum hefur fjölgað verulega frá lokum síðari heimsstyrjaldar og samskipti ríkja fara í vaxandi mæli fram innan veggja þeirra. Í námskeiðinu verður gerð grein fyrir kenningum um eðli og hlutverk alþjóðastofnana og þeim ferlum sem stjórna starfsemi þeirra.

Í stað þess að fjalla sérstaklega um sögu og skipulag einstakra stofnana, mun þetta námskeið leggja áherslu á að kanna hið pólitíska kerfi sem liggur til grundvallar samstarfs ríkja innan alþjóðastofnana. Að hvaða leyti eru alþjóðastofnanir sjálfstæðir aðilar í alþjóðakerfinu?  Hverjir hafa áhrif á alþjóðastofnanir og hvernig gera þeir það? Hvernig eru alþjóðastofnanir fjármagnaðar og hvaða áhrif hefur það á rekstur þeirra? Hvers konar fólk vinnur í alþjóðastofnunum og hvaða áhrif hefur það á stofnanirnar sem það vinnur hjá? Þessum, og fleiri, spurningum verða gerð skil á námskeiðinu.

Nemendur munu kynnast þeim margvíslegu rannsóknaraðferðum sem nýttar eru til að svara þessum spurningum. Lesefni námskeiðsins er fjölbreyttt og við munum m.a. nýta okkur sögulegar rannsóknir, tilviksrannsóknir,  og bæði eigindlegar og megindlegar fræðigreinar og bókakafla. Lögð verður sérstök áhersla á nýlegar rannsóknir á sviði alþjóðastjórnmála svo nemendur fá góða yfirsýn yfir stöðu fræðasviðsins. Markmið námskeiðsins er því tvíþætt: í fyrsta lagi, að nemendur öðlist skilning á þeim þáttum, bæði pólitískum og stjórnsýslulegum, sem stýra starfsemi alþjóðastofnana og, í öðru lagi, að gera nemendum kleift að kryfja og vinna með fjölbreyttar rannsóknir á sviði alþjóðastofnana í sinni eigin rannsóknarvinnu.

Námskeiðið byggir á helstu kenningum í alþjóðasamskiptum en ekki er gert ráð fyrir að nemendur búi yfir þekkingu á einstökum stofnunum umfram það sem almennt mætti telja eðlilegt af nemanda með áhuga á alþjóðamálum. Þar sem við á verður bætt við ítarefni fyrir á sem þurfa að kynna sér grunnstarfsemi einstakra stofnana betur. Áhersla verður lögð á stóru alþjóðlegu stofnanirnar, eins og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en við munum einnig fjalla um svæðisbundnar stofnanir, eins og Evrópuráðið, alþjóðleg félagasamtök (INGOs) og aðkomu einkaaðila að alþjóðakerfinu.

X

Myndvinnsla og landgreiningar í jarðfræðirannsóknum (JAR251F)

Vikulegar æfingar þar sem nemendur vinna með eftirfarandi sérsvið:

  1. Gagnagreining og úrvinnsla með stór gagnasöfn: Google Earth Engine. Farið verður yfir notagildi, skriftir og túlkun. Unnið verður með hitagögn úr gervitunglum, tengd eldvirkni eða jarðhita, og jafnframt farið yfir helstu lögmál hitafjarkönnunar og mikilvægi leiðréttinga vegna lofthjúps. Einnig verður unnið verkefni tengt náttúrufarsbreytingum, með fjölrófsgögnum. Tvær vikur.
  2. Fjarkönnun með drónum. Lagalegt umhverfi og áskoranir við gagnaöflun. Notagildi, helstu skynjarar og tækjabúnaður. Skipulag gagnasöfnunar m.t.t. upplausnar og yfirgrips. Úrvinnsla gagna: myndmósaík, þrívíddarlíkön og flokkun. Tenging við viðkomandi fræðasvið og túlkun. Unnið verður með fjölbreytt gögn úr drónum: Ljósmyndir, hitamyndir, lidargögn. Ýmis sérhæfð forrit og búnaður. Tvær vikur.
  3. Jarðsjármælingar. Farið verður yfir eðli og notagildi jarðsjármælinga fyrir jarðvísindi og fornleifafræði. Vettvangsferð til að afla gagna og þjálfa notkun búnaðar. Túlkun og samþætting við önnur gögn. Í sömu ferð verður farið yfir notkun dróna og vettvangsgeislamælis. Ein vika.
  4. Fjölgeislamælingar. Fjallað verður um eiginleika fjölgeislamælinga og kortlagningu hafsbotnsins. Unnið verður með fjölgeislagögn í tölvuveri, útbúin þrívíddarkort sem túlkuð eru m.t.t. jarðfræði hafsbotnsins. Ein vika.
  5. Ratsjárgögn. Eiginleikar ratsjármælinga úr gervitunglum og notagildi í umhverfisvísindum og rauntímaeftirliti. Unnið verður með SNAP hugbúnað og nemendur velja sér verkefni til að vinna með: Flóðakortlagning, landhæðarbreytingar, mengunarvöktun. Ein vika.

Nemendur skrá kerfisbundið gögn af ólíkum uppruna inn í landupplýsingakerfi. Farið verður yfir ýmsar myndvinnsluaðferðir og LUK greiningar: Hnitsetningu, skerpingu, flokkun, kvörðun, greiningu á jöðrum, mynstri og breytingum, brúun, þrívíddargreiningar, rúmmálsútreikninga og líkangerð.

 

X

Loftslagsbreytingar; fortíð nútíð og framtíð (JAR257F)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum innsýn í nýjustu rannsóknir á loftslagsbreytingum fyrri jarðsögutímabila og fram á okkar tíma, auk þess sem áhersla verður lögð á þá aðferðafræði sem notuð er við öflun upplýsinga um veðurfar. Skoðaðar verða náttúrulegar loftslagssveiflur á mismunandi tímaskölum og hugsanlegar ástæður þeirra ræddar. Hlýnun í nútíð og framtíð verður sett í víðara samhengi við veðurfarsbreytingar á nútíma (síðustu 11700 ár). Námskeiðið er á fyrirlestraformi, þar sem kennari og nemendur taka fyrir í hverjum tíma nýlegar greinar úr ritrýndum tímaritum um umhverfis- og loftslagsbreytingar. Umræður með þátttöku allra fylgja í kjölfarið, þar sem nemendur taka þátt í að stjórna umræðum. Nemendum er ætlað að halda fyrirlestra yfir misserið um valin efni sem snerta markmið námskeiðs og skila lokaverkefni tengt þema námskeiðsins, auk þess að taka þátt í að stjórna umræðum. Minni verkefni verða einnig lögð fyrir nemendur á misserinu.

Þetta er sjö vikna námskeið og fyrirkomulagið eru sex viðverutímar á formi fyrirlestra-, hópvinnu- og verklegra tímar. Væntanlegt nemenda-vinnuálag í þessu námskeiði er um 190 tímar (c.a. 25 tímar per einingu) og þar af er skráður heildarfjöldi viðverutima 40.

X

Almenn haffræði 1 (JAR414M)

Markmið námskeiðs er að nemendur öðlist yfirsýn á undirstöðum almennrar haffræði, gerð hafsbotns, eðlis- og efna- og lífefnafræði sjávar.  Ennfremur hvernig samspil þessara þátta mótar aðstæðurnar í höfunum. Viðfangsefnið er skipting lands og sjávar, heimshöfin, stærð og landfræðileg einkenni, botnlögun. Tæki og aðferðir í hafrannsóknum. Eðliseiginleikar sjávar, selta. Ljós og hljóð í hafinu. Breytingar eiginleika vegna sveims og strauma. Orkubúskapur og vatnshagur. Dreifing sjávarhita og seltu, sjógerðir og hita-seltuhringrásin. Ágrip af stöðu- og hreyfifræði hafsins. Efnafræði sjávar: Jarðefnafræðileg hringrás, aðalefni, snefilefni og uppleystar lofttegundir í sjó. Næringarsölt í sjó og tengsl þeirra við kolefni og súrefni. Áhrif eðlis- og efnafræðilegra eiginleika á frjósemi hafsvæða.  Hafið við Ísland.

Verklegar æfingar ná yfir dæmaæfingar, skýringar dæma, úrvinnslu og túlkun haffræðilegra gagna og heimsókn í Hafrannsóknarstofnun og í rannsóknaskip.

X

Landfræðileg upplýsingakerfi 2 (LAN212F)

Námskeiðið er verkefnamiðað,nemendur vinna sjálfstætt að verkefnum undir leiðsögn kennara. Leiðsögn kennara felst einkum í tæknilegri og fræðilegri úrfærslu verkefna út frá landupplýsingafræðilegu (LUK) sjónarhorni. Stærri hluta af önninni vinna nemendur sín eigin verkefni, oft í tengslum við lokaverkefni (meistara eða doktorsverkefni). Verkefni nemenda geta verið úr hvaða vísindagrein sem er, en með LUK sjónarhorn sem þarf að leysa.

Efni námskeiðsins: Hnit og varpanir. Landræn fyrirbæri, eigindi og gagnagrunnar, grannfræði og landræn svið. Landrænar greiningar og brúanir, framsetning og miðlun landrænna gagna, 3D. Lýsigögn og varðveisla. Opinn hugbúnaður.

Áfanginn er próflaus en einkunn verður gefin fyrir lokaskýrslu og minni verkefni. Í upphafi annar þurfa nemendur að hafa á reiðum höndum lýsingu á verkefninu sem þeir ætla að vinna að ásamt mati á þeim landfræðilegum gögnum sem þarf til verksins.

X

Ferðamennska á norðurslóðum: Iðkun og upplifun (LAN214F)

Námskeiðið verður kennt frá byrjun mars – maí 

Námskeiðið fjallar um ferðamennsku á norðurslóðum með áherslu á upplifun ferðamanna og tengsl ferðamennsku við samfélög og landslag á norðurslóðum. Markmið þess er að kynna nemendum rannsóknir og kenningar sem tengjast iðkun, upplifun og framkvæmd ferðamennsku á norðurslóðum. Spurningar um tengsl gesta og gestgjafa, þróun ferðaþjónustu og upplifunar ásamt samfélagsleg og umhverfisleg áhrif ferðamennsku verða teknar til skoðunar. Kennsla er byggð á rannsóknum þar sem beitt er ólíkum fræðilegum sjónarhornum og mismunandi tilvik/dæmi eru kynnt.

Auglýsing um aðgang að námskeiðinu er send til framhaldsnema í byrjun hvers árs. Athugið að takmarkaður fjöldi námsplássa er í boði og ganga nemendur Land- og ferðamálafræði fyrir. Skráning í námskeiðið fer fram í gegnum MS-SENS

X

Náttúruvá og samfélag (LAN215F)

Í námskeiðinu er fjallað ítarlega um þann vanda sem náttúruvá af ýmsu tagi skapar samfélögum af mismunandi gerð og við ólíkar aðstæður. Framlag landfræði og félagsvísinda til þekkingar á náttúruvá og tengslum hennar við samfélagið er rakið. Farið er yfir helstu fræðileg hugtök og kenningar til að varpa ljósi á viðbrögð fólks og aðlögun þess að náttúruvá. Áhættuhugtakið er skoðað sérstaklega og gerð grein fyrir rannsóknum á skynjun einstaklinga og hópa á áhættu tengdri náttúruvá. Einnig er skoðað hvernig unnt er að leggja hlutlægt mat á áhættu og draga úr áhrifum atburða, staðbundið eða á stærri svæðum. Almannavarnahringrásin er kynnt og fjallað um hlutverk og ábyrgð hinna ýmsu viðbragðsaðila. Dæmi eru tekin af tilteknum atburðum í ríkari og fátækari hlutum heimsins. Nemendur kynna sér og safna gögnum um tiltekna atburði ítarlega, greina þau og rökræða viðbrögð og afleiðingar. Íslenskar rannsóknir landfræðinga og annarra á þessu sviði verða skoðaðar sérstaklega. Einnig fara nemendur í kynnisheimsóknir til íslenskra aðila og stofnana sem sinna almannavörnum og viðbragði við náttúruhamförum.

X

Landslag og orkumál (LAN220F)

Kennt annað hvert ár þegar ártal er slétt tala.

Landslagshugtakið er skoðað á gagnrýninn hátt út frá sjónarhorni mannvistarlandfræði. Breytingar á landnýtingu, orsakir þeirra og afleiðingar fyrir landslag eru ræddar. Sérstök áhersla verður lögð á nýtingu endurnýjanlegrar orku og landslagsáhrif hennar. Átök vegna ólíkra hagsmuna og/eða sýnar á náttúruna eru greind. Samspil orkuvinnslu, ferðaþjónustu og friðlýsingar svæða á Íslandi verður skoðað með tilliti til landslags. Einnig er rætt hvernig ákvarðanir um orkunýtingu eru teknar og að hve miklu leyti sjónarmið almennings koma við sögu.

Farin er vettvangsferð í nágrenni Reykjavíkur.

X

Skipulag byggðar og lands (LAN610M)

Í námskeiðinu eru kynntar helstu kenningar, hugtök og viðfangsefni skipulagsfræði, söguleg þróun skipulagsgerðar og stjórnkerfi skipulagsmála.

Megináhersla námskeiðsins er á hagnýtar aðferðir við skipulagsgerð, sérstaklega fyrir skipulag stærri landfræðilegra heilda, eins og þéttbýlisstaða, sveitarfélaga eða landshluta. Nemendur kynnast og þjálfast í að beita ólíkum aðferðum við gagnaöflun, greiningu og túlkun á byggð, samfélagi, náttúrufari og ólíkum hagsmunum varðandi þróun byggðar og nýtingu lands, vegna skipulags tiltekins svæðis. Farið er yfir aðferðir til að leggja mat á aðstæður, áskoranir og tækifæri á skipulagssvæðinu. Einnig aðferðir við mótun og framsetningu skipulagstillagna og stefnu í skipulagi.

Fyrirlestrar, umræðutímar og verkefnavinna. Einstaklings- og hópverkefni.

X

Gróðurríki Íslands og jarðvegur (LÍF615M)

Kennt á móti LÍF 606M og ráða skráningar hvort námskeiðið er kennt. Íslenska háplöntuflóran; samsetning, fjölbreytni, staða í flóruríki jarðar. Heimskautaflóran: uppruni, kerfisfræði, vistfræði. Líflandafræði flórunnar við Norður Atlantshaf. Ísöld á norðurhveli, ísaldarlok á Íslandi og í Evrópu og gróðursaga á nútíma. Tilgátur um aldur og uppruna íslensku flórunnar og heimskautaflóru á norðurhveli. Íslenskur jarðvegur; myndun, sérkenni, eyðimerkurmyndun. Gróðurbreytingar eftir landnám. Flóra Íslands og útbreiðsla um landið, búsvæði og líffræðileg fjölbreytni. Válistategundir. Aðferðir til að lýsa og flokka gróður. Íslensk gróðurlendi: flokkun, útbreiðsla, umhverfi og nýting. Verkleg kennsla fer að hluta til fram að sumari til: 4 daga sumarnámskeið.

X

Natural Resources Law, EU/EEA Energy Law (LÖG212F)

Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi er ætlunin að veita greinargott yfirlit yfir viðfangsefni orkuréttar Evrópusambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins (EES) ásamt því að útskýra grundvallarhugtök á þessu sérhæfða og mikilvæga réttarsviði. Í öðru lagi er markmiðið að fara yfir og skýra meginreglur orkuréttar ESB, þ.á m. hreinorkupakkann svokallaða, og tengslin milli lagareglna á sviði orkumála og loftslagsmála. Í þriðja lagi verður fjallað um íslenskar lagareglur á sviði orkuréttar.

X

Menning og andóf (MFR703M)

Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.

X

Stefnumótun stofnana (OSS201F)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum hagnýta þjálfun við gerð stefnumótandi áætlunar (strategic planning). Nemendur vinna slíka áætlun fyrir stofnun sem þeir velja. Byggt er á aðferðafræði John M. Brysons.  Skoðaðar verða mismunandi aðferðir við stöðumat, mótun stefnumiða og gerð stefnuáætlunar.  Fjallað verður um gerð árangursmælikvarða á grundvelli stefnumiða.  Fjallað er um fræðilegan bakgrunn aðferðarinnar.

X

Skipulag og stjórnun stofnana (OSS202F)

Fjallað er um helstu kenningar um skipulagsheildi (organizational theory) og atferli innan skipulagsheilda (organizational behavior). Áhersla er á skipulag og stjórnun opinberra stofnana og fyrirtækja. Markmið áfangans er að veita nemendum innsýn í fræðilega umfjöllun um viðfangsefnin ásamt hagnýtingu tiltekinna stjórnunaraðferða.

X

Stjórntæki hins opinbera (OSS203F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur fái innsýn í grunnþætti opinbers rekstrar og önnur úrræði sem ríkið getur beitt til að ná markmiðum sínum. Fjallað verður um ýmis stjórntæki ríkisvaldisins, þar á meðal rekstur opinberra stofnana, markaðsvæðingu, fjárhagslega hvata, regluvæðingu og tryggingar/styrki og áhersla lögð á mat og notkun stjórntækjanna við ólíkar aðstæður. Umfjöllunin um hvert stjórntæki er jafnt á fræðilegum grundvelli sem og útlistun á notkun þeirra á Íslandi. Æskilegt er að nemendur hafi tekið námskeiðið OSS101F Rekstrarhagfræði, markaðsbrestir og ríkisafskipti.  

 

X

Orkuvalkostir framtíðar (UAU213M)

Mannkynið er háð orku fyrir nánast allar athafnir í daglegu lífi. Helsti orkugjafinn sem notaður er í heiminum er jarðefnaeldsneyti, en sú staðreynd að mengun samfara notkun þess (gróðurhúsaáhrif, svifryk, ...) og að jarðefnaeldsneyti er í endanlegu magni, veldur því að leitin að öðrum orkugjöfum verður sífellt mikilvægari. Sjálfbærni í orkunotkun er krafan og í þessu námskeiði skoðum við mögulega valkosti í leit okkar að sjálfbærri orku. Til dæmis skoðum við vatnsafl, jarðvarma, sjávar-, vind- og sólarorku og lífeldsneyti (jafnvel kjarnorku). Einnig verður yfirlit yfir núverandi orkunotkun og jarðefnaeldsneyti.

Fyrir hvern orkugjafa verður farið yfir helstu lögmál er varða þá orku sem nýta skal. Einnig verður skoðað hverskonar umhverfisáhrif nýting getur haft í för með sér, stefnumótun og hagfræðilegar hliðar orkuvalkosta.

X

Verndunarlíffræði (UAU214M)

Loftslagsbreytingar, síaukinn fjöldi jarðarbúa (>8 milljarðar og vaxandi) og hnattvæðing eru meðal þeirra þátta sem hafa djúpstæð áhrif á náttúruleg búsvæði og vistkerfi plantna og dýra. Ein af stærstu afleiðingunum er tjón á líffræðilegum fjölbreytileika, en um ein milljón tegunda eru í útrýmingarhættu. Með verndunarlíffræði er leitast við að auka skilning á áhrifum mannsins á líffræðilegan fjölbreytileika með það markmiði að draga úr tjóni á honum og skapa lausnir til varðveislu. Verndunarlíffræði byggir á mörgum stoðum, meðal annarra vistfræði, þróunarfræði, hagfræði og auðlindastjórnun. Markmið námskeiðsins er að veita nemendum yfirgripsmikla sýn á undirstöður verndunarlíffræði, mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika, ógnir við hann og leiðir til að skapa lausnir til varðveislu og verndar. Meðal umfjöllunarefna eru saga verndunarlíffræði, mynstur og ferlar líffræðilegs fjölbreytileika; umhverfishagfræði; siðfræði varðveislu; útrýmingarhætta; sundrun, niðurbrot og eyðilegging búsvæða; loftslagsbreytingar og áhrif þeirra; ofnýting; innrás framandi tegunda; sjúkdómar; verndunarerfðafræði; varðveisla stofna, tegunda og vistkerfa; vernduð svæði; endurreisn; sjálfbær þróun og áskoranir framtíðar í samhengi verndunarlíffræði. Tengsl milli líffræðilegs fjölbreytileika og sjálfbærrar þróunarmarkmiða eru sýnd, eins og t.d. markmið 3, 11, 12, 13, 14 og 15.

