Umhverfis- og auðlindafræði


Umhverfis- og auðlindafræði
Meistarapróf gráða – 120 einingar
Meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði er sniðið að þeim sem brenna fyrir umhverfismálum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda á tímum hnattrænna breytinga. Meginmarkmið námsins er að útskrifa nýja kynslóð fagfólks sem hefur haldgóða þekkingu og færni á sviði umhverfis- og auðlindafræða og getur unnið þvert á fræði og faggreinar. Kennt er alfarið á ensku og nemendahópurinn er alþjóðlegur.
Skipulag náms
- Haust
- Endurnýjanleg orka: inngangur
- Sjálfbær orkuþróun: orkuhagfræði og stefnumótun
- Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema
- Vor
- Orkuvalkostir framtíðar
- Lífsferilsgreining
- Þverfaglegt hópverkefni um endurnýjanlega orku
- Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema
Endurnýjanleg orka: inngangur (UAU111F)
Þróun í átt til sjálfbærari orkukerfa, byggir á aukinni notkun umhverfisvænni og endurnýanlegri orku. Í þessu inngangsnámskeiði verður: i) gefin yfirsýn yfir sögu orkunotkunar í heiminum allt til stöðu orkumála í dag. Að auki verður gefin innsýn inn í framtíðarspár Alþjóða Orkumálastofnunarinnar (IEA) með áherslu á sýn þeirra á endurnýjanlega orku og sjálfbærni ii) gefin yfirsýn yfir hefðbundnda og óhefðbundna orkugjafa svo sem vatnsorku, jarðvarma, sjávarföll, sólarorku og vindorku auk lífmassa með áherslu á verkfræðilegar nálganir og eðli þessarra orkugjafa iii) gefin innsýn í rafmagnsframleiðslu iv) gefið yfirlit yfiir umhverfisáhrif orkuvinnslu og orkunotkunar v) gefin yfirsýn yfir stefnumótun í orkumálum með sjálfbærni að leiðarljósi, auk annarrar stefnumótunar svo sem í loftslagsmálum.
Námskeiðið er samsett af vettvangsferðum og fyrirlestrum.
Námskeiðið er eingöngu fyrir nemendur í kjörsviðinu: Endurnýjanleg orka.
Sjálfbær orkuþróun: orkuhagfræði og stefnumótun (UAU112F)
Námskeiðið fjallar um orkuhagfræði, stefnumótun í orkumálum ma í samhengi við sjálfbærni og sjálfbæra þróun. Fjallað verður um; mikilvægi orku í sjálfbærri þróun; mikilvægi orku í hagþróun; orkuspár; hagfræði óendurnýjanlegra og endurnýjanlegra auðlinda svo sem vatnsorku, jarðhita, solar og vindorku auk lífmassa; dýmamísk hámörkun; orkumarkaðir svo sem rafmagnsmarkaðir; hagfræði og dýnamík tæknibreytinga; umhverfis og félagsleg áhrif orkunýtingar; Stefnumótun í orkumálum með áherslu á stefnumótun í samhengi sjálfbærrar þróunar; reglugerðir og efnahagslegir hvatar; samanburður á stefnu orkumála á Íslandi, Evrópusambandinu og öðrum ríkjum; tengsl stefnumótunar í orkumálum og umhverfismálum svo sem loftslagsmálum.
Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F)
Námskeiðið er inngangur að rannsóknum og vísindasamfélaginu. Farið verður yfir hagnýtar upplýsingar fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði, svo sem hverju eiga nemendur von á, hver eru réttindi og skyldur nemenda, fræðileg vinnubrögð, möguleikar á starfsframa, samstarf og hlutverk leiðbeinenda og nemenda. Einnig verður farið yfir hvernig standa skal að heimildaleit, þróun rannsóknaverkefna og skrifum rannsóknaáætlana.
Nemandi skráir sig í Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F eða UAU246F ) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin. UAU115F er kennt í upphafi haustmisseris, UAU246F er kennt í upphafi vormisseris.
Námskeiðið verður kennt föstudaginn 6. janúar 2023
Orkuvalkostir framtíðar (UAU213M)
Mannkynið er háð orku fyrir nánast allar athafnir í daglegu lífi. Helsti orkugjafinn sem notaður er í heiminum er jarðefnaeldsneyti, en sú staðreynd að mengun samfara notkun þess (gróðurhúsaáhrif, svifryk, ...) og að jarðefnaeldsneyti er í endanlegu magni, veldur því að leitin að öðrum orkugjöfum verður sífellt mikilvægari. Sjálfbærni í orkunotkun er krafan og í þessu námskeiði skoðum við mögulega valkosti í leit okkar að sjálfbærri orku. Til dæmis skoðum við vatnsafl, jarðvarma, sjávar-, vind- og sólarorku og lífeldsneyti (jafnvel kjarnorku). Einnig verður yfirlit yfir núverandi orkunotkun og jarðefnaeldsneyti.
Fyrir hvern orkugjafa verður farið yfir helstu lögmál er varða þá orku sem nýta skal. Einnig verður skoðað hverskonar umhverfisáhrif nýting getur haft í för með sér, stefnumótun og hagfræðilegar hliðar orkuvalkosta.
Lífsferilsgreining (UAU215F)
Markmið: Að nemendur geti beitt aðferðum lífsferilsgreiningar til að greina umhverfisáhrif sem hljótast af framleiðslu og ferlum. Nemendur munu svo læra að skila niðurstöðum lífsferilsgreinina á réttan hátt og framkvæmt samanburðar- og næmnigreiningar. Einnig munu nemendur geta fundið svokallaða heita reiti innan lífsferla vöru eða framleiðsluferils sem hægt er að nýta til þess að bæta úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
Síðast en ekki síst munu nemendur læra að tileinka sér kerfislæga hugsun sem nauðsynleg, einn af grunnhæfniþáttum sjálfbærni.
Efni: Námskeiðið kennir nemendum að greina lífsferil vöru frá vöggu til grafar með aðferðum lífsferilsgreiningar (LCA). LCA er notað til að meta umhverfisáhrif vöru, framleiðsluferils eða þjónustu. Markmiðið með LCA er að bera saman líkar vörur, ferla og þjónustu. Einnig getur markmiðið verið að meta hvar í ferli hverrar vöru, ferils eða þjónustu hvar mestu neikvæðu umhverfisáhrifin verða. Þær upplýsingar nýtast við hönnun vörunnar sé um nýja vöru að ræða, eða til að breyta framleiðsluferlum og þannig lágmarka umhverfisáhrif. Einblínt verður að því að kenna bæði aðferðafræðina og hvernig hægt er að nota LCA sem verkfæri. Í námskeiðinu er farið í gegnum aðferðarfræðina allt frá skilgreiningu markmiðs, aðgerðareiningar og kerfismarka, útreikninga á notkun auðlinda og losun efna til andrúmslofts, vatns og jarðvegs. Svo bætist við túlkun niðurstaðna og næmnigreiningar. Einnig eru kynntar mismunandi aðferðir, hugbúnaður hugbúnaður til að reikna út umhverfisáhrif og notkun gagnabanka notaðir eru til þess að framkvæma lífsferilsgreiningar. Námsmat miðast við þátttöku í kennslustundum og skilum á einstaklings og hópaverkefnum sem unnin eru námskeiðinu.
Þessi áfangi eykur færni nemenda á sviði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna númer 6, 7, 9, 11, 12, 13, 14 and 15.
Kennsluhættir: Kennt er með fyrirlestrum, tímaverkefnum, einstaklings heimaverkefnum og hópverkefnum.
Þverfaglegt hópverkefni um endurnýjanlega orku (UAU240F)
Kennsla hefst 2. vikuna í febrúar.
Í námskeiðinu munu nemendurnir vinna í þverfaglegu hópverkefni sem felur í sér tímaáætlun, söfnun gagna, verkefnavinna, skýrslugerð og kynningu.
Námskeiðið byggir á sjálfstæðri verkefnavinnu nemenda sem stunda meistaranám á sviði endurnýjanlegrar orku.
Verkefnið er þverfaglegt og verkefnahópurinn samanstendur af nemendum frá eftirfarandi fagsviðum:
- Jarðhitaverkfræði (Vélaverkfræði)
- Vatnsaflsverkfræði (Umhverfis- og byggingarverkfræði)
- Vistvæn raforkuverkfræði (Rafmagns- og tölvuverkfræði)
- Jarðvísindi (Jarðfræði og jarðeðlisfræði)
- Orkuhagfræði, orkustefnumál og sjálfbærni (Umhverfis- og auðlindafræði)
Nemendur vinna með raunhæft verkefni um nýtingu auðlindar til orkuframleiðslu eða til beinnar nýtingar.Helstu verkþættir eru:
- Mat á auðlind og sjálfbærri nýtingu hennar.
- Mat á mismunandi nýtingarmöguleikum auðlindar ásamt hönnun á því ferli nýtingar sem fyrir valinu verður.
- Viðskiptaáætlun fyrir verkefnið í heild ásamt næmnigreiningu á helstu kostnaðarþáttum.
- Mat á umhverfisáhrifum og leyfi vegna nýtingar auðlindar.
- Félagsleg og umhverfisleg áhrif verkefnisins.
- Stjórnun þverfaglegs verkefnis.
Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU246F)
Námskeiðið er inngangur að rannsóknum og vísindasamfélaginu. Farið verður yfir hagnýtar upplýsingar fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði, svo sem hverju eiga nemendur von á, hver eru réttindi og skyldur nemenda, fræðileg vinnubrögð, möguleikar á starfsframa, samstarf og hlutverk leiðbeinenda og nemenda. Einnig verður farið yfir hvernig standa skal að heimildaleit, þróun rannsóknaverkefna og skrifum rannsóknaáætlana.
Nemandi skráir sig í Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F eða UAU246F ) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin. UAU115F er kennt í upphafi haustmisseris, UAU246F er kennt í upphafi vormisseris.
Námskeiðið verður kennt föstudaginn 6. janúar 2023
Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU116F)
Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.
Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.
Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.
Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.
Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU244F)
Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.
Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.
Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.
Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.
- Haust
- Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði
- Megindleg aðferðafræðiB
- Eigindlegar rannsóknaraðferðir IB
- AðhvarfsgreiningB
- TímaraðagreiningBE
- Kerfisgreining og kvik kerfislíkön - lesnámskeiðBE
- LífmælingarB
- Eigindlegar rannsóknaraðferðir IB
- Megindlegar rannsóknaraðferðir IB
- Hagnýtt línuleg tölfræðilíkönB
- Vörustjórnun og umhverfismálV
- JarðhitiV
- GrunnvatnsfræðiVE
- Themes on International and European Union Environmental LawV
- Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlindaV
- Inngangur að umhverfis- og auðlindafræðiV
- Sjálfbær borgV
- Orkufrek framleiðsluferliVE
- Introduction to Arctic StudiesV
- Kostnaðar- og nytjagreiningVE
- Inngangur að kortagerð og GISVE
- Sjávarútvegur og fiskeldi - AQFoodV
- The Arctic CircleV
- VisthagfræðiV
- Hnattrænar loftslagsbreytingarV
- Umhverfisstjórnun fyrirtækjaV
- Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræðiV
- Sjálfbærni og fjármálV
- Vor
- Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði
- SpurningalistakannanirB
- Almenn tölfræði fyrir meistara- og doktorsnemaB
- VettvangsaðferðirB
- Hagnýt gagnagreiningB
- StarfendarannsóknirB
- Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðumB
- Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðumB
- Hagnýt tölfræðiB
- Eigindleg aðferðafræðiB
- Nýsköpun og gerð viðskiptaáætlanaVE
- Landslag og orkumálV
- Natural Resources Law, EU/EEA Energy LawV
- Raforkumarkaðir og raforkuhagfræðiV
- Stjórnkerfi umhverfis- og auðlindamálaV
- Loftgæði og stýringVE
- Bein nýting jarðhitaV
- Fjarkönnun og umhverfisvöktunV
- Verkefnaáætlanir, eftirfylgni og úttektirV
- Vistvæn nýsköpun matvælaV
- Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræðiV
- UmhverfishagfræðiV
- Kolefnisfótspor fyrirtækjaV
- Sjálfbær framtíðV
- Stefnumiðuð samfélagsábyrgð fyrirtækjaV
- Sumar
- Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði
- Þáttagerð. Vinnsla fræðilegs efnis fyrir útvarp (í samvinnu við RÚV)V
Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)
Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.
Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.
Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)
Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með SPSS forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.
Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.
Aðhvarfsgreining (FMÞ501M)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að beita aðhvarfsgreiningu á eigin spýtur. Fjallað er um þau afbrigði aðhvarfsgreiningar sem hvað oftast eru notuð í rannsóknum á sviði félagsvísinda. Farið er í stjórnun breyta, notkun nafnbreyta, línuleg og ólínuleg líkön, aðferðir til þess að prófa miðlun breyta og samvirkni breyta og aðferðir til að nota breytur sem hafa skekkta dreifingu svo eitthvað sé nefnt. Fjallað er um forsendur aðhvarfsgreiningar og aðferðir til að fást við þær. Einnig er fjallað um "logistic" aðhvarfsgreiningu, þar sem háða breytan er tvígild nafnbreyta. Samhliða þessari umfjöllun verður farið í saumana á ályktunartölfræði, notkun marktektarprófa og túlkun niðurstaðna. Áhersla er lögð á að nemendur fái umtalsverða verklega reynslu af því að greina megindleg gögn. Kennari útvegar könnunargögn sem nemendur nota til þess að prófa þær aðferðir sem kenndar eru. Eftir fremsta megni verður reynt að samþætta fræðilegar spurningar og tilgátuprófun. Tölfræðiforritið SPSS fyrir Windows er notað.
Tímaraðagreining (IÐN113F)
Markmið: Að veita bæði hagnýta og fræðilega þekkingu í gerð líkana, mati á stikum og spám í kvikum kerfum. Námsefni: ARMAX og önnur hliðstæð ferli og helstu eiginleikar þeirra. Meðhöndlun á óstöðnuðum ferlum. Sjálffylgni- og samfylgniföll. Mismunandi aðferðir við rófgreiningar. Mat á stikum, þar á meðal aðferð minnstu kvaðrata og sennileikaaðferðin. Tölulegar aðferðir við lágmörkun markfalla. Fjallað er um ýmis vandamál sem geta komið upp við líkangerð, svo sem ef mælingar vantar eða þær eru óeðlilegar. Inngangur að ólínulegum tímaraðalíkönum. Stakræn kerfi á ástandsformi. Lögð er áhersla á að leysa hagnýt verkefni.
Kerfisgreining og kvik kerfislíkön - lesnámskeið (IÐN124F)
Námskeiðið er unnið samhliða "Kvik kerfislíkön og kerfisgreining, hluti B, 7,5 ECTS”. Allir nemendur sem eru skráðir í hluta A, eru sjálfkrafa líka skráðir í hluta B. Í raun er þetta einn og sami kúrsinn en nemendur fá tvær lokaeinkunnir sem báðar um sig uppfylla 7,5 ECTS einingum.
Nemendur fá staðið/fall fyrir hluta A sem byggist á því hvort skilað sé inn nægjanlega góðum heimaverkefnum í námskeiðinu.
Lokaeinkunn fyrir hluta B byggist á hefðbundna 0-10 skalanum sem samanstendur af einkunnum fyrir heimadæmin og fyrir lokaprófið, verkefni 1 (5%), verkefni 2 (10%), verkefni 3 (20%), verkefni 4 (35%) og lokaprófið (30%).
Markmið námskeiðisins er að nemendur öðlist færni í og geti beytt aðferðum kerfislíkana (e. system dynamics modelling) til að takast á við margvísleg vandamál í atvinnulífinu. Þar á meðal eru tæknileg viðfangsefni og hagræn en einnig faraldsfræðileg vandamál og mál er varða samskipti, ágreining og aflfræði í hópstarfi svo dæmi séu tekin. Í námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuatriði kerfislíkana, jákvæða og neikvæða svörun og gerð rita fyrir orsakalykkjur (causal loop diagram). Líkanagerð og hermun kerfislíkana þar sem fjallað verður um framsetningu líkana, tafir, tímaafleiður, lýsingu ákvarðanaferla og notkun myndrita. Einnig verður fjallað um stefnu- og næmnigreiningu, hagnýtingu kerfislíkana við stefnumótun og við að skapa yfirsýn, sem og beina notkun þeirra. Raunhæf verkefni verða greind bæði úr heimi viðskipta og opinberri stefnumótun. Má þar nefna almenn birgðalíkön, útbreiðslu faraldra (HIV, inflúensu), samspil fólksfjölgunar og efnahagsþróunar og fleira. Við úrlausn verkefna verður einkum stuðst við forritið STELLA.
Lífmælingar (LÍF127F)
Tölulegar aðferðir eru nauðsynlegur hluti margra greina líffræðinnar og nýtast við högun tilrauna og athugana, samantekt niðurstaðna og greiningu þeirra. Nemendur læra þessar aðferðir og meðhöndla fjölbreytt gögn úr líffræði, auk þess að fá þjálfun í að túlka niðurstöður mismunandi aðferða. Helstu aðferðir eru sennileikamat, línuleg líkön, aðhvarf og fervikagreining og alhæfð línuleg líkön til að greina talningar. Fjölbreytugreining. Endursýnataka (skóþvengur og umröðunarpróf). Kennt verður að nota tölfræðiforritið R til að framkvæma þær aðferðir sem fjallað er í fyrirlestrum. Nemendur leysa verkefni sem byggja á líffræðilegum rannsóknum og fá ítarlega þjálfun í notkun R. Greining á eigin gögnum eða viðameira gagnasetti sem tekið er saman í skýrslu og kynnt í fyrrlestri.