X

Lífsferilsgreining (UAU215F)

Markmið: Að nemendur geti beitt aðferðum lífsferilsgreiningar til að greina umhverfisáhrif sem hljótast af framleiðslu og ferlum. Nemendur munu svo læra að skila niðurstöðum lífsferilsgreinina á réttan hátt og framkvæmt samanburðar- og næmnigreiningar. Einnig munu nemendur geta fundið svokallaða heita reiti innan lífsferla vöru eða framleiðsluferils sem hægt er að nýta til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Síðast en ekki síst munu nemendur læra að tileinka sér kerfislæga hugsun sem nauðsynleg, einn af grunnhæfniþáttum sjálfbærni.

Efni: Námskeiðið kennir nemendum að greina lífsferil vöru frá vöggu til grafar með aðferðum lífsferilsgreiningar (LCA). LCA er notað til að meta umhverfisáhrif vöru, framleiðsluferils eða þjónustu. Markmiðið með LCA er að bera saman líkar vörur, ferla og þjónustu. Einnig getur markmiðið verið að meta hvar í ferli hverrar vöru, ferils eða þjónustu hvar mestu neikvæðu umhverfisáhrifin verða. Þær upplýsingar nýtast við hönnun vörunnar sé um nýja vöru að ræða, eða til að breyta framleiðsluferlum og þannig lágmarka umhverfisáhrif. Einblínt verður að því að kenna bæði aðferðafræðina og hvernig hægt er að nota LCA sem verkfæri. Í námskeiðinu er farið í gegnum aðferðarfræðina allt frá skilgreiningu markmiðs, aðgerðareiningar og kerfismarka, útreikninga á notkun auðlinda og losun efna til andrúmslofts, vatns og jarðvegs. Svo bætist við túlkun niðurstaðna og næmnigreiningar. Einnig eru kynntar mismunandi aðferðir, hugbúnaður hugbúnaður til að reikna út umhverfisáhrif og notkun gagnabanka notaðir eru til þess að framkvæma lífsferilsgreiningar. Námsmat miðast við þátttöku í kennslustundum og skilum á einstaklings og hópaverkefnum sem unnin eru  námskeiðinu.

Þessi áfangi eykur færni nemenda á sviði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna númer 6, 7, 9, 11, 12, 13, 14 and 15.

Kennsluhættir: Kennt er með fyrirlestrum, tímaverkefnum, einstaklings heimaverkefnum og hópverkefnum.

X

Umhverfisskipulag (UMV201M)

Markmið: Nemendur fá yfirsýn yfir umhverfismál í heiminum með áherslu á helstu umhverfisáhrif vegna uppbyggingar þjóðfélaga og nýtingar á auðlindum. Nemendur læra að meta og bera saman mismunandi byggðamynstur og skipulagsmarkmið með tilliti til umhverfisáhrifa þeirra.

Efnisatriði: Námskeiðið gefur nemendum yfirsýn á umhverfisvandamál bæði í nærumhverfi og í heiminum. Áherslan er á greiningu og mat á áhrifum mismunandi landnotkunar á umhverfið. Dæmi um slíkar greiningar eru rannsökuð og leitað að mögulegum skipulagslausnum. Núverandi skipulagsstefna er skoðuð og metin með tilliti til verndunar umhverfisins.

Kennsla: Fyrirlestrar og hópvinna. Fyrirlestrar verða um helstu þemu sem verður nánar fjallað um í hópverkefnum. Í fyrirlestrum verður mikið af dæmum úr fræðilegum rannsóknum kynnt. Nemendur munu einnig taka þátt í fyrirlestrum með umræðum og litlum hópverkefnum.

X

Vatnsveitur og heilnæmi neysluvatns (UMV601M)

Markmið námskeiðsins er að veita innsýn í hönnun og rekstur vatnsveitukerfa, og hvernig gæði neysluvatns eru best tryggð. Einnig að veita innsýn í hönnun vatnsveitna með einfaldari lausnum á dreifbýlum svæðum.

Efnisinnihald:  Lagarammi vatnsveitna. Kröfur um vatnsgæði og fyrirbyggjandi eftirlit til að tryggja heilnæmi vatns. Helstu þættir sem valdið geta mengun vatns. Vatnsþörf og hönnunarstærðir.  Vatnslindir, virkjun vatnsbóla og vatnsöflun.  Helstu þættir vatnshreinsunar.  Miðlunartankar og ákvörðun á nauðsynlegri stærð þeirra. Dælugerðir og val á dælum. Hönnun aðveituæða og dreifikerfis. Pípugerðir og eiginleikar þeirra. Lokar og brunahanar.

Nemendur vinna sjálfstætt að hönnun lítillar vatnsveitu frá vatnstöku að inntaki til notenda og innra gæðaeftirliti vatnsveitna með áhættugreiningu og skipulagi á aðgerðum til að fyrirbyggja mengun. Einnig verður farið í skoðunarferð til vatnsveitu.

X

Fráveitur og afrennsli í borg (UMV602M)

Markmið námskeiðsins er að veita innsýn í söfnun og flutning fráveituvatns og afrennslis í borg. Námskeiðið fjallar um viðfangsefni Sjálbærnimarkmiða Sameinuðu Þjóðanna nr. 6 (hreinlætisaðstaða) og nr. 11 (Sjálfbærar borgir). 

Efnisinnihald: Efnafræðilegir og líffræðilegir eiginleikar skólps og afrennslis af götum. Tegundir og magn skólps. Hönnun fráveitukerfa: Rennslisreikningar, leyfilegur halli lagna, rennslishraði, Mannings jafnan. Uppbygging kerfa:  Lagnir og leiðslur, brunnar, dælustöðvar og yfirföll í sjó. Bygging, rekstur og endurbætur á skólpkerfum. Magn regnvatns: Úrkomustyrkur, varandi, endurkomutími og afrennslisstuðlar. Orsakir og eiginleikar flóða í þéttbýli á Íslandi. Aðlögun að loftslagsbreytingum með blágrænni, sjálfbærri regnvatnsstjórnun. Geta jarðvegs til að taka við ofanvatni í köldu loftlsagi. 

Námskeiðið innifelur hönnunarverkefni fyrir fráveitur, upplýsingaöflun og greiningu gagna. 

X

Vistvæn nýsköpun matvæla (MAT612M)

Námskeiðið er unnið í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Matís ohf. 

Megin markmið áfangans er að þróa nýja vöru frá hugmynd að tilbúinni vöru með sjálfbærni að sjónarmiði. Sem liðir í því verða gerðar frumgerðir (prótótýpur), umbúðir verða hannaðar, gerðar verða markaðs- og viðskiptaáætlanir og rýnt verður í nauðsynlega framleiðsluframleiðsluferla fyrir vöruna. Útkoma verkefnanna geta orðið að nýrri vöru og verið kynntar í Evrópukepninni Ecotrophelia. 

Námskeiðið byggist á samvinnu nemenda. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni í hóp og deili á milli sín verkefnum til að geta lokið kröfum námskeiðisins. Nemendur fá leiðsögn við hópamyndun og hópavinnu. Nemendur með ólíkan bakgrunn taka þátt í námskeiðinu og kennari sér til þess að hver hópur hafi góða samsetningu nemenda með ólóka hæfni. 

Kennarar og sérfræðingar munu halda fyrirlestra um ýmsa þætti vöruþróunar, þar á meðal um gerð viðskiptaáætlana og umbúðagerð. Í lok námskeiðs halda svo nemendur kynningu á vörunum sínum. 

Nemendur munu þróa frumgerð af nýrri vöru og fá til þess fjárhagslegan stuðning og aðgang að tilrauna aðstöðu, nánari upplýsingar verða gefnar í fyrsta tíma námskeiðisins.  

Nemendum er stendur til boða að vinna verkefni sín í samstarfi við íslensk fyrirtæki í matvælaiðnaði. Nánari útskýringar verða gefnar við upphaf námskeiðsins.  

Matís ohf. veitir sérfræðiaðstoð við vöruþróun innan námskeiðisins.  

Lokaverkefni og námsmat námskeiðisins er tvískipt. Fyrst skilar hver hópur inn skýrslu um vöruna sem þróuð var, þar á meðal um viðskiptaáætlun, markaðssetningu og sjálfbærni vörunnar. Svo kynnir hver hópur vöruna sína og viðskiptaáætlun fyrir, kennurum, nemendum og dómsnefnd frá sammtökum iðnaðarinns fyrir nýsköpunar keppnina Ecotrophelia Iceland. Sigur liðið fær tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppni í vistvænni nýsköpun (Ecotrophelia) fyrir hönd Íslands. Þáttaka í Evrópukeppninni er valfrjáls en munnleg kynning í innanlandskeppninni er skilda í námskeiðinu. Frekari upplýsingar um keppnina má nálgast hér: https://eu.ecotrophelia.org/ 

Nemendur í Matvælafræði eru hvattir til að taka þetta námskeið samhliða námskeiðinu Vöruþróun matvæla (MAT609M), til að samnýta þekkingu og hæfni sem fæst í námskeiðunum og fá dýpri skilning á öllum hliðum vöruþróunar.  

Nemendur af öðrum námsbrautum eru hvattir til að taka þetta námskeið þar sem fjölbreytileki teymis og breiður þekkingargrunnur er mikill styrkleiki við þróun á vörum. Til að sannfærast er gott að lesa þetta https://shorturl.at/opxH3 eða þetta https://shorturl.at/boHM8 

X

Kolefnisfótspor fyrirtækja (UAU027F)

Í þessu námskeiði öðlast nemendur færni í útreikningum á losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri fyrirtækja. Nemendur öðlast þekkingu á helstu aðferðafræðum við útreikninga, hvernig styðjast skal við gagnabanka og hvaða leiðir standa fyrirtækjum til boða við upplýsingagjöf (e. disclosure platforms), s.s. CDP, Nasdaq og GRI. Nemendur læra að þekkja umföng, notkun lífsferilsgreininga (LCA) við upplýsingagjöf, hvaða sjálfbærnimælikvarðar eru viðeigandi (e. material) og hvernig má skoða mótvægisaðgerðir í samhengi við rekstur fyrirtækja. Leiðbeiningar Greenhouse Gas Protocol eru grunnviðfangsefni námskeiðsins, enda eru þær leiðbeiningar gjarnan nýttar til grundvallar upplýsingagjöf. Við lok námskeiðs hafa nemendur færni til að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri og virðiskeðju fyrirtækja og setja fram á viðeigandi vettvangi. Nemendur þekkja einnig þróun í aðferðafræði á útreikningum losunar gróðurhúsalofttegunda, sér í lagi með tilliti til fjármálastarfsemi. Nemendur þekkja einnig hvernig upplýsingar sem þessar eru nýttar, s.s. með tilliti til ESG áhættumats. 

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

X

Umhverfishagfræði (UAU206M)

Í þessu námskeiði er fjallað um ýmsar veigamiklar hliðar umhverfishagfræði. Rætt er um efnahagslegt gildi umhverfisins, mismunandi not þess, kostnað við umhverfisrýrnun og svokallaða "græna" landsframleiðslu. Ennfremur er fjallað sérstaklega um land, landnotkun og landvirði. Þá er geta markaðskerfisins til að framkalla hagkvæma nýtingu umhverfisins rannsökuð, aðferðir til að lagfæra "mistök" í því efni skoðaðar og bornar saman við hugmyndir umhverfissinna.

X

Sjálfbær framtíð (UAU207M)

Markmið námskeiðsins er að þjálfa gagnrýna hugsun nemenda  og leiðtogahæfileika með sjálfbæra framtíð að markmiði. Námskeiðið mun kenna praktískar aðferðir sem minnka munu vistfótspor (e. ecological footprint), einstaklinga/fyrirtækja/stofnana/samfélags. Áhersla verður lögð á þverfræðileika og vísindalegan ramma sjálfbærni - byggðan á aðferðafræði "systems thinking". Nemendur munu læra að nýta vísindi í víðum skilningi til að styðja við regulgerðir (e. Policy), kynnast þeim eiginleikum og aðferðum sem þarf til að leiða breytingar þjóðfélaga í átt til sjálfbærni auk þeirra þátta sem nauðsynlegir eru þegar sjálfbær samfélög eru skipulögð.

Við lok námskeiðsins munu nemendur hafa öðlast hæfileika til að leiða breytingar samfélags í átt til sjálfbærrar framtíðar. Nemendur munu ma. annars geta leitt vinnustofur sem miða að sjálfbærni. Námsmat mun fara byggt á frammistöðu í vinnustofum, kynningum og hópverkefnum. 

Lotunámskeið, kennt yfir fjórar helgar. Dagsetningar á vormisseri 2023 eru: 20.-21. janúar, 10.-11. febrúar, 3.-4. mars og 24.-25. mars. 

X

Stefnumiðuð samfélagsábyrgð fyrirtækja (UAU247F)

Í þessu 13 vikna námskeiði er gert ráð fyrir virkri þátttöku nemenda. Námskeiðið tekur mið af þeirri hugmynd að þótt stjórnvöld og óhagnaðardrifin félög skipti sköpum fyrir nútímasamfélag eru það fyrirtæki sem leggja grunn að þeirri verðmætasköpun sem velferð samfélagsins byggist á, auk þess sem þau eiga sinn hlut í þeim vandamálum sem við er glímt. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin áhrif á samfélagið sem samanstendur af fjölmörgum hagaðilum sem og náttúrulegu umhverfi. Á móti kemur að það er samfélagið sem mótar leikreglur sem fyrirtæki starfa eftir sem og þær væntingar sem fyrirtæki taka mið af í þeirra ytra og innra umhverfi. Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, t.d. markmið 1-5, 8, 9, 10, 11, 12, 13 og 16, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Evrópsku ESRS sjálfbærnistaðlana, GRI skýrslugerðarstaðlana o.fl. Þessi samverkun fyrirtækja, samfélags (í víðasta skilningi þess orðs) og náttúrulegs umhverfis er viðfangsefni samfélagsábyrgðar fyrirtækja en nálgast þarf viðfangsefnið á stefnumiðaðan hátt.

Burtséð frá persónulegum skoðunum fólks á samspili viðskipta og samfélags þá eru hagnaðardrifin fyrirtæki mikilvæg. Í þessu námskeiði er leitast við að kanna víddir slíks samspils frá sjónarhóli ólíkra hagaðila. Það er gert á gagnvirkan hátt, með því að skoða og greina málefni sem tengjast samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, með hermileikjum (simulation) og með tilviksrannsókn (hópverkefni).

Námskeiðinu er skipt upp í sex megin hluta. Í fyrsta hluta er skoðað hvað samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja merkir, hverjir eru drifkraftar samfélagsábyrgðar. Í öðrum hluta er sjónum beint að sjónarhorni hagaðila og í þriðja hluta er fjallað um lagalega þætti. Í fjórða hlutanum er fjallað um hegðunarsjónarmið, í fimmta hlutanum um stefnumarkandi þætti samfélagsábyrgðar og í sjötta hlutanum um er áhersla lögð á sjálfbæra sýn og sjálfbæra verðmætasköpun.

X

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.

Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.

X

Þáttagerð. Vinnsla fræðilegs efnis fyrir útvarp (í samvinnu við RÚV) (BLF201M)

Markmiðið með námskeiðinu er að gefa nemendum tækifæri til að koma rannsóknum sínum og annarra á framfæri við hlustendur Ríkisútvarpsins, jafnframt því að rýna í samfélag og menningu á fræðilegum forsendum. Nemendum gefst um leið tækifæri til að kynnast útvarpinu sem miðli, fá reynslu af þáttagerð og kynnast verklagi reynds fjölmiðlafólks.

Á meðal þess sem rætt verður um á námskeiðinu er: Ríkisútvarpið sem miðill, útvarp sem farvegur fræða, gerð fléttuþátta fyrir útvarp, viðtöl við fræðimenn, hvernig nýta megi eigin sérfræðiþekkingu við dagskrárgerð og krafturinn sem býr í hinu ósagða.  Rætt verður um talmál og tónlist í safni Ríkisútvarpsins. Lögð verður áhersla á hvernig tækni hefur þróast varðandi varðveislu og afspilun og hvernig hægt er að flétta eldri upptökur inn í nýja dagskrá.

Auk þessa fræðast nemendur um handritsgerð, viðtöl og vinnu í hljóðstofu. Þættir nemenda verða á dagskrá Ríkisútvarpsins á komandi vetri.

X

Spurningalistakannanir (FÉL089F, FÉL089F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að hanna og framkvæma spurningalistakannanir. Rætt verður um helstu úrtaksaðferðir og tegundir spurningalistakannanna (símakönnun, netkönnun o.s.frv.). Fjallað verður um helstu atriði í spurningalistagerð; einkanlega um orðalag og samhengi mælitækja (spurninga). Enn fremur verður fjallað um grundvallaratriði í mælingafræði og aðferðir til þess að meta áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Í þessu samhengi verður farið yfir notkun þáttagreiningu (factor analysis) og atriðagreiningu (item analysis). Áhersla er lögð á að nemendur fái verklega reynslu af framkvæmd og úrvinnslu kannanna.

Að jafnaði er þetta námskeið kennt annað hvert ár.

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Tímaraðagreining (IÐN113F)

Markmið: Að veita bæði hagnýta og fræðilega þekkingu í gerð líkana, mati á stikum og spám í kvikum kerfum. Námsefni: ARMAX og önnur hliðstæð ferli og helstu eiginleikar þeirra. Meðhöndlun á óstöðnuðum ferlum. Sjálffylgni- og samfylgniföll. Mismunandi aðferðir við rófgreiningar. Mat á stikum, þar á meðal aðferð minnstu kvaðrata og sennileikaaðferðin. Tölulegar aðferðir við lágmörkun markfalla. Fjallað er um ýmis vandamál sem geta komið upp við líkangerð, svo sem ef mælingar vantar eða þær eru óeðlilegar. Inngangur að ólínulegum tímaraðalíkönum. Stakræn kerfi á ástandsformi. Lögð er áhersla á að leysa hagnýt verkefni.

X

Kerfisgreining og kvik kerfislíkön - lesnámskeið (IÐN124F)

Námskeiðið er unnið samhliða "Kvik kerfislíkön og kerfisgreining, hluti B, 7,5 ECTS”. Allir nemendur sem eru skráðir í hluta A, eru sjálfkrafa líka skráðir í hluta B. Í raun er þetta einn og sami kúrsinn en nemendur fá tvær lokaeinkunnir sem báðar um sig uppfylla 7,5 ECTS einingum.

Nemendur fá staðið/fall fyrir hluta A sem byggist á því hvort skilað sé inn nægjanlega góðum heimaverkefnum í námskeiðinu.

Lokaeinkunn fyrir hluta B byggist á hefðbundna 0-10 skalanum sem samanstendur af einkunnum fyrir heimadæmin og fyrir lokaprófið, verkefni 1 (5%), verkefni 2 (10%), verkefni 3 (20%), verkefni 4 (35%) og lokaprófið (30%).

Markmið námskeiðisins er að nemendur öðlist færni í og geti beytt aðferðum kerfislíkana (e. system dynamics modelling) til að takast á við margvísleg vandamál í atvinnulífinu. Þar á meðal eru tæknileg viðfangsefni og hagræn en einnig faraldsfræðileg vandamál og mál er varða samskipti, ágreining og aflfræði í hópstarfi svo dæmi séu tekin. Í námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuatriði kerfislíkana, jákvæða og neikvæða svörun og gerð rita fyrir orsakalykkjur (causal loop diagram). Líkanagerð og hermun kerfislíkana þar sem fjallað verður um framsetningu líkana, tafir, tímaafleiður, lýsingu ákvarðanaferla og notkun myndrita. Einnig verður fjallað um stefnu- og næmnigreiningu, hagnýtingu kerfislíkana við stefnumótun og við að skapa yfirsýn, sem og beina notkun þeirra. Raunhæf verkefni verða greind bæði úr heimi viðskipta og opinberri stefnumótun. Má þar nefna almenn birgðalíkön, útbreiðslu faraldra (HIV, inflúensu), samspil fólksfjölgunar og efnahagsþróunar og fleira. Við úrlausn verkefna verður einkum stuðst við forritið STELLA.

X

Lífmælingar (LÍF127F)

 Tölulegar aðferðir eru nauðsynlegur hluti margra greina líffræðinnar og nýtast við högun tilrauna og athugana, samantekt niðurstaðna og greiningu þeirra. Nemendur læra þessar aðferðir og meðhöndla fjölbreytt gögn úr líffræði, auk þess að fá þjálfun í að túlka niðurstöður mismunandi aðferða. Helstu aðferðir eru sennileikamat,  línuleg líkön, aðhvarf og fervikagreining og alhæfð línuleg líkön til að greina talningar. Fjölbreytugreining. Endursýnataka (skóþvengur og umröðunarpróf). Kennt verður að nota  tölfræðiforritið R til að framkvæma þær aðferðir sem fjallað er í fyrirlestrum.  Nemendur leysa verkefni sem byggja á líffræðilegum rannsóknum og fá ítarlega þjálfun í notkun R. Greining  á eigin gögnum eða viðameira gagnasetti sem tekið er saman í skýrslu og kynnt í fyrrlestri.