Námsmat: Verkefni 50% og skriflegt próf 50%. Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn í báðum prófþáttum.
Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS301F)
Í námskeiðinu verða teknar fyrir eigindlegar rannsóknaraðferðir, einkenni þeirra og saga. Rauður þráður í gegnum námskeiðið verður gildi og hlutverk rannsókna við þróun skólastarfs og tengsl við fagmennsku í uppeldis-, menntunar- og þjálfunarstörfum. Kynntar verða helstu rannsóknarleiðir eða nálganir innan eigindlegar aðferða, s.s. etnógrafía, fyrirbærafræði. Fjallað verður um aðferðir við gagnasöfnun og mismunandi tegundir gagna, s.s. vettvangsathuganir, áhorfsathuganir, viðtöl af ýmsum gerðum, vettvangsnótur og fyrirliggjandi gögn bæði sjónræn og textar. Kynntar verða mismunandi leiðir til að túlka og greina gögnin t.d. þema-, frásagnar- og orðræðugreining og nemendur þjálfaðir í að koma niðurstöðum frá sér á skipulegan og vandaðan hátt.
Vinnulag:
Fastir kennslutímar verða vikulega. Tímarnir (fyrir utan staðlotur) verða teknir upp og verða aðgengilegir fjarnemum. Kennslan samastendur af fyrirlestrum, umræðum og/eða verkefnum. Nemendur vinna virkniverkefni saman sem þeir skila vikulega. Staðnemar vinna þau í tímum en fjarnemar vinna þau saman í hópum. Einnig er gert ráð fyrir umræðum um efni fyrirlestranna á facebook.
Megindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS302F)
Markmið
Að nemendur þekki og geti beitt algengustu tölfræðiaðferðum við úrvinnslu gagna og geti metið tölfræðilegar niðurstöður. Að nemandi hafi kunnáttu og þekkingu til þess að greina og miðla tölulegum upplýsingum skv. APA útgáfustaðlinum (t.d. í lokaritgerð) og geti sýnt frumkvæði við tölfræðilega úrvinnslu gagna. Einnig að nemendur kynnist helstu rannsóknarsniðum í megindlegri aðferðafræði.
Inntak og viðfangsefni
Fjallað verður um megindlegar rannsóknaraðferðir og rannsóknarsnið. Í tölfræði verður mest áhersla lögð á fylgni og aðhvarfsgreiningu. Einnig verður farið í aðferðir dreifigreiningar og þáttagreiningar. Að lokum verða nemendur kynntir fyrir grunnhugsun Bayesískrar tölfræði og mati á heildarvillu (e. Total survey error). Nemendur læra að vinna greiningar með tölfræðiforriti. Mikil áhersla verður á túlkun og miðlun megindlegra niðurstaðna skv. APA útgáfustaðlinum.
Vinnulag
Námskeiðið verður kennt vikulega á fjarfundum. Tvær staðlotur eru á önninni. Skyldumætingu er í staðlotunum. Þeir sem eiga um langan veg að fara geta tekið þátt í staðlotunum í fjarfundi. Nemendur verða að hafa nýjustu stöðugu (e. solid) útgáfu af Jamovi (sjá jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir.
Hagnýtt línuleg tölfræðilíkön (STÆ312M)
Í námskeiðinu er fjallað um einfalda og fjölvíða aðhvarfsgreiningu ásamt fervikagreiningu (ANOVA) og samvikagreiningu (ANCOVA). Að auki er farið í tvíkosta aðhvarfsgreiningu (binomial regression) og rætt um hugtök því tengt, svo sem gagnlíkindi (odds) og gagnlíkindahlutfall (odds ratio).
Námskeiðið er framhald af dæmigerðu grunnnámskeiði í tölfræði sem kennd eru á hinum ýmsu sviðum skólans. Farið verður í aðferðir til að meta stika í línulegum líkönum, hvernig smíða má öryggisbil og kanna tilgátur fyrir stikana, hverjar forsendur líkananna eru og hvað hægt sé að gera sé þeim ekki fullnægt. Verkefni eru unnin í tölfræðihugbúnaðinum R.
Vörustjórnun og umhverfismál (IÐN510M)
Tilgangur námskeiðsins er að fara í gegnum grundvallaratriði lokistik (vörustjórnunar), stjórnun aðfangakeðja og áhrif þeirra á umhverfið. Námskeiðið er í raun þríþætt þar sem byrjað er á að fara í gegnum þá þætti sem snúa að innkaupum á vörum og þjónustu ásamt stjórnun birgða. Því næst er tekið á þeim þáttum sem snúa að flutningum og dreifingu. Að lokum er áhrifum aðfangakeðja á umhverfi gert greinagóð skil og öllum þremur þáttunum steypt saman í eina heild sem styður sjálfbærni.
Námskeiðið er kennt með því fyrirkomulagi að haldnir eru fyrirlestrar til að útskýra fræðilega undirstöðu greinarinnar en til að fá aukinn skilning á einstökum þáttum verða reiknuð dæmi sem skila þarf inn til yfirferðar. Samhliða fyrirlestrum og dæmatímum verður unnið með fyrirtækjaspil í hópum auk þess að spila „The Beer game“ - þar sem þáttakendur leika hlutverk fyrirtækja sem og taka þátt í raunhæfum hlutverkum stjórnenda.
Jarðhiti (JAR508M)
Jarðhitakerfi og uppbygging þeirra, orkubúskapur jarðar, hita-/orkuflutningur til yfirborðs jarðar. Uppruni og efnafræði jarðhitavökva, efnaskipti bergs og vökva, borholumælingar, endurnýjun jarðhitakerfa, aðferðir í jarðhitaleit, forðamat, nýting jarðhita og umhverfisáhrif hennar. Námskeiði er kennt á 7 vikna tímabili í upphafi haustmisseris. Það samanstendur af fyrirlestrum, verklegum æfingum, nemendafyrirlesturm, nemendaveggspjöldum, ritgerð og prófum. Námskeiðið er kennt á ensku.
Grunnvatnsfræði (JEÐ502M)
Sjö vikna námskeið (kennt fyrri 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið
Grunnvatn í jörðu, vatn í jarðvegi, gerðir og eiginleikar vatnsleiðara (poruhluti, heldni, gæfni, forðastuðlar, opnir, lokaðir og lekir vatnsleiðarar, einsleitir vatnsleiðarar, stefnuóháð og stefnuháð lekt). Eiginleikar grunnvatnsflæðis, lögmál Darcy, grunnvatnsmætti, lektarstuðull, vatnsleiðni, innri lekt. Lektarstuðull í bæði einsleitum og stefnuháðum vatnsleiðurum, straumlínur og straumlínunet, stöðugt og óstöðugt flæði um opna, lokaða og leka vatnsleiðara. Almennar flæðijöfnur grunnvatns. Grunnvatnsflæði að borholum, niðurdáttur, dæluprófanir, eiginleikar vatnsleiðara út frá dæluprófunum, nýting grunnvatnsborholna, ferskvatnslinsur og jarðsjór, flutningur efna með grunnvatni, gæði grunnvatns, mengun. Dæmi um grunnvatn og nýtingu þess á Íslandi, reiknilíkön af grunnvatnsflæði. Nemendur vinna þverfaglegt verkefni um grunnvatn og nýtingu þess.
Themes on International and European Union Environmental Law (LÖG110F)
Í námskeiðinu er fjallað um lagalegan grundvöll og meginreglur alþjóðlegs umhverfisréttar og umhverfisréttar Evrópusambandsins. Námskeiðið er tvískipt. Í fyrri hluta þess, sem byggir á gagnvirkum fyrirlestrum með þátttöku nemenda, verður megináherslan lögð á að skýra og fjalla um lagalegan grundvöll umhverfisréttar hvors réttarsviðs, meginreglur þeirra, þ.m.t. sjálfbæra þróun, sjálfbærni og heimsmarkmið Sþ, áhrif alþjóðlegs umhverfisréttar á umhverfisrétt Evrópusambandsins, þróun lagalegra lausna og áhrif réttarframkvæmdar. Jafnframt verða helstu efnissvið réttarsviðanna kynnt. Í seinni hluta námskeiðsins, verða tiltekin efnissvið alþjóðlegs umhverfisréttar og umhverfisréttar Evrópusambandsins krufin til mergjar á gagnrýninn hátt sem krefst virkrar þátttöku og frumkvæði nemenda. Meðal þessara efnissviða er vernd líffræðilegar fjölbreytni, varnir gegn mengun, þátttökuréttindi og aðgangur að dómstólum, mannréttindi og umhverfið, og málefni norðurslóða. (Sjá einnig LÖG187.F, Þverþjóðlegur loftslagsréttur).
Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlinda (UAU101F)
Ýmsum aðferðum má beita til að hafa áhrif á lífsstíl fólks og hegðun til að draga úr óæskilegum áhrifum á umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Þetta námskeið fjallar um umhverfis og auðlindastjórnun sem hefur að markmiði sjálfbæra þróun. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um sjálfbæra þróun og hugtakið skilgreint frá ýmsum sjónarhornum. Sérstaklega er rætt hvort hagvöxtur samrýmist sjálfbærri þróun, hvernig megi samræma hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun, umhverfisvísar og framkvæmd markmiða sjálfbærrar þróunnar. Í öðrum hluta verður fjallað um aðferðir sem notaðar eru við ákvarðanatöku í umhverfis og auðlindastjórnun svo sem ákvarðanagreiningu, og kostnaðar-og ábatagreiningu sem og mat á virði nátturuauðs. Í síðasta hluta námskeiðsins verða ýmis stjórntæki sem notuð eru til umhverfis- og auðlindastjórnunar kynnt og krufin til mergjar í alþjóðlegu samhengi, bæði hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn þeirra og þær aðferðir sem þau byggja á. Þau dæmi sem tekin eru breytast ár frá ári og byggja á áhuga þeirra nemenda sem taka námskeiðið hvert ár, svo sem kvótakerfi, skilagjöld, mengunarskattar og fjölmarkmiða stjórnun.
Inngangur að umhverfis- og auðlindafræði (UAU102F)
Hin öra fjölgun mannkynsins og umsvifin sem henni fylgja hafa á undanförnum áratugum haft gríðarleg og sívaxandi áhrif á náttúruauðlindir og umhverfi. Til þess að skilja þessi áhrif og og geta valið réttu leiðirnar til að takast á við þau, þarf að beita þverfræðilegum aðferðum, þar sem gripið er jöfnum höndum til náttúrufræði, félagsfræði, hagfræði,verkfræði og fleiri greina. Áður en nemendur læra um þverfræðilegar aðferðir til að nálgast aðsteðjandi vanda, þurfa þeir að átta sig á því í hverju vandinn er fólginn en það er einmitt markmið þessa námskeiðs. Fjallað verður um umhverfi og auðlindir almennt með áherslu á gildi þeirra fyrir mannkynið og helstu orsakir umhverfisvandamála og þýðingu þeirra bæði í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Einkum verður farið yfir eftirtalda efnisflokka: Fólksfjölgun, tækni og hagvöxt. Líffræðilega fjölbreytni og útrýmingu tegunda. Jarðveg og jarðvegseyðingu. Landbúnað og umhverfisáhrif. Mengun og heilsu . Loftmengun, vatnsmengun og jarðvegsmengun. Helstu mengunarvalda í andrúmslofti og áhrif þeirra. Eyðingu ósonlagsins og loftslagsbreytingar. Sorp og spilliefni. Ferskvatnsauðlindir. Auðlindir sjávar. Auðlindir skóga og votlendis. Orkuauðlindir. Orkunýtingu og umhverfisáhrif.
Sjálfbær borg (UMV122F)
Námskeiðið leggur áherslu á mismunandi sjónarhorn á sjálfbærni í samhengi borga og annarra mannabyggða, og að lokum á spurninguna um hvað hugtakið sjálfbær borg þýðir. Hugmyndir um einnar plánetu mörk og öruggt athafnarými eru færðar yfir í samhengi borga til að sýna hlutverk þeirra í leitinni að sjálfbærum lifnaðarháttum, og til þess að sýna þau skilyrði sem þarf að uppfylla svo að borgin geti verið raunverulega sjálfbær. Námskeiðið kynnir nemendum fyrir helstu atriðum í þremur stoðum sjálfbærnis í samhengi mannabyggða. Hvað er vistfræðileg sjálfbærni þegar það kemur að borgum og öðrum mannabyggðum? Félagsleg? Efnahagsleg? Hvernig getum við sameinað þetta þrennt til að skapa sannarlega sjálfbæra mannabyggð? Velferð, hagvöxtur, bein og óbein vistfræðileg áhrif, tæknilegar og samfélagslegar lausnir og „feedback loops“ á milli þeirra er kynnt og rætt á gagnrýninn hátt.
Orkufrek framleiðsluferli (VÉL102M)
Markmið: Að nemendur fræðist um framleiðsluferli í efnistækni. Að hvetja nemendur til að hugsa um möguleika Íslands til að hagnýta endurnýjanlega orku. Farið verður yfir framleiðsluferli í íslenskum framleiðslufyrirtækjum, t.d. framleiðslu kísiljárns, rafgreiningu áls, framleiðslu steinullar og fleira. Kynnt verða ýmis stærri framleiðsluferli í efnistækni, með sérstakri áherslu á þau ferli sem þykja fýsilegur kostir á Íslandi. Lögð verður áhersla á að nemendur fái yfirsýn yfir framleiðsluferlin, hráefni, orkugjafa/orkuþörf, framleiðsluaðferðir, mengun, afurðir o.fl. Einnig verður rætt um efnahagslegan bakgrunn, þ.e. kostnað, hagnað og markaðssveiflur. 1-2 stór hagnýt verkefni eru unnin samhliða fyrirlestrum allt misserið og farið er í vettvangsferðir.
Introduction to Arctic Studies (ASK117F)
This course provides a comprehensive foundation in Arctic studies. The essentials are covered, such as defining the field; identifying key actors; providing a brief regional history; and exploring current drivers and trends (especially the role of climate change). Class visits to Arctic-relevant entities in Reykjavik will also be undertaken.
The aim of this course is to provide students with a thorough grounding in the overall field of Arctic studies, in order that they may progress to more focused coursework within that field. By bringing together academic knowledge of the field with practical experience at some of the main locations for Arctic-related activities in Iceland, the course demonstrates the important contribution Arctic studies make in the lived reality of Arctic affairs. The visit schedule is subject to change each year, but is likely to be drawn from the following list: the Ministry of Foreign Affairs; the Althingi; the Icelandic Coastguard; the Hofdi Peace Centre; the Arctic Circle Secretariat; relevant foreign diplomatic representation.
Kostnaðar- og nytjagreining (HAG101F)
Tilgangur kostnaðar-nytjagreiningar er að auðvelda töku ákvarðana sem snerta marga þjóðfélagsþegna með beinum eða óbeinum hætti. Markmið námskeiðsins í kostnaðar-nytjagreiningu er að kynna nemendum fræðilega undirstöður aðferðarinnar jafnt sem hagnýtingu hennar. Umfjöllunarefnin eru m.a.: Rekstrarhagfræðilegur grundvöllur kostnaðar-nytjagreiningar, mat á neytendaábata, framleiðendaábata og samfélagslegum ábata. Þjóðhagsleg og rekstrarhagfræðileg áhrif framkvæmda. Afvöxtun, ávöxtun og opinberir reiknivextir. Áhrif óvissu á mat á þjóðhagslegum áhrifum og verðmæti upplýsinga. Tilvistarvirði (existence value). Skilyrt verðmætamat. Verðmat á tíma, mannslífum, hávaða.
Inngangur að kortagerð og GIS (LAN116F)
“visualization is the process of making the invisible visible[...] the process of making the cognitive imagination visual using available and culturally dominant technologies is one of the most consistent behaviors of mankind.”
„Myndræn framsetning er að gera ósýnileg fyrirbæri sýnileg [eða] það að gera sjónrænt grein fyrir ímyndun hugans með tiltækri tækni og í samræmi við menningarleg viðmið. Þetta er eitt af því sem mannkynið hefur alltaf leitast við að gera.” - Cox, D. (2006). "Metaphoric Mappings: The Art of Visualization." MIT Press.
Kortagerð er einn af mikilvægum hlutum landupplýsingahönnunar.
Nemendur kynnast fræðilegri undirstöðu kortagerðar með hjálp stafrænnar tækni. Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum greinargóðan skilning á hugtökum og hagnýtum atriðum sem snerta myndræna framsetningu á kortum og miðlun landfræðilegra upplýsinga. Það snertir ýmis mikilvæg svið í landfræði og skyldum greinum. Í gegnum fyrirlestra og umræður fá nemendur skilning á sögu kortagerðar, helstu kenningum og hugtökum á fagsviðinu og hlutverki landfræðilegra upplýsingakerfa við gerð korta nú á dögum. Fyrirlestrum er fylgt eftir með verkefnum sem hjálpa nemendum að skilja undirstöðuhugtök kortagerðar, sem og skipulegum æfingum í tölvuveri þar sem nemendur læra að nýta sér landfræðileg upplýsingakerfi við einfalda greiningu og framsetningu landupplýsinga. Nemendur öðlast færni til að rýna eigin verk og annarra á gagnrýninn hátt og geta útskýrt og réttlætt eigin ákvarðanir varðandi myndræna framsetningu á korti.