Námsmat: Verkefni 50%  og skriflegt próf 50%. Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn í báðum prófþáttum.

X

Almenn tölfræði fyrir meistara- og doktorsnema (LÆK101F)

Skyldunámskeið. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að almennri þekkingu og færni meistara- og doktorsnema í aðferðum vísinda. Farið er í lýsandi tölfræði, áhrifstölur, áreiðanleika og réttmæti, ályktunartölfræði, algengustu tölfræðipróf bæði stikabundin og óstikabundin og fjölþátta aðhvarfsgreiningar. Þá er nemendum kynnt tölfræðiúrvinnsla í tölvum í verklegum tímum.

X

Vettvangsaðferðir (MAN601F)

Fjallað er um vettvangsaðferðir mannfræðinnar og nemendur þjálfaðir í beitingu þeirra. Áhersla er lögð á siðfræðileg álitamál, rannsóknaráætlanir, vettvanginn, þátttökuathugnanir, mismunandi tegundir viðtala, notkun myndrænna gagna, öflun heimilda, greiningu gagna og kynningu niðurstaðna.

X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)

Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.

X

Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)

Markmiðið er að nemendur

  • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
  • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
  • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
  • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.

Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.

Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.

X

Megindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS302F)

Markmið
Að nemendur þekki og geti beitt algengustu tölfræðiaðferðum við úrvinnslu gagna og geti metið tölfræðilegar niðurstöður. Að nemandi hafi kunnáttu og þekkingu til þess að greina og miðla tölulegum upplýsingum skv. APA útgáfustaðlinum (t.d. í lokaritgerð) og geti sýnt frumkvæði við tölfræðilega úrvinnslu gagna. Einnig að nemendur kynnist helstu rannsóknarsniðum í megindlegri aðferðafræði.

Inntak og viðfangsefni
Fjallað verður um megindlegar rannsóknaraðferðir og rannsóknarsnið. Í tölfræði verður mest áhersla lögð á fylgni og fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Einnig verður unnið með aðferðir dreifigreiningar og þáttagreiningar (leitandi og staðfestandi). Að lokum verða nemendur kynntir fyrir grunnhugsun Bayesískrar tölfræði og mati á heildarvillu (e. Total survey error). Nemendur læra að vinna greiningar með tölfræðiforriti. Sérstök áhersla verður á túlkun gagnasafna sem tengjast jafnréttismálum og inngildandi menntun. 

Vinnulag
Námskeiðið verður kennt vikulega á fjarfundum. Tvær staðlotur eru á önninni. Skyldumætingu er í staðlotunum. Þeir sem eiga um langan veg að fara geta tekið þátt í staðlotunum í fjarfundi.  Nemendur verða að hafa nýjustu stöðugu (e. solid) útgáfu af Jamovi (sjá jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

X

Megindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS302F)

Markmið
Að nemendur þekki og geti beitt algengustu tölfræðiaðferðum við úrvinnslu gagna og geti metið tölfræðilegar niðurstöður. Að nemandi hafi kunnáttu og þekkingu til þess að greina og miðla tölulegum upplýsingum skv. APA útgáfustaðlinum (t.d. í lokaritgerð) og geti sýnt frumkvæði við tölfræðilega úrvinnslu gagna. Einnig að nemendur kynnist helstu rannsóknarsniðum í megindlegri aðferðafræði.

Inntak og viðfangsefni
Fjallað verður um megindlegar rannsóknaraðferðir og rannsóknarsnið. Í tölfræði verður mest áhersla lögð á fylgni og fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Einnig verður unnið með aðferðir dreifigreiningar og þáttagreiningar (leitandi og staðfestandi). Að lokum verða nemendur kynntir fyrir grunnhugsun Bayesískrar tölfræði og mati á heildarvillu (e. Total survey error). Nemendur læra að vinna greiningar með tölfræðiforriti. Sérstök áhersla verður á túlkun gagnasafna sem tengjast jafnréttismálum og inngildandi menntun. 

Vinnulag
Námskeiðið verður kennt vikulega á fjarfundum. Tvær staðlotur eru á önninni. Skyldumætingu er í staðlotunum. Þeir sem eiga um langan veg að fara geta tekið þátt í staðlotunum í fjarfundi.  Nemendur verða að hafa nýjustu stöðugu (e. solid) útgáfu af Jamovi (sjá jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

X

Kvik Kerfislíkön (UAU259F)

The System Dynamics approach, rooted in Systems Thinking, is best suited for the deconstruction and analysis of complex socio-economic environments and political systems. There is a growing call among scientists and practitioners today on systemic approaches to tackle complex problems such as the climate and environmental crises. System dynamics is a multidisciplinary approach that uses both qualitative and quantitative methods. It has been successfully applied for other complex socioeconomic questions such as for national planning models, analysing climate change policies, food market transformation, and government health policies.


This course aims to introduce students to thinking in systems, understanding the dynamic nature of system behaviour and acquiring basic system dynamic modelling skills.

Kennt frá 15 janúar í 5 vikur í fjarnámi á Canvas;  intensive kúrs á staðnum 19-26 febrúar; nemendakynningar 4-8 Mars

X

Aðhvarfsgreining (FMÞ501M, FMÞ501M)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að beita aðhvarfsgreiningu á eigin spýtur. Fjallað er um þau afbrigði aðhvarfsgreiningar sem hvað oftast eru notuð í rannsóknum á sviði félagsvísinda. Farið er í stjórnun breyta, notkun nafnbreyta, línuleg og ólínuleg líkön, aðferðir til þess að prófa miðlun breyta og samvirkni breyta og aðferðir til að nota breytur sem hafa skekkta dreifingu svo eitthvað sé nefnt. Fjallað er um forsendur aðhvarfsgreiningar og aðferðir til að fást við þær. Einnig er fjallað um "logistic" aðhvarfsgreiningu, þar sem háða breytan er tvígild nafnbreyta. Samhliða þessari umfjöllun verður farið í saumana á ályktunartölfræði, notkun marktektarprófa og túlkun niðurstaðna. Áhersla er lögð á að nemendur fái umtalsverða verklega reynslu af því að greina megindleg gögn. Kennari útvegar könnunargögn sem nemendur nota til þess að prófa þær aðferðir sem kenndar eru. Eftir fremsta megni verður reynt að samþætta fræðilegar spurningar og tilgátuprófun. Tölfræðiforritið SPSS fyrir Windows er notað.

X

Introduction to Arctic Studies (ASK117F)

This course provides a comprehensive foundation in Arctic studies. The essentials are covered, such as defining the field; identifying key actors; providing a brief regional history; and exploring current drivers and trends (especially the role of climate change). Class visits to Arctic-relevant entities in Reykjavik will also be undertaken.

The aim of this course is to provide students with a thorough grounding in the overall field of Arctic studies, in order that they may progress to more focused coursework within that field. By bringing together academic knowledge of the field with practical experience at some of the main locations for Arctic-related activities in Iceland, the course demonstrates the important contribution Arctic studies make in the lived reality of Arctic affairs. The visit schedule is subject to change each year, but is likely to be drawn from the following list: the Ministry of Foreign Affairs; the Althingi; the Icelandic Coastguard; the Hofdi Peace Centre; the Arctic Circle Secretariat; relevant foreign diplomatic representation. 

X

Kostnaðar- og nytjagreining (HAG101F)

Tilgangur kostnaðar-nytjagreiningar er að auðvelda töku ákvarðana sem snerta marga þjóðfélagsþegna með beinum eða óbeinum hætti. Markmið námskeiðsins í kostnaðar-nytjagreiningu er að kynna nemendum fræðilega undirstöður aðferðarinnar jafnt sem hagnýtingu hennar. Umfjöllunarefnin eru m.a.: Rekstrarhagfræðilegur grundvöllur kostnaðar-nytjagreiningar, mat á neytendaábata, framleiðendaábata og samfélagslegum ábata. Þjóðhagsleg og rekstrarhagfræðileg áhrif framkvæmda. Afvöxtun, ávöxtun og opinberir reiknivextir. Áhrif óvissu á mat á þjóðhagslegum áhrifum og verðmæti upplýsinga. Tilvistarvirði (existence value). Skilyrt verðmætamat. Verðmat á tíma, mannslífum, hávaða.

X

Inngangur að kortagerð og GIS (LAN116F)

“visualization is the process of making the invisible visible[...] the process of making the cognitive imagination visual using available and culturally dominant technologies is one of the most consistent behaviors of mankind.”

„Myndræn framsetning er að gera ósýnileg fyrirbæri sýnileg [eða] það að gera sjónrænt grein fyrir ímyndun hugans með tiltækri tækni og í samræmi við menningarleg viðmið. Þetta er eitt af því sem mannkynið hefur alltaf leitast við að gera.” - Cox, D. (2006). "Metaphoric Mappings: The Art of Visualization." MIT Press.

Kortagerð er einn af mikilvægum hlutum landupplýsingahönnunar.

Nemendur kynnast fræðilegri undirstöðu kortagerðar með hjálp stafrænnar tækni. Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum greinargóðan skilning á hugtökum og hagnýtum atriðum sem snerta myndræna framsetningu á kortum og miðlun landfræðilegra upplýsinga. Það snertir ýmis mikilvæg svið í landfræði og skyldum greinum. Í gegnum fyrirlestra og umræður fá nemendur skilning á sögu kortagerðar, helstu kenningum og hugtökum á fagsviðinu og hlutverki landfræðilegra upplýsingakerfa við gerð korta nú á dögum. Fyrirlestrum er fylgt eftir með verkefnum sem hjálpa nemendum að skilja undirstöðuhugtök kortagerðar, sem og skipulegum æfingum í tölvuveri  þar sem nemendur læra að nýta sér landfræðileg upplýsingakerfi við einfalda greiningu og framsetningu landupplýsinga. Nemendur öðlast færni til að rýna eigin verk og annarra á gagnrýninn hátt og geta útskýrt og réttlætt eigin ákvarðanir varðandi myndræna framsetningu á korti.

X

Fjarkönnun og umhverfisvöktun (LAN211F)

Lögmál og grundvallaratriði fjarkönnunar. Rafsegulgeislun, víxlverkun við lofthjúp og yfirborð jarðar. Endurvarp og eigingeislun. Eiginleikar ljósmynda, hitamynda, örbylgju- og ratsjármynda. Yfirlit yfir annars konar fjarkönnun: LIDAR, bylgjuvíxlmyndir, fjölgeisla- og jarðsjármælingar, fjarkönnun á öðrum reikistjörnum.

 Fjarkönnunargögn og aðferðir við öflun þeirra. Nemar og skannar um borð í gervitunglum og flugvélum. Upplausn mynda: rúmfræðileg, rófgreinihæfni, geislastyrkur, tími. Saga fjarkönnunar á 20. og 21. öld.

Notkun og túlkun loftmynda og gervitunglamynda. Myndvinnsla og greining: forvinna, upprétting, strekking, vinnsla með fjölda banda, stýrð og sjálfvirk flokkun, landgreiningar og rannsóknir á breytingum, líkangerð. GPS. Samfelling gagna og landupplýsinga. Framsetning og miðlun fjarkönnunargagna.

Umhverfisvöktun og gildi fjarkönnunar á ýmsum fræðasviðum: landfræði, jarðfræði og líffræði. Umhverfisvöktunarkerfi vegna snöggra og hægfara umhverfisbreytinga, náttúruvár, atburða og kortagerðar. Öflun og vinnsla rauntímagagna.

Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestarar, umræðutímar og vikuleg verkefni í tölvuveri í öflun, greiningu og túlkun fjarkönnunargagna. Unnið verður með landupplýsingakerfi, einkum ArcGIS og QuantumGIS, svo og ýmis myndvinnsluforrit. Sjálfstætt rannsóknaverkefni á sviði fjarkönnunar og umhverfisvöktunar.

X

Visthagfræði (UAU105F)

Vistfræðileg hagfræði hefur stundum verið kölluð hagfræði sjálfbærrar þróunar. Sjálfbær þróun byggir á þremur meginstoðum - að tryggja áframhaldandi efnahagsvöxt, að tryggja félagslega velferð - án þess að skaða náttúru og vistkerfi heimsins. Því byggir sjálfbær þróun á því að maður og náttúra/vistkerfi eru tengd órjúfanlegum böndum. Mælingar á ástandi náttúru og vistkerfa gefa vísbendingar um að efnahagsvöxtur og fólksfjölgun ásamt tækniþróun hafi undanfarin árhundruð raskað jafnvægi mikilvægra hringrása náttúrunnar, og ber mögulegar lofslagsbreytingar þar hæst þessa dagana. En hvernig er hægt að viðhalda heilbrigðum vistkerfum og á sama tíma tryggja áframhaldandi hagsæld og félagslega velferð?

Þetta námskeið mun fjalla um fræðilegan mun á neoklassískri hagfræði og vistfræðilegri hagfræði í nálgun þessara tveggja lína innan hagfræði. Farið í grundvallarhugtök og hugmyndafræði visthagfræði ásamt praktískum dæmum; t.d. græna þjóðhagsreikninga.

Námskeiðið verður kennt helgina 29. september- 01. október.

X

Hnattrænar loftslagsbreytingar (UAU107M)

Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og eitt af mest krefjandi umhverfisvandamálum líðandi stundar og verður áfram í nánustu framtíð. Síðan 1992 hafa verið margir fundir og samkomulög á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Í námskeiðinu verður farið yfir loftslagsbreytingar frá nokkrum sjónarhornum. Byrjað á að fara yfir helstu gögn og vísindi er tengjast loftslagsbreytingum og líkönum af framtíðar breytingum. Síðan verður fjallað um áhrif og varnarleysi (e. vulnerability) og viðleitni til að draga úr áhrifum og aðlagast loftslagsbreytingum. Einnig er fjallað um málefni eins og loftslags-flóttamenn, mismunandi áhrif eftir kyni og samningaviðræður.

Einkunnargjöf byggir á skriflegu verkefni, þátttöku í tímum og kynningum, auk stuttrar könnunar. Nemendur sem taka þetta námskeið hafa almennt mjög mismunandi bakgrunn og þú munt hafa tækifæri til að læra um loftslagsbreytingar frá mismunandi sjónarhornum.

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F, UAU114F, UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- og auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F, UAU114F, UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F, UAU114F, UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)

Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?

X

Vistfræði B (LÍF505M)

Markmið og áherslur: nemendur læri grundvallaratriði vistfræði, þekki helstu hugtök, aðferðafræði og nálganir fræðigreinarinnar. Einkum er fjallað um þau svið vistfræði sem tengjast nýtingu lífrænna auðlinda. Fyrirlestrar: Saga og viðfangsefni vistfræði. Stofnvistfræði: grundvallaratriði stofnvaxtar, áhrif þéttleika, stjórnun stofnstærðar. Samspil tegunda: samkeppni, afrán og önnur samskiptaform. Samfélög lífvera: uppbygging lífverusamfélaga, framvinda, fæðuvefir, stöðugleiki, líffræðileg fjölbreytni . Vistkerfi: hringrás efna og orku, fæðukeðjur. Kynning á íslenskum vistkerfum.

Verklegt: útivinna þar sem nemendur kynnast og bera saman valin íslensk lífverusamfélög (skógar, graslendi/mólendi, votlendi, straumvatn). Málstofur og ritgerðir: nemendur taka saman efni um og kynna og ræða valin dæmi sem sýna hvernig vistfræðilegri þekkingu er beitt við náttúrvernd og nýtingu og stjórnun auðlinda.

Námsmat: Skýrslur og málstofur gilda 50% og próf 50% af lokaeinkunn.

Námskeiðið er ekki ætlað nemendum sem stunda nám í líffræði.

X

Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlinda (UAU101F)

Ýmsum aðferðum má beita til að hafa áhrif á lífsstíl fólks og hegðun til að draga úr óæskilegum áhrifum á umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Þetta námskeið fjallar um umhverfis og auðlindastjórnun sem hefur að markmiði sjálfbæra þróun. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um sjálfbæra þróun og hugtakið skilgreint frá ýmsum sjónarhornum. Sérstaklega er rætt hvort hagvöxtur samrýmist sjálfbærri þróun, hvernig megi samræma hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun, umhverfisvísar og framkvæmd markmiða sjálfbærrar þróunnar. Í öðrum hluta verður fjallað um aðferðir sem notaðar eru við ákvarðanatöku í umhverfis og auðlindastjórnun svo sem ákvarðanagreiningu, og kostnaðar-og ábatagreiningu sem og mat á virði nátturuauðs. Í síðasta hluta námskeiðsins verða ýmis stjórntæki sem notuð eru til umhverfis- og auðlindastjórnunar kynnt og krufin til mergjar í alþjóðlegu samhengi, bæði hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn þeirra og þær aðferðir sem þau byggja á. Þau dæmi sem tekin eru breytast ár frá ári og byggja á áhuga þeirra nemenda sem taka námskeiðið hvert ár, svo sem kvótakerfi, skilagjöld, mengunarskattar og fjölmarkmiða stjórnun.

X

Inngangur að umhverfis- og auðlindafræði (UAU102F)

Hin öra fjölgun mannkynsins og umsvifin sem henni fylgja hafa á undanförnum áratugum haft gríðarleg og sívaxandi áhrif á náttúruauðlindir og umhverfi. Til þess að skilja þessi áhrif og og geta valið réttu leiðirnar til að takast á við þau, þarf að beita þverfræðilegum aðferðum, þar sem gripið er jöfnum höndum til náttúrufræði, félagsfræði, hagfræði,verkfræði og fleiri greina. Áður en nemendur læra um þverfræðilegar aðferðir til að nálgast aðsteðjandi vanda, þurfa þeir að átta sig á því í hverju vandinn er fólginn en það er einmitt markmið þessa námskeiðs. Fjallað verður um umhverfi og auðlindir almennt með áherslu á gildi þeirra fyrir mannkynið og helstu orsakir umhverfisvandamála og þýðingu þeirra bæði í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Einkum verður farið yfir eftirtalda efnisflokka: Fólksfjölgun, tækni og hagvöxt. Líffræðilega fjölbreytni og útrýmingu tegunda. Jarðveg og jarðvegseyðingu. Landbúnað og umhverfisáhrif. Mengun og heilsu . Loftmengun, vatnsmengun og jarðvegsmengun. Helstu mengunarvalda í andrúmslofti og áhrif þeirra. Eyðingu ósonlagsins og loftslagsbreytingar. Sorp og spilliefni. Ferskvatnsauðlindir. Auðlindir sjávar. Auðlindir skóga og votlendis. Orkuauðlindir. Orkunýtingu og umhverfisáhrif.

X

Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F)

Námskeiðið er inngangur að rannsóknum og vísindasamfélaginu. Farið verður yfir hagnýtar upplýsingar fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði, svo sem hverju eiga nemendur von á, hver eru réttindi og skyldur nemenda, fræðileg vinnubrögð, möguleikar á starfsframa, samstarf og hlutverk leiðbeinenda og nemenda. Einnig verður farið yfir hvernig standa skal að heimildaleit, þróun rannsóknaverkefna og skrifum rannsóknaáætlana.

Nemandi skráir sig í Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F eða UAU246F ) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin. UAU115F er kennt í upphafi haustmisseris, UAU246F er kennt í upphafi vormisseris.

Námskeiðið verður kennt 15 og 16 ágúst 2024.

X

Stjórnkerfi umhverfis- og auðlindamála (UAU201F)

Í sumum aðstæðum hefur maðurinn samskipti við umhverfið og nýtir náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt, en ekki í öðrum. Það sem skýrir muninn sem stafar af samskiptum manna og umhverfis er stjórnun. Hægt er að skilja umhverfisstjórnun sem samfélagslegt hlutverk sem miðar að því að stýra og leiðbeina aðgerðum manna – sem eru einstaklingar, lítill staðbundinn notendahópur eða alþjóðasamfélagið – í átt að tilætluðum árangri frá niðurstöðum sem teljast óæskilegar (Young, 2013).

Námskeiðið beinir sjónum sínum að því að kynna og efla skilning á mismunandi víddum umhverfis- og náttúruauðlindastjórnunar í samhengi við sjálfbærni.

Það skiptist í fjóra samtengda hluta:

  1. Umhverfisstjórnun: Grunnatriði. Hvað er stjórnun? Umhverfið sem vettvangur samhæfingar og átaka. Hvernig skiljum við aðila, hlutverk þeirra og ákvarðanatöku? Vald og valdatengsl. Stofnanir og stofnanabreytingar. Félagsvistfræðileg kerfi. Stjórnskipulag. Almannagæði.
  2. Alþjóðleg og innlend umhverfisstjórnun. Alþjóðleg umhverfisstjórnun og stofnanir, s.s. ESB, SÞ, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, Alþjóðabankinn o.fl. Norður-Suður málefni. Umhverfislegt stjórnfyrirkomulag; óson, loftslagsbreytingar, eyðimerkurmyndun o.fl. Samlegðaráhrif. Kynning á umhverfisstjórnun á Íslandi og hvernig hún tengist ákvarðanatöku með tilliti til umhverfis og auðlinda. Stjórnskipulag, miðlæg og staðbundin ákvarðanataka. Tengsl ýmissa stjórnsýslustiga, þings, ráðuneyta, stofnana.
  3. Almannaábyrgð og umhverfismál. Þátttaka almennings. Hvernig getur almenningur haft áhrif á ákvarðanatöku? Innlend og alþjóðleg umhverfisverndarsamtök.
  4. Stjórnarhættir fyrirtækja í sjálfbærnisamhengi. Þessi hluti námskeiðsins fjallar um stjórnarhætti fyrirtækja, eins og lýst er í leiðbeiningum Nasdaq um stjórnarhætti fyrirtækja sett í samhengi við sjálfbærniáherslur fyrirtækja. Viðkomandi umræðuna er umboðsskylda (e. fiduciary duty), ESRS staðlar um stjórnarhætti (ERSR G1) og þverlægir staðlar (ESRS 1 og 2; ESRS G1), heimsmarkmið 8-10, 12, 13, 17, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð númer 10, almennir staðlar GRI sem og 200 staðla serían, efnahagslegt viðskiptamódel (e. economic layer canvas) o.fl.
X

Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU246F)

Námskeiðið er inngangur að rannsóknum og vísindasamfélaginu. Farið verður yfir hagnýtar upplýsingar fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði, svo sem hverju eiga nemendur von á, hver eru réttindi og skyldur nemenda, fræðileg vinnubrögð, möguleikar á starfsframa, samstarf og hlutverk leiðbeinenda og nemenda. Einnig verður farið yfir hvernig standa skal að heimildaleit, þróun rannsóknaverkefna og skrifum rannsóknaáætlana.

Nemandi skráir sig í Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F eða UAU246F ) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin. UAU115F er kennt í upphafi haustmisseris, UAU246F er kennt í upphafi vormisseris.

Námskeiðið verður kennt föstudaginn 6. janúar 2023

X

Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU116F)

Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.

Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.

Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.

X

Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU244F)

Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.

Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.

Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.

X

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.

Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Tímaraðagreining (IÐN113F)

Markmið: Að veita bæði hagnýta og fræðilega þekkingu í gerð líkana, mati á stikum og spám í kvikum kerfum. Námsefni: ARMAX og önnur hliðstæð ferli og helstu eiginleikar þeirra. Meðhöndlun á óstöðnuðum ferlum. Sjálffylgni- og samfylgniföll. Mismunandi aðferðir við rófgreiningar. Mat á stikum, þar á meðal aðferð minnstu kvaðrata og sennileikaaðferðin. Tölulegar aðferðir við lágmörkun markfalla. Fjallað er um ýmis vandamál sem geta komið upp við líkangerð, svo sem ef mælingar vantar eða þær eru óeðlilegar. Inngangur að ólínulegum tímaraðalíkönum. Stakræn kerfi á ástandsformi. Lögð er áhersla á að leysa hagnýt verkefni.

X

Kerfisgreining og kvik kerfislíkön - lesnámskeið (IÐN124F)

Námskeiðið er unnið samhliða "Kvik kerfislíkön og kerfisgreining, hluti B, 7,5 ECTS”. Allir nemendur sem eru skráðir í hluta A, eru sjálfkrafa líka skráðir í hluta B. Í raun er þetta einn og sami kúrsinn en nemendur fá tvær lokaeinkunnir sem báðar um sig uppfylla 7,5 ECTS einingum.

Nemendur fá staðið/fall fyrir hluta A sem byggist á því hvort skilað sé inn nægjanlega góðum heimaverkefnum í námskeiðinu.

Lokaeinkunn fyrir hluta B byggist á hefðbundna 0-10 skalanum sem samanstendur af einkunnum fyrir heimadæmin og fyrir lokaprófið, verkefni 1 (5%), verkefni 2 (10%), verkefni 3 (20%), verkefni 4 (35%) og lokaprófið (30%).

Markmið námskeiðisins er að nemendur öðlist færni í og geti beytt aðferðum kerfislíkana (e. system dynamics modelling) til að takast á við margvísleg vandamál í atvinnulífinu. Þar á meðal eru tæknileg viðfangsefni og hagræn en einnig faraldsfræðileg vandamál og mál er varða samskipti, ágreining og aflfræði í hópstarfi svo dæmi séu tekin. Í námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuatriði kerfislíkana, jákvæða og neikvæða svörun og gerð rita fyrir orsakalykkjur (causal loop diagram). Líkanagerð og hermun kerfislíkana þar sem fjallað verður um framsetningu líkana, tafir, tímaafleiður, lýsingu ákvarðanaferla og notkun myndrita. Einnig verður fjallað um stefnu- og næmnigreiningu, hagnýtingu kerfislíkana við stefnumótun og við að skapa yfirsýn, sem og beina notkun þeirra. Raunhæf verkefni verða greind bæði úr heimi viðskipta og opinberri stefnumótun. Má þar nefna almenn birgðalíkön, útbreiðslu faraldra (HIV, inflúensu), samspil fólksfjölgunar og efnahagsþróunar og fleira. Við úrlausn verkefna verður einkum stuðst við forritið STELLA.

X

Lífmælingar (LÍF127F)

 Tölulegar aðferðir eru nauðsynlegur hluti margra greina líffræðinnar og nýtast við högun tilrauna og athugana, samantekt niðurstaðna og greiningu þeirra. Nemendur læra þessar aðferðir og meðhöndla fjölbreytt gögn úr líffræði, auk þess að fá þjálfun í að túlka niðurstöður mismunandi aðferða. Helstu aðferðir eru sennileikamat,  línuleg líkön, aðhvarf og fervikagreining og alhæfð línuleg líkön til að greina talningar. Fjölbreytugreining. Endursýnataka (skóþvengur og umröðunarpróf). Kennt verður að nota  tölfræðiforritið R til að framkvæma þær aðferðir sem fjallað er í fyrirlestrum.  Nemendur leysa verkefni sem byggja á líffræðilegum rannsóknum og fá ítarlega þjálfun í notkun R. Greining  á eigin gögnum eða viðameira gagnasetti sem tekið er saman í skýrslu og kynnt í fyrrlestri.

Námsmat: Verkefni 50%  og skriflegt próf 50%. Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn í báðum prófþáttum.

X

Líftölfræði I (LÝÐ105F)

Inngangur að hagnýtri líftölfræði í lífvísindum. Yfirlit er gefið yfir tegundir breyta; flokkabreytur, strjálar og samfelldar talnabreytur. Lýsandi tölfræði; lýsistærðir og myndræn framsetning gagna. Fræðilegar líkindadreifingar; tvíkostadreifing, Poisson dreifing og normaldreifing. Skilgreiningar á slembiúrtaki og þýði. Dreifingar lýsistærða. Notkun á öryggisbilum og tilgátuprófum. Samanburður á meðalgildi hópa (samfelldar mælingar). Tölfræðipróf fyrir tíðnitöflur (flokkabreytur). Einföld og lógistísk aðhvarfsgreining og ROC greining. Lifunargreining með aðferð Kaplan Meier og Cox. Í fyrirlestrum og dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R og RStudio umhverfið.

X

Faraldsfræði - megindleg aðferðafræði (LÝÐ107F)

Námskeiðið er inngangur að faraldsfræðilegum rannsóknaraðferðum og nálgun orsaka. Námskeiðið gefur yfirlit yfir mælingar á tíðni sjúkdóma, áhættu og afstæðri áhættu, gerðir faraldsfræðilegra rannsókna (tilraunir og íhlutandi rannsóknir, hóprannsóknir, tilfella-viðmiðsrannsóknir). Áhersla er lögð á kerfisbundna skekkjuvalda og á aðferðir til að sneiða hjá þeim á undirbúningsstigi rannsókna svo og í úrvinnslu gagna. Nemendur fá þjálfun í því að ritrýna faraldsfræðilegar rannsóknarniðurstöður.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS301F)

Í námskeiðinu verða teknar fyrir eigindlegar rannsóknaraðferðir, einkenni þeirra og saga.  Rauður þráður í gegnum námskeiðið verður gildi og hlutverk rannsókna við þróun skólastarfs og tengsl við fagmennsku í uppeldis-, menntunar- og þjálfunarstörfum.  Kynntar verða helstu rannsóknarleiðir eða nálganir innan eigindlegar aðferða, s.s. etnógrafía, fyrirbærafræði. Fjallað verður um aðferðir við gagnasöfnun og mismunandi tegundir gagna, s.s. vettvangsathuganir, áhorfsathuganir, viðtöl af ýmsum gerðum, vettvangsnótur og fyrirliggjandi gögn bæði sjónræn og textar. Kynntar verða mismunandi leiðir til að túlka og greina gögnin t.d. þema-, frásagnar- og orðræðugreining og nemendur þjálfaðir í að koma niðurstöðum frá sér á skipulegan og vandaðan hátt.

Vinnulag:
Fastir kennslutímar verða vikulega. Tímarnir (fyrir utan staðlotur) verða teknir upp og verða aðgengilegir fjarnemum.  Kennslan samastendur af fyrirlestrum, umræðum og/eða verkefnum. Nemendur vinna virkniverkefni saman sem þeir skila vikulega. Staðnemar  vinna þau í tímum en fjarnemar vinna þau saman í hópum. Einnig er gert ráð fyrir umræðum um efni fyrirlestranna á facebook.

X

Megindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS302F)

Markmið
Að nemendur þekki og geti beitt algengustu tölfræðiaðferðum við úrvinnslu gagna og geti metið tölfræðilegar niðurstöður. Að nemandi hafi kunnáttu og þekkingu til þess að greina og miðla tölulegum upplýsingum skv. APA útgáfustaðlinum (t.d. í lokaritgerð) og geti sýnt frumkvæði við tölfræðilega úrvinnslu gagna. Einnig að nemendur kynnist helstu rannsóknarsniðum í megindlegri aðferðafræði.

Inntak og viðfangsefni
Fjallað verður um megindlegar rannsóknaraðferðir og rannsóknarsnið. Í tölfræði verður mest áhersla lögð á fylgni og fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Einnig verður unnið með aðferðir dreifigreiningar og þáttagreiningar (leitandi og staðfestandi). Að lokum verða nemendur kynntir fyrir grunnhugsun Bayesískrar tölfræði og mati á heildarvillu (e. Total survey error). Nemendur læra að vinna greiningar með tölfræðiforriti. Sérstök áhersla verður á túlkun gagnasafna sem tengjast jafnréttismálum og inngildandi menntun. 

Vinnulag
Námskeiðið verður kennt vikulega á fjarfundum. Tvær staðlotur eru á önninni. Skyldumætingu er í staðlotunum. Þeir sem eiga um langan veg að fara geta tekið þátt í staðlotunum í fjarfundi.  Nemendur verða að hafa nýjustu stöðugu (e. solid) útgáfu af Jamovi (sjá jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

X

Hagnýtt línuleg tölfræðilíkön (STÆ312M)

Í námskeiðinu er fjallað um einfalda og fjölvíða aðhvarfsgreiningu ásamt fervikagreiningu (ANOVA) og samvikagreiningu (ANCOVA). Að auki er farið í tvíkosta aðhvarfsgreiningu (binomial regression) og rætt um hugtök því tengt, svo sem gagnlíkindi (odds) og gagnlíkindahlutfall (odds ratio).
Námskeiðið er framhald af dæmigerðu grunnnámskeiði í tölfræði sem kennd eru á hinum ýmsu sviðum skólans. Farið verður í aðferðir til að meta stika í línulegum líkönum, hvernig smíða má öryggisbil og kanna tilgátur fyrir stikana, hverjar forsendur líkananna eru og hvað hægt sé að gera sé þeim ekki fullnægt. Verkefni eru unnin í tölfræðihugbúnaðinum R.

X

Arctic Politics in International Context (ASK113F)

This course examines the aims, interests, opportunities, and challenges of states, non-state actors, regional fora, and international organizations in a changing Arctic region. With a focus on policy, politics, and current issues, it analyses the contemporary dilemmas posed by Arctic governance, cooperation, and imaginaries of the region.

Building on the fundamentals taught in ‘Introduction to Arctic Studies’, this course investigates the Arctic policies of the ‘Arctic Eight’ states, as well as states located outside the region. Five of the ‘Arctic Eight’ are Nordic small states, and so this angle is also considered. The role and achievements of other relevant entities such as the Arctic Council, the Arctic Coast Guard Forum, NATO, the EU, and the UN is also analyzed. The course has an international focus and provides an in-depth examination of the major political contours in today’s Arctic

X

Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)

Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.

X

Verkefni tengt siðfræði náttúrunnar (HSP725M)

Verkefni tengt námskeiðinu HSP722M Siðfræði náttúrunnar.

X

Gæðastjórnun (IÐN101M)

Markmið: Nemendur fái skilning á uppruna og þróun gæðastjórnunar og hvernig fyrirtæki og stofnanir geta byggt upp stjórnkerfi á grundvelli alþjóðlegs gæðastjórnunarstaðals. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um gæðahugtakið, innri og ytri viðskiptavini, gæðabrag, umbótaferli, liðsvinnu, gæðakostnað og gæðahringhrás og samhengi gæðastjórnunar og hönnunar og notkun tölfræði í gæðastjórnun. Sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um ISO9001 gæðastaðalinn og nemendur fást við hann í hópvinnu með því að skoða kröfur hans í samhengi við starfandi fyrirtæki.

X

Vörustjórnun og umhverfismál (IÐN510M)

Tilgangur námskeiðsins er að fara í gegnum grundvallaratriði lokistik (vörustjórnunar), stjórnun aðfangakeðja og áhrif þeirra á umhverfið. Námskeiðið er í raun þríþætt þar sem byrjað er á að fara í gegnum þá þætti sem snúa að innkaupum á vörum og þjónustu ásamt stjórnun birgða. Því næst er tekið á þeim þáttum sem snúa að flutningum og dreifingu. Að lokum er áhrifum aðfangakeðja á umhverfi gert greinagóð skil og öllum þremur þáttunum steypt saman í eina heild sem styður sjálfbærni.

Námskeiðið er kennt með því fyrirkomulagi að haldnir eru fyrirlestrar til að útskýra fræðilega undirstöðu greinarinnar en til að fá aukinn skilning á einstökum þáttum verða reiknuð dæmi sem skila þarf inn til yfirferðar. Samhliða fyrirlestrum og dæmatímum verður unnið með fyrirtækjaspil í hópum auk þess að spila „The Beer game“ - þar sem þáttakendur leika hlutverk fyrirtækja sem og taka þátt í raunhæfum hlutverkum stjórnenda.

X

Ferðamennska og umhverfi (LAN019F)

Í námskeiðinu verður fjallað um náttúru og landslag sem auðlind ferðamennsku. Áhersla verður lögð á samspil manns og náttúru. Farið verður yfir sögu náttúruverndar og staða náttúruverndar í dag skoðuð í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um skipulag og stjórnun þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða og skoðaðar aðferðir við gildismat náttúrunnar. Áhrif ferðamennsku á umhverfi verða rædd með áherslu á álag ferðamanna og þolmörk umhverfis. Gefin verður innsýn í náttúrusiðfræði og viðhorf og umgengni ferðamanna við náttúruna rædd. Sérstök áhersla verður lögð á sjálfbæra ferðamennsku og möguleikar þróunar slíkrar ferðamennsku hér á landi verða ræddir í ljósi skipulagningar og stjórnunar ferðamennsku. Námskeiðið mun samanstanda af fræðilegum fyrirlestrum, umræðuverkefnum og æfingum. Nemendur sem taka þetta námskeið í sínu framhaldsnámi, fá auk þess pakka af faglegum fræðiheimildum sem þeir nýta ásamt öðrum heimildum til vinnu heimildaritgerðar á fræðasviðinu. Stúdentar þurfa að standast alla prófþætti námskeiðsins.

X

Jarðvegsfræði (LAN113F)

Námskeiðið felur í sér eftirfarandi helstu þætti:

  • Jarðvegsmyndandi ferlar.
  • Jarðvegsflokkun og dreifing jarðvegsgerða á heimsvísu.
  • Jarðvegsrof og landhnignun.
  • Áhrif fólks á jarðveg og gróður.
  • Næringarefnabúskapur jarðvegs.
  • Eðlis- og efnaeiginleikar jarðvegs.
  • Hlutverk jarðvegs í vistkerfum.
  • Íslenskur jarðvegur og einkenni.
  • Mælikvarðar jarðvegsgæða.
  • Áhrif utan að komandi þátta (t.d. gróður og loftslag) á jarðveg og næringarefnainnihald.
  • Jarðvegur sem rannsóknarefni í sambandi við mannvist og umhverfissögu.
  • Þjálfun á rannsóknastofu til að rannsaka eiginleika jarðvegs (t.d. jarðvegsgæði).

Námskeiðið samanstendur af fyrirlesturum, vettvangs- og rannsóknastofuvinnu og ritgerðaskrifum.

X

Ferðamennska og víðerni (LAN114F)

Fjallað er um víðerni sem félagslega smíð og hlutlæga tilveru víðerna. Gefið er yfirlit yfir sögu víðernishugmyndarinnar í menningar- og sögulegu samhengi. Skoðuð eru markmið með verndun víðerna og helstu átök um varðveislu þeirra. Kynntar eru hugmyndir um skipulag og stjórnun víðerna fyrir ferðamennsku og útivist. Varpað er ljósi á tengsl milli ferðamennsku, víðerna og stefnu í stjórnun þeirra. Námskeiðið hefst á fimm daga ferð um víðerni Íslands.

X

Borgir og borgarumhverfi (LAN512M)

Í námskeiðinu er fjallað um helstu kenningar og aðferðir borgarlandfræði og borgarhönnunar við greiningu á lífi og umhverfi í borgum, með áherslu á bæjarrými, nærumhverfið og hverfi innan borga og bæja.

Fjallað er um sögulega þróun borga frá upphafi borgamyndunar til okkar daga. Þá er fjallað um helstu viðfangsefni borgarlandfræði og borgarhönnunar við greiningu og stefnumótun um borgir og borgarumhverfi, svo sem um ólíka félagshópa og búsetu, atvinnu og samgöngur í borg, upplifun og gæði bæjarrýma, list og menningu í bæjarrýmum, náttúruna í borginni og mörkun staða. Einnig um áskoranir borga á okkar samtíma, svo sem tengt loftslagsmálum, sjálfbærni og fjórðu iðnbyltingunni.

Fyrirlestrar, umræðutímar og verkefnavinna. Einstaklings- og hópverkefni.

X

Náttúruvá: Atburðir og eðli þeirra (LAN513M)

Í námskeiðinu er fjallað um hina ýmsu atburði og ferla í náttúrunni sem skapað geta vá. Náttúruvá er skilgreind og hugað að sögu umfjöllunar á þessu mikilvæga fræðasviði í ýmsum greinum náttúruvísinda. Gerð er grein fyrir náttúrufræðilegum orsökum og eðli náttúruvár af ólíku tagi. Fjallað er um yfirstandandi loftslagsbreytingar sem náttúruvá, sem og um samhengi ýmissa veður- og loftslagstengdra atburða við loftslagsbreytingar. Fjallað verður um ferli náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands og ferli hættumats í tengslum við náttúruvá.

Nemendur fara í 1 dags ferð um Suðurland í byrjun september, þar sem ummerki atburða sem flokka má sem náttúruvá eru skoðuð og rædd.

X

Umhverfisörverufræði (LÍF535M)

Kennsla fer fram í viku 1-5 og 11-14.

Markmið námskeiðsins er að kynna mikilvægi örvera í náttúrunni og manngerðu umhverfi. Í fyrri hluta námskeiðsins er farið yfir grunnatriði örverufræðinnar, s.s. flokkun örvera, byggingu, efnaskipti, vöxt og starfsemi, meðhöndlun og greiningu. Þeim er fylgt eftir í verklegum æfingum, umræðutímum og með verkefnum. Fyrri hlutinn er nauðsynlegur grunnur áður en farið er í sérsvið innan örverufræðinnar.