Sjávarútvegur og fiskeldi - AQFood (MAT704F)
https://www.nmbu.no/course/AQF200
Nemendur öðlast yfirsýn yfir sjávarútvegs- og fiskeldisiðnað heimsins með áherslu á Norðurlöndin. Áhrif ýmissa þátta við veiðar, s.s. áhrif fisktegundar, fæðis, árstíma veiða, veiðarfæra, á bestu hagnýtingu og gæða fiskafurða verða kynnt. Farið verður í áhrif veiðarfæra og skipa, verkunar og vinnslu, regluverk varðandi kvóta og meðhöndlun afla og sjálfbærar hagnýtingar á sjávarafurðum. Yfirferð á fiskeldisiðnaðinum felst m.a. í áhrifum fisktegunda, líffærafræði og þroskaferlar þeirra, vatnsnotkun og vatnsgæði, fiskfóður, eldi, heilbrigði fiska og sjúkdómar við fiskeldi, dýravelferð, sjálvbært fiskeldi, slátur- og söfnunaraðferðir.
Námskeiðið er hluti af AQFood meistaranáminu sem unnið er í samstarfi við DTU, NTNU, HÍ en kennt við NMBU. Námskeiðið er netnámskeið sem hægt er að taka í fjarnámi.
Námsefni samanstendur af fyrirlestrum sem hlaðið er upp á netið, ásamt æfingum og verkefnum. Nemendur skulu þá einnig vinna að stærra verkefni sem skila á inn verkefnaskýrslu um.
The Arctic Circle (UAU018M)
Með loftslagsbreytingum er talið að mikilvægi norðurslóða muni aukast á næstu áratugum þar sem náttúruauðlindir verða aðgengilegri og nýjar samgönguleiðir opnast. Á sama tíma skapast ógnir við viðkvæm vistkerfi og samfélög en efnhagsleg tækifæri verða einnig til. Arctic Circle samtökin mynda viðamikið tengslanet sem byggir á alþjóðlegu samstarfi og umræðu um framtíð norðurskautsins. Arctic Circle samtökin eru opinn og lýðræðislegur vettvangur með þátttöku ríkisstjórna, stofnana, fyrirtækja, háskóla, fræðimannahópa, umhverfissamtaka, samfélaga frumbyggja, almennra borgara og annars áhugafólks um þróun norðurskautsins og afleiðinga þess á framtíð jarðar. Árlega Arctic Circle ráðstefnan er stærsta alþjóðlega samkoman með áherslu á norðurskautið. Árlega mæta yfir 2000 þátttakendur frá yfir 50 löndum.
Á Arctic Circle ráðstefnunni hefur meðal annars verið fjallað um eftirtalin málefni:
- Bráðnun íss og öfgakennd veður
- Hlutverk og réttur innfæddra
- Öryggismál á norðurslóðum
- Innviðir fjárfestinga á norðuslóðum
- Byggðaþróun
- Innviðir flutningakerfa
- Orkumál
- Hlutverk Evrópu- og Asíuþjóða
- Asía og Norðursjávarsiglingaleiðin
- Lýðheilsa og velferð á heimskautasvæðum
- Vísindi og þekking frumbyggja
- Ferðamennska og flugsamgöngur á norðurslóðum
- Vistkerfi og haffræði
- Sjálfbær þróun
- Þróun endurnýjanlegrar orku fyrir afskekkt samfélög
- Tækifæri og ógnir við borun eftir náttúruauðlindum
- Auðlindir á norðuslóðum
- Viðskiptasamstarf á norðurslóðum
- Úthöfin á norðurslóðum
- Sjávarútvegur og lífrænar auðlindir
- Jarðfræði og jöklafræði
- Heimskautaréttur: sáttmálar og samningar
- Heimur háður ís: norðurslóðir og Himalaya
Á námskeiðinu taka nemendur þátt í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu. Skyldumæting er fyrir nemendur á ráðstefnuna. Nemendur þurfa að mæta í tvær kennslustundir, eina stuttu fyrir ráðstefnuna og aðra stuttu eftir ráðstefnuna.
Arctic Circle Assembly verður 19. - 21. október 2023 í Hörpu.
Visthagfræði (UAU105F)
Vistfræðileg hagfræði hefur stundum verið kölluð hagfræði sjálfbærrar þróunar. Sjálfbær þróun byggir á þremur meginstoðum - að tryggja áframhaldandi efnahagsvöxt, að tryggja félagslega velferð - án þess að skaða náttúru og vistkerfi heimsins. Því byggir sjálfbær þróun á því að maður og náttúra/vistkerfi eru tengd órjúfanlegum böndum. Mælingar á ástandi náttúru og vistkerfa gefa vísbendingar um að efnahagsvöxtur og fólksfjölgun ásamt tækniþróun hafi undanfarin árhundruð raskað jafnvægi mikilvægra hringrása náttúrunnar, og ber mögulegar lofslagsbreytingar þar hæst þessa dagana. En hvernig er hægt að viðhalda heilbrigðum vistkerfum og á sama tíma tryggja áframhaldandi hagsæld og félagslega velferð?
Þetta námskeið mun fjalla um fræðilegan mun á neoklassískri hagfræði og vistfræðilegri hagfræði í nálgun þessara tveggja lína innan hagfræði. Farið í grundvallarhugtök og hugmyndafræði visthagfræði ásamt praktískum dæmum; t.d. græna þjóðhagsreikninga.
Námskeiðið verður kennt helgina 29. september- 01. október.
Hnattrænar loftslagsbreytingar (UAU107M)
Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og eitt af mest krefjandi umhverfisvandamálum líðandi stundar og verður áfram í nánustu framtíð. Síðan 1992 hafa verið margir fundir og samkomulög á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Í námskeiðinu verður farið yfir loftslagsbreytingar frá nokkrum sjónarhornum. Byrjað á að fara yfir helstu gögn og vísindi er tengjast loftslagsbreytingum og líkönum af framtíðar breytingum. Síðan verður fjallað um áhrif og varnarleysi (e. vulnerability) og viðleitni til að draga úr áhrifum og aðlagast loftslagsbreytingum. Einnig er fjallað um málefni eins og loftslags-flóttamenn, mismunandi áhrif eftir kyni og samningaviðræður.
Einkunnargjöf byggir á skriflegu verkefni, þátttöku í tímum og kynningum, auk stuttrar könnunar. Nemendur sem taka þetta námskeið hafa almennt mjög mismunandi bakgrunn og þú munt hafa tækifæri til að læra um loftslagsbreytingar frá mismunandi sjónarhornum.
Umhverfisstjórnun fyrirtækja (UAU108F)
Í þessu námskeiði er leitast við að kanna ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfinu. Miðað er við virka þátttöku nemenda með því að greina málefnum sem tengjast fyrirtækjum, umhverfismálum og hagaðilum, en það er t.d. gert með hermileikjum (simulations) og tilviksgreiningum (case studies).
Markmið námskeiðsins er að skapa skilning á og kenna nemendum að velja og nota nauðsynleg tæki til að leggja mat á markmið og taka ákvarðanir þegar kemur að umhverfis- og auðlindastjórnun í samhengi við sjálfbæra þróun. Þar má t.d. nefna Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Global Reporting Initiative og fleira.
Námskeiðinu er skipt upp í þrjá hluta. Í hluta eitt munum við kanna hver er uppruni og merking á ábyrgð fyrirtækja. Í öðrum hluta er lögð áhersla á það hvernig má stjórna og innleiða ábyrgð fyrirtækja. Í þriðja hluta munum við læra um ábyrgð fyrirtækja út frá áhrifum, gagnrýni og framtíðarhorfum.
Í lok námskeiðsins er gert ráð fyrir að nemendur hafi að nemendur hafi öðlist fræðilegan skilning á viðfangsefninu, geti beitt þeim aðferðum sem kenndar hafa verið og séu læsir á upplýsingar sem snúa að fyrirtækjum, umhverfistengdum viðfangsefnum þeirra og árangri og áhrifum.
Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F)
Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.
Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.
Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:
- Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.
eða
- Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.
Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.
Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.
Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.
Sjálfbærni og fjármál (UAU129F)
Í þessu námskeiði öðlast nemendur skilning á samspili umhverfisfræða og fjármálamarkaða.
Nemendur öðlast skilning á aðferðafræði grænna skuldabréfa, viðeigandi leiðbeiningar við smíði grænna og sjálfbærra fjármálaramma, ferli við útgáfu, uppbygging grænna ramma, vottun og helstu aðferðir og hugtök við framsetningu áhrifaskýrslna. Nemendur öðlast færni í uppbyggingu sjálfbærra fjármálaramma og hvernig þeir eru nýttir, sér í lagi innan fjármálafyrirtækja. Farið er yfir sjálfbærniáhættumat, uppbyggingu aðferðafræða við greiningu UFS (umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir) áhættu og nýtingu niðurstaða við fjárfestingaákvarðanir og uppbyggingu eignasafna. Farið er yfir helstu lykiltölur sem fjármálafyrirtæki þurfa að þekkja varðandi útlána og fjárfestingasöfn sín, s.s. GAR (Green asset ratio) og BTAR (book taxonomy aligned ratio). Farið er yfir tegundir loftslagsáhættu samkvæmt TCFD (Task force on climate related financial disclosures). Nemendur læra um aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga og áhrifafjárfestinga og hvaða markmiðum fjárfestar sækjast eftir við slíkar fjárfestingar. Nemendur öðlast skilning á viðeigandi regluverki varðandi upplýsingagjöf, sér í lagi flokkunarreglugerð Evrópusambandsins (EU Taxonomy) og tengdum reglugerðum. Nemendur læra um fjármagnaða losun gróðurhúsalofttegunda með aðferðafræði PCAF (Partnership for Carbon Accounting Financials). Að lokum læra nemendur um þróun samspils á milli tryggingageirans og sjálfbærni.
Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)
Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.
Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.
Spurningalistakannanir (FÉL089F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að hanna og framkvæma spurningalistakannanir. Rætt verður um helstu úrtaksaðferðir og tegundir spurningalistakannanna (símakönnun, netkönnun o.s.frv.). Fjallað verður um helstu atriði í spurningalistagerð; einkanlega um orðalag og samhengi mælitækja (spurninga). Enn fremur verður fjallað um grundvallaratriði í mælingafræði og aðferðir til þess að meta áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Í þessu samhengi verður farið yfir notkun þáttagreiningu (factor analysis) og atriðagreiningu (item analysis). Áhersla er lögð á að nemendur fái verklega reynslu af framkvæmd og úrvinnslu kannanna.
Að jafnaði er þetta námskeið kennt annað hvert ár.
Almenn tölfræði fyrir meistara- og doktorsnema (LÆK101F)
Skyldunámskeið. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að almennri þekkingu og færni meistara- og doktorsnema í aðferðum vísinda. Farið er í lýsandi tölfræði, áhrifstölur, áreiðanleika og réttmæti, ályktunartölfræði, algengustu tölfræðipróf bæði stikabundin og óstikabundin og fjölþátta aðhvarfsgreiningar. Þá er nemendum kynnt tölfræðiúrvinnsla í tölvum í verklegum tímum.
Vettvangsaðferðir (MAN601F)
Fjallað er um vettvangsaðferðir mannfræðinnar og nemendur þjálfaðir í beitingu þeirra. Áhersla er lögð á siðfræðileg álitamál, rannsóknaráætlanir, vettvanginn, þátttökuathugnanir, mismunandi tegundir viðtala, notkun myndrænna gagna, öflun heimilda, greiningu gagna og kynningu niðurstaðna.
Hagnýt gagnagreining (MAS202M)
Námskeiðið fjallar um tölfræðiúrvinnslu í forritinu R. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunnþekkingu í tölfræði og tölfræðihugbúnaðnum R. Æskilegt er að nemendur þekki til margbreytu aðhvarfsgreiningar (e. multiple linear regression). Nemendur læra að beita hinum ýmsu tölfræðiaðferðum í R (ss. classification methods, resampling methods, linear model selection og tree-based methods). Námskeiðið er kennt á tólf vikum og verður það á vendikennsluformi þar sem nemendur lesa námsefni og horfa á myndbönd áður en þeir mæta í tíma og fá svo aðstoð með fyrirliggjandi verkefni í tímum.
Starfendarannsóknir (MVS011F)
Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.
Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.
Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)
Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.
Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.
Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)
Markmiðið er að nemendur
- hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
- þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
- geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
- séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
- hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun
Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.
Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatíma verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.
Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir.
Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.
Hagnýt tölfræði (STJ201F)
Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist skilning á eðli hinnar vísindalegu aðferðar og undirstöðuþekkingu í að greina tölfræðileg gögn sem notuð eru við margs konar opinbera ákvarðanatöku. Farið er yfir hugtök á borð við orsök, réttmæti og áreiðanleika. Fjallað er bæði um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, þar á meðal um breytur, gildi, miðlægni, staðalfrávik, úrtök, marktækni og tilgátuprófanir. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist færni í að greina og meta megindlegar rannsóknir með tilliti til aðferðafræði og jafnframt að þeir geti sótt gögn og framkvæmt einfaldar tölfræðiaðgerðir í töflureikni.
Eigindleg aðferðafræði (STJ203F)
Námskeiðið er hagnýtt ætlað nemendum í meistaranámi í Stjórnmálafræðideild sem hyggjast vinna eigindlega rannsókn í meistaraverkefni sínu. Í námskeiðinu öðlast nemendur grunnfærni í framkvæmd eigindlegra rannsókna, sérstaklega eigindlegra viðtala. Einnig er fjallað um söfnun fyrirliggjandi eigindlegra gagna. Í námskeiðinu er gerð grein fyrir ólíkum leiðum við greiningu eigindlegra gagna, þ.m.t. innihalds- og orðræðugreiningu, og öðlast nemendur færni í greiningu gagna samkvæmt þeim. Í námskeiðinu vinna nemendur verkefni sem tengjas tlokaverkefnum þeirra við Stjórnmálafræðideild eftir því sem því verður viðkomið.
Nýsköpun og gerð viðskiptaáætlana (IÐN202M)
Markmið: Gera nemendur færa um að skilja eðli og ferli nýsköpunar, einkenni og virkjun frumkvæðis og skrifa viðskiptaáætlun fyrir tiltekna hugmynd. Fjallað verður um öll atriði er tengjast gerð viðskiptaáætlana. Þar er einkum um að ræða; hugmyndaleit, hugmyndamat og skilgreining á viðskiptahugmynd (þörf og lausn). Markaðsmál, sölumál og samkeppni varðandi hugmyndina og framsetning eftirpurnarfalls. Tæknin sem lausnin byggir á og tæknileg sérstaða lausnarinnar. Gerð framkvæmdaáætlunar fyrir tæknilega útfærslu lausnarinnar (verk- og tímaáætlun). Vernd hugverka og einkaleyfi. Gerð stofnkostnaðar- og fjármögnunaráætlunar. Gerð fjárhagsáætlana; rekstrar- og greiðsluáætlun ásamt áætlun um efnahagsreikning og arðsemis- og andvirðismat. Útreikningur ýmissa lykiltalna. Umfjöllun um stofnendur, eigendur og stjórnskipulag. Verkefnavinna: Þátttakendur vinna verkefni á grundvelli hugmyndaleitar og hugmyndamats. Verkefnin eru annað hvort sprottin úr hugmyndum þátttakenda eða tengjast starfandi fyrirtækjum. Verkefnin eru unnin í þriggja manna hópum og skila nemendur 4 áfangaskýrslum og verja verkefnin munnlega í lok misseris. Lokaskýrsla skal vera fullmótuð viðskiptaáætlun ásamt arðsemismati og tillögum um hvernig verkefninu skuli hrint í framkvæmd.
Landslag og orkumál (LAN220F)
Kennt annað hvert ár þegar ártal er slétt tala.
Landslagshugtakið er skoðað á gagnrýninn hátt út frá sjónarhorni mannvistarlandfræði. Breytingar á landnýtingu, orsakir þeirra og afleiðingar fyrir landslag eru ræddar. Sérstök áhersla verður lögð á nýtingu endurnýjanlegrar orku og landslagsáhrif hennar. Átök vegna ólíkra hagsmuna og/eða sýnar á náttúruna eru greind. Samspil orkuvinnslu, ferðaþjónustu og friðlýsingar svæða á Íslandi verður skoðað með tilliti til landslags. Einnig er rætt hvernig ákvarðanir um orkunýtingu eru teknar og að hve miklu leyti sjónarmið almennings koma við sögu.
Farin er vettvangsferð í nágrenni Reykjavíkur.
Natural Resources Law, EU/EEA Energy Law (LÖG212F)
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi er ætlunin að veita greinargott yfirlit yfir viðfangsefni orkuréttar Evrópusambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins (EES) ásamt því að útskýra grundvallarhugtök á þessu sérhæfða og mikilvæga réttarsviði. Í öðru lagi er markmiðið að fara yfir og skýra meginreglur orkuréttar ESB, þ.á m. hreinorkupakkann svokallaða, og tengslin milli lagareglna á sviði orkumála og loftslagsmála. Í þriðja lagi verður fjallað um íslenskar lagareglur á sviði orkuréttar.
Raforkumarkaðir og raforkuhagfræði (RAF610M)
Helstu gerðir orkuvera til vinnslu raforku. Stutt yfirlit yfir almennar klassískar bestunarðferðir. Klassískar aðferðir við bestun í raforkukerfum miðað við einkasöluform (Economic Dispatch, Unit Commitment, Optimal Load Flow, Optimal Hydrothermal Operation ofl). Hagkvæmasti rekstur vatnsaflskerfa til langs og skamms tíma. Grundvallaratriði kostnaðarhugtaka vegna rekstrar og uppbyggingar kerfa. Hagkvæmasta uppbygging virkjanakerfi. Kostnaðarföll, meðalkostnaður, jaðarkostnaður og nokkur grunnhugtök rekstrarhagfræði. Yfirlit yfir markaðsvæðingu og áhrif hennar á raforkugeirann í heildsölu og smásölu. Verðteygni og hagfræðileg og verkfræðileg sjónarmið um orkunotkun og álag. Uppbygging raforkumarkaða, raforkupotta og tvíhliða samningar. Markaðsráðandi staða og samkeppni í raforkuvinnslu. Hámörkun ágóða samkeppnisaðila, samanburður við einkasöluform með og án flutningstakamarkana og orkutapa. Dæmi um útfærslu í litlum kerfum og útvíkkun fyrir stór kerfi. Raforkuflutningur, og valkostir við verðlagningu hans. Raforkudreifing og mælingar í markaðsvæddu kerfi. Punktverðlagning orku og rauntímaverðlagning. Samantekt um stöðu og líklega þróun markaðsvæðingar og útfærslu í mismunandi kerfum, löndum og heimshlutum.