Í seinni hluta námskeiðsins er farið í sýnatökur í umhverfinu, örverusamfélög og örveruþekjur, örverur í sjó, vatni og á þurru landi, loftgæði innanhúss og áhrif sveppa. Fjallað verður um sýkla í umhverfinu, áhættumat og eftirlit, líffræðilega hreinsun með hjálp örvera, metanframleiðslu og hlýnun jarðar. Farið verður í vettvangsferðir í sorphreinsistöðvar og skólphreinsistöðvar. Nemendur lesa og kynna efni sérvalinna rannsóknargreina í umræðutímum.

Þetta námskeið er að hluta til samkennt með Örverufræði II (LÍF533M) og er ætlað fyrir nemendur sem ekki hafa lokið Örverufræði (LÍF201G ) eða sambærilegu námskeiði.

Fyrirlestrar verða í viku 1-5 og svo viku 11-14. Verkleg kennsla í viku 2-5 og vettvangsferðir og umræðutímar í viku 11-14.

X

Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpun (LVG106F)

Markmiðið er að virkja umhverfisvæna hugsun í verki og tengja sjálfbærni í textíl við sjálfbæran og ábyrgan lífsstíl. Markmiðið er einnig að ná utan um þá þætti sem textílgreinin hefur upp á að bjóða í slíkum aðgerðum. Hvatt er til sjálfbærrar hugsunar, sköpunar og nývirkni, það að búa til eitthvað alveg nýtt eða endurbæta fatnað og aðrar textílafurðir sem þegar eru til staðar. Fylgt er eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og aðferðafræði og ferli hönnunar og nýsköpunar; frá þörf og þekkingu á viðfangsefni og tæknilegum aðferðum til þróunar hugmynda og tilrauna í leit að lausnum. Á námskeiðinu eru gefin upp verkfæri, textílaðferðir og lausnir, en helst ræður för hvaða efni eða fatnaður stendur til boða að endurskapa eða endurnýta hverju sinni. Lögð er áhersla á persónulega sköpun við nálgun viðfangsefna og sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnar eru skýrslur eða greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi faggreinarinnar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd.

X

Meinalíffræði - hvernig sjúkdómar verða til - áhrif erfða og umhverfis (LÆK015F)

Í námskeiðinu er fjallað um hvaða líffræðilegar breytingar liggja að baki sjúklegu ástandi og hvaða þátt erfðir og/eða umhverfi eiga þar í. Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað nemendum í framhaldsnámi í læknadeild sem ekki hafa lesið læknisfræði.  Fyrirlesarar flytja yfirlitserindi um valið efni innan þess efnisflokks sem nefndur er og velja síðan eina nýlega vísindagrein um skylt efni sem nemandi er fenginn til að kynna og gagnrýna. Greinum um hvert umfjöllunarefni er dreift til nemenda í upphafi námskeiðsins svo að allir geti komið undirbúnir og tekið þátt í umræðum.

Form: Tíu skipti, tvöfaldir tímar, fyrirlestur í fyrri tímanum og kynning nemanda á viðeigandi tímaritsgrein í þeim seinni.

Námskeiðið fer fram á ensku.

X

Themes on International and European Union Environmental Law (LÖG110F)

Í námskeiðinu er fjallað um lagalegan grundvöll og meginreglur alþjóðlegs umhverfisréttar og umhverfisréttar Evrópusambandsins. Námskeiðið er tvískipt. Í fyrri hluta þess, sem byggir á gagnvirkum fyrirlestrum með þátttöku nemenda, verður megináherslan lögð á að skýra og fjalla um lagalegan grundvöll umhverfisréttar hvors réttarsviðs, meginreglur þeirra, þ.m.t. sjálfbæra þróun, sjálfbærni og heimsmarkmið SÞ, áhrif alþjóðlegs umhverfisréttar á umhverfisrétt Evrópusambandsins, þróun lagalegra lausna og áhrif réttarframkvæmdar. Jafnframt verða helstu efnissvið réttarsviðanna kynnt. Í seinni hluta námskeiðsins, verða tiltekin efnissvið alþjóðlegs umhverfisréttar og umhverfisréttar Evrópusambandsins krufin til mergjar á gagnrýninn hátt sem krefst virkrar þátttöku og frumkvæði nemenda. Meðal þessara efnissviða er vernd líffræðilegar fjölbreytni, varnir gegn mengun, þátttökuréttindi og aðgangur að dómstólum, mannréttindi og umhverfið, og málefni norðurslóða. (Sjá einnig LÖG187.F, Þverþjóðlegur loftslagsréttur).

X

Umhverfismannfræði (MAN509M)

Námskeiðið fjallar um rannsóknir mannfræðinnar og annarra fræðigreina félags- og mannvísinda á náttúru, umhverfi og tengslum manneskjunnar og umhverfis hennar. Ýmis grunnhugtök og fræðilegar hugmyndir sem umhverfismannfræðin og skyldar greinar nota verða kynnt og rædd.

Gerð er grein fyrir ýmsum tilraunum til að varpa ljósi á tilurð og einkenni ýmissa menningarstofnana og félagslegra ferla með skírskotun til vistkerfa og efnislegra skilyrða sem forsendu tilvistar þeirra. Þá verður vikið að gagnrýni sem þessi sjónarmið hafa sætt. 

Sérstaklega verður vikið að þeim nýju viðhorfum sem skapast hafa í umhverfismálum á síðustu árum, meðal annars hvað varðar auðlindanýtingu af ýmsu tagi og umhverfishyggju.

Síðast en ekki síst verður farið yfir ýmsa snertifleti loftslagsbreytinga og samfélaga víða um heim. Loftslag, loftslagsbreytingar og samfélög og menning verða einnig skoðuð í sögulegu ljósi, út frá ýmsum kenningum sem hafa komið fram um samband þeirra og gagnkvæm áhrif.

Nokkur etnógrafísk dæmi um samspil manns og umhverfis eru höfð til hliðsjónar í námskeiðinu. 

X

Hnattræn heilsa (MAN0A3F)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu forgangsverkefni á fræðasviði hnattrænnar heilsu (e. global health). Fjallað verður um mismunandi sjúkdómsbyrði landa, ójöfnuð og helstu félags- og efnahagslegu áhrifaþætti á líf og heilsu fólks í hnattvæddum heimi. Sérstök áhersla verður á að skoða heilsu mæðra, nýbura, barna og ungs fólks frá hnattrænu sjónarhorni og uppbyggingu heilbrigðiskerfa til að veita góða og tímanlega þjónustu. Jafnframt verður fjallað um áskoranir í næringu þjóða og geðheilbrigði og forvarnir og samfélagslega þýðingu sýkinga eins og malaríu, berkla, HIV/AIDS, kóleru, Ebólu og COVID-19. Þá verður fjallað um áhrif umhverfis, ofbeldis, menningar, neyðarástands og starf alþjóðlegra stofnana og þróunarsamvinnu, Heimsmarkmiðin og siðfræðileg álitamál.

Vinsamlega athugið að ef þörf krefur vegna þátttöku erlendra nemenda þá verður námskeiðið kennt á ensku.

X

Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)

Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.

Dæmi um viðfangefni:

  • Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
  • Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
  • Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
  • Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
  • Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
  • Námskrárbreytingar
X

Stjórnun friðlýstra svæða- Vettvangsnámskeið á Suðausturlandi (UAU109F)

Námskeiðið er kennt í fimm vikur í upphafi haustmisseris, þar af fimm daga vettvangsferð í Vatnajökulsþjóðgarð og fleiri friðlýst svæði.

Markmið námskeiðsins er að fjalla á heildstæðan og gagnrýninn hátt um tilgang og aðferðir stjórnunar á svæðum þar sem náttúran nýtur verndunar af hálfu opinberra aðila. Áhersla er á Vatnajökulsþjóðgarð, með sérstöku tilliti til tengsla hans við nærsamfélögin á Suður- og Suðausturlandi. Fjallað verður m.a. um tilurð og gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn, hugmyndafræði verndarflokkunar hjá IUCN og í íslenskum lögum, skilgreiningu viðmiða fyrir verndun og nýtingu innan friðlýstra svæða, álitamál og erfiðleika við framkvæmd verndaráætlunar, þátttöku heimamanna í ákvarðanatöku og hlutverk þjóðgarðsins í sjálfbærri þróun jaðarbyggða. Námskeiðið fer að mestu fram á Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, en einnig verða önnur friðlýst svæðið heimsótt í ferðinni. Í upphafi námskeiðsins eru haldnir fyrirlestrar í Reykjavík til kynningar á viðfangsefnum þess þar sem kennarar og sérfræðingar frá ýmsum stofnunum flytja erindi. Vettvangsferðin sjálf stendur yfir í fimm daga og samanstendur af vettvangsferðum um þjóðgarðinn, ásamt fyrirlestrum og umræðutímum. Gist er á Reynivöllum í Suðursveit. Nemendur bera sjálfir kostnað af gistingu og fæði á meðan á vettvangsnámskeiðinu stendur.

Fyrirlestrar: 2x í viku 21. ágúst - 22. september
Vettvangsferð (5 daga): 5. - 9. september

X

Sjálfbær borg (UMV122F)

Námskeiðið leggur áherslu á mismunandi sjónarhorn á sjálfbærni í samhengi borga og annarra mannabyggða, og að lokum á spurninguna um hvað hugtakið sjálfbær borg þýðir. Hugmyndir um einnar plánetu mörk og öruggt athafnarými eru færðar yfir í samhengi borga til að sýna hlutverk þeirra í leitinni að sjálfbærum lifnaðarháttum, og til þess að sýna þau skilyrði sem þarf að uppfylla svo að borgin geti verið raunverulega sjálfbær. Námskeiðið kynnir nemendum fyrir helstu atriðum í þremur stoðum sjálfbærnis í samhengi mannabyggða. Hvað er vistfræðileg sjálfbærni þegar það kemur að borgum og öðrum mannabyggðum? Félagsleg? Efnahagsleg? Hvernig getum við sameinað þetta þrennt til að skapa sannarlega sjálfbæra mannabyggð? Velferð, hagvöxtur, bein og óbein vistfræðileg áhrif, tæknilegar og samfélagslegar lausnir og „feedback loops“ á milli þeirra er kynnt og rætt á gagnrýninn hátt.

X

Mannskepnur og önnur dýr (ÞJÓ110F)

Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðu, rafrænum fyrirlestrum og vettvangsferðum í náttúru og á söfn.

Samskipti manneskjunnar við önnur dýr er viðfangsefni þessa námskeiðs sem við nálgumst frá bæði fræðilegum og listrænum sjónarhornum. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni, um dýr að eigin vali, þar sem áhersla er einnig lögð á sjónræna framsetningu - t.d. teikningar eða ljósmyndir.  Í fyrirlestrum verður m.a. fjallað um hvítabirni, hvali, geirfugla og lunda og nýlegar rannsóknir á þeim.  Fjallað verður um áhrifavald og ólíkar birtingarmyndir dýra í margvíslegu listrænu og menningarlegu samhengi, til dæmis í fornbókmenntum, þjóðsögum, munnmælum, kvikmyndum, fréttum, efnismenningu og ferðamennsku. Þá verður til dæmis hugað að „framhaldslífi“ dýra í formi listmuna, safngripa og minjagripa. Við munum skoða gripi í einkaeigu og á opinberum vettvangi og spyrja spurninga á borð við: hvað gerist þegar lifandi dýri er breytt í safngrip? Hvernig þróast og breytist merking dýrsins í ólíku samhengi? Hvernig mótast hugmyndir okkar um dýr? Tekist verður á við hlutverk ólíkra dýra í þekkingasköpun og mótun orðræðu um loftslagsmál og málefni norðurslóða, tengsl við ákveðin landsvæði og menningarhópa og hlutverk þeirra í ímynda- og sjálfsmyndasköpun bæði fortíðar og samtíma.  Stigið verður út fyrir hefðbundna ramma sem snúa að aðgreiningu manna/dýra og annarra lífvera um leið og við könnum samtvinnaða hugmynda- og vistheima þeirra.

Markmið

Markmið námskeiðs er að velta upp áríðandi spurningum og málefnum er snúa að sambúð fólks og dýra, loftlagsbreytingum, útrýmingu dýrategunda og sjálfbærni. Við munum íhuga hvernig listamenn, rannsakendur, aðgerðasinnar og söfn hafa tekið þátt í umræðu um þessi málefni og hvernig hægt sé að þróa umræðuna áfram. Við munum skoða hvernig mismunandi lista- og menningarminjasöfn miðla hugmyndum og upplýsingum um samband manna og dýra í gegnum safneign sína og sýningar. Nemendur eru hvattir til að nálgast, með gagnrýnum hætti, sjónrænt efni, muni, gripi og texta, bæði rafrænt en einnig með heimsóknum á söfn og sýningar. 

X

Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði (UMV123F)

Námskeiðið fjallar um ýmsa þætti tengda hringrásarhagkerfinu sem eru settir í samhengi byggingariðnaðarins, og miðar að lokum að því að svara spurningunni hvort umskipti byggingariðnaðarins yfir í hringrás séu möguleg. Fjallað verður um viðfangsefnið á hagnýtan hátt, með hliðsjón af umhverfislegum, lagalegum, pólitískum og efnahagslegum þáttum. Kjarnahugtök í hringrásarbyggingum verða kynnt (endurnýting og endurvinnsla efnis, hönnun fyrir sundurtöku/aðlögunarhæfni og möguleiki á samnýtingu rýmis) út frá raunverulegum dæmum. Námskeiðið mun kynna nemendum fyrir núverandi áskorunum og þeim möguleikum sem tengjast hringrásarbyggingu í íslensku, norrænu og evrópsku samhengi. Að lokum verða þær aðferðir, sem til eru við að mæla hversu hringlaga byggingar eru, ræddar á gagnrýnin hátt. Á grundvelli þess sem kennt er í námskeiðinu, leggja nemendur til lausnir við að auka hringrás ákveðins húss, byggt á efnisskrá þess.

ATH: Námskeiðið er ætlað meistaranemum í Byggingaverkfræði, Umhverfisverkfræði og Umhverfis- og auðlindafræði.

X

Sjávarútvegur og fiskeldi - AQFood (MAT704F)

https://www.nmbu.no/course/AQF200

Nemendur öðlast yfirsýn yfir sjávarútvegs- og fiskeldisiðnað heimsins með áherslu á Norðurlöndin. Áhrif ýmissa þátta við veiðar, s.s. áhrif fisktegundar, fæðis, árstíma veiða, veiðarfæra, á bestu hagnýtingu og gæða fiskafurða verða kynnt. Farið verður í áhrif veiðarfæra og skipa, verkunar og vinnslu, regluverk varðandi kvóta og meðhöndlun afla og sjálfbærar hagnýtingar á sjávarafurðum. Yfirferð á fiskeldisiðnaðinum felst m.a. í áhrifum fisktegunda, líffærafræði og þroskaferlar þeirra, vatnsnotkun og vatnsgæði, fiskfóður, eldi, heilbrigði fiska og sjúkdómar við fiskeldi, dýravelferð, sjálvbært fiskeldi, slátur- og söfnunaraðferðir.

Námskeiðið er hluti af AQFood meistaranáminu sem unnið er í samstarfi við DTU, NTNU, HÍ en kennt við NMBU. Námskeiðið er netnámskeið sem hægt er að taka í fjarnámi.

Námsefni samanstendur af fyrirlestrum sem hlaðið er upp á netið, ásamt æfingum og verkefnum. Nemendur skulu þá einnig vinna að stærra verkefni sem skila á inn verkefnaskýrslu um.

X

The Arctic Circle (UAU018M)

Með loftslagsbreytingum er talið að mikilvægi norðurslóða muni aukast á næstu áratugum þar sem náttúruauðlindir verða aðgengilegri og nýjar samgönguleiðir opnast. Á sama tíma skapast ógnir við viðkvæm vistkerfi og samfélög en efnhagsleg tækifæri verða einnig til. Arctic Circle samtökin mynda viðamikið tengslanet sem byggir á alþjóðlegu samstarfi og umræðu um framtíð norðurskautsins. Arctic Circle samtökin eru opinn og lýðræðislegur vettvangur með þátttöku ríkisstjórna, stofnana, fyrirtækja, háskóla, fræðimannahópa, umhverfissamtaka, samfélaga frumbyggja, almennra borgara og annars áhugafólks um þróun norðurskautsins og afleiðinga þess á framtíð jarðar. Árlega Arctic Circle ráðstefnan er stærsta alþjóðlega samkoman með áherslu á norðurskautið. Árlega mæta yfir 2000 þátttakendur frá yfir 50 löndum.

Á Arctic Circle ráðstefnunni hefur meðal annars verið fjallað um eftirtalin málefni:

  • Bráðnun íss og öfgakennd veður
  • Hlutverk og réttur innfæddra
  • Öryggismál á norðurslóðum
  • Innviðir fjárfestinga á norðuslóðum
  • Byggðaþróun
  • Innviðir flutningakerfa
  • Orkumál
  • Hlutverk Evrópu- og Asíuþjóða
  • Asía og Norðursjávarsiglingaleiðin
  • Lýðheilsa og velferð á heimskautasvæðum
  • Vísindi og þekking frumbyggja
  • Ferðamennska og flugsamgöngur á norðurslóðum
  • Vistkerfi og haffræði
  • Sjálfbær þróun
  • Þróun endurnýjanlegrar orku fyrir afskekkt samfélög
  • Tækifæri og ógnir við borun eftir náttúruauðlindum
  • Auðlindir á norðuslóðum
  • Viðskiptasamstarf á norðurslóðum
  • Úthöfin á norðurslóðum
  • Sjávarútvegur og lífrænar auðlindir
  • Jarðfræði og jöklafræði
  • Heimskautaréttur: sáttmálar og samningar
  • Heimur háður ís: norðurslóðir og Himalaya

Á námskeiðinu taka nemendur þátt í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu. Skyldumæting er fyrir nemendur á ráðstefnuna. Nemendur þurfa að mæta í tvær kennslustundir, eina stuttu fyrir ráðstefnuna og aðra stuttu eftir ráðstefnuna.

Arctic Circle Assembly verður 17. - 19. október 2024 í Hörpu.

Nemendur greiða skráningargjald á ráðstefnuna. Gjaldið er almennt nemendagjald með afslætti. 

X

Umhverfisstjórnun fyrirtækja (UAU108F)

Í þessu námskeiði er leitast við að kanna ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfinu. Miðað er við virka þátttöku nemenda með því að greina málefnum sem tengjast fyrirtækjum, umhverfismálum og hagaðilum, en það er t.d. gert með hermileikjum (simulations) og tilviksgreiningum (case studies).

Markmið námskeiðsins er að skapa skilning á og kenna nemendum að velja og nota nauðsynleg tæki til að leggja mat á markmið og taka ákvarðanir þegar kemur að umhverfis- og auðlindastjórnun í samhengi við sjálfbæra þróun. Þar má t.d. nefna Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Global Reporting Initiative og fleira.

Námskeiðinu er skipt upp í þrjá hluta. Í hluta eitt munum við kanna hver er uppruni og merking á ábyrgð fyrirtækja. Í öðrum hluta er lögð áhersla á það hvernig má stjórna og innleiða ábyrgð fyrirtækja. Í þriðja hluta munum við læra um ábyrgð fyrirtækja út frá áhrifum, gagnrýni og framtíðarhorfum.

Í lok námskeiðsins er gert ráð fyrir að nemendur hafi að nemendur hafi öðlist fræðilegan skilning á viðfangsefninu, geti beitt þeim aðferðum sem kenndar hafa verið og séu læsir á upplýsingar sem snúa að fyrirtækjum, umhverfistengdum viðfangsefnum þeirra og árangri og áhrifum.

X

Sjálfbærni og fjármál (UAU129F)

Í þessu námskeiði öðlast nemendur skilning á samspili umhverfisfræða og fjármálamarkaða.
Nemendur öðlast skilning á aðferðafræði grænna skuldabréfa, viðeigandi leiðbeiningar við smíði grænna og sjálfbærra fjármálaramma, ferli við útgáfu, uppbygging grænna ramma, vottun og helstu aðferðir og hugtök við framsetningu áhrifaskýrslna. Nemendur öðlast færni í uppbyggingu sjálfbærra fjármálaramma og hvernig þeir eru nýttir, sér í lagi innan fjármálafyrirtækja. Farið er yfir sjálfbærniáhættumat, uppbyggingu aðferðafræða við greiningu UFS (umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir) áhættu og nýtingu niðurstaða við fjárfestingaákvarðanir og uppbyggingu eignasafna. Farið er yfir helstu lykiltölur sem fjármálafyrirtæki þurfa að þekkja varðandi útlána og fjárfestingasöfn sín, s.s. GAR (Green asset ratio) og BTAR (book taxonomy aligned ratio). Farið er yfir tegundir loftslagsáhættu samkvæmt TCFD (Task force on climate related financial disclosures). Nemendur læra um aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga og áhrifafjárfestinga og hvaða markmiðum fjárfestar sækjast eftir við slíkar fjárfestingar. Nemendur öðlast skilning á viðeigandi regluverki varðandi upplýsingagjöf, sér í lagi flokkunarreglugerð Evrópusambandsins (EU Taxonomy) og tengdum reglugerðum. Nemendur læra um fjármagnaða losun gróðurhúsalofttegunda með aðferðafræði PCAF (Partnership for Carbon Accounting Financials). Að lokum læra nemendur um þróun samspils á milli tryggingageirans og sjálfbærni.

X

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.

Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.

X

Spurningalistakannanir (FÉL089F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að hanna og framkvæma spurningalistakannanir. Rætt verður um helstu úrtaksaðferðir og tegundir spurningalistakannanna (símakönnun, netkönnun o.s.frv.). Fjallað verður um helstu atriði í spurningalistagerð; einkanlega um orðalag og samhengi mælitækja (spurninga). Enn fremur verður fjallað um grundvallaratriði í mælingafræði og aðferðir til þess að meta áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Í þessu samhengi verður farið yfir notkun þáttagreiningu (factor analysis) og atriðagreiningu (item analysis). Áhersla er lögð á að nemendur fái verklega reynslu af framkvæmd og úrvinnslu kannanna.

Að jafnaði er þetta námskeið kennt annað hvert ár.

X

Vettvangsaðferðir (MAN601F)

Fjallað er um vettvangsaðferðir mannfræðinnar og nemendur þjálfaðir í beitingu þeirra. Áhersla er lögð á siðfræðileg álitamál, rannsóknaráætlanir, vettvanginn, þátttökuathugnanir, mismunandi tegundir viðtala, notkun myndrænna gagna, öflun heimilda, greiningu gagna og kynningu niðurstaðna.

X

Hagnýt gagnagreining (MAS202M)

Námskeiðið fjallar um tölfræðiúrvinnslu í forritinu R. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunnþekkingu í tölfræði og tölfræðihugbúnaðnum R. Æskilegt er að nemendur þekki til margbreytu aðhvarfsgreiningar (e. multiple linear regression). Nemendur læra að beita hinum ýmsu tölfræðiaðferðum í R (ss. classification methods, resampling methods, linear model selection og tree-based methods). Námskeiðið er kennt á tólf vikum og verður það á vendikennsluformi þar sem nemendur lesa námsefni og horfa á myndbönd áður en þeir mæta í tíma og fá svo aðstoð með fyrirliggjandi verkefni í tímum.

X

Hagnýt tölfræði (STJ201F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist skilning á eðli hinnar vísindalegu aðferðar og undirstöðuþekkingu í að greina tölfræðileg gögn sem notuð eru við margs konar opinbera ákvarðanatöku. Farið er yfir hugtök á borð við orsök, réttmæti og áreiðanleika. Fjallað er bæði um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, þar á meðal um breytur, gildi, miðlægni, staðalfrávik, úrtök, marktækni og tilgátuprófanir. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist færni í að greina og meta megindlegar rannsóknir með tilliti til aðferðafræði og jafnframt að þeir geti sótt gögn og framkvæmt einfaldar tölfræðiaðgerðir í töflureikni. 

X

Eigindleg aðferðafræði (STJ203F)

Qualitative Methods provides students with an introduction to some of the most commonly used qualitative methods and methodological tools in political science. The main focus in the course is on case studies (including process tracing) and various tools and techniques used within case studies, e.g., qualitative content analysis, interviewing, and focus groups. One part of the course is also dedicated to discourse analysis. The course begins with a very brief introduction to philosophy of science and outlines basic ontological, epistemological and methodological issues in the social sciences. The remainder of the course is dedicated to the methods and tools/techniques listed above. Students will gain a deeper understanding of the philosophical underpinnings, assumptions and ambitions of the different methods, but they will also gain practical experience as to the design and execution of research within the different traditions.

The course is designed in a highly interactive way and emphasizes active student participation. It is expected that students have done at least the required reading assigned for the given day and are ready to participate in group work and discussions in class. There are two types of classes in this course: lecture & discussion classes and workshops. Each lecture & discussion class will be divided into three parts: a short agenda-setting lecture by the lecturer (40 minutes), group work (40 minutes), and a concluding general discussion (40 minutes). This design is highly effective with regard to achieving the course’s learning outcomes, but it also requires that students have familiarized themselves with the assigned reading for the day. In the workshops, the class will be divided into two groups (A and B).

X

Hlutverk og stefnumótun alþjóðastofnana (ASK201F)

Alþjóðastofnunum hefur fjölgað verulega frá lokum síðari heimsstyrjaldar og samskipti ríkja fara í vaxandi mæli fram innan veggja þeirra. Í námskeiðinu verður gerð grein fyrir kenningum um eðli og hlutverk alþjóðastofnana og þeim ferlum sem stjórna starfsemi þeirra.

Í stað þess að fjalla sérstaklega um sögu og skipulag einstakra stofnana, mun þetta námskeið leggja áherslu á að kanna hið pólitíska kerfi sem liggur til grundvallar samstarfs ríkja innan alþjóðastofnana. Að hvaða leyti eru alþjóðastofnanir sjálfstæðir aðilar í alþjóðakerfinu?  Hverjir hafa áhrif á alþjóðastofnanir og hvernig gera þeir það? Hvernig eru alþjóðastofnanir fjármagnaðar og hvaða áhrif hefur það á rekstur þeirra? Hvers konar fólk vinnur í alþjóðastofnunum og hvaða áhrif hefur það á stofnanirnar sem það vinnur hjá? Þessum, og fleiri, spurningum verða gerð skil á námskeiðinu.

Nemendur munu kynnast þeim margvíslegu rannsóknaraðferðum sem nýttar eru til að svara þessum spurningum. Lesefni námskeiðsins er fjölbreyttt og við munum m.a. nýta okkur sögulegar rannsóknir, tilviksrannsóknir,  og bæði eigindlegar og megindlegar fræðigreinar og bókakafla. Lögð verður sérstök áhersla á nýlegar rannsóknir á sviði alþjóðastjórnmála svo nemendur fá góða yfirsýn yfir stöðu fræðasviðsins. Markmið námskeiðsins er því tvíþætt: í fyrsta lagi, að nemendur öðlist skilning á þeim þáttum, bæði pólitískum og stjórnsýslulegum, sem stýra starfsemi alþjóðastofnana og, í öðru lagi, að gera nemendum kleift að kryfja og vinna með fjölbreyttar rannsóknir á sviði alþjóðastofnana í sinni eigin rannsóknarvinnu.

Námskeiðið byggir á helstu kenningum í alþjóðasamskiptum en ekki er gert ráð fyrir að nemendur búi yfir þekkingu á einstökum stofnunum umfram það sem almennt mætti telja eðlilegt af nemanda með áhuga á alþjóðamálum. Þar sem við á verður bætt við ítarefni fyrir á sem þurfa að kynna sér grunnstarfsemi einstakra stofnana betur. Áhersla verður lögð á stóru alþjóðlegu stofnanirnar, eins og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en við munum einnig fjalla um svæðisbundnar stofnanir, eins og Evrópuráðið, alþjóðleg félagasamtök (INGOs) og aðkomu einkaaðila að alþjóðakerfinu.

X

Nýsköpun og gerð viðskiptaáætlana (IÐN202M)

Markmið: Gera nemendur færa um að skilja eðli og ferli nýsköpunar, einkenni og virkjun frumkvæðis og skrifa viðskiptaáætlun fyrir tiltekna hugmynd. Fjallað verður um öll atriði er tengjast gerð viðskiptaáætlana. Þar er einkum um að ræða; hugmyndaleit, hugmyndamat og skilgreining á viðskiptahugmynd (þörf og lausn). Markaðsmál, sölumál og samkeppni varðandi hugmyndina og framsetning eftirpurnarfalls. Tæknin sem lausnin byggir á og tæknileg sérstaða lausnarinnar. Gerð framkvæmdaáætlunar fyrir tæknilega útfærslu lausnarinnar (verk- og tímaáætlun). Vernd hugverka og einkaleyfi. Gerð stofnkostnaðar- og fjármögnunaráætlunar. Gerð fjárhagsáætlana; rekstrar- og greiðsluáætlun ásamt áætlun um efnahagsreikning og arðsemis- og andvirðismat. Útreikningur ýmissa lykiltalna. Umfjöllun um stofnendur, eigendur og stjórnskipulag. Verkefnavinna: Þátttakendur vinna verkefni á grundvelli hugmyndaleitar og hugmyndamats. Verkefnin eru annað hvort sprottin úr hugmyndum þátttakenda eða tengjast starfandi fyrirtækjum. Verkefnin eru unnin í þriggja manna hópum og skila nemendur 4 áfangaskýrslum og verja verkefnin munnlega í lok misseris. Lokaskýrsla skal vera fullmótuð viðskiptaáætlun ásamt arðsemismati og tillögum um hvernig verkefninu skuli hrint í framkvæmd.

X

Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I) (IÐN222F)

Þetta námskeið er fyrri hluti af tveimur námskeiðum á sama misseri og  gert er ráð fyrir að nemendur taki báða hlutana (IÐN222F og IÐN216F)  Þessi fyrri hluti námskeiðsins, IÐN222F Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I),  er kenndur á vikum 1-7 á vormisseri. Í námskeiðinu er farið á praktískan hátt yfir ferli nýsköpunar í viðskiptum. Farið er yfir fæðingu viðskiptahugmyndar og fyrsta mat á viðskiptatækifærinu, þróun og prófun viðskiptalíkans. Þessi hluti námskeiðsins byggir á fyrirlestrum og dæmisögum sem taka á ýmsum þáttum nýsköpunar- og viðskiptaþróunar: Greining viðskiptatækifæra, mat á markaðsstærð og einingaframlegð, stjórnun nýsköpunareininga, fjármögnun og fleira. Einnig eru unnin verkefni þar sem þar sem nemendur beita aðferðum námskeiðsins á afmörkuð verkefni í afurða- og viðskiptaþróun bæði í nýjum og starfandi fyrirtækjum.

X

Myndvinnsla og landgreiningar í jarðfræðirannsóknum (JAR251F)

Vikulegar æfingar þar sem nemendur vinna með eftirfarandi sérsvið:

  1. Gagnagreining og úrvinnsla með stór gagnasöfn: Google Earth Engine. Farið verður yfir notagildi, skriftir og túlkun. Unnið verður með hitagögn úr gervitunglum, tengd eldvirkni eða jarðhita, og jafnframt farið yfir helstu lögmál hitafjarkönnunar og mikilvægi leiðréttinga vegna lofthjúps. Einnig verður unnið verkefni tengt náttúrufarsbreytingum, með fjölrófsgögnum. Tvær vikur.
  2. Fjarkönnun með drónum. Lagalegt umhverfi og áskoranir við gagnaöflun. Notagildi, helstu skynjarar og tækjabúnaður. Skipulag gagnasöfnunar m.t.t. upplausnar og yfirgrips. Úrvinnsla gagna: myndmósaík, þrívíddarlíkön og flokkun. Tenging við viðkomandi fræðasvið og túlkun. Unnið verður með fjölbreytt gögn úr drónum: Ljósmyndir, hitamyndir, lidargögn. Ýmis sérhæfð forrit og búnaður. Tvær vikur.
  3. Jarðsjármælingar. Farið verður yfir eðli og notagildi jarðsjármælinga fyrir jarðvísindi og fornleifafræði. Vettvangsferð til að afla gagna og þjálfa notkun búnaðar. Túlkun og samþætting við önnur gögn. Í sömu ferð verður farið yfir notkun dróna og vettvangsgeislamælis. Ein vika.
  4. Fjölgeislamælingar. Fjallað verður um eiginleika fjölgeislamælinga og kortlagningu hafsbotnsins. Unnið verður með fjölgeislagögn í tölvuveri, útbúin þrívíddarkort sem túlkuð eru m.t.t. jarðfræði hafsbotnsins. Ein vika.
  5. Ratsjárgögn. Eiginleikar ratsjármælinga úr gervitunglum og notagildi í umhverfisvísindum og rauntímaeftirliti. Unnið verður með SNAP hugbúnað og nemendur velja sér verkefni til að vinna með: Flóðakortlagning, landhæðarbreytingar, mengunarvöktun. Ein vika.

Nemendur skrá kerfisbundið gögn af ólíkum uppruna inn í landupplýsingakerfi. Farið verður yfir ýmsar myndvinnsluaðferðir og LUK greiningar: Hnitsetningu, skerpingu, flokkun, kvörðun, greiningu á jöðrum, mynstri og breytingum, brúun, þrívíddargreiningar, rúmmálsútreikninga og líkangerð.

 

X

Loftslagsbreytingar; fortíð nútíð og framtíð (JAR257F)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum innsýn í nýjustu rannsóknir á loftslagsbreytingum fyrri jarðsögutímabila og fram á okkar tíma, auk þess sem áhersla verður lögð á þá aðferðafræði sem notuð er við öflun upplýsinga um veðurfar. Skoðaðar verða náttúrulegar loftslagssveiflur á mismunandi tímaskölum og hugsanlegar ástæður þeirra ræddar. Hlýnun í nútíð og framtíð verður sett í víðara samhengi við veðurfarsbreytingar á nútíma (síðustu 11700 ár). Námskeiðið er á fyrirlestraformi, þar sem kennari og nemendur taka fyrir í hverjum tíma nýlegar greinar úr ritrýndum tímaritum um umhverfis- og loftslagsbreytingar. Umræður með þátttöku allra fylgja í kjölfarið, þar sem nemendur taka þátt í að stjórna umræðum. Nemendum er ætlað að halda fyrirlestra yfir misserið um valin efni sem snerta markmið námskeiðs og skila lokaverkefni tengt þema námskeiðsins, auk þess að taka þátt í að stjórna umræðum. Minni verkefni verða einnig lögð fyrir nemendur á misserinu.

Þetta er sjö vikna námskeið og fyrirkomulagið eru sex viðverutímar á formi fyrirlestra-, hópvinnu- og verklegra tímar. Væntanlegt nemenda-vinnuálag í þessu námskeiði er um 190 tímar (c.a. 25 tímar per einingu) og þar af er skráður heildarfjöldi viðverutima 40.

X

Ferðamennska á norðurslóðum: Iðkun og upplifun (LAN214F)

Námskeiðið verður kennt frá byrjun mars – maí 

Námskeiðið fjallar um ferðamennsku á norðurslóðum með áherslu á upplifun ferðamanna og tengsl ferðamennsku við samfélög og landslag á norðurslóðum. Markmið þess er að kynna nemendum rannsóknir og kenningar sem tengjast iðkun, upplifun og framkvæmd ferðamennsku á norðurslóðum. Spurningar um tengsl gesta og gestgjafa, þróun ferðaþjónustu og upplifunar ásamt samfélagsleg og umhverfisleg áhrif ferðamennsku verða teknar til skoðunar. Kennsla er byggð á rannsóknum þar sem beitt er ólíkum fræðilegum sjónarhornum og mismunandi tilvik/dæmi eru kynnt.

Auglýsing um aðgang að námskeiðinu er send til framhaldsnema í byrjun hvers árs. Athugið að takmarkaður fjöldi námsplássa er í boði og ganga nemendur Land- og ferðamálafræði fyrir. Skráning í námskeiðið fer fram í gegnum MS-SENS

X

Náttúruvá og samfélag (LAN215F)

Í námskeiðinu er fjallað ítarlega um þann vanda sem náttúruvá af ýmsu tagi skapar samfélögum af mismunandi gerð og við ólíkar aðstæður. Framlag landfræði og félagsvísinda til þekkingar á náttúruvá og tengslum hennar við samfélagið er rakið. Farið er yfir helstu fræðileg hugtök og kenningar til að varpa ljósi á viðbrögð fólks og aðlögun þess að náttúruvá. Áhættuhugtakið er skoðað sérstaklega og gerð grein fyrir rannsóknum á skynjun einstaklinga og hópa á áhættu tengdri náttúruvá. Einnig er skoðað hvernig unnt er að leggja hlutlægt mat á áhættu og draga úr áhrifum atburða, staðbundið eða á stærri svæðum. Almannavarnahringrásin er kynnt og fjallað um hlutverk og ábyrgð hinna ýmsu viðbragðsaðila. Dæmi eru tekin af tilteknum atburðum í ríkari og fátækari hlutum heimsins. Nemendur kynna sér og safna gögnum um tiltekna atburði ítarlega, greina þau og rökræða viðbrögð og afleiðingar. Íslenskar rannsóknir landfræðinga og annarra á þessu sviði verða skoðaðar sérstaklega. Einnig fara nemendur í kynnisheimsóknir til íslenskra aðila og stofnana sem sinna almannavörnum og viðbragði við náttúruhamförum.

X

Umhverfis- og samfélagsleg ábyrgð í ferðamennsku (LAN417F)

Samfara auknum umsvifum ferðaþjónustunnar út um allan heim aukast umhverfis- og samfélagsleg áhrif ferðamennsku jafnt og þétt. Það er því mikilvægt að nemendur í ferðamálafræði og skyldum fagsviðum þekki og skilji þessi áhrif og geti beitt viðeigandi aðferðum til að stýra þeim. Enn fremur er mikilvægt að nemendur skilji hlutverk þessara áhrifa í víðara samhengi og tengsl þeirra við loftlagsbreytingar og sjálfbæra framtíð. Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu nemenda á umhverfis- og samfélagslegri ábyrgð í ferðamennsku og mikilvægi hennar í uppbyggingu sjálfbærrar ferðamennsku. Áhersla verður lögð á að greina umhverfis- og samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu. Kynnt verða mismunandi umhverfisstjórnunarkerfi og umhverfisvottanir í ferðaþjónustu og samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja rædd. Mismunandi nálganir, tæki og aðferðir sem notaðar eru á sviði umhverfisstjórnar og samfélagslegrar ábyrgðar verða enn fremur kynnt.

X

Skipulag byggðar og lands (LAN610M)

Í námskeiðinu eru kynntar helstu kenningar, hugtök og viðfangsefni skipulagsfræði, söguleg þróun skipulagsgerðar og stjórnkerfi skipulagsmála.

Megináhersla námskeiðsins er á hagnýtar aðferðir við skipulagsgerð, sérstaklega fyrir skipulag stærri landfræðilegra heilda, eins og þéttbýlisstaða, sveitarfélaga eða landshluta. Nemendur kynnast og þjálfast í að beita ólíkum aðferðum við gagnaöflun, greiningu og túlkun á byggð, samfélagi, náttúrufari og ólíkum hagsmunum varðandi þróun byggðar og nýtingu lands, vegna skipulags tiltekins svæðis. Farið er yfir aðferðir til að leggja mat á aðstæður, áskoranir og tækifæri á skipulagssvæðinu. Einnig aðferðir við mótun og framsetningu skipulagstillagna og stefnu í skipulagi.

Fyrirlestrar, umræðutímar og verkefnavinna. Einstaklings- og hópverkefni.

X

Gróðurríki Íslands og jarðvegur (LÍF615M)

Kennt á móti LÍF 606M og ráða skráningar hvort námskeiðið er kennt. Íslenska háplöntuflóran; samsetning, fjölbreytni, staða í flóruríki jarðar. Heimskautaflóran: uppruni, kerfisfræði, vistfræði. Líflandafræði flórunnar við Norður Atlantshaf. Ísöld á norðurhveli, ísaldarlok á Íslandi og í Evrópu og gróðursaga á nútíma. Tilgátur um aldur og uppruna íslensku flórunnar og heimskautaflóru á norðurhveli. Íslenskur jarðvegur; myndun, sérkenni, eyðimerkurmyndun. Gróðurbreytingar eftir landnám. Flóra Íslands og útbreiðsla um landið, búsvæði og líffræðileg fjölbreytni. Válistategundir. Aðferðir til að lýsa og flokka gróður. Íslensk gróðurlendi: flokkun, útbreiðsla, umhverfi og nýting. Verkleg kennsla fer að hluta til fram að sumari til: 4 daga sumarnámskeið.

X

Landvistkerfi (LÍF660M)

Fjallað verður um eftirfarandi efni:

Fæðuvefir og samfélög landvistkerfa bæði ofanjarðar og neðan. Hlutverk lífvera og annarra þátta við mótun búsvæða á landi. Samband líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfisferla, m.a. frumframleiðslu og hringrás næringarefna. Áhrif einstakra lífveruhópa og eiginleika þeirra, einkum plantna og grasbíta, á vistkerfisferla, stöðugleika og þanþol vistkerfa. Áhrif loftslagsbreytinga og landnýtingar á vistkerfi, með áherslu á norðurslóðir. Sérstaða íslenskara vistkerfa. Endurheimt hruninna og hnignaðra vistkerfa. Helstu aðferðir við rannsóknir á landvistkerfum.