Stjórnkerfi umhverfis- og auðlindamála (UAU201F)
Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta: Ábyrgð ríkisvalds, almennings og fyrirtækja í umhverfis og auðlindastjórnun. (1) Ábyrgð ríkisvaldsins. Inngangur að íslenska stjórnkerfinu, uppbygging, ákvarðanataka á landsvísu og hjá sveitarfélögum. Samband ýmsustu stjórnstiga, ríkisvaldið, þingið, ráðuneyti, stofnanir. Grænvæðing íslenskra stjórnmála. Alþjóðlegar stofnanir svo sem Sameinuðu Þjóðirnar. Alheimsbankinn. (2) Ábyrgð almennings. Samband þjóðfélaga og náttúruauðlinda og umhverfis, Skoðanir og þátttaka almennings í ákvarðanatöku. Fráls félagasamtök og hlutverk þeirra, bæði innlend og erlend. (3) Ábyrgð einkageirans. Þrískipt markmið (umhverfi, þjóðfélagssamhygð og hagnaður). Þjóðfélagsleg og umhverfisleg ábyrgð. Strategísk umhverfistjórn. Grænt bókhald. Umhverfiskostnaður. Umhverfismerki. Stuðlar svo sem ISO 14000. Sjálfbærar fjárfestingar.
Loftgæði og stýring (UMV244F)
Loftmengun er talin vera helsta umhverfislega hættan fyrir heilsu manna. Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) metur að 7 milljón manns deyja fyrir aldur fram ár hvert af völdum loftmengunar innanhús eða utan. Bæði skamm- og langtíma innöndun af mengunarvöldum hefur verið tengd við hjarta- og öndunarfærissjúkdóma, og krabbamein. Þessi kúrs kannar uppsprettur loftmengunarvalda, örlög þeirra í umhverfinu, áhrif á heilsu og velllíðan, og leiðir til úrbóta. Kúrsinn veitir nemendum færni til þess að áætla loftmengun og túlka loftgæðamælingar.
Viðfangsefni/efnistök: Uppsprettur loftmengunar af mannavöldum og náttúrunnar hendi. Áhyggjur af loftmengunarvöldum eins og svifryki, nituroxíðum, ósoni, brennisteinsoxíðum, kolmonoxíðum, brennisteinsvetnis, rokgjörnum lífrænum samböndum, fjölarómatískum kolvetnum, og þungmálmum. Flutningur og dreifing efna í byggðu og náttúrulegu landslagi. Áhrif stöðuleikaflokks lofts, hitaskila, vinds, staðbundinna veðurskilyrða í borgum og annarra veðurþátta á styrkleika mengunar. Gaussian dreifilíkön og stærðfræðilegar lausnir þeirra fyrir mengun frá iðnaði og samgöngum. Loftgæðamælingar, spálíkön og eftirfylgni. Tæknilegar og stjórnsýslulegar leiðir til þess að draga úr loftmengun.
Kúrsinn er kenndur af leiðandi umhverfisverkfræðingum á ensku.
Námskeiðið er kennt annað hvert ár þegar ártal er slétt tala.
Bein nýting jarðhita (VÉL218F)
Helstu efnistök í námskeiðinu eru:
- Orkunotkun á Íslandi, yfirlit
- Hitun húsa, hitaveitukerfi
- Varmafræðilegar undirstöður húshitunar og orkubúskapur húsa, varmatap og varmaflutningur frá ofnum
- Kröfur um innihita og lágmarksþægindi.
- Hústengingar, grindur og varmaskiptar.
- Hitaveitujöfnur, stöðugt ástand og tímaháð ástand.
- Grunnálag hitaveitu og ákvörðun út frá veðurgögnum.
- Sundlaugar
- Gróðurhús og jarðhitun
- Snjóbræðsla og varmanotkun í iðnaði
- Fiskeldi
- Varmadælur
Fjarkönnun og umhverfisvöktun (LAN211F)
Lögmál og grundvallaratriði fjarkönnunar. Rafsegulgeislun, víxlverkun við lofthjúp og yfirborð jarðar. Endurvarp og eigingeislun. Eiginleikar ljósmynda, hitamynda, örbylgju- og ratsjármynda. Yfirlit yfir annars konar fjarkönnun: LIDAR, bylgjuvíxlmyndir, fjölgeisla- og jarðsjármælingar, fjarkönnun á öðrum reikistjörnum.
Fjarkönnunargögn og aðferðir við öflun þeirra. Nemar og skannar um borð í gervitunglum og flugvélum. Upplausn mynda: rúmfræðileg, rófgreinihæfni, geislastyrkur, tími. Saga fjarkönnunar á 20. og 21. öld.
Notkun og túlkun loftmynda og gervitunglamynda. Myndvinnsla og greining: forvinna, upprétting, strekking, vinnsla með fjölda banda, stýrð og sjálfvirk flokkun, landgreiningar og rannsóknir á breytingum, líkangerð. GPS. Samfelling gagna og landupplýsinga. Framsetning og miðlun fjarkönnunargagna.
Umhverfisvöktun og gildi fjarkönnunar á ýmsum fræðasviðum: landfræði, jarðfræði og líffræði. Umhverfisvöktunarkerfi vegna snöggra og hægfara umhverfisbreytinga, náttúruvár, atburða og kortagerðar. Öflun og vinnsla rauntímagagna.
Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestarar, umræðutímar og vikuleg verkefni í tölvuveri í öflun, greiningu og túlkun fjarkönnunargagna. Unnið verður með landupplýsingakerfi, einkum ArcGIS og QuantumGIS, svo og ýmis myndvinnsluforrit. Sjálfstætt rannsóknaverkefni á sviði fjarkönnunar og umhverfisvöktunar.
Verkefnaáætlanir, eftirfylgni og úttektir (MAN701F)
Í námskeiðinu verða kynnt helstu hugtök og nálganir sem notuð eru við undirbúning, eftirfylgni og úttektir á verkefnum/starfsemi. Fjallað verður meðal annars um greiningu þess vanda sem verkefni er ætlað að leysa, kortlagningu hagsmunaaðila, hönnun verkefnaáætlunar, lýsingu á eftirfylgd, verklýsingu úttektar (e. Terms of Reference – TOR), gagnaöflun, skýrslugerð um framvindu verkefna og niðurstöður úttektar, endurskoðun verkefnaáætlunar og upplýsingagjöf. Lögð verður áhersla á mikilvægi þátttöku hagsmunaaðila og samþættingu kynjasjónarmiða. Nálganir sem kenndar eru í námskeiðinu eiga rætur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu en þær má nýta við undirbúning, eftirfylgni og úttekt á margskonar verkefnum/starfsemi. Við kennsluna verður stuðst við samblöndun kenningalegrar umfjöllunar og lausn hagnýtra verkefna.
Vistvæn nýsköpun matvæla (MAT612M)
Námskeiðið er í samvinnu við Samtök iðnaðarins, Matís ohf og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Námskeiðið byggir á hópvinnu og samstarfi nemenda, markvissri leiðsögn/þjálfun þar sem þeir munu þróa nýja vistvæna matvöru og framleiða sýnieintök af henni. Nemendur munu skipta með sér verkum við þróun á frumgerð vörunnar, hönnun á umbúðum og gerð viðskipta- og markaðsáætlunar. Því munu hóparnir verða eftir því sem hægt er með nemendum sem hlotið hafa kennslu og þjálfun í þessum mismunandi þáttum vöruþróunar. Matís veitir sérfræðiaðstoð og aðstoð við þróun og gerð sýnieintaka og Nýsköpunarmiðstöð leiðsögn við gerð og kynningu á viðskiptaáætlunum.
Síðan munu nemendur kynna vörur og viðskiptaáætlanir fyrir dómnefnd í nýsköpunarkeppninni Ecotrophelia Ísland og vinningsliðið taka þátt í Evrópukeppni
(www.ecotrophelia.eu). Loks munu nemendur kynna vörur og viðskiptahugmyndir sýnar á opnun viðburði á vegum vettvangsins „Matvælalandið Ísland“. Verkefnin geta verið í samstarfi við fyrirtæki.
Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði (UAU114F)
Starfsþjálfun í umhverfis- og auðlindafræði er hagnýtt námskeið sem veitir nemendum tækifæri til að fá innsýn í starfsemi frjálsra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana (skipulagsheilda) sem tengjast umhverfis- og auðlindafræði. Verkefni nemanda skulu vera tvenns konar: 1) eitt veigamikið verkefni sem a.m.k. helmingi starfsþjálfunar er varið í (120 klst) og 2) ýmis tilfallandi verkefni skipulagsheildarinnar. Æskilegt er að nemandi kynnist sem flestum starfssviðum hennar og fái innsýn í starfsemina.
Starfsþjálfun er á einstaklingsgrundvelli og nemendur þurfa að vera komin með starfsþjálfunarverkefni til að geta skráð sig í námskeiðið. Hægt er að skrá nemendur í námskeiðið hvenær sem er, þ.e. utan hefðbundinna skráningartímabila.
Mögulegt er að hefja starfsþjálfun með tveimur leiðum:
- Frjáls félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun auglýsa eftir starfsnemum í tiltekin starfsþjálfunarverkefni.
eða
- Nemendur hafa frumkvæði að starfsþjálfunarverkefni (í samráði við kennara umhverfis- og auðlindafræði) hjá tilteknu fyrirtæki, stofnun, eða frjálsum félagasamtökum og þróa verkefnið í samstarfi.
Starfsþjálfun getur ekki hafist fyrr en samþykki kennara umhverfis- auðlindafræði liggur fyrir. Einstaklingssamkomulag um starfsþjálfun er gerð milli nemandans, viðkomandi skipulagsheildar og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði. Samkomulagið þarf að innhalda verkefnislýsingu sem og lýsingu á hvernig nemandinn fær innsýn í starfsemina.
Gert er ráð fyrir að um takmarkaðan fjölda námsplássa sé að ræða. Verkefnin geta tengst ólíkum hliðum umhverfis- og auðlindafræði.
Nemendur skila lokaskýrslu um verkefnið og dagbók með vikulegu yfirliti til verkefnastjóra námsbrautarinnar og til þess aðila sem veitir starfsnámið.
Umhverfishagfræði (UAU206M)
Í þessu námskeiði er fjallað um ýmsar veigamiklar hliðar umhverfishagfræði. Rætt er um efnahagslegt gildi umhverfisins, mismunandi not þess, kostnað við umhverfisrýrnun og svokallaða "græna" landsframleiðslu. Ennfremur er fjallað sérstaklega um land, landnotkun og landvirði. Þá er geta markaðskerfisins til að framkalla hagkvæma nýtingu umhverfisins rannsökuð, aðferðir til að lagfæra "mistök" í því efni skoðaðar og bornar saman við hugmyndir umhverfissinna.
Kolefnisfótspor fyrirtækja (UAU027F)
Í þessu námskeiði öðlast nemendur færni í útreikningum á losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri fyrirtækja. Nemendur öðlast þekkingu á helstu aðferðafræðum við útreikninga, hvernig styðjast skal við gagnabanka og hvaða leiðir standa fyrirtækjum til boða við upplýsingagjöf (e. disclosure platforms), s.s. CDP, Nasdaq og GRI. Nemendur læra að þekkja umföng, notkun lífsferilsgreininga (LCA) við upplýsingagjöf, hvaða sjálfbærnimælikvarðar eru viðeigandi (e. material) og hvernig má skoða mótvægisaðgerðir í samhengi við rekstur fyrirtækja. Leiðbeiningar Greenhouse Gas Protocol eru grunnviðfangsefni námskeiðsins, enda eru þær leiðbeiningar gjarnan nýttar til grundvallar upplýsingagjöf. Við lok námskeiðs hafa nemendur færni til að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri og virðiskeðju fyrirtækja og setja fram á viðeigandi vettvangi. Nemendur þekkja einnig þróun í aðferðafræði á útreikningum losunar gróðurhúsalofttegunda, sér í lagi með tilliti til fjármálastarfsemi. Nemendur þekkja einnig hvernig upplýsingar sem þessar eru nýttar, s.s. með tilliti til ESG áhættumats.
Sjálfbær framtíð (UAU207M)
Markmið námskeiðsins er að þjálfa gagnrýna hugsun nemenda og leiðtogahæfileika með sjálfbæra framtíð að markmiði. Námskeiðið mun kenna praktískar aðferðir sem minnka munu vistfótspor (e. ecological footprint), einstaklinga/fyrirtækja/stofnana/samfélags. Áhersla verður lögð á þverfræðileika og vísindalegan ramma sjálfbærni - byggðan á aðferðafræði "systems thinking". Nemendur munu læra að nýta vísindi í víðum skilningi til að styðja við regulgerðir (e. Policy), kynnast þeim eiginleikum og aðferðum sem þarf til að leiða breytingar þjóðfélaga í átt til sjálfbærni auk þeirra þátta sem nauðsynlegir eru þegar sjálfbær samfélög eru skipulögð.
Við lok námskeiðsins munu nemendur hafa öðlast hæfileika til að leiða breytingar samfélags í átt til sjálfbærrar framtíðar. Nemendur munu ma. annars geta leitt vinnustofur sem miða að sjálfbærni. Námsmat mun fara byggt á frammistöðu í vinnustofum, kynningum og hópverkefnum.
Lotunámskeið, kennt yfir fjórar helgar. Dagsetningar á vormisseri 2023 eru: 20.-21. janúar, 10.-11. febrúar, 3.-4. mars og 24.-25. mars.
Stefnumiðuð samfélagsábyrgð fyrirtækja (UAU247F)
Í þessu 13 vikna námskeiði er gert ráð fyrir virkri þátttöku nemenda. Námskeiðið tekur mið af þeirri hugmynd að þótt stjórnvöld og óhagnaðardrifin félög skipti sköpum fyrir nútímasamfélag eru það fyrirtæki sem leggja grunn að þeirri verðmætasköpun sem velferð samfélagsins byggist á. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin áhrif á samfélagið sem samanstendur af fjölmörgum hagaðilum sem og náttúrulegu umhverfi. Á móti kemur að það er samfélagið sem mótar leikreglur sem fyrirtæki starfa eftir sem og þær væntingar sem fyrirtæki taka mið af í þeirra ytra og innra umhverfi. Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, t.d. markmið 8, 9, 12, 13, og 17, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Global Reporting Initiative og fleira. Þessi samverkun fyrirtækja, samfélags (í víðasta skilningi þess orðs) og náttúrulegs umhverfis er viðfangsefni samfélagsábyrgðar fyrirtækja.
Burtséð frá persónulegum skoðunum fólks á samspili viðskipta og samfélags þá eru hagnaðardrifin fyrirtæki mikilvæg. Í þessu námskeiði er leitast við að kanna víddir slíks samspils frá sjónarhóli mismunandi hagaðila. Það er gert á gagnvirkan hátt, með því að skoða og greina málefni sem tengjast samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, með hermileikjum (simulation) og með tilviksrannsóknum (hópverkefni).
Námskeiðinu er skipt upp í fimm megin hluta. Í fyrsta hluta er skoðað hvað samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja merkir, hverjir eru drifkraftar samfélagsábyrgðar og réttindi og skyldur fyrirtækja. Í öðrum hluta er sjónum beint að sjónarhorni hagaðila og í þriðja hluta er fjallað um efnahagslega þætti. Í fjórða hlutanum er fjallað um stefnumarkandi þátt samfélagsábyrgðar og í fimmta hluta sjónarmið sjálfbærrar þróunar.
Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði (UAU441L)
Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræði er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 30 eða 60 ECTS.
Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.
Þáttagerð. Vinnsla fræðilegs efnis fyrir útvarp (í samvinnu við RÚV) (BLF201M)
Markmiðið með námskeiðinu er að gefa nemendum tækifæri til að koma rannsóknum sínum og annarra á framfæri við hlustendur Ríkisútvarpsins, jafnframt því að rýna í samfélag og menningu á fræðilegum forsendum. Nemendum gefst um leið tækifæri til að kynnast útvarpinu sem miðli, fá reynslu af þáttagerð og kynnast verklagi reynds fjölmiðlafólks.
Á meðal þess sem rætt verður um á námskeiðinu er: Ríkisútvarpið sem miðill, útvarp sem farvegur fræða, gerð fléttuþátta fyrir útvarp, viðtöl við fræðimenn, hvernig nýta megi eigin sérfræðiþekkingu við dagskrárgerð og krafturinn sem býr í hinu ósagða. Rætt verður um talmál og tónlist í safni Ríkisútvarpsins. Lögð verður áhersla á hvernig tækni hefur þróast varðandi varðveislu og afspilun og hvernig hægt er að flétta eldri upptökur inn í nýja dagskrá.
Auk þessa fræðast nemendur um handritsgerð, viðtöl og vinnu í hljóðstofu. Þættir nemenda verða á dagskrá Ríkisútvarpsins á komandi vetri.
Hafðu samband
Verkefnisstjóri námsins:
Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir
Sími: 525 4706
Netfang: umhverfi@hi.is
Fylgstu með okkur Facebook

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.