X

Vistvæn nýsköpun matvæla (MAT612M)

Námskeiðið er unnið í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Matís ohf. 

Megin markmið áfangans er að þróa nýja vöru frá hugmynd að tilbúinni vöru með sjálfbærni að sjónarmiði. Sem liðir í því verða gerðar frumgerðir (prótótýpur), umbúðir verða hannaðar, gerðar verða markaðs- og viðskiptaáætlanir og rýnt verður í nauðsynlega framleiðsluframleiðsluferla fyrir vöruna. Útkoma verkefnanna geta orðið að nýrri vöru og verið kynntar í Evrópukepninni Ecotrophelia. 

Námskeiðið byggist á samvinnu nemenda. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni í hóp og deili á milli sín verkefnum til að geta lokið kröfum námskeiðisins. Nemendur fá leiðsögn við hópamyndun og hópavinnu. Nemendur með ólíkan bakgrunn taka þátt í námskeiðinu og kennari sér til þess að hver hópur hafi góða samsetningu nemenda með ólóka hæfni. 

Kennarar og sérfræðingar munu halda fyrirlestra um ýmsa þætti vöruþróunar, þar á meðal um gerð viðskiptaáætlana og umbúðagerð. Í lok námskeiðs halda svo nemendur kynningu á vörunum sínum. 

Nemendur munu þróa frumgerð af nýrri vöru og fá til þess fjárhagslegan stuðning og aðgang að tilrauna aðstöðu, nánari upplýsingar verða gefnar í fyrsta tíma námskeiðisins.  

Nemendum er stendur til boða að vinna verkefni sín í samstarfi við íslensk fyrirtæki í matvælaiðnaði. Nánari útskýringar verða gefnar við upphaf námskeiðsins.  

Matís ohf. veitir sérfræðiaðstoð við vöruþróun innan námskeiðisins.  

Lokaverkefni og námsmat námskeiðisins er tvískipt. Fyrst skilar hver hópur inn skýrslu um vöruna sem þróuð var, þar á meðal um viðskiptaáætlun, markaðssetningu og sjálfbærni vörunnar. Svo kynnir hver hópur vöruna sína og viðskiptaáætlun fyrir, kennurum, nemendum og dómsnefnd frá sammtökum iðnaðarinns fyrir nýsköpunar keppnina Ecotrophelia Iceland. Sigur liðið fær tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppni í vistvænni nýsköpun (Ecotrophelia) fyrir hönd Íslands. Þáttaka í Evrópukeppninni er valfrjáls en munnleg kynning í innanlandskeppninni er skilda í námskeiðinu. Frekari upplýsingar um keppnina má nálgast hér: https://eu.ecotrophelia.org/ 

Nemendur í Matvælafræði eru hvattir til að taka þetta námskeið samhliða námskeiðinu Vöruþróun matvæla (MAT609M), til að samnýta þekkingu og hæfni sem fæst í námskeiðunum og fá dýpri skilning á öllum hliðum vöruþróunar.  

Nemendur af öðrum námsbrautum eru hvattir til að taka þetta námskeið þar sem fjölbreytileki teymis og breiður þekkingargrunnur er mikill styrkleiki við þróun á vörum. Til að sannfærast er gott að lesa þetta https://shorturl.at/opxH3 eða þetta https://shorturl.at/boHM8 

X

Menning og andóf (MFR703M)

Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.

X

Stefnumótun stofnana (OSS201F)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum hagnýta þjálfun við gerð stefnumótandi áætlunar (strategic planning). Nemendur vinna slíka áætlun fyrir stofnun sem þeir velja. Byggt er á aðferðafræði John M. Brysons.  Skoðaðar verða mismunandi aðferðir við stöðumat, mótun stefnumiða og gerð stefnuáætlunar.  Fjallað verður um gerð árangursmælikvarða á grundvelli stefnumiða.  Fjallað er um fræðilegan bakgrunn aðferðarinnar.

X

Stjórntæki hins opinbera (OSS203F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur fái innsýn í grunnþætti opinbers rekstrar og önnur úrræði sem ríkið getur beitt til að ná markmiðum sínum. Fjallað verður um ýmis stjórntæki ríkisvaldisins, þar á meðal rekstur opinberra stofnana, markaðsvæðingu, fjárhagslega hvata, regluvæðingu og tryggingar/styrki og áhersla lögð á mat og notkun stjórntækjanna við ólíkar aðstæður. Umfjöllunin um hvert stjórntæki er jafnt á fræðilegum grundvelli sem og útlistun á notkun þeirra á Íslandi. Æskilegt er að nemendur hafi tekið námskeiðið OSS101F Rekstrarhagfræði, markaðsbrestir og ríkisafskipti.  

 

X

Sjálfbærnimenntun og nám (SFG207F)

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að beina sjónum að námi, kennslu og frístundastarfi sem stuðlar að sjálfbærni. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er netnámskeið og krafist er 80% skyldumætingar samkvæmt kennsluáætlun.

Dæmi um viðfangsefni eru:

  • Aðgerðastefna (e. activism) í námi og kennslu
  • Staðtengt nám og reynslunám
  • Breyting á hegðun
  • Náttúrfræðinám, tækni og sjálfbærni
  • Sköpun, þekkingarsköpun og félagsleg sjálfbærni
  • Háskólanám og nám fullorðinna
  • Formlegt og óformlegt nám
  • Sjálfbærni sem námssvið í mótun

X

Orkuvalkostir framtíðar (UAU213M)

Mannkynið er háð orku fyrir nánast allar athafnir í daglegu lífi. Helsti orkugjafinn sem notaður er í heiminum er jarðefnaeldsneyti, en sú staðreynd að mengun samfara notkun þess (gróðurhúsaáhrif, svifryk, ...) og að jarðefnaeldsneyti er í endanlegu magni, veldur því að leitin að öðrum orkugjöfum verður sífellt mikilvægari. Sjálfbærni í orkunotkun er krafan og í þessu námskeiði skoðum við mögulega valkosti í leit okkar að sjálfbærri orku. Til dæmis skoðum við vatnsafl, jarðvarma, sjávar-, vind- og sólarorku og lífeldsneyti (jafnvel kjarnorku). Einnig verður yfirlit yfir núverandi orkunotkun og jarðefnaeldsneyti.

Fyrir hvern orkugjafa verður farið yfir helstu lögmál er varða þá orku sem nýta skal. Einnig verður skoðað hverskonar umhverfisáhrif nýting getur haft í för með sér, stefnumótun og hagfræðilegar hliðar orkuvalkosta.

X

Verndunarlíffræði (UAU214M)

Loftslagsbreytingar, síaukinn fjöldi jarðarbúa (>8 milljarðar og vaxandi) og hnattvæðing eru meðal þeirra þátta sem hafa djúpstæð áhrif á náttúruleg búsvæði og vistkerfi plantna og dýra. Ein af stærstu afleiðingunum er tjón á líffræðilegum fjölbreytileika, en um ein milljón tegunda eru í útrýmingarhættu. Með verndunarlíffræði er leitast við að auka skilning á áhrifum mannsins á líffræðilegan fjölbreytileika með það markmiði að draga úr tjóni á honum og skapa lausnir til varðveislu. Verndunarlíffræði byggir á mörgum stoðum, meðal annarra vistfræði, þróunarfræði, hagfræði og auðlindastjórnun. Markmið námskeiðsins er að veita nemendum yfirgripsmikla sýn á undirstöður verndunarlíffræði, mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika, ógnir við hann og leiðir til að skapa lausnir til varðveislu og verndar. Meðal umfjöllunarefna eru saga verndunarlíffræði, mynstur og ferlar líffræðilegs fjölbreytileika; umhverfishagfræði; siðfræði varðveislu; útrýmingarhætta; sundrun, niðurbrot og eyðilegging búsvæða; loftslagsbreytingar og áhrif þeirra; ofnýting; innrás framandi tegunda; sjúkdómar; verndunarerfðafræði; varðveisla stofna, tegunda og vistkerfa; vernduð svæði; endurreisn; sjálfbær þróun og áskoranir framtíðar í samhengi verndunarlíffræði. Tengsl milli líffræðilegs fjölbreytileika og sjálfbærrar þróunarmarkmiða eru sýnd, eins og t.d. markmið 3, 11, 12, 13, 14 og 15.

X

Lífsferilsgreining (UAU215F)

Markmið: Að nemendur geti beitt aðferðum lífsferilsgreiningar til að greina umhverfisáhrif sem hljótast af framleiðslu og ferlum. Nemendur munu svo læra að skila niðurstöðum lífsferilsgreinina á réttan hátt og framkvæmt samanburðar- og næmnigreiningar. Einnig munu nemendur geta fundið svokallaða heita reiti innan lífsferla vöru eða framleiðsluferils sem hægt er að nýta til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Síðast en ekki síst munu nemendur læra að tileinka sér kerfislæga hugsun sem nauðsynleg, einn af grunnhæfniþáttum sjálfbærni.

Efni: Námskeiðið kennir nemendum að greina lífsferil vöru frá vöggu til grafar með aðferðum lífsferilsgreiningar (LCA). LCA er notað til að meta umhverfisáhrif vöru, framleiðsluferils eða þjónustu. Markmiðið með LCA er að bera saman líkar vörur, ferla og þjónustu. Einnig getur markmiðið verið að meta hvar í ferli hverrar vöru, ferils eða þjónustu hvar mestu neikvæðu umhverfisáhrifin verða. Þær upplýsingar nýtast við hönnun vörunnar sé um nýja vöru að ræða, eða til að breyta framleiðsluferlum og þannig lágmarka umhverfisáhrif. Einblínt verður að því að kenna bæði aðferðafræðina og hvernig hægt er að nota LCA sem verkfæri. Í námskeiðinu er farið í gegnum aðferðarfræðina allt frá skilgreiningu markmiðs, aðgerðareiningar og kerfismarka, útreikninga á notkun auðlinda og losun efna til andrúmslofts, vatns og jarðvegs. Svo bætist við túlkun niðurstaðna og næmnigreiningar. Einnig eru kynntar mismunandi aðferðir, hugbúnaður hugbúnaður til að reikna út umhverfisáhrif og notkun gagnabanka notaðir eru til þess að framkvæma lífsferilsgreiningar. Námsmat miðast við þátttöku í kennslustundum og skilum á einstaklings og hópaverkefnum sem unnin eru  námskeiðinu.

Þessi áfangi eykur færni nemenda á sviði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna númer 6, 7, 9, 11, 12, 13, 14 and 15.

Kennsluhættir: Kennt er með fyrirlestrum, tímaverkefnum, einstaklings heimaverkefnum og hópverkefnum.

X

Umhverfisskipulag (UMV201M)

Markmið: Nemendur fá yfirsýn yfir umhverfismál í heiminum með áherslu á helstu umhverfisáhrif vegna uppbyggingar þjóðfélaga og nýtingar á auðlindum. Nemendur læra að meta og bera saman mismunandi byggðamynstur og skipulagsmarkmið með tilliti til umhverfisáhrifa þeirra.

Efnisatriði: Námskeiðið gefur nemendum yfirsýn á umhverfisvandamál bæði í nærumhverfi og í heiminum. Áherslan er á greiningu og mat á áhrifum mismunandi landnotkunar á umhverfið. Dæmi um slíkar greiningar eru rannsökuð og leitað að mögulegum skipulagslausnum. Núverandi skipulagsstefna er skoðuð og metin með tilliti til verndunar umhverfisins.

Kennsla: Fyrirlestrar og hópvinna. Fyrirlestrar verða um helstu þemu sem verður nánar fjallað um í hópverkefnum. Í fyrirlestrum verður mikið af dæmum úr fræðilegum rannsóknum kynnt. Nemendur munu einnig taka þátt í fyrirlestrum með umræðum og litlum hópverkefnum.

X

Umhverfistækni (UMV402G)

Objective: To provide students with an overview of technology to clean and reuse waste and minimize pollution, in sewage treatment areas, air pollution control and waste management.

Topics: The course covers three main topics:

(1) Wastewater treatment and recovery. Physical, chemical and biological purification techniques are discussed in sewage, industrial school cleaning, advanced sewage treatment technology; sewage treatment and disposal of sewage.

(2) Air pollution control. Measurement techniques for air pollution will be addressed. Purification of sulfur oxides, nitrogen oxides, volatile organic carbons, HC substances; PM. Cleaning of mobile sources of air pollution, eg cars. 

(3) Úrgangsstjórnun. Farið verður í lágmörkun úrgangs, lífefnafræðilega umbreytingu úrgangs, minnkun hitamengunar, förgun úrgangs, meðhöndlun hættulegs úrgangs og endurnýtingu.

Kennsluhættir: Fyrirlestrar, dæmatímar, verklegar æfingar, heimaverkefni og hópvinnuverkefni. Kennd verða grunnfræðin og tækniþróun á sviði  hreinsunar og endurnýtingar í umhverfisverfkræði, með áherslu á skólp, loft og fastan úrgang. Heimaverkefni eru lögð fyrir til að hjálpa nemendum að tileinka sér efnið og til að vinna með hagnýt viðfangsefni á sviðinu. Í dæma- og umræðutímum verða lausnir heimaverkefna ræddar. Tilraunir verða framkvæmdar í tilraunastofu til þess að sýna hvernig mismunandi hreinsiferli virka og til að veita nemendum hagnýta reynslu.  Í hópvinnuverkefninu fá nemendur tækifæri á að fara yfir stöðu þekkingar á tilteknu sviði hreinsitækni, skrifa skýrslu og kynna munnlega. 

The course will be useful to students in the fields of environmental engineering, civil engineering, chemical engineering, biotechnology, environmental and natural resources, and life and environmental sciences.

X

Verndarsvæði í sjó (UAU260M)

Verndarsvæði í sjó gegna mikilvægu hlutverki til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika hafsins sem og við stjórnun fiskveiða og hverskonar annarri nýtingu. Stjórnun verndarsvæða í sjó er gjarnan í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og annarra staðbundinna aðila. Virk verndarsvæði í hafi eru þó enn fágæt og aðeins um 8% alls hafsvæðis eru alfriðað. Á næstu árum er hins vegar stefnt að verulegri aukingu slíkar svæða, en í nýju samkomulag um líffræðilega fjöldbreytni á vegum Sameinuðu þjóðanna (UN-CBD) var samþykkt að þau skuli ná yfir 30% allra hafsvæðis.  Mögulegt er að ná markmiðum verndarsvæða í sjó með góðum stjórnunar- og verndaráætlunum, virkri framkvæmd og eftirfylgni verndaráætlana sem og virku eftirliti. Notagildi verndarsvæða í sjó eru fjölmörg og margbreytileg en erfitt getur reynst að ná markmiðum um vernd, til dæmis vegna ólöglegra veiða og ef lögum og reglum er ábótavant. Góð þekking á staðháttum, góðar verndaráætlanir, nægt fjármagn og fjárfesting í mannauði eru nauðsynleg til að markmið verndarsvæða í sjó skili tilætluðum árangri. Í námskeiðinu verður fjallað um hugmyndafræði verndarsvæða í sjó, stofnun slíkra svæða, stjórnkerfi þeirra sem og verklag við gerð stjórnunar- og verndaáætlana.

Námskeiði verður kennt vikuna 13. - 17. maí í Stykkishólmi, með áherslu á verndarsvæði Breiðafjarðar.  Námskeiðið byggist á kennslu, vettvangsferðum og hópavinnu.

X

Vistvæn nýsköpun matvæla (MAT612M)

Námskeiðið er unnið í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Matís ohf. 

Megin markmið áfangans er að þróa nýja vöru frá hugmynd að tilbúinni vöru með sjálfbærni að sjónarmiði. Sem liðir í því verða gerðar frumgerðir (prótótýpur), umbúðir verða hannaðar, gerðar verða markaðs- og viðskiptaáætlanir og rýnt verður í nauðsynlega framleiðsluframleiðsluferla fyrir vöruna. Útkoma verkefnanna geta orðið að nýrri vöru og verið kynntar í Evrópukepninni Ecotrophelia. 

Námskeiðið byggist á samvinnu nemenda. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni í hóp og deili á milli sín verkefnum til að geta lokið kröfum námskeiðisins. Nemendur fá leiðsögn við hópamyndun og hópavinnu. Nemendur með ólíkan bakgrunn taka þátt í námskeiðinu og kennari sér til þess að hver hópur hafi góða samsetningu nemenda með ólóka hæfni. 

Kennarar og sérfræðingar munu halda fyrirlestra um ýmsa þætti vöruþróunar, þar á meðal um gerð viðskiptaáætlana og umbúðagerð. Í lok námskeiðs halda svo nemendur kynningu á vörunum sínum. 

Nemendur munu þróa frumgerð af nýrri vöru og fá til þess fjárhagslegan stuðning og aðgang að tilrauna aðstöðu, nánari upplýsingar verða gefnar í fyrsta tíma námskeiðisins.  

Nemendum er stendur til boða að vinna verkefni sín í samstarfi við íslensk fyrirtæki í matvælaiðnaði. Nánari útskýringar verða gefnar við upphaf námskeiðsins.  

Matís ohf. veitir sérfræðiaðstoð við vöruþróun innan námskeiðisins.  

Lokaverkefni og námsmat námskeiðisins er tvískipt. Fyrst skilar hver hópur inn skýrslu um vöruna sem þróuð var, þar á meðal um viðskiptaáætlun, markaðssetningu og sjálfbærni vörunnar. Svo kynnir hver hópur vöruna sína og viðskiptaáætlun fyrir, kennurum, nemendum og dómsnefnd frá sammtökum iðnaðarinns fyrir nýsköpunar keppnina Ecotrophelia Iceland. Sigur liðið fær tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppni í vistvænni nýsköpun (Ecotrophelia) fyrir hönd Íslands. Þáttaka í Evrópukeppninni er valfrjáls en munnleg kynning í innanlandskeppninni er skilda í námskeiðinu. Frekari upplýsingar um keppnina má nálgast hér: https://eu.ecotrophelia.org/ 

Nemendur í Matvælafræði eru hvattir til að taka þetta námskeið samhliða námskeiðinu Vöruþróun matvæla (MAT609M), til að samnýta þekkingu og hæfni sem fæst í námskeiðunum og fá dýpri skilning á öllum hliðum vöruþróunar.  

Nemendur af öðrum námsbrautum eru hvattir til að taka þetta námskeið þar sem fjölbreytileki teymis og breiður þekkingargrunnur er mikill styrkleiki við þróun á vörum. Til að sannfærast er gott að lesa þetta https://shorturl.at/opxH3 eða þetta https://shorturl.at/boHM8 

X

Kolefnisfótspor fyrirtækja (UAU027F)

Í þessu námskeiði öðlast nemendur færni í útreikningum á losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri fyrirtækja. Nemendur öðlast þekkingu á helstu aðferðafræðum við útreikninga, hvernig styðjast skal við gagnabanka og hvaða leiðir standa fyrirtækjum til boða við upplýsingagjöf (e. disclosure platforms), s.s. CDP, Nasdaq og GRI. Nemendur læra að þekkja umföng, notkun lífsferilsgreininga (LCA) við upplýsingagjöf, hvaða sjálfbærnimælikvarðar eru viðeigandi (e. material) og hvernig má skoða mótvægisaðgerðir í samhengi við rekstur fyrirtækja. Leiðbeiningar Greenhouse Gas Protocol eru grunnviðfangsefni námskeiðsins, enda eru þær leiðbeiningar gjarnan nýttar til grundvallar upplýsingagjöf. Við lok námskeiðs hafa nemendur færni til að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri og virðiskeðju fyrirtækja og setja fram á viðeigandi vettvangi. Nemendur þekkja einnig þróun í aðferðafræði á útreikningum losunar gróðurhúsalofttegunda, sér í lagi með tilliti til fjármálastarfsemi. Nemendur þekkja einnig hvernig upplýsingar sem þessar eru nýttar, s.s. með tilliti til ESG áhættumats. 

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

X

Umhverfishagfræði (UAU206M)

Í þessu námskeiði er fjallað um ýmsar veigamiklar hliðar umhverfishagfræði. Rætt er um efnahagslegt gildi umhverfisins, mismunandi not þess, kostnað við umhverfisrýrnun og svokallaða "græna" landsframleiðslu. Ennfremur er fjallað sérstaklega um land, landnotkun og landvirði. Þá er geta markaðskerfisins til að framkalla hagkvæma nýtingu umhverfisins rannsökuð, aðferðir til að lagfæra "mistök" í því efni skoðaðar og bornar saman við hugmyndir umhverfissinna.

X

Sjálfbær framtíð (UAU207M)

Markmið námskeiðsins er að þjálfa gagnrýna hugsun nemenda  og leiðtogahæfileika með sjálfbæra framtíð að markmiði. Námskeiðið mun kenna praktískar aðferðir sem minnka munu vistfótspor (e. ecological footprint), einstaklinga/fyrirtækja/stofnana/samfélags. Áhersla verður lögð á þverfræðileika og vísindalegan ramma sjálfbærni - byggðan á aðferðafræði "systems thinking". Nemendur munu læra að nýta vísindi í víðum skilningi til að styðja við regulgerðir (e. Policy), kynnast þeim eiginleikum og aðferðum sem þarf til að leiða breytingar þjóðfélaga í átt til sjálfbærni auk þeirra þátta sem nauðsynlegir eru þegar sjálfbær samfélög eru skipulögð.

Við lok námskeiðsins munu nemendur hafa öðlast hæfileika til að leiða breytingar samfélags í átt til sjálfbærrar framtíðar. Nemendur munu ma. annars geta leitt vinnustofur sem miða að sjálfbærni. Námsmat mun fara byggt á frammistöðu í vinnustofum, kynningum og hópverkefnum. 

Lotunámskeið, kennt yfir fjórar helgar. Dagsetningar á vormisseri 2023 eru: 20.-21. janúar, 10.-11. febrúar, 3.-4. mars og 24.-25. mars. 

X

Stefnumiðuð samfélagsábyrgð fyrirtækja (UAU247F)

Í þessu 13 vikna námskeiði er gert ráð fyrir virkri þátttöku nemenda. Námskeiðið tekur mið af þeirri hugmynd að þótt stjórnvöld og óhagnaðardrifin félög skipti sköpum fyrir nútímasamfélag eru það fyrirtæki sem leggja grunn að þeirri verðmætasköpun sem velferð samfélagsins byggist á, auk þess sem þau eiga sinn hlut í þeim vandamálum sem við er glímt. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin áhrif á samfélagið sem samanstendur af fjölmörgum hagaðilum sem og náttúrulegu umhverfi. Á móti kemur að það er samfélagið sem mótar leikreglur sem fyrirtæki starfa eftir sem og þær væntingar sem fyrirtæki taka mið af í þeirra ytra og innra umhverfi. Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, t.d. markmið 1-5, 8, 9, 10, 11, 12, 13 og 16, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Evrópsku ESRS sjálfbærnistaðlana, GRI skýrslugerðarstaðlana o.fl. Þessi samverkun fyrirtækja, samfélags (í víðasta skilningi þess orðs) og náttúrulegs umhverfis er viðfangsefni samfélagsábyrgðar fyrirtækja en nálgast þarf viðfangsefnið á stefnumiðaðan hátt.

Burtséð frá persónulegum skoðunum fólks á samspili viðskipta og samfélags þá eru hagnaðardrifin fyrirtæki mikilvæg. Í þessu námskeiði er leitast við að kanna víddir slíks samspils frá sjónarhóli ólíkra hagaðila. Það er gert á gagnvirkan hátt, með því að skoða og greina málefni sem tengjast samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, með hermileikjum (simulation) og með tilviksrannsókn (hópverkefni).

Námskeiðinu er skipt upp í sex megin hluta. Í fyrsta hluta er skoðað hvað samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja merkir, hverjir eru drifkraftar samfélagsábyrgðar. Í öðrum hluta er sjónum beint að sjónarhorni hagaðila og í þriðja hluta er fjallað um lagalega þætti. Í fjórða hlutanum er fjallað um hegðunarsjónarmið, í fimmta hlutanum um stefnumarkandi þætti samfélagsábyrgðar og í sjötta hlutanum um er áhersla lögð á sjálfbæra sýn og sjálfbæra verðmætasköpun.

X

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)

Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.

Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.

X

Þáttagerð. Vinnsla fræðilegs efnis fyrir útvarp (í samvinnu við RÚV) (BLF201M)

Markmiðið með námskeiðinu er að gefa nemendum tækifæri til að koma rannsóknum sínum og annarra á framfæri við hlustendur Ríkisútvarpsins, jafnframt því að rýna í samfélag og menningu á fræðilegum forsendum. Nemendum gefst um leið tækifæri til að kynnast útvarpinu sem miðli, fá reynslu af þáttagerð og kynnast verklagi reynds fjölmiðlafólks.

Á meðal þess sem rætt verður um á námskeiðinu er: Ríkisútvarpið sem miðill, útvarp sem farvegur fræða, gerð fléttuþátta fyrir útvarp, viðtöl við fræðimenn, hvernig nýta megi eigin sérfræðiþekkingu við dagskrárgerð og krafturinn sem býr í hinu ósagða.  Rætt verður um talmál og tónlist í safni Ríkisútvarpsins. Lögð verður áhersla á hvernig tækni hefur þróast varðandi varðveislu og afspilun og hvernig hægt er að flétta eldri upptökur inn í nýja dagskrá.

Auk þessa fræðast nemendur um handritsgerð, viðtöl og vinnu í hljóðstofu. Þættir nemenda verða á dagskrá Ríkisútvarpsins á komandi vetri.

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Almenn tölfræði fyrir meistara- og doktorsnema (LÆK101F)

Skyldunámskeið. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að almennri þekkingu og færni meistara- og doktorsnema í aðferðum vísinda. Farið er í lýsandi tölfræði, áhrifstölur, áreiðanleika og réttmæti, ályktunartölfræði, algengustu tölfræðipróf bæði stikabundin og óstikabundin og fjölþátta aðhvarfsgreiningar. Þá er nemendum kynnt tölfræðiúrvinnsla í tölvum í verklegum tímum.

X

Vettvangsaðferðir (MAN601F)

Fjallað er um vettvangsaðferðir mannfræðinnar og nemendur þjálfaðir í beitingu þeirra. Áhersla er lögð á siðfræðileg álitamál, rannsóknaráætlanir, vettvanginn, þátttökuathugnanir, mismunandi tegundir viðtala, notkun myndrænna gagna, öflun heimilda, greiningu gagna og kynningu niðurstaðna.

X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)

Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.

X

Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)

Markmiðið er að nemendur

  • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
  • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
  • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
  • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.

Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.

Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.

X

Kvik Kerfislíkön (UAU259F)

The System Dynamics approach, rooted in Systems Thinking, is best suited for the deconstruction and analysis of complex socio-economic environments and political systems. There is a growing call among scientists and practitioners today on systemic approaches to tackle complex problems such as the climate and environmental crises. System dynamics is a multidisciplinary approach that uses both qualitative and quantitative methods. It has been successfully applied for other complex socioeconomic questions such as for national planning models, analysing climate change policies, food market transformation, and government health policies.


This course aims to introduce students to thinking in systems, understanding the dynamic nature of system behaviour and acquiring basic system dynamic modelling skills.

Kennt frá 15 janúar í 5 vikur í fjarnámi á Canvas;  intensive kúrs á staðnum 19-26 febrúar; nemendakynningar 4-8 Mars

X

Aðhvarfsgreining (FMÞ501M, FMÞ501M)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að beita aðhvarfsgreiningu á eigin spýtur. Fjallað er um þau afbrigði aðhvarfsgreiningar sem hvað oftast eru notuð í rannsóknum á sviði félagsvísinda. Farið er í stjórnun breyta, notkun nafnbreyta, línuleg og ólínuleg líkön, aðferðir til þess að prófa miðlun breyta og samvirkni breyta og aðferðir til að nota breytur sem hafa skekkta dreifingu svo eitthvað sé nefnt. Fjallað er um forsendur aðhvarfsgreiningar og aðferðir til að fást við þær. Einnig er fjallað um "logistic" aðhvarfsgreiningu, þar sem háða breytan er tvígild nafnbreyta. Samhliða þessari umfjöllun verður farið í saumana á ályktunartölfræði, notkun marktektarprófa og túlkun niðurstaðna. Áhersla er lögð á að nemendur fái umtalsverða verklega reynslu af því að greina megindleg gögn. Kennari útvegar könnunargögn sem nemendur nota til þess að prófa þær aðferðir sem kenndar eru. Eftir fremsta megni verður reynt að samþætta fræðilegar spurningar og tilgátuprófun. Tölfræðiforritið SPSS fyrir Windows er notað.

X

Introduction to Arctic Studies (ASK117F)

This course provides a comprehensive foundation in Arctic studies. The essentials are covered, such as defining the field; identifying key actors; providing a brief regional history; and exploring current drivers and trends (especially the role of climate change). Class visits to Arctic-relevant entities in Reykjavik will also be undertaken.

The aim of this course is to provide students with a thorough grounding in the overall field of Arctic studies, in order that they may progress to more focused coursework within that field. By bringing together academic knowledge of the field with practical experience at some of the main locations for Arctic-related activities in Iceland, the course demonstrates the important contribution Arctic studies make in the lived reality of Arctic affairs. The visit schedule is subject to change each year, but is likely to be drawn from the following list: the Ministry of Foreign Affairs; the Althingi; the Icelandic Coastguard; the Hofdi Peace Centre; the Arctic Circle Secretariat; relevant foreign diplomatic representation. 

X

Kostnaðar- og nytjagreining (HAG101F)

Tilgangur kostnaðar-nytjagreiningar er að auðvelda töku ákvarðana sem snerta marga þjóðfélagsþegna með beinum eða óbeinum hætti. Markmið námskeiðsins í kostnaðar-nytjagreiningu er að kynna nemendum fræðilega undirstöður aðferðarinnar jafnt sem hagnýtingu hennar. Umfjöllunarefnin eru m.a.: Rekstrarhagfræðilegur grundvöllur kostnaðar-nytjagreiningar, mat á neytendaábata, framleiðendaábata og samfélagslegum ábata. Þjóðhagsleg og rekstrarhagfræðileg áhrif framkvæmda. Afvöxtun, ávöxtun og opinberir reiknivextir. Áhrif óvissu á mat á þjóðhagslegum áhrifum og verðmæti upplýsinga. Tilvistarvirði (existence value). Skilyrt verðmætamat. Verðmat á tíma, mannslífum, hávaða.

X

Inngangur að kortagerð og GIS (LAN116F)

“visualization is the process of making the invisible visible[...] the process of making the cognitive imagination visual using available and culturally dominant technologies is one of the most consistent behaviors of mankind.”

„Myndræn framsetning er að gera ósýnileg fyrirbæri sýnileg [eða] það að gera sjónrænt grein fyrir ímyndun hugans með tiltækri tækni og í samræmi við menningarleg viðmið. Þetta er eitt af því sem mannkynið hefur alltaf leitast við að gera.” - Cox, D. (2006). "Metaphoric Mappings: The Art of Visualization." MIT Press.

Kortagerð er einn af mikilvægum hlutum landupplýsingahönnunar.

Nemendur kynnast fræðilegri undirstöðu kortagerðar með hjálp stafrænnar tækni. Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum greinargóðan skilning á hugtökum og hagnýtum atriðum sem snerta myndræna framsetningu á kortum og miðlun landfræðilegra upplýsinga. Það snertir ýmis mikilvæg svið í landfræði og skyldum greinum. Í gegnum fyrirlestra og umræður fá nemendur skilning á sögu kortagerðar, helstu kenningum og hugtökum á fagsviðinu og hlutverki landfræðilegra upplýsingakerfa við gerð korta nú á dögum. Fyrirlestrum er fylgt eftir með verkefnum sem hjálpa nemendum að skilja undirstöðuhugtök kortagerðar, sem og skipulegum æfingum í tölvuveri  þar sem nemendur læra að nýta sér landfræðileg upplýsingakerfi við einfalda greiningu og framsetningu landupplýsinga. Nemendur öðlast færni til að rýna eigin verk og annarra á gagnrýninn hátt og geta útskýrt og réttlætt eigin ákvarðanir varðandi myndræna framsetningu á korti.

X

Fjarkönnun og umhverfisvöktun (LAN211F)

Lögmál og grundvallaratriði fjarkönnunar. Rafsegulgeislun, víxlverkun við lofthjúp og yfirborð jarðar. Endurvarp og eigingeislun. Eiginleikar ljósmynda, hitamynda, örbylgju- og ratsjármynda. Yfirlit yfir annars konar fjarkönnun: LIDAR, bylgjuvíxlmyndir, fjölgeisla- og jarðsjármælingar, fjarkönnun á öðrum reikistjörnum.

 Fjarkönnunargögn og aðferðir við öflun þeirra. Nemar og skannar um borð í gervitunglum og flugvélum. Upplausn mynda: rúmfræðileg, rófgreinihæfni, geislastyrkur, tími. Saga fjarkönnunar á 20. og 21. öld.

Notkun og túlkun loftmynda og gervitunglamynda. Myndvinnsla og greining: forvinna, upprétting, strekking, vinnsla með fjölda banda, stýrð og sjálfvirk flokkun, landgreiningar og rannsóknir á breytingum, líkangerð. GPS. Samfelling gagna og landupplýsinga. Framsetning og miðlun fjarkönnunargagna.

Umhverfisvöktun og gildi fjarkönnunar á ýmsum fræðasviðum: landfræði, jarðfræði og líffræði. Umhverfisvöktunarkerfi vegna snöggra og hægfara umhverfisbreytinga, náttúruvár, atburða og kortagerðar. Öflun og vinnsla rauntímagagna.

Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestarar, umræðutímar og vikuleg verkefni í tölvuveri í öflun, greiningu og túlkun fjarkönnunargagna. Unnið verður með landupplýsingakerfi, einkum ArcGIS og QuantumGIS, svo og ýmis myndvinnsluforrit. Sjálfstætt rannsóknaverkefni á sviði fjarkönnunar og umhverfisvöktunar.

X

Visthagfræði (UAU105F)

Vistfræðileg hagfræði hefur stundum verið kölluð hagfræði sjálfbærrar þróunar. Sjálfbær þróun byggir á þremur meginstoðum - að tryggja áframhaldandi efnahagsvöxt, að tryggja félagslega velferð - án þess að skaða náttúru og vistkerfi heimsins. Því byggir sjálfbær þróun á því að maður og náttúra/vistkerfi eru tengd órjúfanlegum böndum. Mælingar á ástandi náttúru og vistkerfa gefa vísbendingar um að efnahagsvöxtur og fólksfjölgun ásamt tækniþróun hafi undanfarin árhundruð raskað jafnvægi mikilvægra hringrása náttúrunnar, og ber mögulegar lofslagsbreytingar þar hæst þessa dagana. En hvernig er hægt að viðhalda heilbrigðum vistkerfum og á sama tíma tryggja áframhaldandi hagsæld og félagslega velferð?

Þetta námskeið mun fjalla um fræðilegan mun á neoklassískri hagfræði og vistfræðilegri hagfræði í nálgun þessara tveggja lína innan hagfræði. Farið í grundvallarhugtök og hugmyndafræði visthagfræði ásamt praktískum dæmum; t.d. græna þjóðhagsreikninga.

Námskeiðið verður kennt helgina 29. september- 01. október.

X

Hnattrænar loftslagsbreytingar (UAU107M)

Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og eitt af mest krefjandi umhverfisvandamálum líðandi stundar og verður áfram í nánustu framtíð. Síðan 1992 hafa verið margir fundir og samkomulög á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Í námskeiðinu verður farið yfir loftslagsbreytingar frá nokkrum sjónarhornum. Byrjað á að fara yfir helstu gögn og vísindi er tengjast loftslagsbreytingum og líkönum af framtíðar breytingum. Síðan verður fjallað um áhrif og varnarleysi (e. vulnerability) og viðleitni til að draga úr áhrifum og aðlagast loftslagsbreytingum. Einnig er fjallað um málefni eins og loftslags-flóttamenn, mismunandi áhrif eftir kyni og samningaviðræður.

Einkunnargjöf byggir á skriflegu verkefni, þátttöku í tímum og kynningum, auk stuttrar könnunar. Nemendur sem taka þetta námskeið hafa almennt mjög mismunandi bakgrunn og þú munt hafa tækifæri til að læra um loftslagsbreytingar frá mismunandi sjónarhornum.

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F, UAU114F, UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- og auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F, UAU114F, UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

X

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F, UAU114F, UAU114F)

Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.

Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.

Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:

  • Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.

eða

  • Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.

Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.

Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Jóhann Helgi Stefánsson
Laura Malinauskaite
Bjarnhéðinn Guðlaugsson
Sigríður Rós Einarsdóttir
Jóhann Helgi Stefánsson
MA í umhverfis- og auðlindafræði frá Félags- og mannvísindadeild 2018

Nám í umhverfis- og auðlindafræði er gríðarlega góður grunnur inn í framtíðina. Þú færð þverfræðilega sýn á þau flóknu vandamál sem við stöndum frammi fyrir, lærir um ný tól og öðlast nýja hugsun til að takast á við þau frá framúrskarandi kennurum. Námið er mjög alþjóðlegt sem leiðir til þess að þú kynnist skemmtilegum og ólíkum samnemendum með áhugaverðan bakgrunn, sem oftar en ekki leiðir til góðrar og langvarandi vináttu.

Laura Malinauskaite
MA í umhverfis- og auðlindafræði frá Félags- og mannvísindadeild 2016

Ég fór í meistaranámið án þess að vita nákvæmlega við hverju ég átti að búast og var mjög ánægð með það. Þverfræðilegt skipulag gefur nemendum tækifæri til að kanna helstu viðfangsefni í umhverfis og auðlindafræðum í upphafi námsins. Nemendur geta svo einbeitt sér að völdum námskeiðum í lokin og þróað  sérþekkingu á völdum sviðum. 
Fyrir mig var mjög mikilvægur hluti námsins að kynnast fólki frá öllum heimshornum með mismunandi bakgrunn sem hugsaði samt á svipaðan hátt og ég. Eins að nýta mér þau tækifæri sem námið hefur upp á að bjóða til dæmis tók ég virkan þátt í starfsemi nemendafélagsins Gaiu og fór í skiptinám erlendis. 

Bjarnhéðinn Guðlaugsson
MS í umhverfis- og auðlindafræði frá Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild 2018

Hvernig náum við sjálfbærni? Hvernig getum við aukið lífsgæði í heiminum? Hvers vegna tekur svona langan tíma að taka ákvarðanir í umhverfismálum? Ef þetta er spurning sem þú hefur í huga og vilt fá svör, þá myndi ég segja að umhverfis og auðlindafræði sé rétta námið. Ég valdi þetta nám því ég brennandi áhuga þremur sviðum i) umhverfismálum, ii) þróun í orkumálum og iii) tengslum á milli samfélagsins, umhverfisins og hagkerfisins.  
Námið er bæði fjölbreytt, alþjóðlegt og skemmtilegt. Ásamt því gefur námið nemendum möguleika á að velja saman áfanga sem hentar áhugasviði hvers og eins nemanda. Þar með setur það námið í hendunar á nemandanum og leyfir nemandanum setja saman námskrá sem fylgir hans/hennar áhugasviði. 
Reynsla mín af þessu námi er mjög skemmtileg og áhugaverð. Ég hef náð að auka þekkingu mína innan míns áhugasvið ásamt því að kynnast nýjum áhugaverðum sviðum og aðferðum. Ásamt því hef ég kynnst mikið af frábæru fólki frá öllum heimshornum og hefur það líka aukið minn skilninga á mismunandi kúltur og menningu.

Sigríður Rós Einarsdóttir
MS í umhverfis- og auðlindfræði frá Hagfræðideild 2017

Reynslan mín af náminu í umhverfis- og auðlindafræði var mjög skemmtileg og einstaklega fræðandi. Ég hef lengi haft áhuga á umhverfis- og orkumálum en námið opnaði fyrir mér nýjar víddir og dýpkaði skilning minn á þessum málum til muna. Einn af helstu kostunum við námið fannst mér hversu fjölþjóðlegur nemendahópurinn er, að fá ólíka sýn á þessi mál frá fólki hvaðanæva úr heiminum var algjörlega ómetanlegt. Kennararnir eru frábærir og ég fékk mikið frelsi til að þróa mína eigin meistararannsókn með ómetanlegri leiðsögn leiðbeinandans míns. Ég tel námið hafa undir búið mig vel undir hvað sem koma skal næsta hjá mér, hvort sem það verður frekara nám eða að fara út á vinnumarkaðinn.

Hafðu samband

Verkefnisstjóri námsins: 
Nína María Saviolidis 
Sími: 525 4706
Netfang: umhverfi@hi.is

Fylgstu með okkur
 Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.